Morgunblaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2006 31 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BERGUR Ó. HARALDSSON fyrrverandi framkvæmdastjóri, Hrauntungu 22, Kópavogi, lést á heimili sínu fimmtudaginn 17. ágúst. Útför hans verður gerð frá Digraneskirkju þriðju- daginn 29. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heimahjúkrunarþjónustuna Karitas, sími 551 5606. Kristín L. Valdemarsdóttir, Frosti Bergsson, Halldóra M. Mathiesen, Valdimar Bergsson, Helga M. Geirsdóttir, Anna Rós Bergsdóttir, Haraldur Guðfinnsson, barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÓHANN S. BJÖRNSSON, Markholti 18, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 29. ágúst kl. 13.00. Svanhildur Þorkelsdóttir, Þorkell Ásgeir Jóhannsson, Ragnhildur Hallgrímsdóttir, Alfa Regína Jóhannsdóttir, Þorbjörn Valur Jóhannsson, Emilía Björg Jónsdóttir og afabörn. tryggur starfskraftur sem aldrei vékst undan starfi eða ábyrgð. Sama æðruleysi og ábyrgð sýndi hún á erfiðum stundum í lífi sínu, og í sársaukafullum veikindum sín- um, sem hún því miður gat ekki sigrast á. Stella hóf störf hjá Deloitte í júní 1991 og átti því 15 ára starfsafmæli fyrir skemmstu. Í fyrstu var hún almennur ritari og sá mikið um ýmis samskipti við viðskiptavini okkar, og það kom snemma í ljós að hún var góð í mannlegum sam- skiptum. Síðar varð hún því mót- tökuritari okkar og sá um og stýrði símavörslu. Þannig var hún rödd okkar og andlit um margra ára skeið, og fórst það einstaklega vel úr hendi, þótt álagið á henni væri oft mikið. Við og viðskiptavinir ræddum það oft okkar á meðal, hversu lánsöm við vorum að hafa hana í þessu starfi. Stella var einstaklega hlý og góð manneskja. Í samskiptum við starfsmenn gaf hún mikið af sér og margir áttu hana að sem trúnaðar- vin. Frásagnar- og kímnigáfa henn- ar var einstök, og sagði hún oft sögur af sjálfri sér og öðrum á mjög skemmtilegan hátt. Efnið þurfti ekki alltaf að vera mikið til að Stella gæti séð á því broslegu hliðina, og það var oft mikið hlegið við borðið hennar í matsalnum okk- ar, og við önnur tækifæri þegar starfsmenn komu saman. Einmitt vegna mikilla mannkosta Stellu er söknuður okkar allra margþættur og þungur. En einmitt þess vegna er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir að hún er nú laus undan sársauka veikinda sinna, og dvelur áfram með okkur í anda. Það er ekki slæmur kostur úr því svo þurfti að fara sem fór. En það er alltaf erfitt að sætta sig við fráfall fólks í blóma lífsins. Við, starfsfólk Deloitte, sendum Halldóri, eiginmanni Stellu, börn- um þeirra og öðrum ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur, en minnum á það sem að ofan segir í Hávamálum, að „orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur“. Stellu Stefánsdóttur verður því lengi minnst með hlýhug og sökn- uði. F.h. starfsfólks Deloitte hf. Margrét Sanders og Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjórar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Djúpt og stórt skarð er höggvið í vinahópinn. Hún Stella okkar hefur yfirgefið þessa jarðvist, eftir hetju- lega baráttu við illvígan sjúkdóm. Að þessu sinni hafði maðurinn með ljáinn betur. Við vinkonurnar höfum haldið hópinn frá því að leiðir okkar allra lágu saman í Hlíðarskóla og höfum alla tíð eytt miklum tíma saman. Allt frá því að vera börn að leik, unglingar með öllu sem því fylgir og fullorðnar konur. Þegar litið er til baka er margs að minnast en sumarbústaðaferðir saumaklúbbs- ins eru sérstaklega eftirminnilegar. Þessar stundir voru okkur mjög dýrmætar, það að geta farið saman úr amstri dagsins og skemmt okk- ur saman eins og okkur var einum lagið. Oftar en ekki gistum