Morgunblaðið - 21.08.2006, Side 24

Morgunblaðið - 21.08.2006, Side 24
24 MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Bjarki Magnús-son fæddist 28. júlí 1929 á Staðar- felli í Fellsstrandar- hreppi, Dölum. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 13. ágúst síðastliðinn. Faðir hans var Magnús Kristjáns- son, búfræðingur, bústjóri á Staðar- felli á Fellsströnd, Dal, síðar garð- yrkjumaður í Reykjavík, f. 26.7. 1891, d. 14.4.1974. Móðir hans var Hólm- fríður Gamalíelsdóttir, handa- vinnukennari á Staðarfelli á Fells- strönd, Dal, f. 23.5. 1897, d. 7.1. 1935. Bjarki ólst upp í Reykjarkoti I við Hveragerði með föður sínum og seinni konu hans, Sesselíu Sveinsdóttur, f. 4.3. 1894, d. 23.10. 1982. Þegar Bjarki er 10 ára flutt- ust þau til Reykjavíkur, þar sem þau ráku garðyrkjustöð að Eski- hlíð D. Fyrsta eiginkona Bjarka, Jóna Erla Ásgeirsdóttir, f. 10.7.1932. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Magnús Kjartan, f. 14.11.1953 stýrimaður og prentari í Hafna- firði, maki: Guðlaug Pálmadóttir, f. 8.7.1954 kennari. Börn þeirra eru: a) Bjarki Jónas 1978, verk- fræðingur, unnusta Helga Ólafs- dóttir, nemi í iðjuþjálfun b) Ásgeir Helgi, 1982, listdansnemi. Unnusti Pétur Snæbjörnsson, læknir. c) Þórunn Brynja 1986, stúdent, d) Elín Margrét 1993. 2) Hólmfríður, f. 27.5. 1955, sjúkraliði SHA, maki: Páll E. Ólason, f. 20.9. 1956. vél- fræðingur. Börn þeirra eru: a) Erla Björk 1979, grunnskólakenn- ari. Sambýlismaður: Smári F. Jó- hannsson, vörustjóri, dóttir þeirra Lára Lovísa 2006. b) Kristjana nóv 1958. Kandidat á Landspítal- anum, handlækngningadeild, 1958–1959. 1959–1960 Sérfræðinám í líf- færameinafræði og vefmeinafræði við Postgraduate Medical School, Hammersmith Hospital í Lundun- úm. Námskeið í réttarlæknisfræði við Royal College of Surgeons. 1960–1961 Aðstoðarlæknir (Registrar) á The Group Labora- tory, St. Mary Abbott́s Hospital. 1961–1963 Aðstoðarlæknir á Central Laboratory í Portsmouth. 1964–1965 Vísindalegur aðstoð- armaður við Pathologisches Insti- tut der Universität Freiburg í Þýskalandi með styrk frá Deutsc- her Akademischer Austauschdi- enst. 1965–1968 Aðstoðarlæknir (senior registrar) á St. Georgés Hospital í Lundúnum sem og á Central Laboratory í Portsmouth. 1968–1969 Aðstoðarlæknir (senior registrar) á The Royal Marsden Hospital í Lundúnum. 1969–1999 Sérfræðingur í líf- færameinafræði við Rannsóknar- stofu Háskóla Íslands. Kennslustörf: Lektor í líffæra- fræði við læknadeild HÍ frá 1969– 1973 og dósent frá 1973–1999. Ritstörf: Fjölmargar greinar í erlendum læknaritum. Félags- og trúnaðarstörf: Bjarki gegndi ýmsum félags- og trúnað- arstörfum m.a. sat hann í deildar- ráði læknadeildar Háskóla Íslands 1970–1974, í stjórn læknaráðs Landsspítalans 1970–1972. Í stjórn BHM 1972–1977. Bjarki tók virkan þátt í ýmsum félagsstörfum, þ.a. var hann virk- ur innan skátahreyfingarinnar á yngri árum. Hann sat um tíma í miðstjórn Framsóknarflokksins í Reykjavík. Þá var Bjarki mikill áhugamaður um skógrækt og var félagi í Skógræktarfélagi Íslands til margra ára. Bjarki gekk í Frí- múraregluna, Eddu 1972 og var einn af stofnendum Glitnis 1975. Útför Bjarka Magnússonar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Erna 1985, verk- fræðinemi. c) Helena Rún 1986, nemi. 3) Anna Elín, f. 8.12.1958, bókasafns- fræðingur og skjala- stjóri, börn hennar og fyrrverandi sam- býlismanns, Þor- bergs Hjalta Jónsson- ar eru: a) Jón Hjalti, 1983, nemi. b) Þór Steinn, 1985, nemi. c) Ásgeir, 1990, nemi. Önnur eiginkona Bjarka, Sigrún Guðnadóttir Magnússon, látin. Eftirlifandi eiginkona Bjarka, Birna Friðgeirsdóttir, f. 8.9. 