Morgunblaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2006 39 flugan Gerður Kristný, Edda Andrésdóttir og Ragnhildur Sverrisdóttir. Gréta Guðmundsdóttir og Diljá Þórhallsdóttir. Brynja Dögg Friðriksdóttir, Auðbjörg Ólafsdóttir og Tinna Magnúsdóttir. Helga Vala Helgadóttir og Áslaug Skúladóttir. Elín Vigdís Guðmundsdóttir og Sig- urbjörg Sæunn Guðmundsdóttir. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Jón Már Héðinsson og Rósa Líney Sigursveinsdóttir. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Rúnar Þór Sigursteinsson og Reg- ína Margrét Gunnarsdótttir með Gunnar Sölva Guðmundsson. Sara Karen Þórisdóttir, Unnur Ragnarsdóttir, Ragna Ragnars og Kristín Larsdóttir Dahl. Morgunblaðið/Eggert Brynhildur Þorgeirsdóttir og Hrönn Harðardóttir. Gunnlaugur Helgason og Ágústa Valsdóttir. Soffía Sigurgeirsdóttir og Ragna Sæmundsdóttir. »Óperutónleikar voru haldnir í Listagili á Akureyrarvöku að við- stöddu fjölmenni. »Stuðmannadansleikur var haldinn í íþróttahúsinu við Suðurströnd. » Í Listasafni Reykja- víkur kynntu auglýs- endur sér breytingar á Morgunblaðinu. »Fjölmiðlakonur komu saman í húsnæði Kafara- félagsins í Nauthólsvík. Glöggt er tískuaugað Guðjón Pedersen, Steinunn Knúts- dóttir og Þorsteinn S. Árnason. FLUGA var á stressflugi í mið- bænum í hádeginu á föstudaginn og þurfti að skjótast í KB banka í Aust- urstræti en þar reyndist aðeins einn gjaldkeri að störfum og það „sökkar sko feitt“. Allir hinir voru í mat. Er ekki kominn tími til þess að ís- lenskir bankamógúlar líti aðeins upp úr útrásaræðinu og átti sig á því að þeir reka þjónustufyrirtæki? Það hlýtur að vera hægt að næra gjaldkerana á öðrum tímum. Bankamenn vildu örugglega ekki mæta á rétt- um tíma í bíó og þurfa að bíða eftir að sýning hæfist meðan starfsmenn hökkuðu í sig kjötbollur og kál. Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) hefur nú hreiðrað um sig í hinum gömlu höfuðstöðvum Land- helgisgæslunnar á Seljavegi 32 en frú Dorrit Moussa- ieff er sérstakur verndari hússins. Mikill fjöldi fólks mætti til að samgleðjast listamönnunum við opnunina, skoðaði hvað listafólkið er að bralla á vinnustofunum sínum og naut veitinga í formi léttvíns, konfekts og jarðarberja. Viðstaddir voru kátir í hátíðarskapi og Björgólfur Guðmundsson stórathafnamaður smellti smekklegum kossi á kinn Þorgerðar Katrínar Gunn- arsdóttur menntamálaráðherra en hún leit listavel vel út með geggjaðan bleikan varalit. Á svæðinu voru líka leikstjórinn Ágúst Guðmundsson, leikkonan Edda Þórarinsdóttir og Rannveig Rist, forstjóri Alcan, sem var í sexí hælaskóm með leðurbandi yfir granna ökkl- ana. Jón Óskar, nýskipaður aðalútlitshönnuður Fróða, var „hipp“ með grænu plastgleraugun sín og Bragi Kristjónsson, bóksali og vitringur, var líka búinn að dubba sig upp með hárautt bindi af tilefninu. Óskar Jónasson kvikmyndagerðarmaður var í hlutverki upp- boðshaldara og var tilbreyting í að sjá hann í gler- fínum jakkafötum. Öll listaverkin seldust. Ekki að spyrja að því þegar peningamenn fá áhuga á listinni. Magnús Hreggviðsson, fyrrverandi Fróðaverja- forstjóri, spókaði sig í bænum sama dag og tilkynnt var um sölu gömlu tímaritaútgáfunnar hans; brúnn og í beigelitum fötum. Gísli Marteinn Baldursson borg- arfulltrúi var einnig á rölti í Aðalstræti. Sjálfstæð- ismaðurinn var að reyna að vera virðulegur í jakkaföt- um en elsku Gísli minn, ekki skella sjúskuðum bakpoka yfir múnderinguna! Sárabætur fyrir þetta tískuslys var götutískusýningin sem fór fram á Skóla- vörðustíg þegar borgarbúar röðuðu sér eftir gang- stéttum og dáðust að módelunum sem sýndu fatnað frá ER og hár og förðun ættaða úr herbúðum 101 Hárhönnun. Benóný Ægisson leikskáld kíkti við og Björn Brynjólfur Björnsson kvikmyndagerðarmaður var að filma viðburðinn. Það var leðurlykt