Morgunblaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VEÐUR                      !  "#   $ %&  ' (                   )'  *  +, -  % . /    * ,   /           01     0  2   3 1, 1  ) ,  4  0  $ 5 '67 8 3 #  '                        )#9:                       !        "  #                  )  ## 9 )   !" #   "   $ % &'% ;1  ;  ;1  ;  ;1  $# (  )*%+  :9 <         ;  =76       , % ! "   - .% + " % /0  1 2   -  ! /0  1 5  1      , ! -" 0) 1      -   3 12   -   3 !  %1 - - 1        1     1 - - - - - - - - - - - - - 2&34 >3 >);4?@A )B-.A;4?@A +4C/B (-A            D  Því er stundum haldið fram, aðunga kynslóðin hafi engan áhuga á öðru en léttmeti, poppi og öðru slíku. Yf- irleitt er popp- tónlist t.d. notuð í auglýsingar vegna þess, að auglýs- ingastofurnar telja, að auglýsingar nái ekki til ungs fólks nema með léttmeti í tónlist sem öðru.     Er hugsanlegt að þetta sé vanmatá tónlistarsmekk æskunnar? Er hugsanlegt að hin hámenntaða ís- lenzka æska hafi líka áhuga á al- varlegri tónlist? Það skyldi þó aldrei vera!     Steypustöðin BM Vallá hefursýnt og sannað í verki, að hægt er að ná til fólks og þá m.a. ungs fólks með annars konar tón- list.     BM Vallá hefur boðið lands-mönnum til stórkostlegra óp- erutónleika undir berum himni bæði á Miklatúni í Reykjavík og í Listagili á Akureyri.     Þeim, sem sóttu tónleikana,hvort sem var fyrir sunnan eða norðan, ber saman um að það hafi verið mikil upplifun að sækja þessa tónleika.     Þar komu fram fremstu óp-erusöngvarar Íslendinga, sem sumir hverjir hafa lítið sungið hér heima á Íslandi.     BM Vallá hefur sannað að fólksinnir ekki bara léttmeti held- ur þvert á móti. Og kemur engum á óvart, sem fylgist með ungu fólki og áhugamálum þess.     Er hugsanlegt að þeir sem hluteiga að máli geti fallið frá þeirri viðteknu skoðun, að það þýði ekkert að bjóða fólki upp á annað en léttmeti, þegar horft er til þess mannfjölda, sem sótt hefur tónleika BM Vallár?! STAKSTEINAR BM Vallá og sígild tónlist STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra segir það fullkomið for- gangsatriði að tryggja að Skeiðará rjúfi ekki þjóðveg 1 um Skeiðarár- sand. Bendir Sturla á að nokkuð sé síðan Vegagerðin hafi farið í að bregðast við aðstæðum vestanmegin við Skeiðará, eftir að áin hnikaði til farvegi sínum. Segir Sturla málið nú til nánari skoðunar hjá vatnafræð- ingum Vegagerðarinnar. Spurður hvenær búast megi við einhverjum tillögum um frekari úrbætur eða við- brögð segir Sturla ekki ljóst á þessu stigi hvenær þær geti legið fyrir. „Vegagerðin leggur náttúrlega áherslu á að standa þannig að mál- um, að á grundvelli mats sérfræð- inga í vatnafræðum, verði farið í þær framkvæmdir sem nauðsynlegt er að fara í,“ segir Sturla. Hann segir að ráðuneytið muni í samráði við Vega- gerð ákveða hvernig best sé tryggt að Skeiðará ógni ekki þjóðvegi 1. Spurður hver kostnaður við fram- kvæmdir geti orðið segir Sturla það ekki liggja fyrir á þessu stigi og tek- ur fram að enn hafi ekki komið inn á hans borð tillögur um þörf á sér- stöku fjármagni í þessum mála- flokki. „En það verður að sjálfsögðu ekkert til sparað til þess að tryggja það að þjóðvegi 1 standi ekki ógn af Skeiðará,“ segir Sturla. Fullkomið forgangsmál