Morgunblaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2006 27 Í LAUGARDAGSBLAÐI Morg- unblaðsins er löng og viðamikil grein Gauta Kristmannssonar er nefnist „Hin Palestína“. Þessi grein virðist við fyrstu sýn vera afar vönduð og hlutlæg frásögn af menning- arferð þriggja val- inkunnra sómamanna um söguslóðir í Land- inu helga. Við nánari skoðun kemur þó eitt og annað í ljós sem bendir til að hér sé fyrst og fremst um að ræða afar ísmeygilega áróðursgrein fyrir málstað svokallaðra Palestínuaraba. Um öll mál af pólitísku tagi, sem upp koma í ferðinni, er einungis fjallað frá sjónarhóli arabanna og látið eins og sjón- armið Ísraela eða stjórnvalda í Ísrael séu ekki til eða skipti engu máli. Til dæmis er sagt frá „nakba“ eða fjöldaflótta Palestínuaraba í Sjálfstæðisstríðinu 1948 og fjölda- morðum Irgun í Deir Jassín, en ekki minnst einu orði á stanslaus fjöldamorð arabanna á gyðingum áratugina á undan, né heldur á þá staðreynd, sem óumdeilanleg er, að forystumenn araba hvöttu þá í aðdraganda stríðsins til að flýja. Til eru upptökur úr arabískum út- varpsstöðvum og dagblöðum sem sanna það með óvefengjanlegum hætti. Ekki þóknast greinarhöf- undi heldur að minnast á þá stað- reynd að stríðið 1948 var árás- arstríð sex arabaþjóða á Ísrael og örlög palestínsku flóttamannanna því algerlega á ábyrgð þeirra þjóða, ekki Ísraels. Ísraelar hrófl- uðu ekki við þeim aröbum sem ekki flýðu og veittu þeim sem það vildu full borgararéttindi í hinu nýstofnaða ríki gyðinga. Í allri umfjöllun greinarhöfundar um svokallaða „landtökumenn“ gyðinga er látið í veðri vaka að vondir gyðingarnir séu að stela landi af réttmætum eigendum þess, Palestínuaröbum. Gallinn við þessa afstöðu og nálgun er sá að palestínskir arabar hafa aldrei átt þetta land, heldur miklu fremur gyðingarnir sem átt hafa þarna búsetu um þúsundir ára og þar af í sjálfstæðu ríki sínu í næstum þús- und ár. Arabar hófu þar ekki bú- setu í neinum mæli fyrr en á sjö- undu öld e.Kr. Auk þess að vera frá fornu fari hluti hins gamla Ísr- aelsríkis, þá eru Vesturbakkinn, Gaza og Gólanhæðir landsvæði sem Ísraelar unnu í styrjöldum sem algjörlega var til stofnað af fjand- samlegum arabaríkj- um og ættu því sam- kvæmt alþjóðavenjum að hafa fulla heimild til að innlima þau. Af ýmsum pólitískum ástæðum hefur al- þjóðasamfélagið ekki veitt samþykki sitt fyrir því, þrátt fyrir augljós sanngirn- issjónarmið og Ísrael- ar reyndar heldur ekki haft til þess full- an vilja. Ekki er aðeins að Gauti Krist- mannsson taki í grein sinni mjög einhliða pólitíska afstöðu með Pal- estínuaröbum og sjónarmiðum þeirra varðandi landakröfur, held- ur virðist mér að hann hafi kannski leiðst út í að draga full- mikinn dám af ýmsum afar ótrú- verðugum gróusögum áróð- ursmaskínu þeirra, sem satt að segja bera oft meiri keim af hrein- ræktuðu gyðingahatri en eðlilegri réttindabaráttu og pólitík. Ég skal ekki fullyrða neitt um sannleiksgildi sögunnar um ísr- aelska hermanninn í Huara- varðstöðinni í Nablus, sem átti að hafa tekið með báðum höndum um axlirnar á Palestínumanni og skall- að hann fautalega beint í andlitið, en mér finnst hún afar ótrúverðug af ýmsum ástæðum: Í fyrsta lagi: Ég man ekki til að hafa séð eða heyrt neina umfjöllun um þetta atvik í íslenskum fjöl- miðlum á