Morgunblaðið - 17.08.2006, Síða 45

Morgunblaðið - 17.08.2006, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 45 DAGBÓK Alþjóðahúsið við Hverfisgötu er fimm ára íár og hefur starfsemi hússins aldrei ver-ið fjölbreyttari. Alþjóðahúsið er nú starf-rækt sem einkahlutafélag í eigu Reykja- víkurdeildar Rauða kross Íslands og hefur það aðahlutverk að vera upplýsingamiðstöð fyrir inn- flytjendur um margvísleg málefni og um leið upp- lýsingamiðstöð um málefni innflytjenda. Að sögn Einars Skúlasonar, framkvæmdastjóra Alþjóða- hússins, er starfsemin í húsinu ekki hvað síst brú á milli þeirra sem flutt hafa til landsins og þeirra sem búa hér fyrir: „Við bjóðum upp á margs kyns sam- félagsfræðslu fyrir innflytjendur og var t.d. mikið starf unnið hjá okkur í tengslum við sveitarstjórn- arkosningarnar í vor, en þá höfðu um 4.500 erlendir ríkisborgarar kosningarétt. Við fléttum oft ís- lenskukennslu inn í námskeið okkar um íslenskt samfélag, en Alþjóðahúsið stendur fyrir fjöl- breyttum námskeiðum í íslensku.“ Einar segir Alþjóðahúsið bæði bjóða upp á al- menn íslenskunámskeið, þar sem kennt er í blönd- uðum hópum, og sérhæfð námskeið, s.s. fyrir vinnustaði: „Þá lögum við námsefnið sérstaklega að því sem fengist er við á vinnustaðnum. Þannig nálg- umst við nemandann út frá hans nánasta umhverfi og gerum honum kleift að beita nýrri kunnáttu sinni í málinu, að segja má jafnóðum.“ Meðal námskeiða sem eru á döfinni hjá Alþjóða- húsinu er íslenskunámskeið fyrir mæður og feður: „Þetta er nýjung hjá okkur, og fléttum við saman íslenskukennslu og hagnýtri fræðslu fyrir mæður og feður af öllum toga. Við erum einnig að fara af stað með kennslu fyrir foreldra í samstarfi við þrjá leikskóla í Efra-Breiðholti í haust, þar sem íslenska er kennd í gegnum starfsemi leikskólanna.“ Alþjóðahúsið býður jafnframt upp á túlka- og þýðingarþjónustu á yfir 60 tungumálum og í Al- þjóðahúsinu er starfrækt líflegt kaffihús þar sem haldnar eru uppákomur reglulega og boðið upp á fjölbreyttan alþjóðlegan matseðil. Einnig stendur Alþjóðahúsið fyrir allskyns menningarstarfsemi þar sem hæst ber Þjóðahátíð sem haldin er í febr- úar ár hvert. „Ráðgjafi og lögfræðingur eru hjá Alþjóðahúsinu í fullu starfi og leiðbeina fólki sem hingað kemur um allt milli himins og jarðar, allt frá því hvernig innrita á börn í leikskóla, um réttindi í heilbrigð- iskerfinu, og veita upplýsingar um atvinnu- og dval- arleyfi svo nokkuð sé nefnt,“ segir Einar. Líkt og undanfarin ár verður mikið um að vera í Alþjóðahúsinu á Menningarnótt: „Yfir daginn ætl- um við að vera með dagskrá fyrir börnin. Reist verður stórt tjald í portinu bak við húsið þar sem börnin fá að smíða hljóðfæri. Þegar hljómsveitin er fullbúin verður haldið í skrúðgöngu til Listasafns Íslands þar sem börnunum verða sagðar tröllasög- ur. Tónleikadagskrá hefst kl. 17 og varir til mið- nættis og verður örugglega skemmtileg stemning í tjaldinu þar sem sýndir verða og kenndir balkan- dansar, taílenskir og afrískir dansar og salsa.“ Innflytjendur | Íslenskukennsla fyrir mæður og feður meðal námskeiða framundan Fræðsla og þjónusta í Alþjóðahúsi  Einar Skúlason fæddist í Kaupmannahöfn 1971. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1991, BA-prófi í stjórnmálafræði frá Há- skóla Íslands 1998 og MBA-gráðu frá Edinborg- arháskóla 2003. Einar var framkvæmdastjóri Foxhall til 2000, fram- kvæmdastjóri auglýsingastofunnar Banka- strætis 2000–2002 og hefur verið fram- kvæmdastjóri Alþjóðahússins frá 2003. Hann var formaður Sambands ungra framsókn- armanna 1999–2002 og framkvæmdastjóri Stúdentaráðs 1996–1997. Einar á þrjá syni. Árnaðheilla ritstjorn@mbl.is EM í Varsjá. Norður ♠Á8 ♥K8542 S/Allir ♦K872 ♣D8 Vestur Austur ♠K92 ♠G764 ♥DG3 ♥6 ♦Á1096 ♦G53 ♣ÁG5 ♣109763 Suður ♠D1053 ♥Á1097 ♦D4 ♣K42 Ísland vann Noreg 22–8 í sjöttu um- ferð Evrópumótsins í fjörmiklum leik, sem sýndur var beint á norræna vef- setrinu Swangames.com. Ballið byrjaði á því að Tor Helness gaf Jóni Bald- urssyni og Þorláki Jónssyni slemmu með því að spila undan ás – og átti hann þó trompásinn til hliðar! Slíkt var traustið á „relay“-kerfi Íslendinganna, sem höfðu farið illa út af sporinu í þre- pasvörunum. Spilið að ofan kom strax í kjölfarið. Í lokaða salnum varð Matthías Þorvalds- son sagnhafi í fjórum hjörtum í norður og fékk út spaða frá gosanum. Matthías hitti á að láta tíuna og það dugði honum til vinnings með því að trompa tvo tígla í borði. Svo virðist sem geimið tapist í norður með öðru útspili, en með ná- kvæmri tímasetningu getur sagnhafi hreinsað upp láglitina og sent vestur inn á þriðja trompið til að spila frá spaðakóngnum. Sú leið fór þó fyrir ofan garð og neðan hjá flestum sagnhöfum. Í opna salnum varð suður hins vegar sagnhafi eftir opnun Helgemos á einu fjórlitarhjarta: Vestur Norður Austur Suður Jón Helness Þorlákur Helgemo -- -- -- 1 hjarta Dobl 3 grönd * Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Stökk Helness í þrjú grönd er góð hækkun í fjögur hjörtu, en án stuttlitar til hliðar. Vestur er illa endaspilaður strax í fyrsta slag og Jón gerði sér grein fyrir því. Það virðist illskást að spila út spaða, en það gefur samninginn snar- lega, og líka ás í láglitunum. Er skemmst frá því að segja að Jóni leist ekki á neinn hefðbundinn kost og lagði af stað með hjartadrottningu! Enginn „heilvita“ maður spilar frá DGx í trompi og Helgemo var ekki höndum seinni að drepa á kónginn og spila meira hjarta. Honum brá illilega þegar Þorlákur henti í slaginn, en nú var ekki lengur hægt að trompa tvo tígla og spil- ið lak einn niður. Þetta útspil fer í sögubækurnar. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 O-O 5. Bd3 c5 6. Rf3 d5 7. O-O dxc4 8. Bxc4 Rbd7 9. a3 cxd4 10. axb4 dxc3 11. bxc3 Dc7 12. Be2 Rd5 13. c4 Rc3 14. Dc2 Rxe2+ 15. Dxe2 b6 16. Bb2 Bb7 17. Hfc1 Hfd8 18. Rd4 Rf8 19. c5 bxc5 20. bxc5 e5 21. Rf5 Rg6 22. Rd6 Bc6 23. Ha6 Dd7 24. Dc4 Hf8 25. Hca1 h6 26. f3 Kh7 27. H1a5 Hab8 28. Hxa7 Dd8 29. De2 Dg5 30. Bc1 Rh4 31. Kh1 Dh5 32. e4 f5 33. Ha1 fxe4 34. Rxe4 Staðan kom upp á sterku alþjóðlegu kvennamóti sem lauk fyrir skömmu í Krasnoturyinsk í Rússlandi. Rússneski alþjóðlegi meistarinn Nadezhda Kos- intseva (2472) hafði hvítt gegn löndu sinni og kollega Svetlönu Matveevu (2454). 34 … Rxf3! 35. gxf3 Dxf3+ 36. Dxf3 Hxf3 37. He7, hvítur hefði einnig haft tapað tafl eftir 37. H7a4 Bxa4 38. Hxa4 Hf1+. 37 … Bxe4 38. Kg1 Hbf8 39. Bxh6 Kxh6 40. Hxe5 H8f4 og hvít- ur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik 70 ára afmæli. Í dag verður BragiGuðmundsson, Spóahólum 16 í Reykjavík, sjötugur. Bragi verður að heiman á afmælisdaginn. 60 ára afmæli. í dag er Erlingur K.Stefánsson vélvirki sextugur. Hann er að heiman á afmælisdaginn. Vegna skrifa „hugleysingja“ SUNNUDAGINN 13. ágúst skrifar maður sem hefur ekki kjark og þor til að standa undir nafni enn á ný. Hann titlar sig aðstandanda og seg- ist skýla sér á bak við það að hann sé að vernda viðkomandi sjúkling. Ég er ekki sammála honum. Fyrir utan alvarlegar aðdróttanir sem hafa ver- ið tilgreindar sakar hann starfsfólk um að „hlutirnir hverfi á dularfullan hátt“, sem er mjög alvarleg ásökun í garð þess starfsfólks sem þarf að sitja undir orðum hans. Ég tel mig hafa talsverða þekk- ingu á því sem þarna gerist innan- dyra. Ég get fullyrt að allt starfsfólk sem vinnur þarna, hvort sem um er að ræða lækna, hjúkrunarfólk eða annað starfsfólk, leggur sig fram að