við í sumarbústað Stellu og Dóra sem þau höfðu komið sér upp af ein- stakri samheldni sem einkenndi samband þeirra. Í þessum ferðum okkar var Stella hrókur alls fagn- aðar. Það sem einkenndi Stellu sem manneskju var mikil einlægni, gleði og hjartahlýja. Hún hreif alla með sér í fegurð sinni og útgeislun. Hún gat gert góðlátlegt grín að sjálfri sér og sá ætíð það jákvæða við alla hluti. Hún hafði einstaka frásagnarhæfileika og var hafsjór af spaugilegum sögum af sér og samferðafólki sínu. Stella giftist stóru ástinni í lífi sínu honum Dóra hinn 29. apríl sl. sama dag og hún hélt upp á 50 ára afmælið sitt. Drengjunum sínum Gunnari, Stefáni og Óla Þór var hún um- hyggjusöm og ástrík móðir og um- vafði þá með bænum sínum. Stella hafði mjög sterka og einlæga barnatrú sem hún sagði okkur oft að hefði verið henni styrkur í lífinu. Við biðjum góðan Guð að styrkja Dóra, Gunnar, Stefán, Óla Þór, Jón Hannes og aðra aðstandendur í þeirra miklu sorg. Elín Lára, Þórdís G., Ingibjörg og Guðlaug. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Stella mín. Ég kveð þig að sinni og þakka þér fyrir öll árin okkar. Þau hófust með þessum einföldu orðum: „Hæ, ég heiti Stella, viltu vera vinkona mín?“ Þetta var í frímínútum í níu ára bekk í Hlíðaskóla, upp frá því hófst einstök vinátta milli okkar sem hélst alla tíð. Þú varst einstaklega brosmild og glöð, hafðir þann sérstaka hæfi- leika að taka lífið ekki of alvarlega og gast á þinn hátt gert góðlátlegt grín að öllum hlutum og sérstak- lega sjálfri þér. Ég geymi djúpt í hjarta mínu minningu um trausta, glaða og ein- læga vinkonu sem allir heilluðust af. Elsku Dóri, Gunnar, Stefán, Óli Þór, Jón Hannes og aðrir aðstand- endur, þegar maður á mikið missir maður mikið. Ég bið góðan Guð að veita ykkur styrk í ykkar miklu sorg og um- vefja ykkur ljósi lífsins. Þórdís Gunnars og börn. Elsku Stella, við kveðjum þig með söknuði. Ég kynntist þér fyrst fyrir 15 ár- um þegar þú hófst störf hjá Delo- itte, þá einstæð móðir með þrjá litla fallega stráka. Það var eins og ég hefði alltaf þekkt þig, þannig var viðmót þitt, alltaf svo glöð og falleg, við urðum strax mjög góðar vinkonur bæði í vinnunni og utan hennar. Það var alltaf skemmtilegt í kringum þig, þú hafðir sérstaka frásagnarhæfileika og varst hrókur alls fagnaðar hvar sem þú komst. Ég gleymi aldrei stelpuferðinni sem við fórum til Dublinar, þar var mikið hlegið og brallað. Svo fyrir 12 árum kynntist þú honum Dóra þínum, það var þinn happdrætt- isvinningur, hann var bæði góður og skemmtilegur og hafði sama húmor og þú. Eftir þau kynni stækkaði fjölskyldan heldur betur, nú áttuð þið samanlagt sjö börn. Upp frá þessu fór allt að gerast hjá þér. Þið réðust í að byggja sum- arbústað sem var reistur á skömm- um tíma og ekki leið á löngu þar til okkur var boðið að koma. Þar var mikið fjör, grillaður góður matur og fengið sér í glas. Ekki var minni gleði þegar við fórum árshátíðar- ferðirnar með vinnunni okkar og eins þegar við hittumst á Kanarí og vorum þar saman í 14 daga þegar ég var fimmtug. Ég verð að minn- ast Þórsmerkurferðarinnar sem farin var í febrúar 2006 en það var síðasta ferðin sem við fórum sam- an. Þá ferð muna margir sem eina af skemmtilegustu ferðum sem hafa verið farnar í Þórsmörkina. Þar lékst þú á als oddi eins og venjulega þrátt fyrir að vera sár- þjáð. Þá var ekki vitað hvað olli þessum verkjum sem voru búnir að hrjá þig í alltof langan tíma. Úr- skurðurinn kom í mars, greiningin var öll á versta veg, krabbamein. Ekki gafst þú upp við þessa frétt heldur barðist áfram alltaf jafn já- kvæð og ákveðin í að sigrast á þessum vágesti, þú áttir eftir að gera svo margt. 