Morgunblaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Yf i r l i t Í dag Veður 8 Minningar 30/35 Staksteinar 8 Dagbók 40 Vesturland 17 Myndasögur 40 Erlent 15 Víkverji 44 Daglegt líf 18/23 Staðurstund 42/43 Menning 36/39 Leikhús 38 Forystugrein 24 Bíó 42/45 Umræðan 26/29 Ljósvakar 38 * * * Innlent  Fangavörður á Litla-Hrauni var handtekinn sl. laugardag með tals- vert af fíkniefnum sem hann hugðist afhenda föngum. Grunur leikur á að maðurinn hafi farið fleiri en eina ferð með fíkniefni inn í fangelsið, en hann hefur starfað sem afleysinga- fangavörður í sumar. Maðurinn hef- ur verið úrskurðaður í vikulangt fangelsi. » 1  Fíkniefnasmygl komst upp á Keflavíkurflugvelli á fimmtudaginn var. Þriggja manna fjölskylda, hjón á fertugsaldri með barn á þriðja ári, var stöðvuð við komuna til landsins frá Kaupmannahöfn. Við leit reynd- ist fjölskyldufaðirinn hafa gleypt hálft kíló af hassi. Telur lögreglan að fólkið hafi vonast til að það yrði síður stöðvað vegna barnsins sem með var í för. » 56  Banaslys varð þegar eldri kona varð fyrir bíl í Keflavík síðdegis í gær. Hún lést á slysadeild Landspít- ala – háskólasjúkrahúss skömmu eft- ir komuna þangað. Í ár hafa 18 manns farist í umferðarslysum en rúmlega þriðjungur banaslysanna hefur orðið í þessum mánuði. »1  Jarðakaup hafa verið algeng í Vopnafirði undanfarin ár og eru bændur almennt á því að hækkandi verð á jörðum sé til góðs. Bændur eigi þó erfiðara með að kaupa land til viðbótar vilji þeir stækka bú sín. »12  Vélhjólamenn voru stöðvaðir um helgina skammt fyrir ofan Hraun- eyjar. Voru vélhjólamennirnir hluti af stórum hópi vélhjólamanna sem höfðu verið á ferð á hálendinu að Fjallabaki en kvartanir höfðu borist um að hópurinn hefði ekið utan vega. »4  Þrjár sprengingar urðu í Marm- aris í Tyrklandi í fyrrakvöld. Ein af sprengjunum sprakk skammt frá hóteli þar sem 30 Íslendingar búa. Enginn beið bana en 16 ferðamenn særðust. »56 Erlent  49 manns fórust þegar flugvél hrapaði skömmu eftir flugtak í Ken- tucky í Bandaríkjunum í gærmorg- un. Aðstoðarflugmaðurinn lifði af en slasaðist lífshættulega. Yfirvöld rannsökuðu hvort vélin hefði notað of stutta flugbraut. »15  Hassan Nasrallah, leiðtogi Hiz- bollah-hreyfingarinnar í Líbanon, gaf til kynna í sjónvarpsviðtali í gær að hann iðraðist þess að hafa fyr- irskipað liðsmönnum sínum að ræna ísraelskum hermönnum í áhlaupi sem varð til þess að Ísraelar hófu 34 daga mannskæðan hernað í Líbanon. »1  Herskár hópur Palestínumanna sleppti í gær tveimur starfsmönnum bandarískrar sjónvarpsstöðvar eftir að hafa haldið þeim í gíslingu í tæpar tvær vikur. Mannræningjarnir neyddu gíslana til að snúast til ísl- amskrar trúar með því að ógna þeim með byssum. »15  Súrt regn féll á um þriðjung land- svæða Kína á síðasta ári, samkvæmt nýrri skýrslu. Þar kemur einnig fram að Kínverjum hefur ekki tekist að draga úr vatns- og loftmengun, held- ur hefur hún þvert á móti stóraukist vegna ört vaxandi iðnaðar. »15 GYLFI Arnbjörnsson, framkvæmda- stjóri ASÍ, segir að nýleg könnun starfsgreinasambands Danmerkur, Fagligt, Fælles Forbund (3F), end- urspegli sömu afstöðu og hann finni meðal félagasmanna ASÍ. Í könnun- inni var fólk spurt hvort það vildi halda aftur af launakröfum sínum með hagsmuni samfélagsins í huga, en 54% daglaunafólks svöruðu spurn- ingunni neitandi. „Niðurstaðan kemur ekki á óvart. Það sem við höfum verið að benda á í umræðunni um ofurlaun undanfarin ár er að forsenda fyrir stöðugleikan- um og forsendan fyrir því að launa- fólk sé reiðubúið til semja á þjóðhags- lega ábyrgan hátt, er að um það ríki breið samstaða milli ríkisvaldsins, verkalýðsfélaganna