síðasta ári, árinu sem þessi ferð var farin. Mér finnst af- ar ólíklegt að svo eindregnir stuðningsmenn Palestínumanna sem þarna voru á ferð, hefðu látið þetta atvik liggja í þagnargildi. Þó getur auðvitað verið að umfjöllun um þetta atvik hafi farið fram hjá mér. Í öðru lagi: Hvers vegna fylgir greininni ekki mynd af þessum Palestínumanni? Manni finnst með ólíkindum ef enginn þessara þriggja vísinda- og menningarjöfra hefur tekið mynd af honum og áverkum hans, enda fylgja tvær myndir greininni. Manni finnst að út frá áróðurslegu sjónarmiði hljóti að vera meiri slagkraftur í mynd af særðum Palestínumanni en yfirlitsmynd af Jerúsalem. Hvers vegna er sá slagkraftur ekki nýttur? Í þriðja lagi: Hvers vegna er nafn Palestínumannsins ekki birt né heimilisfang? Greinin er að öðru leyti yfirfull af mjög ná- kvæmum lýsingum og nöfnum fólks sem þeir félagarnir eiga sam- skipti við en nafn þessa Palest- ínumanns, sem lenti í þessari dramatísku og hrottalegu árás, vantar alveg! Hvernig stendur á því? Nú verð ég að viðurkenna að ég þekki ekkert til ferðafélaga Gauta Kristmannssonar, þeirra Andreas F. Kelletat prófessors og Man- freds Peter Hein skálds, en geri ráð fyrir að þeir séu valinkunnir menn í sínum löndum. Þar sem ætla má að þeir séu skoð- anabræður Gauta má fastlega gera ráð fyrir að þeir hafi ekki farið í felur með þetta atvik, heldur öllu frekar básúnað það út. Samt get ég engin merki fundið um það á veraldarvefnum að þeir hafi gert það. Mér þætti afar áhugavert ef einhver lesandi hins víðlesna Morgunblaðs hefur haft fréttir af slíkri umfjöllun þessara ferða- félaga Gauta. Öll greinin „Hin Palestína“ virð- ist mér vera afar vel útfærður og um leið ísmeygilegur hatursáróður gegn okkar ágætu vinaþjóð, Ísrael. Mér sýnist að megintilgangur greinarhöfundar sé að kveikja, með ýmsum ráðum, sumum óvönd- uðum, óvild og hatur í hjörtum Ís- lendinga til þjóðar sem vissulega á það ekki skilið. Þrír vitringar á ferð í Palestínu Hreiðar Þór Sæmundsson gerir athugasemdir við grein Gauta Kristmannssonar » Öll greinin „Hin Pal-estína“ virðist mér vera afar vel útfærður og um leið ísmeygilegur hatursáróður gegn okkar ágætu vinaþjóð, Ísrael. Hreiðar Þór Sæmundsson Höfundur er kaupmaður. ÞAÐ er mikið fagnaðarefni fyr- ir alla þá, sem bornir hafa verið þungum sökum fyrir dómstólum, þegar þær eru ýmist felldar niður eða dregnar til baka, og menn þannig sýknir saka. Þjóðin hlýtur að fagna slíku, eins og dæmin sýna nú nýlega í Baugsmálinu. En á sama tíma og þetta gerist, hafa dómstólar fundið stórbrota- mann, sem ekki virðist neitt á leiðinni til sýknu. Ég hefi nú á 8 árum verið 7 sinnum dæmdur á báðum dómstigum fyrir að stela 500.00,00 kr. Upphaflegar ákærur á hendur mér fyrir meintan fjár- drátt og umboðssvik námu liðlega tveimur milljónum króna, sem mér var gert að greiða sjálfur, mestmegnis vegna sannanlegra lána Vestur-Landeyjahrepps. Af ákærum vegna lána hreppsins var ég sýknaður (þó það nú væri!) en hefi þó mátt bíða endurgreiðslu þessa fjár í 8 ár. Þrátt fyrir endurtekna dóma yfir mér blasir nú orðið við, að þeir byggjast á upplognum og fölsuðum sökum. Dómsmálayfirvöld neituðu nýrri, opinberri rannsókn árið 2001. Ég hefi sjálfur orðið að kosta milljónum króna í dómhvatt mat og endurgert bókhald áranna 1994, 1995 