Morgunblaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2006 29 ENN og aftur langar mig til að fá birta línu í Mogga þó að það hafi gengið illa undanfarið en það getur verið að það sé eitt- hvað flutning- unum að kenna. Þegar við hér í Smáíbúðarhverfi fórum af stað með undirskrift- arsöfnun út af lokun bankaútibúsins hérna fengum við það svar að bank- inn hefði ákveðið lokunina. Þegar Strætó tilkynnti að þeir ætluðu að hætta að láta vagn ganga um Soga- veginn fengum við svipað svar, Strætó hefði ákveðið að breyta leið- um og fækka. Þegar þeir fóru svo að láta vagnana ganga aftur um Sogaveginn fóru þeir ekki gömlu leiðina heldur beygðu niður Grens- ásveg og gera enn, í stað þess að fara uppá Háaleitisbraut og niður í Kringlu og þaðan niður í bæ. Á báða þessa staði þurfum við að komast því þar eru bankar, búðir og læknar. Við þessi gömlu erum ekki öll svo rík að við getum ferðast í leigubílum fram og aftur því þegar við erum búin að borga föstu gjöld- in, rafmagn, hita, fasteignagjöld, mat, meðul og lækniskostnað er ekki orðið mikið eftir. Þess vegna langar mig að spyrja núverandi borgarstjórn hvort þau séu búin að gleyma öllum loforðunum sem þau gáfu fyrir kosningar og ætla þau að nota sömu loforðin aftur eftir 4 ár eða vilja þau standa við eitthvað af því sem þau sögðu ? Ég ætlast ekki til að allt komi strax og vil gefa þeim tíma en að fá Strætó til að fara gömlu leiðina, þ.e. um Háaleiti og Kringlu okkur öllum til mikilla bóta, það kostar ekki nein útgjöld svo það má vel gera strax. Ég vil minna hæstvirta borgarfulltrúa á að þó við verðum eflaust mörg dauð eftir fjögur ár verða margir sem muna loforðin frá því í vor þannig að það þýðir lítið að ætla að ræða þau aftur næst ef ekkert stendur af því sem sagt var í vor. Ég óska ykkur öllum góðs gengis og að þið komið sem mestu í verk á næstu fjórum árum til heilla fyrir borgarbúa. GUÐMUNDUR BERGSSON, Sogavegi 178, 108 Rvk. Fyrirspurn til borgarstjórnar Reykjavíkur Frá Guðmundi Bergssyni: Guðmundur Bergsson KANNSKI er of seint að kalla á hjálp þegar maður er allur, en vonandi heyrist þetta kall samt sem áður. Góð og þörf umræða hefur farið fram í þjóðfélaginu um aksturshegðun Íslendinga en fátt hefur verið um lausnir á því vandamáli sem glæfraakstur er. Miklar hræðsluauglýsingar hafa verið í fjölmiðlum um afleiðingar slysa, sumar góðar en aðrar renna út um hitt. Ekki er hægt að sjá að þessar auglýsingar hafi haft áhrif, því miður. Sumir kvarta yfir að- stöðuleysi til að keyra hratt, aðrir keyra einfaldlega glæfralega til þess eins að ganga í augun á sjálf- um sér og öðrum. Ungir ökumenn eldast, þeir verða að reyndum ökumönnum og ef þeir eru heppnir munu þeir keyra þar til að heimilislæknir mælir ekki með áframhaldandi ökuréttindum vegna heilsubrests. Þótt þeir eldist er ekki þar með sagt að þeir verði betri ökumenn, þeir læra jú meðal annars af okk- ur hinum. Við keyrum yfir á rauð- um ljósum, virðum ekki stöðv- unarskyldur, keyrum allt of hratt, getum ekki ákveðið okkur á hvaða akrein við eigum að aka ef okkur bjóðast fleiri en ein í einu og ekki síst viljum við vera frekari en allir hinir freku ökumennirnir. Fyr- irmynd