1942, geislafræðingur. Foreldrar: Frið- geir Þórarinsson, húsasmíðameist- ari f. 1.9. 1903, d. 17.7. 1992, og k.h. Rósbjörg Jónatansdóttir, hús- freyja, f. 20.5. 1908. Dóttir Bjarka og Birnu: Valgerður Guðrún, f. 12.6.1979, enskufræðingur. Maki Orri Jóhannsson, f. 7.12.1979, sagnfræðingur. Bjarki gekk dætr- um Birnu í föðurstað, en þær eru: 1) Nanna Snorradóttir, f. 15.06.1962, framreiðslumeistari, maki Herleifur Halldórsson, f. 8.6.1963, verktaki. Sonur Nönnu, a) Alexander 1986, nemi. 2) Rós- björg Jónsdóttir, f. 14.2. 1968, við- skiptafræðingur. Námsferill Bjarka var sem hér segir: Stúdent frá MR md. 12. júní 1950, Cand.med. frá HI 31.5.1957. Breskt læknapróf 1966. Ótak- markað lækningaleyfi í Bretlandi 1967. Almennt lækningaleyfi á Ís- landi 14.8. 1969. Sérfræðingsleyfi í líffærameinafræði og vefmeina- fræði 15.8. 1969. Sótti fjölmörg al- þjóðleg og norræn þing meina- fræðinga. Starfsferill Bjarka: Aðstoðar- læknir á Rannsóknarstofu Háskól- ans í meinafræði frá júní 1957 til Ég ætla að skrifa nokkur orð um uppáhalds tengdapabba minn. Ef ég á að segja eins og er þá man ég ekk- ert eftir því þegar ég hitti Bjarka fyrst. Bjarki var, eins og margir vita, mjög feiminn og ég hitti hann örugglega nokkrum sinnum áður en við fórum að talast mikið við. Ég var lengi að kynnast honum enda miklu að kynnast. Svo er náttúrulega eðli- legt að pabbinn vegi og meti nýju viðbótina í fjölskylduna. En þegar við fórum að tala saman kom í ljós að við áttum margt sameiginlegt, sérstaklega bækur, sagnfræði og James Bond. Þegar hann varð veik- ur fór hann eðlilega fyrr að sofa en venjulega. Ég gleymi því ekki þegar ég lagði til við hann að við horfðum á Bond eitt kvöldið. Þegar myndin var búin vildi hann sjá aðra. Hann var svo hryllilega spenntur fyrir Bond. Svo vildi hann sjá aðra, og aðra og aðra. Klukkan hálf sex um morgun- inn var ég orðinn úrvinda og lagði til að við færum og sofa sem hann sam- þykkti með semingi. Skemmtilegustu stundirnar átti ég með Bjarka þegar við fórum tveir saman á Jómfrúna, sem gerðist af og til, og við fengum okkur danska rifjasteik og „medicine“. Á Jóm- frúnni var Bjarki á lyfjakúr sem samanstóð af bjór og ákavíti. Meira að segja ég fór að venjast ákavítinu og þykir það bara nokkuð gott í dag. Einnig fannst honum gaman að elda sjálfur og urðu nautalundir og hum- ar oftast fyrir valinu. Tók það allan daginn og öll áhöldin í eldhúsinu en það var mikil stund þegar „kallinn“ eldaði og árangurinn alltaf góður. En það eru óteljandi hversdags- atriðin sem ég minnist best. Vindl- arnir sem við reyktum saman um áramótin, kennslustundirnar í því hvernig herramaður drekkur viskí án klaka, ráðleggingar um að bóna alltaf bílinn sinn sjálfur, ótæmandi viskubrunnur hans í bókmenntum og allar sögurnar frá Bretlandi. Mest minnist ég hans fyrir að hafa tekið ungum tengdasyni ótrúlega vel, fyrir glaðlyndi, væntumþykju og fyrir ótrúlega