Morgunblaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN RÍKISSTJÓRNIN hefur gert mörg viðurkennd efnahagsmistök á undanförnum misserum og því mið- ur virðist sem ríkisstjórnin læri ekki af mistökum sínum. Fyrstu mistökin voru tímasetning breytinganna á húsnæðislánamarkaðinum og sú staðreynd að þær voru gerðar í einu skrefi. Þessi ákvörðun jók þenslu og verðbólgu til muna. Húsnæðisverð snarhækkaði í kjölfarið og hefur aldrei verið eins dýrt að eignast fyrstu íbúð. Núverandi ástand getur leitt til fast- eignakreppu sem hefur í för með sér að fólk mun skulda meira í fasteignum sínum en sem nemur virði þeirra. Óstjórn og aðhaldsleysi í ríkisfjármálum Önnur mistök ríkisstjórnarinnar eru ríkisfjármálin. Þar hefur ríkt stjórnleysi og aðhaldsleysi, sér- staklega í fjármálaráðherratíð Geirs H. Haarde. Hið opinbera hefur tvenns konar úrræði í efnahagsstjórnun. Annars vegar peningamálastefnan sem er á könnu Seðlabankans og hins vegar ríkisfjármálin sem eru verkefni rík- isstjórnar. Fulltrúar ríkisstjórn- arinnar hafa sagst vantrúuð á beit- ingu ríkisfjármála sem hluta af efnahagsstjórnun. Slík ummæli bera vott um fullkomna vanþekkingu á hagkerfinu. Mat ríkisstjórnarinnar og mat Seðlabankans á efnahags- ástandinu er gjörólíkt og þessir að- ilar vinna í sitt hvora áttina. Ríkisstjórnin setur árlega mark- laus fjárlög en fjárlögin 2000–2004 gerðu ráð fyrir 82 milljarða króna afgangi af ríkissjóði en þegar reikn- ingurinn var gerður upp kom í ljós 8 milljarða króna halli. Skekkjan þessi ár var því upp á 90 milljarða króna. Á þetta hefur Ríkisendurskoðun bent á og gagnrýnt harðlega. Ríkissjóður 41% dýrari en 1998 Ríkisútgjöldin hafa aukist um tæpa 100 milljarða króna frá árinu 1998. Ríkisútgjöldin fóru úr 230 milljörðum 1998 í 324 milljarða í fyrra, báðar tölur á verðlagi ársins 2005. Ríkið er því 41% dýrari í rekstri nú en árið 1998. Ekki hefur þjónusta rík- isvaldsins batnað um 41% á sama tíma. Seðlabankinn er því miður einn í baráttunni gegn verðbólgunni, enda neitar rík- isstjórnin að horfast í augun við raunveruleikann. Einu mótvægisaðgerðir ríkisstjórn- arinnar í efnahagsmálum eru árásir á vegaumbætur á landsbyggðinni. Vaxtahækkanir Seðlabankans eru hins vegar mjög kostnaðarsöm leið til að ná tökum á verðbólgunni en hins vegar eru þær rétt leið til að ná niður verðbólgunni. Hin löngu verð- tryggðu lán draga þó úr mætti vaxtahækkana Seðlabankans og gera hækkanir Seðlabankans á vöxt- um bitlausari en ella. Skattalækkanir fyrir þá ríkustu Þriðju mistökin voru skattalækk- anir ríkisstjórnarinnar á kolröngum tíma, en þær renna fyrst og fremst til hinna ríku en ekki til venjulegs fólks í landinu. Öll hagfræði segir okkur að þensla eykst með skatta- lækkunum. Ríkisstjórnin hefur heldur ekki greint frá því hvernig hún muni borga fyrir skattalækkanir fyrir hina ofurríku. Helmingi meiri stóriðja framundan Í fjórða lagi er það stóriðjustefna ríkisstjórnarinnar sem hefur orðið að efnahags- og umhverfisvanda. Stóriðjuframkvæmdirnar höfðu þó talvert minni bein áhrif á hagkerfið en búist var við en þær höfðu áhrif og þá ekki hvað síst á væntingarnar sem skipta miklu máli í efnahags- kerfinu. Fyrirhugaðar mótvæg- isaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna Kárahnjúka urðu aldrei að veru- leika. Nú hvetur ríkisstjórnin hins vegar til frekari stóriðjufram- kvæmda. Áætlaðar framkvæmdir eru helm- ingi meiri að umfangi en þær sem nú eru í gangi, en þær eru aftur miklu stærri en framkvæmdir síðasta ára- tugar. Tímasetning slíkra fram- kvæmda hefur afgerandi þýðingu varðandi stöðugleikann. Mistök ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálunum er því ástæðan fyrir hinum nýja verðbólguskatti rík- isstjórnarinnar sem er ein mesta skerðing á kjörum almennings í langan tíma. Reynslan sýnir að það er ekki hægt að treysta Sjálfstæð- isflokknum fyrir hagstjórninni og það er kominn tími á nýja forystu í íslenskum stjórnmálum. Almenningur geldur fyrir mistök ríkisstjórnarinnar Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar um efnahagsmál » Mistök ríkisstjórn-arinnar í efnahags- málunum er því ástæð- an fyrir hinum nýja verðbólguskatti ríkisstjórnarinnar. Ágúst Ólafur Ágústsson Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar. STÓRAR vatnsaflsvirkjanir eru umdeildar. Þetta dylst engum manni. Ein háværasta röksemdin fyrir byggingu þeirra er sú að hér sé um endurnýjanlega, umhverfisvæna orku að ræða og á undanförnum ár- um hefur verið hamrað á siðferð- islegri skyldu okkar Íslendinga til þess að leggja okkar af mörkum í hnattrænni umhverfisvernd með slíkum fram- kvæmdum. En þegar betur er að gáð er þetta varasöm rök- semdafærsla og raun- ar má segja að með of- uráherslu Íslendinga á byggingu stórra vatns- orkuvera fyrir raf- orkuframleiðslu til stóriðju séu Íslend- ingar í beinni sam- keppni við þau þróun- arlönd sem vilja nýta samskonar auðlindir sínar til að byggja undir grunnstoðir veikburða samfélaga. Paul Wolfowitz, forstjóri Alþjóða- bankans, hefur bent á að í dreifbýl- um héruðum þróunarríkja hafi ein af hverjum fimm manneskjum að- gang að rafmagni. Velmegandi lönd heims nýta nú um 70% þeirrar vatnsorku, sem talin er nýtanleg út frá hagrænu sjónarmiði. Þróun- arlöndin nýta samkvæmt Wolfowitz um 20% – og Afríka nýtir eingöngu 5%, sem er meira að segja lægra hlutfall en lækjarsprænuhlutfall þeirra sem virkja vilja alla bæj- arlæki á Íslandi. Alþjóðabankinn komst árið 1996 að þeirri niðurstöðu að harðlega megi gagnrýna stíflu- framkvæmdir og vatnsaflsvirkjanir með ýmsum hætti og að ganga verði varlega fram í framtíðaráætlunum á þessu sviði. Þrátt fyrir að svo sé gegni framkvæmdir þessar mik- ilvægu hlutverki við uppbyggingu samfélaga í þróunarlöndum. Sam- kvæmt Water Power Magazine, sem vísað er til á heimasíðu Verk- efnahóps Sameinuðu þjóðanna á sviði stíflugerðar og þróunar (UNEP Dams and Development Proj- ect), hafa Svíar bannað frekari stíflufram- kvæmdir í Svíþjóð, en viðurkenna hinsvegar mikilvægt framlag stífluframkvæmda til þróunar og styðja verk- efni í þróunarlöndum sem byggjast á nýtingu vatns til samfélags- uppbyggingar. Engum getur dulist með hvers konar póli- tískum æðibunugangi var ráðist í fyrirhugaða virkjun við Kárahnjúka. Atvinnuþróunarmálum Íslendinga hefur enda á síðustu árum verið val- inn farvegur flumbrugangs og nær- tækra allsherjarlausna. Gagnrýni á slíkar allsherjarlausnir er afgreidd sem píp og áróður og svo langt er jafnvel gengið að vega að starfs- heiðri þeirra íslensku vísindamanna, sem voga sér að efast um fram- kvæmdirnar. Ekki er litið svo á að nú sé nóg að gert á þessu sviði, sækja þurfi varlega fram og leita margbreytilegra lausna sem grund- vallast á frumkvæði og menntun þjóðarinnar nei, hér er litið á meng- andi stóriðju sem einu lausnina í at- vinnumálum þjóðar, sem árið 2005 mældist næsthæst á metli mann- legrar þróunar (Human Develop- ment Index). Enn kaupum við fótanuddtæki á línuna, þegar kemur að því að byggja upp atvinnulíf til framtíðar. Í stað þess að veita raunverulegu fjár- magni í fjölbreytilega uppbyggingu og nýsköpun atvinnulífs á lands- byggðinni, hendum við hundrað milljörðum eða svo í eitt gullegg