Morgunblaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 44
44 MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569
1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
dagbók
Víkverji flutti í nýtthúsnæði í sumar
og þurfti að sinna inn-
kaupum og alls konar
vafstri sem fylgir bú-
ferlaflutningum. Hann
lenti nokkrum sinnum
á ungu afleysingafólki
sem var ekki starfi sínu
vaxið. T.a.m. þurfti
hann að jagast við
orkufyrirtæki sem
sendi honum svo háa
rafmagnsreikninga
vegna nýja húsnæð-
isins að þeir voru aug-
ljóslega alveg út í hött.
Afleysingafólkið var því
ekki sammála og Víkverji þurfti að
hringja fjórum sinnum í fyrirtækið til
að fá það til að leiðrétta mistökin.
Fyrsti afleysingamaðurinn kenndi
leigusalanum um en það var alger-
lega tilhæfulaust. Víkverji talaði við
annan mann sem ráðlagði honum að
lesa af rafmagnsmælinum. Þegar
Víkverji hringdi aftur til að greina
frá tölunni á mælinum sagði annar
afleysingamaður að reikningarnir
væru réttir; Víkverji þyrfti að leita til
rafvirkja vegna þess að líklega væri
um að ræða „rafmagnsleka“ í ein-
hverju heimilistæki. Þetta var en-
demisbull. Í stað þess að eyða pen-
ingum í rafvirkja hringdi Víkverji
enn einu sinni í fyr-
irtækið í von um að fá
að tala við einhvern
sem hefði einhverja
þekkingu á þjónustunni
sem fyrirtækið veitir.
Og viti menn, nú svar-
aði eldri kona sem sá
um leið og Víkjverji las
töluna að fyrri aflestur
var rangur og reikning-
arnir því alltof háir.
Víkverji lenti einnig í
argaþrasi við af-
greiðslufólk raftækja-
verslunar vegna gall-
aðrar vöru sem hann
keypti. Eftir að hafa
aflað sér upplýsinga á netinu í aðeins
tíu mínútur var Víkverji kominn með
meiri þekkingu á umræddum galla
en afgreiðslufólkið.
x x x
Verslanir og önnur þjónustufyr-irtæki þurfa að þjálfa af-
greiðslufólkið betur. Þetta á ekki að-
eins við um afleysingafólkið. Í
sumum matvöruverslunum er t.a.m.
fast starfsfólk sem þekkir ekki al-
gengar grænmetis- og ávaxtateg-
undir. Það ætti ekki að vera erfitt að
kenna starfsliðinu að þekkja græn-
metið, sem er á boðstólum, því að úr-
valið er lítið.
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Orð dagsins: Ég, ég er Drottinn, og enginn frelsari
er til nema ég. (Jes. 43, 11.)
Í dag er mánudagur-
28. ágúst, 240. dagur
ársins 2006
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Þjónustuólund á Hafinu
bláa við brúarsporðinn
FYRIR nokkru fórum við á þennan
rómaða veitingastað og fegnum okk-
ur fiskisúpuna indælu. Þjónustan og
matur var til fyrirmyndar.
Síðan komum við í gær og hugð-
umst fá samskonar þjónustu. Nán-
ast tómur salur og veðrið frábært.
Ég kalla á gengilbeinu, myndarkonu
og spyr um laust borð við gluggann.
Ekkert laust, allt upppantað, er
svarað þurrlega. En áttu laust sæti,
spyr ég. Já, þarna fyrir innan, er
sagt í sama tón. Við fáum okkur sæti
og bíðum. Gengilbeinan kemur eftir
smá bið og spyr önuglega hvað sé
hægt að gera fyrir okkur. Ég bið um
matseðil. Það eru bara súpur á boð-
stólum, er svarað, og enginn matseð-
ill. Fylgir salat með, spyr konan mín.
Þú getur svosem fengið salat, er
svarað í sömu tóntegund. Var það
eitthvað fleira? Daman fer við svo
búið og hverfur inn fyrir. Okkur var
svo nóg boðið að við stóðum upp við
svo búið og fórum.
Ég hringdi síðan á staðinn og bað
um yfirmann eða eiganda sem kom í
símann. Kvenmannsrödd svarar og
ég segi henni erindi mitt. Einustu
viðbrögðin voru að þurrlega var sagt
„okkur þykir þetta leitt“.