þrjósku og ákveðni. Því elsku tengdapabbi var svolítið eins og tengdasonurinn, við erum báðir sannfærðir um að við séum bestir. Orri. Elsku afi, það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar við setj- umst niður og hugsum um þig. Okkur þykir mjög vænt um þig. Þú lagðir alltaf mikla áherslu á góða menntun og hvattir okkur til dáða á því sviði. Alltaf vildir þú vita hvernig okkur gengi í skólanum og að hverju við værum að stefna. Við hvern áfanga sem við náðum þá fylltist þú miklu stolti. Við bregð- umst þér ekki, elsku afi, því öll ætlum við að læra meira. Mikið var alltaf gaman að fara með þér að veiða, minningarnar um þær ferðir eru dýrmætar í dag. Minninguna um skemmtilegar frá- sagnir af ferðum þínum hér heima og erlendis geymum við. Þú varst alltaf svo hress og ungur í anda og því finnst okkur þú hafa kvatt of fljótt. Við erum stolt af því að eiga afa sem vann að mikilvægum rannsóknum sem hafa komið mörgum til góða. Blessuð sé minn- ing þín. Bjarki, Ásgeir, Þórunn og Elín Margrét. Vinur minn, kennari og vinnu- félagi, Bjarki Magnússon læknir er látinn, eftir baráttu við þann illvíga sjúkdóm sem hann varði drjúgum hluta starfsævi sinnar við að greina og rannsaka. Ég finn til saknaðar þar sem ég hef misst góðan félaga. Fyrst heyrði ég af Bjarka hjá tengdaforeldrum mínum, en þeim lá afskaplega gott orð til hans enda var Bjarki heimilisvinur og þau voru ávallt þakklát fyrir hversu hjálpsam- ur hann var einkum varðandi aldr- aða ömmu eiginkonu minnar. Sjálfur þekkti ég Bjarka í rúman aldarfjórð- ung. Hann var dósent við HÍ og kenndi mér í læknisfræðinni. Mér er minnisstætt hvað hann tók mér strax vel þegar ég kom til starfa sem að- stoðarlæknir í sumarvinnu í lækna- náminu. Ávallt var hann reiðubúinn að leiðbeina og segja mér til og æ síð- an höfum við verið góðir vinir. Ég er afar þakklátur Bjarka fyrir margt. Hann hvatti mig áfram í námi og starfi og efldi áhuga minn á meina- fræði. Hann stuðlaði einnig að því að ég kæmist í gott framhaldsnám í London. Í mörg ár unnum við svo saman á RH í meinafræði á Landspítalanum í afar góðum hópi starfsfólks. En tím- inn líður og Bjarki komst á starfs- lokaaldur árið 1999. Þrátt fyrir að hafa enn næga starfsorku þá buðu reglur að hætt skyldi starfi á spít- alanum. Síðustu árin vann Bjarki fyrir mig í hlutastarfi á Krabba- meinsskrá Krabbameinsfélags Ís- lands. Þar naut sín vel staðgóð þekk- ing hans á meinafræði krabbameina. Í því starfi var hann þar til hann féll frá og er hans sárt saknað af starfs- fólki skrárinnar enda var Bjarki þar ekki aðeins ötull í vinnu heldur var hann einnig þægilegur starfsfélagi sem öllum fannst gott að hafa nálægt sér. Bjarki Magnússon var heimsborg- ari, mjög alhliða fróður, minnugur og ættfróður. Hann kunni að njóta. Bjarki hafði gott vit á mat og vínum og hafði lag á að láta aðra njóta með sér. Í því sambandi er mér sérstak- lega minnisstæð ferð sem við fórum meinafræðingar og makar til Nice fyrir tæplega áratug síðan. Þar naut Bjarki sín virkilega, varð hrókur alls fagnaðar og átti stóran þátt í hvað allir voru ánægðir. Það var ávallt gaman að hitta Bjarka. Hvort sem umræðuefnið var almennt, pólitík, heimsmálin eða vinnan, var hann allsstaðar vel heima. Er við Bjarki náðum að ræða saman í næði