dauðans. Nýjum aðferðum þarf að beita til að ná árangri. Auglýsingar í sjónvarpi renna saman við hinar í löngum hléum, meira þarf til. Vá- tryggingarfélag Íslands og ND á Íslandi efndu til samkeppni á síð- astliðnu ári meðal ungra öku- manna. Tilgangur keppninnar var að gefa ungu fólki, sem er að mót- ast sem ökumenn, tækifæri til að tileinka sér góðar venjur við akst- ur. Í stuttu máli sagt stóðu þau sig frábærlega og skáru sig úr okkur hinum með fyrirmyndarakstri. Með því að breyta hugarfari og nýta tæki sem lætur vita af slæm- um akstri er hægt að kenna öku- mönnum á einfaldan hátt betra aksturslag. Þess má geta að sam- svarandi verkefni með 50 ungum ökumönnum er að byrja í Noregi og eru miklar væntingar gerðar til þess af þarlendum aðilum sem vinna að bættu umferðaröryggi. Það eru til nokkrir möguleikar til að halda niðri hraða. Hægt er að setja upp samtengdar stafræn- ar myndavélar með reglulegu millibili við vegi landsins. Hægt er að hafa virkt lögreglueftirlit, hægt er að reyna að hræða fólk með hryllingsmyndum og svo er hægt að keyra hægar með bættu hug- arfari. Það þarf engar rökræður um það hver er besti kosturinn. Með samhentu átaki trygging- arfélaga, umferðarstofu og öku- manna er hægt að breyta miklu. Allir þurfa að taka sig á í umferð- inni. Ekki bara ég, ekki bara þú, heldur við öll. STEFÁN JÓHANN ARNGRÍMSSON, áhugamaður um bætta umferðarmenningu, Hlunnavogi 5, Reykjavík. Hjálp, ég er dauður Frá Stefáni Jóhanni Arngrímssyni: Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson OFBELDIÐ er ekki aðeins fyrir utan húsin og á bak við runna og tré. Fyrir stuttu var ég staddur á veitingastaðnum NASA við Aust- urvöll og þurfti á salerni. Á leiðinni út af salerninu varð ég á vegi manns sem var greinilega smekkfullur af einhverju eitri og í andlegu í ójafnvægi, líklega stera- hrotti. Hann réðst á mig með heift og offorsi og lamdi mig þungu höggi í andlitið að tilefnislausu. Vinir hans, sem bersýnilega voru vanir þessu og viðbúnir, reyndu að stöðva þetta en tókst ekki. Vesa- lingarnir létu sig svo hverfa á braut. Álit mitt á þessu sterafólki er að það er jafn óábyrgt að leyfa því að ganga lausu og að skilja hlaðna byssu eftir á glámbekk. Stuttu seinna setti ég mig í sam- band við einn aðstandanda veit- ingastaðarins NASA og spurði hann hvað þeir ætluðu að gera í öryggismálum hvað varðaði sal- ernin því ég hefði frétt að stúlka ein hefði skorið sig á púls þessa sömu helgi. Starfsmaður og ábyrgðarmaður NASA vildi lítið gera úr þessum atvikum en ég stakk upp á því að þeir settu upp myndavélar á sal- erninu því það myndi ef til vill hjálpa til ef einhver myndi nú láta lífið í líkamsárás. Þetta fólk sem rekur veitinga- staðina virðist hafa meiri áhyggjur af innkomunni en öryggi fólks. Því tel ég einungis tímaspursmál í umhverfi sífelldra ofbeldisverka hvenær hinn almenni borgari fer að vopnast og verja sig sjálfur því þetta ástand er gjörsamlega óþol- andi og greinilegt að ekkert á að gera í þessari borg til þess að stöðva þetta. Eiturlyfjanotkun inni á skemmti- stöðum virðist vera sjálfsögð. Hún blasir við öllum og ekkert er gert til þess að koma henni út. Ég held að