Morgunblaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Oddný Sig-björnsdóttir fæddist á Sæv- arenda við Fá- skrúðsfjörð 6. mars 1931. Hún lést á Landakotsspítala þriðjudaginn 22. ágúst síðastliðinn. Hún er dóttir hjónanna Sigbjörns Benedikts Sveins- sonar, f. 17.8. 1894, d. 16.3. 1975, og Helgu Sigurbjargar Stefánsdóttur, f. 14.12. 1891, d. 14.4. 1980. Systkini Oddnýjar eru: Stefán, f. 16.3. 1924, maki Hanna og Eyrún Aníta, b) Sigurður Ágúst Marelsson, f. 9.8. 1977, maki Hlín Júlíusdóttir, f. 18.5. 1983, og c) Oddný Blöndal Ragnarsdóttir, f. 16.4. 1991. Dætur Ragnars eru Val- dís og Kristín. 2) Stefán, f. 18.6. 1958, maki Sigríður Ingvarsdóttir, f. 18.7. 1949. Börn hennar eru Þór- anna og Ingvar Jónsbörn. 3) Elín, f. 26.9. 1963, maki Ellert Eggertsson, f. 22.6. 1956. Börn þeirra eru Egg- ert, f. 20.6. 1985, og Andri Þór, f. 16.7. 1988. Dóttir Ellerts er Re- bekka Rós. Oddný sinnti uppeldis- og heim- ilisstörfum sem móðir og amma lengst af. Hún vann hjá Þvottahús- inu Fönn á árunum 1974–1989 og frá þeim tíma til 1998 hjá Sjúkra- húsi Reykjavíkur. Útför Oddnýjar verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Ágústa Ágústsdóttir, látin, og Kristín, f. 6.8. 1928, maki Jón Sigurðsson, látinn. Hinn 31.3. 1956 giftist Oddný Þórhalli Ellerti Skúlasyni mál- ara, f. 9.4. 1927, d. 28.8. 1983. Börn þeirra eru: 1) Helga Birna, f. 23.10. 1955, d. 26.5. 2004, maki Ragnar Blöndal Birg- isson, f. 16.7. 1954. Börn hennar eru: a) Þórhallur Atlason, f. 26.2. 1974, maki Dagný Gísladóttir, f. 28.6. 1976, dætur þeirra eru Emelía Rut Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þegar ég hugsa um þig „Odda amma“ dettur mér fyrst í hug eldhús- ið í Álfheimunum. Þar sátum við oft með kaffibolla og það kjaftaði á þér hver tuska. Þú sagðir mér frá Tóta litlum, fjölskyldunni, ferðalögunum og að sjálfsögðu frá öllum veiðiferð- unum. Sögur af þér og þínum. Þú tókst strax vel á móti mér og kallaðir mig tengdadóttur þína, frekar skond- ið að mér fannst. Þess vegna kallaði ég þig alltaf Oddu ömmu. Það var fastur liður að mæta hjá þér í svart- fuglsveislu. Ekki leist mér nú á það í fyrstu að borða þennan fugl, en þú sagðir að það væri enginn maður með mönnum nema borða fuglinn þann arna. Þannig að ég lét tilleiðast að smakka og það varð ekki aftur snúið, hefðin var góð og fuglinn líka. Þetta eru góðar minningar. Þegar við Tóti eignuðumst Emelíu Rut og svo síðar Eyrúnu Anítu varst þú svo glöð með langömmutitillinn. Hugsa sér, sagðir þú, tvöföld langamma. Þegar við heimsóttum þig á spítal- ann sagðir þú öllum sem heyra vildu að þetta væru sko langömmustelp- urnar þínar og ekkert minna takk. Þú varst mikil hannyrðakona og saumaðir og prjónaðir með mikilli natni. Litlu stelpurnar mínar búa vel að því að hafa átt svona duglega langömmu sem prjónaði á þær sokka í öllum regnbogans litum. En nú ert þú horfin frá okkur og mikið skarð hefur myndast í hjört- um okkar. Ég trúi því að vel hafi verið tekið á móti þér af ástvinum okkar. En eins og ég sagði við hana Oddnýju nöfnu þína, hér sitjum við og grátum meðan það er haldin veisla hjá þeim hinum megin. Elsku Odda mín ég mun ávallt minnast þín með hlýju og gleði. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Þín Dagný. Elsku amma, nú ertu komin með frið í sálu þína, eftir langvarandi veikindi sem þú ert búin að glíma við. Þetta eru búin að vera erfið síðustu tvö ár hjá þér. Þrátt fyrir það fórstu í gegnum þau með þínum einstaka léttleika og húmor. Okkur er svo minnisstætt þegar mikið bjátaði á, þá varst þú alltaf fyrst til að brosa og hlæja, og komst með þessa skemmtilegu setningu: „Það mætti halda að ég væri komin frá annarri plánetu.“ Það eru svo margar góðar minn- ingar sem við eigum um þig amma, hvað þú varst okkur góð, passaðir upp á að okkur væri ekki kalt á vet- urna með því að prjóna fallega og hlýja ullarsokka, sem komu alltaf í góðar þarfir. En nú, amma, ertu komin á betri stað, þar sem þér líður miklu betur og þarft ekki að þjást – þar sem Elli afi og mamma Helga taka vel á móti þér. Nú ríkir kyrrð í djúpum dal, þótt duni foss í gljúfrasal, í hreiðrum fuglar hvíla rótt, þeir hafa boðið góða nótt. (Magnús Gíslason.) Þín barnabörn Sigurður og Oddný „litla“. Elsku Oddný. Okkur langar til að þakka þér fyrir öll árin sem við átt- um saman í Hátúninu og síðar á Landakoti. Við viljum minnast þín með orðum Herra Sigurbjörns Ein- arssonar biskups. Þú, Guð, sem veist og gefur allt, mitt geð er hvikult, blint og valt og hugur snauður hjartað kalt – þó vil ég vera þinn. Og þú ert ríkur, þitt er allt, og þú ert faðir minn. Þú þekkir allan heimsins harm, hvert hjarta grætur þér við barm, þú vegur á þinn ástararm hvert afbrot manns og böl. Við krossins djúpa, hreina harm þú helgar alla kvöl. Þú átt mitt líf, þú leystir mig, þú lést mig blindan finna þig af þeirri náð, er söm við sig hvern dag mig dæmdan ber. Þú, Kristur, bróðir, blessar mig og biður fyrir mér. Minn Guð, sem varst og ert mér allt og alla blessar þúsundfalt, þú skilur hjartað, veilt og valt, og mannsins mörgu sár. Þú ber þinn kross og bætir allt og brosir gegnum tár. Kveðja. Vinnufélagar á öldrunar- lækningadeild Landspít- alans í Hátúni og síðar Landakoti. Elsku Oddný. Margar minningar koma upp í hugann nú þegar þú hefur kvatt þennan heim og margs er að minn- ast. Við viljum þakka þér fyrir öll ár- in sem við unnum saman. Fyrst í Há- túninu og síðar á Landakoti. Þú varst góður vinnufélagi og alltaf var stutt í brosið hjá þér. Við minnumst Glasgowferðarinnar sem var svo skemmtileg að minnstu munaði að við misstum af vélinni heim! Síðast en ekki síst viljum við þakka þér fyr- ir einstaka vinsemd og hlýhug sem þú sýndir dætrum okkar í gegnum tíðina. Allir sokkarnir og treflarnir bera vitni um hlýhug þinn og vænt- umþykju. Elsku Oddný, um leið og við þökk- um þér samfylgdina vottum við fjöl- skyldu þinni okkar innilegustu sam- úð. Þótt hryggðar dimm mig skelfi ský, mig skal ei vonir bresta, í þinnar ástar faðm ég flý og finn þar skjólið besta. Sem barn við móður barm þar bættan fæ ég harm, þar hlýt ég heilla gnótt, þar hvílir sál mín rótt og öðlast unun mesta. (Helgi Hálfdánarson.) Lúðvík og Kristbjörg. Oddný Sigbjörnsdóttir ✝ Birna FjólaValdimarsdóttir fæddist á Völlum í Ytri-Njarðvík 19. mars 1932. Hún andaðist á Land- spítalanum í Foss- vogi 19. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Valdi- mar Björnsson, f. 31.12. 1893, d. 28.8. 1972, og Sigríður Árnadóttir, f. 27.7. 1892, d. 14.6. 1977. Systkini Birnu Fjólu eru Árni Snæbjörn, f. 6.12. 1923, d. 16.5. 2004, Gunnar Hörð- ur, f. 20.1. 1925, d. 16.8. 1998, og 30.7. 1966, b) Sigríður Kristín, f. 18.11. 1960, d. 2.6. 2004, gift Birni Davíð Kristjánssyni, f. 30.3. 1961, sonur þeirra er Davíð Freyr, f. 24.9. 1992, c) Alfreð, f. 10.4. 1963, sambýliskona Elín Sig- urðardóttir, f. 28.7. 1966, og d) Valdimar, f. 9.12. 1967, kvæntur Sigríði Sólveigu Heiðardóttur, f. 19.11. 1969, börn þeirra eru Birna Fjóla, f. 9.2. 1994, Matt- hildur Jóna, f. 17.2. 1997, og Vil- bert Árni, f. 12.1. 2003. Fjóla ólst upp á Suðurnesjum en fluttist sem unglingur til Reykjavíkur og útskrifaðist með fullnaðarpróf frá Ingimarsskóla. Síðar flutti hún aftur til Njarð- víkur þegar hún fór að vinna á Keflavíkurflugvelli. Mestan hluta ævinnar bjó hún í Keflavík en síð- ustu tuttugu árin bjó hún í Reykjavík. Útför Birnu Fjólu verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Margrét Katrín, f. 6.6. 1926. Birna Fjóla giftist árið 1960 Halldóri Alfreðssyni, f. 22.4. 1929, d. 15.10. 2003. Foreldrar Halldórs voru Alfreð Hall- dórsson, f. 26.11. 1903, d. 15.11. 1981, og Sigríður Sigurð- ardóttir, f. 26.11. 1903, d. 15.11. 2001. Börn Birnu Fjólu og Halldórs eru: a) Sigrún, f. 24.7. 1954, sonur hennar er Egill Arnarsson, f. 22.8. 1980, sambýlismaður Sig- rúnar er Jóhann Hjaltason, f. Elsku mamma mín, þá ertu búin að yfirgefa okkur og komin til pabba og Siggu Stínu. Ég veit að ykkur öllum líður vel, við biðjum að heilsa. Þegar þú veiktist af lungnabólg- unni í sumar var ég alveg viss um að þú myndir ná þér á strik og myndir eyða sumrinu með okkur. Við Jóhann vorum jafnvel að gæla við þá hugsun að þú gætir komið með okkur til Malaga í eina viku í haust. Það var mikið áfall fyrir fjölskylduna þegar okkur varð ljóst að lungabólgan dró meiri og meiri mátt úr þér þangað til að ekki varð aftur snúið. Við vorum svo vongóð um að þú myndir ná þér. Á hverjum degi komum við á gjör- gæsluna í heimsókn og vorum viss um að nú færir þú að vakna og hressast. Við hefðum kosið að hafa þig hjá okkur í fleiri ár en sú varð ekki raun- in. Það var mikið lagt á þig og okkur hin þegar pabbi dó fyrir þremur ár- um og síðan Sigga Stína litla systir ári síðar. Þú tókst því mjög þungt þar sem þið höfðuð öll verið svo náin. Sál þín endurspeglaði djúpa sorg sem sat þungt á þér og vék hvergi, hvernig sem þú reyndir að sleppa undan. Mamma mín, mig langar til að minnast gömlu góðu daganna. Þegar við bjuggum í Njarðvíkun- um hjá ömmu og afa. Og þegar við fluttum til Keflavíkur og amma og afi komu auðvitað á eftir okkur stuttu síðar. Þú varst svo einstaklega ynd- isleg við foreldra þína og tókst ekki annað í mál en þau byggju í