Mér finnst þessi framkoma fyrir
meðan allar hellur og ekki gott vöru-
merki þessa veitingastaðar.
Þrymur Sveinsson.
Þjóðin hyllir Ómar
ÞAÐ er löngu orðið tímabært að
sjónvarpsáhorfendur sendi Ómari
Ragnarssyni þakkir og votti honum
virðingu fyrir frábær störf hans í
sjónvarpi. Ómar átti á sínum tíma
heima í Stórholti, hann hefur alltaf
hugsað stórt, eins og þjóð hans hefur
orðið vitni að í sambandi við störf
hans, flug og kvikmyndir frá hálendi
Íslands. Kærar þakkir, Ómar. Þjóð-
in hyllir þig.
Pétur Pétursson, þulur.
Fyrirspurn til
Flugmálastjórnar
ÓMAR Ragnarsson er að fljúga
austur að Kárahnjúkastíflu með far-
þega og sýna og kynna hvað skeður
ef eitthvað fer úrskeiðis.
Nú spyr ég Flugmálastjórn, hvað
skeður ef eitthvað fer úrskeiðis hjá
Ómari í lendingu eða flugtaki?
Hvaða öryggisráðstafanir eru til
staðar ef óhapp verður?
Flugáhugamaður.
Morgunblaðið/RAX
TF-FRÚ Ómar Ragnarsson lendir flugvél sinni á melnum við Kringilsárrana.
75 ÁRA afmæli.Í dag, 28.
ágúst, er 75 ára
Svanhildur Ólöf
Eggertsdóttir
(Lóa), Suðurgötu
43, Siglufirði. Hún
er að heiman í dag
en í tilefni afmæl-
isins býður hún ættingjum og vinum til
fagnaðar laugardaginn 2. september
kl. 15–19 í sal Skálahlíðar.
Brúðkaup | Gefin voru saman í Ár-
bæjarkirkju 12. ágúst sl. af sr. Önnu
Sigríði Pálsdóttur þau Atli Már Guð-
mundsson og Steinunn Jónsdóttir.
Heimili þeirra er í Kjarrhólma 22.
MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar
um afmæli, brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að kostn-
aðarlausu. Tilkynningar þurfa að ber-
ast með tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyrirvara fyrir
sunnudags- og mánudagsblað. Sam-
þykki afmælisbarns þarf að fylgja af-
mælistilkynningum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk
getur hringt í síma 569-1100 eða sent á
netfangið ritstjorn@mbl.is. Einnig er
hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2
110 Reykjavík.
SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK
VINCE VAUGHN JENNIFER ANISTON
H.J. MBL.
eee
S.U.S. XFM 91,9
SAMBÍÓIN KRINGLUNNI ER EINA
V.J.V. TOPP5.IS
eeee
eeee
S.U.S. XFM 91,9.
eeee
TOMMI KVIKMYNDIR.IS
B.J. BLAÐIÐ
rúmlega
60.000
gestir
4 vikur
á toppnum
á Íslandi !
JAMIE FOXX COLIN FARRELL
SVALASTA SPENNUMYND SUMARSINS
FRÁ MICHAEL MANN LEIKSTJÓRA
“COLLATERAL” OG “HEAT”
eee
LIB - TOPP5.IS
eee
HJ - MBL
með Owen Wilson (Wedding Crashers) sem fer á kostum,
ásamt Kate Hudson, Matt Dillon og Michael Douglas.
60.000
gestir
GEGGJUÐ
GRÍNMYND
Ein fyndnasta grínmynd ársins
YOU, ME AND DUPREE kl. 5:50 - 8 - 10:10
PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 5:30 - 7 - 8:30 - 9 - 10:30 B.i. 12.ára.
SUPERMAN kl. 5:30 - 8:30 B.i. 10.ára.
THE BREAK UP kl. 5:30 Leyfð
5 CHILDREN AND IT kl. 6 Leyfð
LADY IN THE WATER kl. 8 - 10:20 B.i. 12
PIRATES OF THE CARIBBEAN: 2 kl. 6 - 9
SNAKES ON A PLANE kl. 8 - 10:10 B.i. 12
THE SENTINEL kl. 8 B.I.14
HALF LIGHT kl. 10:10 B.I.16