og 1996, sem nú liggur fyrir, og sýnir fram á sakleysi mitt. Nú hefur Hæstiréttur ákveðið, með úrskurði frá 21. júní 2006, að framkvæma þær aðgerðir, sem þau neituðu mér og íbúum Vest- ur-Landeyjahrepps um á árinu 2001, og taka í það máske nokkur ár til viðbótar. Spyrja má: Þarf svona langan tíma núna til þess að upplýsa fals- anirnar eftir 8 löng ár? Eggert Haukdal Hvað er næst? Höfundur er fv. alþingismaður. ÉG HEF lengi verið þeirrar skoð- unar að ungmenni eigi ekki að fá bíl- próf fyrr en þau verða tvítug. Ég hef þó ekki vogað mér að flíka þessari hugmynd fyrr en nú þegar dæturnar eru fluttar að heiman eða að nálgast þau tímamót og barna- barnið ekki komið á þann aldur að það hafi áttað sig á alvöru málsins. Umferðarþunginn Við skulum ekki dvelja lengi við örygg- isþáttinn, hann er allt- af í brennipunkti þeg- ar þessi mál ber á góma og ekki að ástæðulausu. En það vill gleymast að rökin fyrir 20 ára bílpróf- saldrinum eru fleiri og sum ansi þung á met- um. Lítum á umferð- arþungann, til dæmis hér á Akureyri eða í Reykjavík. Á því er enginn vafi að stórlega myndi draga úr honum ef bílprófsaldurinn væri hækkaður. Þessu til sönnunar nægir að ganga framhjá bílastæði einhvers fram- haldsskólans á venjulegum skóla- degi. Niðurstaðan er sú að samfélagið myndi spara stórfé með því að hækka bílprófsaldurinn. Til dæmis gætum við Akureyringar leyft okkur að fresta karpi um Miðhúsa- og Dalsbraut um einhverja áratugi. Hreyfingarleysið Við erum ekki nema augnablik að ánetjast bílnum, líka unga fólkið, sem getur ekki hugsað sér að skreppa hinar stystu leiðir án hjálp- ar bílsins. Bíllinn stuðlar með öðrum orðum að hreyfingarleysi sem er illt. Ég skal þó fúslega viðurkenna að hér reynir verulega á okkur foreldr- ana. Við verðum að vera vond og segja nei, ég keyri þig ekki; labbaðu út í búð, hjólaðu í skólann. Taktu strætó. Þetta gæti jafnvel orðið til þess að við fullorðna fólkið tækjum að hreyfa okkur meira. Þó ekki væri nema til að vera góðar fyrirmyndir unga fólkinu. Minnumst þess að hreyfingarleysi, og þar af leiðandi ofát, er á góðri leið með að verða stærsta vandamál mannkyns og kannski orðið það nú þegar. Lífsgæða- kapphlaupið Lífsgæðakapp- hlaupið hefst nógu snemma þótt ekki sé verið að bjóða því heim strax á sautjánda af- mælisdeginum. Það er orðin félagsleg kvöð á ungu fólki að kaupa bíl. Bankarnir vilja lána og svo byrjar harkið við að hafa fyrir þörfum bíls- ins. Fæstir hafa tíma til að sinna skólanum eins og þarf en vinna með til að eiga fyrir afborg- unum af bílaláninu, bensíni, tryggingum og öðru sem bíllinn heimt- ar. Svo hrökklast ungt fólk jafnvel frá námi vegna bílakröfu samfélags- ins. Tökum þennan bagga af ungling- unum. Veitum þeim fjögurra ára auka-frelsi undan hörku lífsgæða- kapphlaupsins. Frelsum foreldrana frá áhyggjum vegna bílakaupa ung- lingsins á heimilinu og mögulegum fjárútlátum. Þær eru víst nægar fyr- ir skuldirnar sem hvíla á heimilum þessa lands. Með þökk fyrir birtinguna Ekki 17 heldur 20 Jón Hjaltason vill hækka bílprófsaldurinn Jón Hjaltason » Lífsgæða-kapphlaupið hefst nógu snemma þótt ekki sé verið að bjóða því heim strax á sautjánda af- mælisdeginum. Höfundur er sagnfræðingur og áhugamaður um sönn lífsgæði. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.