það sé fyrir löngu orðið of seint að gera eitthvað enda er ástandið orðið ískyggilegt og fólk orðið veruleikafirrt hvað þetta varðar. Það er mikið talað um þetta í fjölmiðlum og málefnið orðið tísku- mál en svo er minna framkvæmt. Þetta þykir sennilega ekki nógu fínt til þess að óhreinka sig á því eða setja í það framkvæmdafé. Fólk ætti að hafa allan vara á þegar það fer inn á skemmtistaði í miðborginni í framtíðinni. KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, vefhönnuður. Ofbeldið er komið til að vera Frá Kristjáni Sveinbjörnssyni Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is NÝLEGA sendi Skipulags- stofnun frá sér álit sitt um vega- gerð að Dettifossi. Vegurinn liggur frá hringvegi á Mývatnsöræfum að Norðausturvegi í Kelduhverfi, skammt vestan Ás- byrgis, og er ætlað að stórbæta samgöngur við helstu ferða- mannastaði í þjóð- garðinum í Jökuls- árgljúfrum, svo sem Vesturdal, Hljóða- kletta, Hólmatungur og Dettifoss. Um þessar slóðir liggur nú vegur sem er erf- iður fyrir fólksbíla og ófær að vetrarlagi. Frá Dettifossi upp á Mývatnsöræfi er veg- ur ekki ætlaður fólks- bílum en fær stærri bílum að sumarlagi. Skilyrðin vegna náttúruverndar Skipulagsstofnun telur viðunandi að nota veglínur sem eru fremur nálægt núverandi vegi úr Kelduhverfi að Detti- fossi, en sá vegur liggur í heiðinni ofan dalsins sem gljúfrin liggja í. Skipulags- stofnun telur einnig viðunandi að leggja veg nálægt núverandi vegi frá hringvegi á Mývatnsöræfum að Dettifossafleggjara. Skipulagsstofnun setur sex skilyrði ætluð til að draga úr óæskilegum umhverfis- áhrifum. Þessi skilyrði eru m.a. betri aðkomuvegur og bílastæði við helstu ferðamannastaðina þar sem búast megi við auknum fjölda ferðamanna eftir betri vegi, draga þarf úr stærð framkvæmdasvæðis, takmarka eða sleppa á efnistöku úr sumum af þeim áætluðu námum sem Vegagerðin nefnir í skýrslu sinni og endurheimta á birkiskóg vegna óhjákvæmilegra spjalla í Meiðavallaskógi í Kelduhverfi. Skipulagsstofnun hafnar aftur á móti vegi meðfram Jökulsá frá Dettifossi að hringvegi eftir veg- línum sem Vegagerðin kallaði B og B2 vegna verulegra neikvæðra, varanlegra og óafturkræfra áhrifa á jarðmyndanir, landslag og ásýnd svæðisins. Þessari niðurstöðu verð- ur að fagna þar sem vegagerð svo nærri ánni gengur gegn mark- miðum friðlýsingar Jökulsár á Fjöllum og stofnunar Vatnajök- ulsþjóðgarðs sem er í undirbún- ingi. Því verður að hvetja Vega- gerðina, Skútustaðahrepp og aðra leyfisveitendur að virða álitið. Af hverju þessi vegagerð? Athyglisverð er sú áhersla Vega- gerðarinnar að vilja leggja heils- ársveg vestan Jökulsár fremur en austan árinnar á leið sem talin er mun snjóléttari – og leggja þá betri sumarveg en nú er að vest- anverðu. Í áliti Skipulagsstofnunar er þetta mál rætt sérstaklega og kemur þar fram að í september 2001 hafi fulltrúi Náttúruverndar ríkisins lýst því yfir að óskastaða þeirra stofnunar væri einmitt sú tilhögun. Arftaki Náttúruvernd- arinnar, Umhverfisstofnun, virðist hafa gleymt þessu í umsögn sinni um matsáætlun í ágúst 2004 þar sem ekki er farið fram á að sá val- kostur sé borinn saman við heils- árveg vestan ár. Jafnframt virðast umhverfisverndarsamtök, þ.