26. apríl sl. áttir þú fimmtugsafmæli sem haldið var upp á í nýja húsinu ykkar í Espi- lundi helgina eftir. Í veislunni fengu veislugestir sannkallaða gleðifrétt því þið Dóri höfðuð gift ykkur fyrr um daginn og ljómuðuð af gleði þegar þið tókuð á móti ætt- ingjum og vinum, enda hafði þér ekki liðið eins vel í langan tíma. Elsku Stella, við erum þakklát fyrir þau ár sem við áttum þig að vini og vitum að þér líður vel þar sem þú ert í faðmi foreldra þinna, þjáningalaus. Þín verður sárt sakn- að en við geymum minninguna í hjarta okkar. Elsku Dóri og börn, megi guð gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg. Þínir vinir, Steinunn og Gunnar. Ó, Jesú, að mér snú ásjónu þinni. Sjá þú mig særðan nú á sálu minni. (Hallgrímur Pétursson.) Þessar hendingar úr Passíusálm- unum eiga vel við tilfinningar okk- ar hjónanna þegar við minnumst Stellu vinkonu okkar. Það er svo margt sem kemur upp í hugann, en allt eru það góðar minningar sem munu ylja okkur. Stella var kát og glaðlynd, með mjög skemmtilegan húmor og átti auðvelt með að létta fólki lundina. Hún var mikill vinur vina sinna og bar umhyggju fyrir samferðafólki sínu. Það er sárt til þess að hugsa að hún sé ekki leng- ur á meðal okkar og er höggvið stórt skarð í vinahóp okkar. Við kveðjum Stellu með söknuð í hjarta. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Við vottum Dóra, Gunnari, Stef- áni, Óla Þór og öðrum aðstand- endum hennar, okkar dýpstu sam- úð. Finnur og Jóna. Elsku Stella, það er ekki minn stíll að skrifa greinar en nú finnst mér ég knúin til. Knúin til að þakka fyrir mig. Við kynntumst fyrir 10 árum er þú tókst á móti mér á nýjum vinnu- stað er ég skyldi hefja störf á. Starfinu hafðir þú gegnt og nú skyldi koma mér inn í það. Það fórst þér frábærlega úr hendi eins og allt annað er þú tókst þér fyrir hendur. Alltaf sást þú spaugilegu hliðarnar á öllum málum enda kímnigáfan og góða skapið aldrei langt undan. Jafnvel eftir að vá- gestur sá er hefur nú lagt þig að velli kvaddi dyra hélst þú góða skapinu og kímnigáfunni og gast séð spaugilegu hliðarnar á málun- um. Traust og dugnaður einkenndi þig líka og fór það ekki fram hjá neinum er með þér unnu og um- gengust. Þó vinnan skipaði háan sess hjá þér fór það ekki fram hjá neinum að heima fyrir áttir þú þér þitt athvarf. Með Dóra þínum vildir þú helst vera og gast endalaust tal- að um hann og strákana þína þrjá, þar sem naflastrengurinn ætlaði aldrei að slitna. Endalaus ást þín á þeim öllum var eftirtektarverð og er sár harmur að þeim öllum kveð- inn nú. Elsku Stella mín, ég vildi bara þakka þér fyrir samfylgdina og leiðsögnina innan vinnustaðarins okkar og utan hans. Við ætluðum saman í útilegu nú í haust, sú úti- lega bíður okkar annars staðar. Elsku Dóri og strákarnir allir, megi góður Guð vernda ykkur og styðja í ykkar miklu sorg. Minn- ingar um ástríka eiginkonu og móður mun ylja ykkur um ókomin ár. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Með þökk og virðingu kveð ég góða vinkonu, Guð blessi Stellu Stefánsdóttur. Þín vinkona Hulda. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Kveðja, þín vinkona, Þyri. Smávinir fagrir, foldarskart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig. Hægur er dúr á daggarnótt. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt! (Jónas Hallgrímsson.) Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur til Halldórs, Gunnars, Stefáns Hrafns, Ólafs Þórs, Jóns Hannesar og annarra aðstandenda. Ásdís Bragadóttir og Lilja G. Friðvinsdóttir. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar Þeim sem vildu minnast hans er bent á kirkjubygg- ingarsjóð Lágafellssóknar, reikn. nr. 315-26-848. kt. 710169-3229.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.