Morgunblaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2006 13 ðir í boði Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir hafa verið seldar undanfarið er ljóst að virði Þorbrandsstaða er auðveld- lega 150 milljónir í dag. Þetta er hins vegar upplagt land fyrir útivist, skóg- rækt og sumarhús og þetta á sveitar- félagið að eiga áfram og nýta.“ Sveitarfélagið átti aðra hlunn- indajörð, Hámundarstaði, sem var seld fyrir um sex árum á smánarpen- ing að sögn Björns. „Um leið missti sveitarfélagið talsverð ítök í Selá. Þetta er búið að eyðileggja ýmsa möguleika, t.d. virkjun í Hvammsá og er þeim sem að sölunni stóðu síst til vegsauka.“ Talsvert eftir af jörðum Björn segir talsvert af góðum hlunnindajörðum eftir og búið sé á mörgum þeirra, t.a.m. á tæplega 20 jörðum í Hofsárdal. Jarðakaupa- menn eigi orðið megnið af Hraun- fellspartinum inn af Sunnudalnum sem allur hafi verið seldur og Sel- árdalinn utan fjögurra bæja. Sömu- leiðis hafi mikið verið selt af jörðum í Vesturárdal sunnan Selárdals, allt nema fimm jarðir sem menn séu sagðir sitja um. Fyrir nokkrum ára- tugum hafi verið byrjað að selja jarð- ir í norður- og vesturhluta Vopna- fjarðar en austurhlutinn hafi farið nú síðustu árin. Ég hef alltaf haft gaman af þvíað byggja upp, hvort semþað eru fyrirtæki, hús eða laxveiðiár,“ segir Jóhannes Krist- insson sem fjárfest hefur í jörðum í Sunnudal, Hofsárdal, Vesturárdal og Selárdal í Vopnafirði. Jarðirnar eiga það sammerkt að liggja að veiðiám enda hefur veiðiástríðan fyrst og fremst rekið Jóhannes til kaupanna, að hans sögn. „Ég er mikill áhugamaður um upp- ræktun á laxi og er að vinna í tveim ám á Íslandi,“ heldur hann áfram. „Aðra þeirra, Hölkná í Bakkafirði, var búið að eyðileggja í ofveiði. Hin er Sunnudalsá þar sem ég á hluta í jörðum. Hún var ekki laxgeng nema að einum þriðja vegna foss sem er í ánni og ég er að reyna að fá fisk í hina tvo þriðju. Eins tók ég Vesturdalsá á leigu til langs tíma þegar hún var orðin mjög illa á sig komin vegna of- veiði. Síðan hef ég hálf-friðað hana í þeim tilgangi að byggja hana upp svo hún verði góð eins og hún var. Það kostar mig stórfé en ég geri það af því að ég hef áhuga á því og á jarðir við hana og ég vil einfaldlega hafa hana í lagi.“ Jóhannes segir að jarðakaupin verði seint talin til vænlegra fjárfest- inga. „Arðsemi eigin fjár er meiri í flestu öðru en landi og veiðirétt- indum. Sé tekið mið af því hvað þess- ar jarðir kosta og hvað árnar gefa af sér eru þetta mjög neikvæðar fjár- festingar. Það er eiginlega ekki hægt að útskýra fyrir sjálfum sér hvers vegna maður ræðst í þær öðruvísi en svo að með því sé maður að byggja eitthvað upp, bæta ána og umhverfið og kannski skila hlutunum af sér í að- eins betra ástandi en þegar maður kom að þeim.“ Tilviljun réði fyrstu kaupunum Hann vill ekki gefa upp hversu margar jarðir hann hefur keypt enda eigi hann þær flestar í félagi við aðra. „Það er fullt af mönnum og alls konar félög sem eiga þessar jarðir. Ég á svo lítinn hlut í sumu að það væri rangt af mér að tína það til og sennilega á ég ekki nema eina jörð einn. Fyrsti jarð- arbúturinn sem ég keypti í Sunnudal var 1/63 hluti af jörð. Þetta var veg- laust eyðibýli þannig að það er nú bú- ið að blása svolítið upp um hversu miklar eignir er að ræða. Jú, ef áin verður góð laxveiðiá eftir tíu ár, sem er lágmarkstími fyrir uppræktun á svona á, þá kannski skilar þetta sér en í sjálfu sér aldrei peningalega.“ Að sögn Jóhannesar er ekkert ný- mæli að veiðiáhugamenn kaupi jarðir í Vopnafirði. „Oddur Ólafsson læknir keypti fyrstu fimm jarðirnar í Vopna- firði fyrir meira en 30 árum og fjöl- skylda hans er nú stærsti eigandinn í Selá.