námunda við okkur, svo þú og pabbi gætuð passað upp á þau og verið þeim innan handar þegar þau þurftu á hjálp að halda. Og hvernig þér tókst að stofna þína eigin fjölskyldu með okkur fjögur og pabba og vera einnig í daglegu sam- bandi við foreldra þína. Það er ekki auðvelt að sameina nánustu ættingja sína í stórfjölskyldu á þann hátt sem þú gerðir. Þið pabbi gáfuð okkur systkinun- um tækifæri til að alast upp með afa og ömmu og það hefur gefið okkur gott veganesti út í lífið. Ég verð þér alltaf þakklát fyrir hvað þú og pabbi voruð föst á því að það yrði eitthvað úr okkur. Þið hvöttuð okkur til náms og gerðuð allt sem í ykkar valdi stóð til að greiða götu okkar, bæði í orði og á borði. Við börnin vorum þér svo dýrmæt alla tíð. Þú gerðir allt sem í þínu valdi stóð svo við gætum haft það sem best. Við munum ávalt vera þakklát fyrir það. Þegar barnabörnin komu varstu eins elskuleg við þau og okkur, ekkert til sparað svo þau gæti haft það sem best. Egill minn átti alltaf samastað hjá ömmu og afa. Þið pabbi voruð allt- af boðin og búin að passa hann þegar ég þurfti að vinna frameftir og tilbúin að snúast með hann um allt og sýna skemmtilega staði. Svo þegar barna- börnunum fjölgaði áttu þau öll pláss í hjarta ykkar. Þið pabbi tókuð alltaf vel á móti okkur Agli þegar við kom- um í heimsókn frá Danmörku um jól og sumur. Það var alltaf mikil til- hlökkun hjá okkur að koma í heim- sókn og við vorum líka alltaf spennt að sjá ykkur í Danmörku og ánægð með hvað þið voruð ötul við að koma í heimsókn. Þú varst einstaklega sterk og sjálfstæð kona og langt á undan þinni samtíð hvað varðar sjálfsöryggi og framtakssemi. Þú tókst þínar ákvarðanir út frá eigin hyggjuviti og skeikaðir aldrei. Þið pabbi voruð sér- lega dugleg að koma ykkur fyrir og létuð ekkert aftra ykkur. Það var gaman að fylgjast með hversu sam- rýnd þið voruð og oft gleymdum við að skilja á milli. Við tölum alltaf um ykkur sem eina persónu. Ég, Jóhann og Egill og allir hinir í fjölskyldunni eigum eftir að sakna þín mikið og verðum ávallt þakklát fyrir þá ást og umhyggju sem þú barst í okkar garð. Megi friður vera með þér. Sigrún. Elsku mamma, þá ertu farin frá okkur, daginn fyrir innlögnina á spít- alann þá sagði ég við þig „af hverju hlustum við ekki meira og betur á hvort annað“ og þér létti mikið og sáttarsvipur færðist yfir andlitið þitt. Það voru allir að ráðleggja þér hvernig þú ættir að lifa lífinu eftir frá- fall bæði pabba og Siggu Stínu. Þú, þessi sjálfstæða, sterka og einbeitta kona sem valdir þér ávallt að fara þín- ar eigin leiðir að markmiðum þínum. Þegar við Elín komum á slysadeildina við innlögnina var þitt fyrsta við- kvæði „ég veit að ég er búin að vera svolítið óþekk“, svolítið skömmustu- leg á svip, vitandi það að hafa ekki alltaf farið eftir ráðleggingum okkar hinna sem vildum þér vel. Sjúkdóms- greiningin var lungnabólga, sjúk- dómur sem flestir ná sér af á nokkr- um dögum eða vikum. Sorgin og söknuðurinn samhliða breyttu lífs- mynstri var þér um megn,sérstak- lega þessa síðustu mánuði. „Sorgin er tilfinning