og atvinnurek- enda. Við höfum haft áhyggjur af því að hið sama gerist hér á landi; að al- menningur missi tiltrú á þessu þrí- hliða samstarfi og geri hið sama og stjórnendur. Hugsi bara um sína hagsmuni til skamms tíma og láti aðra um að huga að langtímaáhrifunum. Af umræðunni, og þeim óánægjuröddum sem við heyrum inn- an okkar raða, má marka að mjög svipað er í gangi hjá okkur,“ segir Gylfi. Ógnar stöðu fyrirtækjanna Gylfi segir ennfremur að þessi vax- andi óánægja sé skiljanleg. „Þegar stjórnendur hafa ekki þol- inmæði til að huga að þessari sam- stöðu til lengri tíma, hvers vegna ætti almenningur þá að gera það. Þá er mikil hætta í þessari þróun fyrir stöðu fyrirtækjanna. Þessi meinti ofurhagnaður sem fyrirtækin hafa verið að sýna, og menn segja að sé tilkominn vegna ótrúlegra stjórn- unarhæfileika, er fyrst og fremst af- leiðing stöðugleikans. Ef hann væri ekki fyrir hendi þá myndi ég ekki bjóða í hæfileika þessara ofurstjórn- enda,“ segir Gylfi. „Verið að grafa undan stöðugleikanum“ Framkvæmdastjóri ASÍ segir samstöðu um ábyrga samn- inga stafa ógn af ofurlaunum stjórnenda TRÉ ársins var kynnt við hátíðlega athöfn á laugardaginn en útnefningin tengdist aðalfundi Skógræktarfélags Íslands sem haldinn var um helgina í Hafnarborg í Hafnarfirði. Tré ársins 2006 er afar sérstæð 84 ára gömul gráösp við Austurgötu 12 í Hafn- arfirði, ein örfárra á Íslandi. Sam- kvæmt upplýsingum frá Skógrækt- arfélagi Íslands var tréð afar hætt komið í óveðri fyrir aldarfjórðungi en þá lagðist það upp að steyptum vegg sem það óx upp með og hefur síðan þá vaxið út frá veggnum. Magnús Jóhannesson, formaður Skógræktarfélagsins, afhenti Birnu Loftsdóttur, forsvarskonu sameign- arfélags sem á eignina sem tréð stendur á, viðurkenningarskjal og lék Lúðrasveit verkalýðsins nokkur lög. Morgunblaðið/ Jim Smart Gráösp Tré ársins 2006 er eitt örfárra sinnar tegundar á Íslandi. Tré ársins 2006 útnefnt TÆPLEGA fimmtugur karlmaður lést í vinnuslysi á athafnasvæði Ís- lenska gámafélagsins á Álfsnesi við Kollafjörð á laugardag. Að sögn lögreglunnar í Reykja- vík rann stór flutningabíll sem mað- urinn ók, svokölluð búkolla, aftur- ábak fram af bakka þar sem hún valt og lenti maðurinn undir bif- reiðinni. Engin vitni voru að slys- inu. Maðurinn var látinn þegar vinnufélagar hans komu að honum. Banaslys á Álfsnesi ♦♦♦ STEFÁN Karl Stefánsson, leikari og stofnandi Regnbogabarna, opnaði formlega nýja heimasíðu samtak- anna í Kringlubíói í gær. Var opn- unin í tengslum við sérstaka forsýn- ingu á myndinni Maurahrellinum (Ant Bully) en forsvarsmenn Regn- bogabarna telja boðskapinn í mynd- inni eiga erindi við bæði börn og full- orðna. Hann geti orðið til þess að fleiri átti sig á þeim skelfilegu afleið- ingum sem einelti getur haft. Um tvö hundruð börn komu á for- sýninguna og aðstoðuðu Stefán Karl við niðurtalningu að opnun síðunnar. Tilheyrir hluti barnanna hópi fórn- arlamba eineltis sem Regnbogabörn hafa unnið náið með undanfarin ár en einnig voru í hópnum börn sem unnu til verðlauna í leik á vegum Ey- mundssonar og fengu að bjóða öllum bekknum sínum með á myndina. Morgunblaðið/ Jim Smart Stefán Karl Regnbogabörn buðu um tvö hundruð börnum í bíó. Regnboga- börn opna nýjan vef TENGLAR .............................................. www.regnbogaborn.is »Í könnun danska starfsgreina-sambandsins neita 54% dag- launamanna að slá af launakröfum sínum þó að það þjóni hagsmunum samfélagsins. »Gylfi Arnbjörnsson, fram-kvæmdastjóri ASÍ, segir að sama viðhorf fari vaxandi meðal fé- lagsmanna ASÍ. Í HNOTSKURN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.