Morgunblaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 40
40 MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn EIN- MITT! HVERNIG GETURÐU LÁTIÐ GANGA Á EFTIR ÞÉR ÞEGAR ÞÆR HLAUPA SEM HRAÐAST Í HINA ÁTTINA? SVONA KOMIÐ! KALLI VAR AÐ EIGNAST LITLA SYSTUR. HANN ER AÐ GEFA SÚKKULAÐIVINDLA! TIL HAMINGJU KALLI TAKK FYRIR ÞAÐ ÞETTA MÆTTI ALVEG GERAST OFTAR REYNDU BARA AÐ LENDA EKKI Á HÁKARLI! HÉR STÖNDUM VIÐ OG BÚUM OKKUR UNDIR AÐ BRUNA Á ÞESSUM STÝRISLAUSA SLEÐA, NIÐUR BREKKUNA OG Í ÁTT AÐ GLJÚFRINU! VIÐ HORFUMST Í AUGU VIÐ EITTHVAÐ SEM GÆTI ORÐIÐ OKKAR BANI ...OG AF HVERJU GERUM VIÐ SVONA N0KKUÐ? ÞVÍ VIÐ FÁUM BORGAÐ? NEI! VEGNA ÞESS AÐ VIÐ GETUM ÞAÐ! ÉG SKIL ÞIG KALLINN MINN. KONAN BRÁÐNAR EKKI HELDUR Í HÖNDUNUM Á MÉR FASTAN ER AÐ NÁLGAST. HVAÐ VERÐA MARGIR Í MAT Í ÁR? MIG LANGAÐI AÐ RÆÐA ÞAÐ AÐEINS VIÐ ÞIG ÉG ER AÐ VERÐA OF GÖMUL TIL AÐ HALDA ÞESSI MATARBOÐ ÉR ER AÐ SPÁ Í AÐ SLEPPA ÞESSU Í ÁR ÆTLARÐU AÐ HVAÐ? HA, HA VOÐA FYNDIÐ MAMMA! NEI, Í ALVÖRU ÉG ÆTLA AÐ TAKA VIÐ AF ÞÉR KALLINN MINN ÞAÐ VÆRI GÓÐ LEIÐ TIL AÐ FELA SIG FRÁ LÖGREGLUNNI ÉG ÆTLA AÐ KÍKJA Á TÖKUSTAÐINN HINN EINI SANNI NASHYRNINGUR HEFUR GÓMAÐ MANNINN SEM ÞÓTTIST VERA HANN... Á MEÐAN... ÞEGAR KVENMENN ERU ANNARSVEGAR ÞÁ LÆT ÉG GANGA Á EFTIR MÉR 1. Duglegum strák - má hafa sérstakt útlit - jafnvel vera nördalegur - þó ekki skilyrði. Allir sem geta leikið koma þó til greina. 3. Rauðhærðum strák - mjóslegnum og fornum í útliti. Allir rauðhærðir koma þó til greina. 2. Kátri og hressri stelpu - þarf að geta verið ákveðin, ráðrík og jafnvel frek. Allar sem geta leikið koma þó til greina. 4. Allskonar krökkum á aldrinum 11-13 ára í ýmiss konar aukahlutverk. Óskum eftir leikurum á aldrinum 11-13 ára til að leika stór hlutverk í nýrri íslenskri kvikmynd. Umsóknir með mynd berist til auglýsingadeildar Morgunblaðsins fyrir 5. september merktar KVIKMYNDALEIKUR 2006 eða sendist með tölvupósti á taka@taka.is Heilmikil sýning helguðheilsu og vellíðan, 3LEXPO, verður haldin íEgilshöll dagana 7. til 11. september. Ólafur Örn Jónsson er við- burðastjóri Vivus sem sér um skipu- lagningu dagskrárinnar: „Í sýning- unni taka þátt öll helstu fyrirtæki landsins á sviði heilsu og vellíðunar. Fjölmargar uppákomur verða í Eg- ilshöll sýningardagana, yfir 80 fyr- irlestrar af ýmsum toga og skemmti- atriði auk fjölbreyttra sýningarbása þar sem gestir geta fengið að skoða, prófa, njóta og smakka hvers konar vöru og þjónustu,“ segir Ólafur Örn. Sýningin er sú fyrsta sem haldin er í Egilshöll sem verður þar með stærsta sýningarhús landsins. Mikl- ar framkvæmdir hafa staðið yfir til að undirbúa sýninguna og var meðal annars keypt heildstætt sýning- arkerfi sem býður upp á betri kynn- ingarmöguleika en áður