eins og þung mara liggi yfir brjóstinu …“ lýsti einn læknanna á sjúkrahúsinu. Og við sem söknum þín svo mikið í dag, höfum enn ekki feng- ið að vita hvað olli þessari lungna- bólgu. Ástæðurnar geta verið margar en meðhöndlunin nokkurn veginn eins, meðhöndlun sem gagnaðist þér ekki þrátt fyrir styrkleika líkama þíns og baráttuþrek í rúmar 6 vikur. Þrátt fyrir nútímatækni, visku og reynslu færustu lækna og alúðlega aðhlynningu hjúkrunarfólks á sjúkra- húsinu. Sem barni lýsti Lóa, sem var vinnukona á heimili foreldra þinna, þér þannig „… og hún Fjóla var svo fallegt barn með þetta ljósa hár og svo brosmild,“ og vellíðunartilfinning streymdi um líkama hennar og brosið var einlægt. Henni Lóu þótti afskap- lega vænt um þig. Næmi ykkar beggja átti vel saman, ásamt mikilli samkennd og sterkri réttlætiskennd. Það var ekki síst fyrir hennar tilstilli að þú trúðir á framhaldslíf, eitthvað framhald þegar þessu jarðneska lífi væri lokið. Í þessu tilviki lausn á sorg, söknuði og að lokum líkamlegri upp- gjöf. Núna ertu þangað komin til þeirra sem hjarta þitt átti mestan samhljóm með þessu síðustu ár, til þeirra sem þú aðstoðaðir og hlúðir að í veikindum þeirra. Þú varst okkur afar góð mamma, sterk kona sem vildir koma börnum þínum til mennta. Sjálfstæði, næmi og útsjónarsemi voru þínir styrkleik- ar og með glaðværð, og þinni fé- lagslegu greind hreifstu fólk með þér og varst ávallt hrókur alls fagnaðar. Verklagin og hugmyndarík varstu með eindæmum þegar þú saumaðir fötin á okkur systkinin þegar við vor- um lítil, útbjóst verðlaunabúninga á grímudansleiki í dansskólanum sem við sóttum eða annað sem til þurfti við ýmis tækifæri. Sjálfsbjargarviðleitni þín var mikil og þú varst ávallt úr- ræðagóð. Það var ykkur pabba mikið metnaðarmál að veita okkur flest sem við óskuðum okkur í uppvexti okkar og þá skyldi jafnt yfir alla ganga. Fyrirtækjarekstur foreldra þinna var þér vel í blóð borinn og þörfin fyr- ir að eignast eitthvað varanlegt og þannig mynda þér og fjölskyldu þinni fjárhagslegt öryggi, skipti þig miklu máli. Ég man hlutina aldrei öðruvísi en eitthvað hús væri í byggingu og/ eða þið pabbi að kaupa og selja íbúðir eða koma í útleigu. Ég man vel eftir öllum ferðalögun- um hér heima og erlendis, leikjunum, glaðværð þinni og ráðsemi, allri fyr- irhöfninni sem þú lagðir á þig til að veita okkur systkinunum gott heimili og samheldna fjölskyldu. Þú veittir okkur allt sem góðir foreldrar geta veitt börnum sínum, öruggt skjól, fjárhagslegt öryggi, styrk, samkennd og hvatningu. Hugsunin um heimilin okkar við Skólaveg í Keflavík og í Rauðagerð- inu er uppfull af ljóslifandi fallegum minningum, minningum um sam- heldni, skoðanaskipti, skemmtilegar samræður, ráðagerðir, framkvæmd- Birna Fjóla Valdimarsdóttir Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku amma, við söknum þín en við vitum að þér líður vel hjá afa og Siggu Stínu núna og heldur áfram að fylgjast með okkur. Við elskum þig. Þín barnabörn, Matthildur Jóna og Vilbert Árni. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.