án þess að kanna hvort það sé fúlnað innan. Burtséð frá áfellisdómum um hversu úrelt og varasöm stóriðja ál- ver eru, þá er staðreyndin sú að þau sækjast eftir rafmagni frá vatnsafls- virkjunum. Stóriðja getur, í löndum þar sem grunnuppbyggingar er þörf, orðið til að skapa bráðnauðsyn- leg störf, þar sem engin störf voru fyrir. Hún getur orðið til þess að flýta fyrir uppbyggingu orkuveitu í löndum þar sem rafvæðing hefur ekki átt sér stað nema að litum hluta. Hún getur veitt fjármagni inn í hagkerfi, þar sem þörf er á skólum og grundvallarheilsugæslu. Hún getur lagt af mörkum til þess að koma samfélögum á réttan kjöl. Á Íslandi mælist vart atvinnu- leysi. Rafvæðing er fyrir löngu orðin almenn. Íslendingar bruðla einna mest allra þjóða með rafmagn, vatn og orku. Hagkerfið er stöndugt: Ís- land er sífellt meðal allra ríkustu þjóða heims. Allir eiga kost á menntun og heilsugæslu. Þrátt fyrir þetta þykir okkur reisn að því að fara í samkeppni við þróunarlönd um stóriðju. Við hlaupum á eftir upphrópunum um yfirvofandi vá: að allt sé hér á fallanda fæti, atvinnu- leysi yfirvofandi og landið að leggj- ast í auðn. Við kaupum einfaldar allsherjarlausnir í atvinnumálum, fyrst frystihúsin sem nú standa auð um allt land, og núna álver. Við virðumst líta á okkur sem eitt þróunarlandanna, frekar en þjóð sem eftir tímabil auðlindanýtingar til uppbyggingar samfélags er kom- in í þá stöðu að geta leitað nýrra leiða. Það væri athyglivert að fá álit þeirra, sem nú eru að ala upp börn sín í samkeppnisþjóð okkar Mósam- bík, á nauðsyn þeirra „björgunar- aðgerða“ sem sífellt er verið að ráð- ast í hér á landi á kostnað náttúru, fjölbreytni og nýsköpunar (skemmst er að minnast umræðu um bága stöðu sprotafyrirtækja hér á landi). Er reisn yfir því að keppa við þró- unarríki um stóriðju um leið og við boðum aukin framlög til þróun- armála? Er rökrétt að gera ráð fyrir atkvæði þessara ríkja inn í örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna um leið og við niðurgreiðum raforkuverð – í samkeppni við lönd sem enn eiga eftir að byggja upp atvinnu- og sam- félagskerfi sín? Er ekki kominn tími til að end- urmeta stöðuna? Eða verðum við áfram í skömmustulegri samkeppni? Ísland í samkeppni við þróunarlönd Ólöf Ýrr Atladóttir skrifar um stóriðju » Engum getur dulistmeð hvers konar pólitískum æðibunu- gangi var ráðist í fyr- irhugaða virkjun við Kárahnjúka. Ólöf Ýrr Atladóttir Höfundur stundar nám á meistarastigi í opinberri stjórnsýslu og þróunarfræðum. ÞAÐ er vitað mál að ákaflega margir nú á tímum telja sig komast langt í umræðu með því að bregða öðrum um fordóma. En það er nú einu sinni svo að enginn er laus við for- dóma og sennilega allra síst þeir sem stöð- ugt eru að ásaka aðra um þá. Í seinni tíð hefur talsvert borið á því að einhvers konar elítu- fólk hins svokallaða lista- og menning- argeira, skrifi ádeilu- greinar gegn þeim sem hafa andstæða skoðun og noti þar ásakanir um fordóma sem höf- uðvopn. En það sem er undarlegt er að þessar greinar eru oft fullar af fordómum og jafnvel kröfum um að and- stæðar skoðanir megi ekki og eigi ekki að fá að heyrast. Ekki er nú lýðræðislega talað þegar þannig er látið. Málfrelsið virðist að minnsta kosti vera skilgreint á mjög þröngan hátt í slíkum skrifum. Ég vil nefna hér eitt dæmi, gripið upp úr nýlegri umræðu. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar grein í Morgunblaðið 16. ágúst sl. og vandar þeim ekki kveðj- urnar sem eru á öðru máli en hún gagnvart annars vegar samkyn- hneigð og hins vegar afstöðu til krist- inna siðagilda. Hún talar um háskóla- menntað fólk sem hafi auglýst fávisku sína með því að rita undir til- tekna yfirlýsingu og að menntun þess fólks hafi sýnilega farið fyrir lít- ið! Finnur enginn bragð af fordómum í slíku tali? Nei, kannski ekki, og það er trú- lega vegna þess að þegar fordóm- arnir eru „rétttrúnaðar“-fordómar, trekktir upp af siðleysu tíðarandans, þykir víst allt í lagi með þá. Steinunn Ólína talar um að það eigi bara að sjá til þess að svona fólk, sem beri heimsku sinni og mannfyrirlitn- ingu vitni, fái ekki að koma fram með slíkar skoðanir. Það á sem sagt að loka á frjálsa umræðu í nafni „rétt- trúnaðar“ tíðarandans. Langt virðast sumir vilja ganga þegar þeir eru í því vandasama verkefni að auglýsa eig- ið ágæti ! Þar sem ég hef lesið allmarga pistla í tímariti Morgunblaðsins eftir Steinunni Ólínu, veit ég að hún skilgreinir sig efalítið sem fullgildan meðlim í elítuhópi hinna „fordómalausu, frjáls- lyndu og innvígðu“ tals- manna nútímamenningar. Mér fannst því nokkuð athygl- isvert að hún skyldi vera svona óum- burðarlynd í þessari grein. Það hefði kannski mátt halda að manneskjan væri fyrirgefandi persónuleiki vegna frjálslyndis síns og fordómaleysis, að hún hefði skilning á því að menn hefðu rétt til skoðana og tjáning- arfrelsis o.s.frv. En nei, það var allt annar tónn í skrifum Steinunnar Ólínu og ekki beint hægt að segja að þar hafi sam- kvæmnin ráðið för. Ekki kann ég við málflutning af þessu tagi og varla er það forsvar- anlegt, að manneskja sem telur sig sennilega allt að því fordómalausa, skrifi með slíkum hætti. En það er eins og ég segi, for- dómar eru greinilega eitt og „rétt- trúnaðar“-fordómar annað. Tíð- arandinn skammast ekki út í þá sem viðhafa fordóma sem eru innan hans vébanda og sumir eru sjáanlega býsna næmir á að halda sig nákvæm- lega á ætlaðri vinsældalínu þeirrar stöðu sem augnablikið býður upp á. En hver skyldi nú „rétttrúnaður“ tíðarandans vera? Hann virðist segja meðal annars, að hver sem vogar sér að opna munn- inn eða skrifa eitthvað gegn samkyn- hneigð sé óupplýstur, fáfróður, mannfjandsamlegur og svívirðilegur í alla staði. En sá sem hylli samkyn- hneigð í ræðu og riti sé upplýstur, menntaður, frjálslyndur og víðsýnn, mannréttindavinur og sennilega yfir höfuð hvers manns hugljúfi! Ég hlýt að játa, að miðað við „rétt- trúnað“ tíðarandans, er ég í þeim hópi sem er talinn óupplýstur, fáfróð- ur, mannfjandsamlegur og svívirði- legur í alla staði. En ég vil samt taka það fram, að ég er hjartanlega sáttur við mitt hugarstöðulega hlutskipti. Ég trúi því nefnilega að fólk komist yfir þennan tíðaranda og þessi „rétt- trúnaðarbylgja“ augnabliksins fjari út þegar eðlileg viðhorf ná gildi sínu á ný, eins og þau hljóta að gera. Þá hygg ég að margt fólk eigi eftir að sjá eftir ýmsu sem rangur „rétt- trúnaður“ kom því til að segja „í hita leiksins“. Þá verður það líka aftur upplýst viðhorf að það sem er og hef- ur verið eðlilegt eigi að vera það áfram. Það hefur hinsvegar verið óskemmtileg upplifun á und- anförnum árum, að horfa upp á menningarelítufólk hins yfirlýsta for- dómaleysis, hamast við að plokka límið úr samfélagsbyggingunni, í þeirri trú að þar sé um þarfaverk að ræða. En það lím hefur alla tíð verið búið til úr eðlilegum siðagildum og það mun sannast þó síðar verði, að rangur „rétttrúnaður“ getur aldrei komið í þess stað. „Rétttrúnaður“ tíðarandans Rúnar Kristjánsson skrifar um samfélagsmál Rúnar Kristjánsson » … fordómareru greini- lega eitt og „rétttrúnaðar“ – fordómar ann- að. Höfundur er húsasmiður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.