fann ég vel hversu ein- læglega vænt honum þótti um sitt fólk, hversu ánægður hann var með eiginkonu sína, börn og stjúpbörn og hvað hann mat þau öll mikils. Þessa stuttu kveðju birti ég til virðingar góðum og dýrmætum vini um leið og ég votta eftirlifandi eig- inkonu, börnum, stjúpbörnum, tengdabörnum og barnabörnum mína dýpstu samúð. Minning um lit- ríkan mann lifir. Jón Gunnlaugur Jónasson. Ég fékk símhringingu sunnudags- morguninn 13. ágúst, og var mér til- kynnt að Bjarki hefði látist þá um morguninn. Bjarki hafði barist við illvígan sjúkdóm í nokkur ár sem leiddi hann til dauða. Hann lifði með þennan sjúkdóm yfirvegaður og ró- legur og gerði sér ljóst hvert stefndi. Ég kynntist Bjarka fyrst þegar ég fluttist til London á haustmánuðum 1965. Hann var starfandi læknir við virtan spítala þar í sérgrein sinni meinafræði. Við hittumst oft þar sem ekki var langt á milli okkar vinnu- staða og mynduðust órjúfandi vin- áttubönd okkar á milli. Þegar við vorum báðir fluttir heim til Íslands hélt þessi vinátta áfram. Við áttum það sameiginlegt að vera áhugamenn um laxveiðar og voru það ekki ófáar veiðiferðir sem við fórum tveir eða í stærri hópi vina. Bjarki var góður læknir og stund- aði störf sín með yfirvegaðri ró og stefnufestu. Eftir að hann kom heim starfaði hann við Rannsóknarstof- una í meinafræðum við Landspítal- ann. Hann var frekar fámáll um sín störf og var sem lokuð bók ef einhver var að forvitnast um þau. Ef leitað var til hans af vinum og vandamönn- um útaf einhverjum krankleika brást hann skjótt við. Sem persóna var Bjarki afar traustvekjandi og tryggur vinum sínum. Hann var fróður um marga hluti. Hann hafði einnig gott vald á tungumálum sem hann hafði lært. Hann gat verið hrókur alls fagnaðar á vinafundum. Hinsvegar var hann mjög dulur um sína eigin hagi. Ég kveð þig með söknuði. Hafðu þakkir fyrir allt og allt. Við hjónin vottum eiginkonunni, Birnu og fjölskyldu innilegustu og dýpstu samúð um leið og við biðjum góðan Guð að veita ykkur styrk um ókomna framtíð. Valdimar K. Jónsson. Ef menn komast yfír á allhátt ald- urskeið og halda heilsu og sönsum fer ekki hjá því að þeir sjá á bak mörgum samferðamönnum sem hverfa yfir móðuna miklu, samstarfs- mönnum, kunningjum, æskufélög- um, ævivinum. Eg hefí stundum sagt upp á síð- kastið að mér fínnist hver sá dagur góður sem hefur ekki borið frétt um einhvern slíkan sem horfið hefir á þá leið og kvatt í hinsta sinn. Slíkum degi varð ekki fagnað þriðjudaginn 13. ágúst s.l. Þá birtu dánarfregnir mér að bekkjarbróðir, æskufélagi og góðvinur ævilangt, Bjarki Magnús- son læknir, hefði bæst í hóp hinna horfnu og minningar liðinna ham- ingjudaga tóku að sækja á hugann. Við Bjarki kynntumst við nám til landsprófs í Ingimarsskólanum, þeirri ágætu menntastofnum ís- lenskrar alþýðu, urðum samferða til stúdentsprófs og áttum einnig sam- fylgd í háskóla þó þar skildu leiðir við nám sitt í hvorri deildinni er Bjarki hóf nám í læknisfræði. Hann var ætíð hinn mesti námshestur, duglegur og greindur með ágætum eins og hann átti kyn til og lauk læknisprófí með hinum mesta glæsi- brag. Magnús Kristjánsson, faðir Bjarka, var af ísfírskum ættum, af hinni alkunnu Múlaætt við Ísafjörð, en af þeim ættbálki hefur íslenska þjóðin eignast marga þjóðkunna