á m. SUNN, hafa sofið á sínum verði til að fara fram á slíkt samanburð- armat. Lesa má út úr áliti Skipu- lagsstofnunar að ef rök fyrir heils- ársvegi austan ár og sumarvegi vestan ár hefðu verið lögð fram hefði slíks mats, a.m.k. til sam- anburðar, e.t.v. verið krafist þegar matsáætlunin var lögð fram fyrir tveimur árum. Eins og sjá má af ofangreindu yfirliti hefur vegagerð, eins og hún er nú fyr- irhuguð, vestan Jök- ulsár bæði kosti og ókosti í för með sér. Einn helstu kostanna er sá að vegurinn er fyrst og fremst gerður með hliðsjón af ferða- mennsku en ekki virkjanafram- kvæmdum. Jafnframt verður að huga að því að vegurinn uppfylli ströng verndunarskil- yrði, eins og leitast er við í hönnun Vega- gerðarinnar og skil- yrðum Skipulagsstofn- unar, og það gerir hann best með því að vera eins langt frá Jökulsá og kostur er en með afleggjurum á viðeigandi staði. Verndunarskilyrðin væru betur uppfyllt með óáberandi sum- arvegi að vestanverðu en heilsársvegi að austan. Heilsárvegur austan Jökulsár Nú berast þær frétt- ir að fyrstu áföngum þessarar vegagerðar muni seinka verulega vegna aðgerða gegn þenslu í efnahagskerfinu. Þann biðtíma mætti nota til að gera nýtt samanburðarmat á heilsársvegi austan Jökulsár, jafnframt sum- arvegi vestan ár. Einn af mik- ilvægustu kostum þess fyr- irkomulags er að heilsársvegur austan Jökulsár myndi tengja bet- ur saman Norður-Þingeyjarsýslu og Austurland. Með slíku sam- anburðarmati kæmi og fram hvort neikvæð umhverfisáhrif af góðum sumarvegi vestan ár eru það miklu minni en áhrif af þeirri hönnun sem nú liggur fyrir að ástæða sé til að hafna heilsársveginum. Fyrr eða síðar hlýtur að þurfa að gera heilsársveg austan Jökuls- ár þannig að flest bendir til þess að heilsárvegur austan ár og sum- arvegur vestan ár sé ódýrasta samsetning vegagerðar á svæðinu; hún tryggir líka vetraraðkomu að Dettifossi og hún hefur sennilega verulega mikið minni umhverfis- áhrif á þjóðgarðinn vestan ár. Þá má nefna fréttir af því að fyr- irtækið Silfurstjarnan í Öxarfirði flytji afurðir sínar út með skipi frá Seyðisfirði; þar myndi muna tals- vert um að fá heilsárveg austan Jökulsár. Auk þess sem vegi um þjóðgarð má ekki verða ætlað hlut- verk til þungaflutninga milli lands- hluta. Verði niðurstaðan sú að ráðast í vegagerðina vestan ár eftir þeim veglínum sem Skipulagsstofnun metur viðunandi og að uppfylltum skilyrðum hennar telja SUNN með öllu óviðunandi að sú vegagerð taki allt að áratug eða til ársins 2014 eins og Vegagerðin hefur nefnt. Seinkun á upphafi fram- kvæmda ef henni fylgir mikil stytt- ing framkvæmdatíma minnkar óþægindi af vegagerðinni á fram- kvæmdatímanum. Dettifossvegur og samgöngur við Öxarfjörð Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar um samgöngubætur Ingólfur Ásgeir Jóhannesson » Fyrr eða síð-ar hlýtur að þurfa að gera heilsársveg austan Jökulsár þannig að flest bendir til þess að heilsárvegur austan ár og sumarvegur vestan ár sé ódýrasta sam- setning vega- gerðar á svæðinu … Höfundur er formaður SUNN, Sam- taka um náttúruvernd á Norðurlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.