alúð og kærleika við að bæta líðan sjúklinga eins og kostur er. Það er skoðun mín að íslensk sjúkrahús standi mjög framanlega í gæðum og þjónustu ef við miðum við millj- ónaþjóðir eins og Þýskaland, Hol- land og England til dæmis. Þess vegna hvet ég hann til að kynna sér betur hvernig þetta er í þessum löndum til samanburðar. Þá er spurning hvort hann myndi nota orðið „heilsubæli“ um sjúkrahúsin í þessum löndum, eins og hann notaði, og gerði lítið úr íslenskum sjúkra- húsum og starfsfólki með niðrandi umfjöllun. Það verður að fjalla um hlutina í málefnalegri umræðu, ræða hvernig þeir eru og hvernig þeir eiga að vera, frekar en að stunda niðurrif. Þess vegna hvet ég höfund til að koma fram undir nafni í stað þess að vera í skotgrafahernaði með bundið fyrir andlitið svo hann sjáist ekki. Þá væri hann meiri maður. Nú þarf hann ekkert að óttast nema sjálfan sig. Jóhann Páll Símonarson sjómaður. Um blómabeð og græn tún Nú eru orðin ansi fá græn tún eftir í Reykjavík. En á þeim sem eru eftir, til dæmis Landakotstúni, er búið að setja ein 6 blómabeð sem lítið er hugsað um og má ekki hreyfa vind, þá fyllast þau af pappírsrusli. Blómabeð eru mjög falleg en það þarf að hugsa vel um þau til að þau haldist falleg. En einnig eru græn tún þar sem krakkar geta hlaupið um og leikið sér mjög falleg. 060630–4109 Velvakandi Svarað í síma 569 1100 frá kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 60 ára afmæli. Í gær, 16. ágúst,varð Brynja Pétursdóttir frá Kirkjubæ, Réttarholtsvegi 13, Garði, 60 ára. Af því tilefni býður hún ætt- ingjum, vinum og samferðafólki að þiggja kaffi sunnudaginn 20. ágúst kl. 16.00 í Slysavarnarhúsinu (Þor- steinsbúð) við Gerðaveg í Garði. Síðustu sýningardagar á sýningu bandarísku myndlistarkonunnar Bec Stupak; „no no no no no no no no no no no no there’s no limit!“ í sýningarýminu Galleríi Dverg eru nú á föstudag og laugardag kl. 18– 19. Gallerí Dvergur er staðsett í kjallara bakhúss á Grundarstíg 21 í Þingholtunum. Bec Stupak (1977) býr og starfar í New York og hef- ur bæði sýnt verk sín og komið fram sem vj-listamaður (flutt lif- andi vídeógjörninga) mjög víða í Bandaríkjunum en einnig á Eng- landi og í Rússlandi. Hún hélt ný- verið einkasýningu sína í einu þekktasta galleríi New York- borgar; „Deitch Projects“, og starfar með myndlistarhópnum „Assume Vivid Astro Focus“, sem hefur m.a. sýnt á Whitney- tvíæringnum í New York, í MoCA; Museum of Contemporary Art í Los Angeles, í Barbican Center í London, hjá Peres Projectgall- eríinu í Los Angeles, á Liverpool- tvíæringnum og með Deitch Proj- ects á myndlistarmessunni Art Ba- sel Miami 2005. Bec Stupak var í fyrra valin úr miklum fjölda myndlistarmanna til þátttöku í fyrsta raunveru- leikaþættinum um myndlistarfólk, sem er sambærilegur við Idol- þættina þekktu, og er framleiddur af Deitch Projects. Þættirnir voru nýverið sýndir á sjónvarpsstöðinni Gallery HD. Bec Stupak kom fyrst fram sem vj-listamaður í reifsenu tíunda ára- tugarins og er vel þekkt sem slík- ur, undir listamannanafninu Ho- neygun Labs. Vídeóverk hennar, gjörningar og innsetningar eru flestar af erótískum toga, með vís- anir í sýrulist áttunda áratugarins, goðsagnir, dulúð, götulist og æv- intýri. Bec Stupak sýnir í Galleríi Dverg Musikkoret Köbenhavn ásamt hljómsveit verður á ferð um Ísland dagana 16.– 22. ágúst og mun halda tvenna tónleika. Þeir fyrri verða í Langholtskirkju föstudaginn 18. ágúst kl 20.00 og þeir síðari í Skál- holti sunnudaginn 20. ágúst kl. 16.00. Aðgangur er ókeypis. Stjórnandi kórsins er Lo- uise Adrian, einsöngvari Eva Trudsö og píanóleikari Eva Gaarn. Musikkoret Köben- havn ferðast um landið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.