í loftinu þegar ný glæsiverslun, húsgagnaverslunin Heima, opnaði nýja búð með stæl í Síðumúla 30 á föstudaginn og slegið upp veglegri veislu. Marta María Jón- asdóttir, ritstjóri Veggfóðurs, var auðvitað að „mingla“ innan um húsgögnin og það gerði Egill Eð- varðsson kvikmyndagerðarmaður líka. Húsgögnin svo glæsileg að búðin ætti frekar að heita Að heiman … | flugan@mbl.is … en hún leit listavel vel út með geggjaðan bleikan varalit … Gamanmyndin Þú, ég og Dupree (You, Me and Dupree) getur varla talist til mikils nýjabrums í gam- anmyndalandslagi Hollywood. Líkt og langflestar gamanmyndir sem koma frá Hollywood þessa dagana fjallar hún um tvö meginþemu: Annars vegar um karlmann eða vinahóp karlmanna sem ekki vilja verða fullorðnir, og hins vegar um þá togstreitu sem viðkomandi karl- menn upplifa er þeir reyna að haga sér eins og fullorðnir menn, sem felur undantekningarlaust í sér þá stöðu að vera meginfyrirvinna heimilis sem inniheldur kynþokka- fulla en kröfuharða eiginkonu. Örfá nýleg dæmi um þessa tegund kvik- mynda eru, auk Þú, ég og Dupree, The Benchwarmers, RV, Click, Old School 1 & 2 og The Wedding Cras- hers en hér mætti lengi áfram telja og rekja sig eins og leið liggur aft- urábak í kvikmyndasöguna. Í Þú, ég og Dupree segir frá æskuvinunum Carl Peterson (Matt Dillon) og Randy Dupree (Owen Wilson), en þeir tilheyra hópi vina sem hittast reglulega til að drekka og horfa á boltann. Á meðan allt gengur eins og í sögu hjá Carl, sem er í upphafi myndar að fara að gift- ast hinni fullkomnu konu, barna- skólakennaranum Molly (Kate Hudson) og er á uppleið í starfi sínu sem hönnuður hjá stóru verk- takafyrirtæki, er Dupree fastur í fari hins óábyrga eilífðarunglings. Þegar Carl og Molly koma úr brúð- kaupsferðalaginu er Dupree kom- inn á götuna eftir að hafa misst vinnuna og hin nýgiftu hjón geta ekki annað en skotið yfir hann skjólshúsi „í nokkra daga“. Dag- arnir verða talsvert fleiri en upp- haflega stóð til, enda fer bara vel um Dupree í fína nýja húsinu þeirra Peterson-hjóna. Gamanframvindan sem á eftir fylgir er fremur spör á fyndnina, enda má segja að Þú, ég og Dupree sé uppteknari af vandamálunum og dramanu í kringum ástarþríhyrn- inginn milli aðalsöguhetjanna en gamanhliðinni á málum. Miðjan í þeim ástarþríhyrningi er reyndar ekki Cate, eins og margir kynnu að halda, heldur Carl, sem Dupree á erfitt með að sleppa hendi af í faðm Cate. Þessi ástarþríhyrningur kemst þó í réttar skorður þegar Carl fer að gruna þau Dupree og Cate um græsku, en e.t.v. er það þó Dupree fremur en Cate sem lendir í miðju þríhyrningsins í þeirri fram- vindu. Það má því segja að myndin sé hvorki fugl né fiskur, þar sem dramatíska hliðin er frekar mátt- laus, enda ekki ætlað að vera í for- grunni. Hvað leikframmistöðu varð- ar er það Owen Wilson sem heldur myndinni á floti með sínum áreynslulausa gamanleik og trú- verðugu túlkun á eilífðarbarninu Dupree. Kate Hudson fer vel með sitt hlutverk, og hefði vel mátt gefa henni meira svigrúm til að spreyta sig á gamanleiknum, en þess í stað er hennar hlutskipti að mestu það að vera nöldrandi eiginkona. Matt Dillon er slakur í sínu hlutverki og sama er að segja um Michael Dou- glas sem leikur tengdaföður og yf- irmann Carls. Þú, ég og Dupree er fyrir vikið fremur óeftirminnileg dæmigerð Hollywood-gamanmynd sem hefur sig þó vel yfir lágkúruna sem viðgengst í gamanmyndagerð- inni. Strákurinn sem vildi ekki verða stór KVIKMYNDIR Þú, ég og Dupree (You, Me and Dupree)  Leikstjórn: Anthony og Joe Russo. Aðal- hlutverk: Matt Dillon, Kate Hudson og Owen Wilson. Bandaríkin, 108 mín. Heiða Jóhannsdóttir Seinþroska „Hvað leikframmistöðu varðar er það Owen Wilson sem held- ur myndinni á floti með sínum áreynslulausa gamanleik.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.