Skeiðarársandur SIGMUND Á ANNAÐ hundrað manns gekk meðmælagöngu sem áhugamenn á Húsavík stóðu fyrir sl. laugardag til stuðnings fyrirhugaðri álversbygg- ingu og nýtingu á umhverfisvænni orku frá háhitasvæðum í héraðinu, í landi Bakka við Húsavík. Gengið var um Bakkalandið undir leiðsögn Sig- urjóns Jóhannessonar, fv. skóla- stjóra, og harmonikkuleik annars fyrrverandi skólastjóra, Sigurðar Hallmarssonar. Tryggvi Finnsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunar- félags Þingeyinga, sagði frá fyrir- huguðum framkvæmdum og fleiri tóku til máls og vitnuðu sumir m.a. í Einar Benediktsson skáld frá Héð- inshöfða. Gengið var norður að Reyðará þar sem eru landamerki Húsavíkur og Tjörness, þaðan upp á þjóðveg og að minnismerki Einars Benediktssonar við Héðinshöfða. Þar lagði Sigurjón Benediktsson, einn forsvarsmanna göngunnar, blómsveig á minnismerki skáldsins sem hafði á sínum tíma stórar hug- myndir um atvinnusköpun á Íslandi. Göngumenn hittu þrjá unga menn við minnismerkið sem vildu mót- mæla fyrirhuguðum álversfram- kvæmdum og töldu jafnframt að hægt væri að nýta orkuna sem koma mun af Þeistareykjum með ýmsum öðrum hætti en til álframleiðslu. Meðmælaganga til stuðnings álveri Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Á annað hundrað manns gekk meðmælagöngu í landi Bakka. Það þarf enginn að fara í grafgötur með það að þessi krógi er eingetinn. HEIMILT verður að reisa hálend- ismiðstöð á Skálpanesi ef tillaga sam- vinnunefndar miðhálendis um breyt- ingar á svæðisskipulagi svæðisins gengur í gegn. Skálpanes er í 845 metra hæð sunnan Langjökuls. Þang- að liggur vegslóði frá Kjalvegi að 160 fermetra skála sem ferðaþjónustan The Activity Group nýtir en hún býð- ur m.a. upp á vélsleða- og jeppaferðir upp á jökulinn. The Activity Group (TAG) hefur hug á að reisa þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn á svæðinu, en fyrirtækið, ásamt sveitarstjórn Bláskógabyggð- ar, sendi umsókn til samvinnunefnd- arinnar um breytingu á svæðisskipu- laginu. Óskar Bergsson, formaður nefndarinnar, segir að nefndin hafi samþykkt umsóknina og hafi hún ver- ið kynnt umsagnaraðilum og sé breyt- ingin nú auglýst í framhaldi af því. Hann segir að í hálendismiðstöðvum sé heimilt að bjóða upp á hæsta þjón- ustustig sem megi á hálendi Íslands, þar með talið hótelrekstur. Í breytingatillögunni segir að markmiðið sé að mæta fjölgun ferða- manna og opna fyrir uppbyggingu þjónustu í tengslum við afþreyingu á jöklinum. „Gert er ráð fyrir að vandað verði til móttöku ferðamanna. Gisting verði í skálum og í herbergjum í hús- um,“ segir ennfremur í tillögunni. Halldór Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri TAG, segir að fyrir- huguð uppbygging sé enn á hug- myndarstigi og ekki ljóst hvernig henni verði háttað. „Hugmyndin eins og hún lítur út í dag er að þarna rísi lítið hótel sem verður um 1.100 fer- metrar á tveimur hæðum. Með þess- ari uppbyggingu viljum við einfald- lega koma til móts við óskir viðskiptavina okkar, en það er ekki fólk sem sættir sig við að sofa í svefn- poka á dýnu,“ segir Halldór. Svæðisskipulagi breytt til að heimila hótel á Skálpanesi                               

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.