hafa verið á vöru- og þjónustusýningum hér- lendis. „Það hefur vantað sýningu af þessu tagi hérlendis, þar sem koma saman undir einu þaki öll helstu þjónustufyrirtæki sem sérhæfa sig í heilsu og vellíðan landsmanna. Það mun örugglega koma gestum skemmtilega á óvart hversu fjöl- breytt sýningin verður en sýnendur kynna allt frá húsgögnum og líkams- ræktaráhöldum til snyrtivara og fæðubótarefna, nuddmeðferðir og líkamsrækt,“ segir Ólafur Örn. Meðal þess sem upplifa má á sýn- ingunni í Egilshöll er stærsta Barna- land Íslandssögunnar sem starfrækt er í samstarfi við Heilsuakademíuna. Sett hefur verið upp í Egilshöll fyrsta sérsmíðaða hérþjálfunarbrautin hér á landi á vegum Heilsuakademíunnar og haldið verður Reykjavíkurmót í skvassi á glervelli sem sérstaklega var fluttur til landsins og er þeim eig- inleikum gæddur að áhorfendur geta fylgst með leiknum frá öllum hliðum. Hnefaleikanefnd ÍSÍ verður með sýningarbardaga og gestir geta jafn- vel spreytt sig í köfun í sérstakri köf- unarlaug á sýningarsvæðinu. 3L EXPO-sýningin er sölusýning og ugglaust hægt að gera góð kaup: „Að fara með alla fjölskylduna á sýn- inguna kostar álíka og bíóferð og gildir aðgöngumiðinn alla sýning- ardagana. Það má gera skemmti- legan fjölskyldudag úr heimsókninni og foreldrarnir geta skilið börnin eft- ir í barnalandinu, þar sem þau skemmta sér konunglega, og snætt á Sportbitanum eða Conditori Copen- hagen sem verða með veitingasölu á sýningunni,“ segir Ólafur Örn. Nánari upplýsingar um sýninguna má finna á slóðinni www.3lexpo.is. Sýning | 3L EXPO Egilshöll 7.–11. sept.  Ólafur Örn Jónsson fæddist í Lundí í Svíþjóð 1975. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1995 og hlaut atvinnu- flugmannsrétt- indi frá Flug- skóla Íslands árið 2000. Ólafur Örn leggur stund á nám í viðskiptafræði með vinnu. Frá 1996 til 2006 starf- aði Ólafur Örn hjá Altech sem við- skipta- og verkefnastjóri. Hann hef- ur verið viðburðastjóri hjá Vivus síðan í mars 2006. Ólafur er kvænt- ur Sólborgu Sumarrós Sigurð- aróttur gullsmið og eiga þau tvö börn. Stórsýning um heilsu og vellíðan Borgaryfirvöld í Glasgow á Skot-landi kanna nú hvort Keith Richards, gítarleikari rokksveit- arinnar Rolling Stones, hafi brotið reykingabann, sem er í gildi í land- inu, þegar hljómsveitin lék á tón- leikum í Hampden Park á föstudag- inn. Sjónarvottar segja, að Richards hafi verið með sígarettu í munninum alla hljómleikana. Takist borgarráði Glasgow að færa sönnur á þetta á Richards yfir höfði sér 50 punda sekt, jafnvirði 6.600 króna. Hampden Park gæti einnig þurft að greiða 250 pund í sekt fyrir að framfylgja ekki banni við reykingum á opinberum sam- komum. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.