hugsjóna- og athafnamenn. Magnús hóf ungur störf sem bú- stjóri við skólann á Staðarfelli við Breiðafjörð, gerðist síðar um tíma verkstjóri á Korpúlfsstöðum er Thor Jensen hóf hinar miklu búnaðar- framkvæmdir sínar þar. Vakti hann þar mikla athygli fyrir dugnað, fram- taksvilja og stjórnsemi en bæði hug- ur Magnúsar og skapferli stóð lítt til þess að eyða ævinni undir annarra stjórn og því stofnsetti hann eigin garðyrkjustöð á ónumdu svæði í Eskihlíð í Reykjavík og rak hana til æviloka; fóru ævilok hans nær sam- an við vaxandi þörf þéttbýlis höfuð- staðarins sem hlaut að þrengja að kosti hans þar og loks óhjákvæmi- lega byggja slíkri stöð út. Eftir að Bjarki sneri heimleiðis frá löngu og farsælu sérfræðinámi bæði í Englandi og Þýskalandi hóf hann störf við Rannsóknarstofu Háskól- ans að Barónsstíg, jafnframt al- mennum læknisstörfum og vann þar sitt höfuðstarf. Það var aldrei tilgangur þessa minningarstúfs að rekja ætt né ævi- feril þessa ágæta vinar míns í smáat- riðum heldur þakka honum fyrir langa samveruvist bæði á döprum ævistundum og tímum gleði og gáska og um leið tjá konu hans og af- komendum innilegar samúðarkveðj- ur mínar og minnar fjölskyldu. Egill J. Stardal. Með fráfalli Bjarka Magnússonar kveðjum við einn af litríkari einstak- lingum úr stétt íslenskra meinafræð- inga af eldri kynslóðinni. Fráfall hans kom ekki svo mjög á óvart því við sem þekktum hann viss- um að hann var að berjast við vágest sem hann hafði svo oft þurft að horf- ast í augu við í gegnum gler smásjár- innar og veitt ótöldum einstakling- um hjálp í starfi sínu með greiningu og þannig aðstoðað við ákvörðun meðferðar og að kveða vágestinn endanlega niður. Þegar Bjarki hóf að leysa af á FSA upp úr 1990 naut undirritaður þess að leiðir föður míns og Bjarka lágu saman í læknisfræði í HÍ í kringum 1960. Unnum við saman flest sumur meira og minna í 12 ár og bar aldrei skugga á. Bjarki hafði meiri áhuga á rétt- arlæknisfræði en mörgum öðrum sérgreinum, fagi sem í seinni tíð hef- ur verið afbakað í vestrænum af- þreyingariðnaði og léð glansmyndar yfirbragð. Hann hafði unnið við rétt- armeinafræði m.a. í London fyrr á árum og lagt sitt af mörkum er hann flutti heim frá Bretlandi. Báðir höfð- um við dálæti á Freiburg í Suður- Þýskalandi og höfðum oftar en ekki notið veitinga á torginu við Rathaus- gasse, en á fáum stöðum er hjart- arkjötið betra og safi vínþrúgunnar sætari. Eftir að Bjarki lauk störfum á Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði vann hann í hlutastarfi hjá Krabbameinsskrá Krabbameins- félags Íslands uns yfir lauk. Við leiðarlok þakka ég þér fyrir þá hlýju sem ég naut frá þér. Guðmundur. BJARKI MAGNÚSSON Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJARKI MAGNÚSSON læknir, Laugarnesvegi 87, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnu- daginn 13. ágúst, verður jarðsunginn frá Hall- grímskirkju mánudaginn 21. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Birna Friðgeirsdóttir, Magnús K. Bjarkason, Guðlaug Pálmadóttir, Hólmfríður Bjarkadóttir, Páll E. Ólason, Anna Elín Bjarkadóttir, Nanna Snorradóttir, Herleifur Halldórsson, Rósbjörg Jónsdóttir, Valgerður G. Bjarkadóttir, Orri Jóhannsson, afabörn og langafabarn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.