“ En hvers vegna hefur áhugi hans snúist svona mikið að Vopnafirði? „Það var tilviljun sem réð því,“ svar- ar hann. „Ég var að veiða þarna ásamt félögum mínum þegar bóndi nokkur, sem var að hætta búskap, gaf sig á tal við okkur og spurði hvort við vildum kaupa jörðina hans. Þann- ig var fyrsta jörðin keypt. Í annað skipti hafði samband við okkur, þenn- an sama hóp, maður sem var að lenda í uppboði á jörðinni sinni. Við los- uðum um kröfurnar og gerðum hon- um kleift að búa þar áfram. Að öðrum kosti hefði jörðin sjálfsagt farið í eyði.“ Bóndinn fái laun erfiðis síns Jóhannes segist ósammála þeim sem telja jarðakaupin vera slæma þróun fyrir bændur og sveitirnar. Þvert á móti fái bóndinn með þessu laun erfiðis síns. „Ég tel þetta vera mjög jákvætt. Ef ég á jörð sem eng- inn vill kaupa er hún verðlaus. Hins vegar er einhver verðmiði á henni ef einhver vill kaupa hana. Jarðir voru á allt of lágu verði fyrir tíu árum þann- ig að þeir sem vildu gátu ekki einu sinni hætt og flust í burtu. Fyrsta jörðin sem ég keypti í Vopnafirði hefði þannig ekki dugað fyrir íbúð í Reykjavík en ég hugsa að í dag sé varla sú jörð á landinu sem þannig er ástatt um. Þetta er því jákvæð þróun fyrir báða aðila enda er það eigið val manna hvort þeir halda jörðinni sinni eða selja hana. Það er af sem áður var þegar bannað var að selja jarðir nema bændum sem varð náttúrlega til þess að þetta varð allt verðlaust. Jarðirnar hafa hækkað í verði vegna þess að hver sem er hefur fengið tækifæri til að kaupa þær á frjálsum markaði.“ Inntur eftir upphæðum í þessu sambandi segist Jóhannes ekki geta gefið upp verð. „Verðið á jörðinni fer algerlega eftir ánni og í sjálfu sér er enginn ákveðinn verðmiði á þeim. Þær hafa bæði verið dýrar og ódýrar. Þeir sem selja dýrt þurfa yfirleitt ekki að selja en setja hátt verð á þær ef þeir vilja losna við þær á annað borð. Það er þá hinna að ákveða hvort þeir vilji kaupa þær eða ekki.“ Skiptir engu af hverjum er leigt Þótt dæmi séu um að menn haldi áfram að búa á jörðum sínum eftir að þeir hafa selt, eru þeir fleiri sem flytj- ast burtu. Jóhannes óttast þó ekki að það valdi því að jarðir fari í órækt. „Ég held að góðar jarðir fari aldrei í órækt,“ segir hann. „Kannski fara jarðir, sem gefa af sér rýrar tekjur, í eyði og það hefur gerst. Bændabýl- um hefur alls staðar fækkað – ekki bara í Vopnafirði. Fólk er enn að flytja frá góðum býlum vegna þess að afkoman er léleg.“ Hann segir þetta vissulega breyta ásýnd sveitanna og hafa áhrif á samfélagið í þeim. „Hins vegar heldur maður ekki fólki ef það vill fara og þá er spurningin einfald- lega sú hvort það fái eitthvað fyrir sitt eða ekki.“ Hvað varðar þá gagnrýni að bænd- ur, sem halda áfram að búa á jörðum sem þeir hafa selt, myndi leiguliða- stétt nútímans segist Jóhannes vera annarar skoðunar. „Ég held að ríkið eigi 5.000 jarðir og allir sem búa á þeim jörðum leigja þær af ríkinu. Þetta er nákvæmlega það sama, það skiptir engu hvort þú leigir af ríkinu eða einhverjum öðrum. Það sama er uppi á teningnum í venjulegum fyrir- tækjarekstri. Þegar ég byrjaði minn feril þurftu allir að eiga húsnæði sjálfir. Nú eiga fæst fyrirtæki eigið húsnæði heldur leigja það af öðrum félögum. Þá er hægt að nota féð í að reka fyrirtækið í stað þess að setja það í steinsteypuna. Á sama hátt get- ur bóndi notað það fé, sem hann fær út úr jörðinni, í að stækka kvótann og ná í meiri tekjur. Þetta er alveg hlið- stætt.“ Aðspurður hvort hækkandi jarða- verð geri nýliðum í bændastétt ekki erfiðara fyrir að koma undir sig jörð svarar Jóhannes: „Meðan ríkið á 5.000 jarðir sem það getur selt á hvaða verði sem er fyrir þá sem vilja fara út í búskap sé ég ekkert vanda- mál hvað þetta varðar. Hins vegar get ég svosem samþykkt að stórar veiðijarðir eru þungar fyrir alla, hvort sem það er bóndinn sem er að byrja eða fjárfestir. Þær eru einfald- lega dýrar og hafa alltaf verið.“ Arðsemin meiri í flestu öðru Morgunblaðið/Einar Falur Jóhannes Kristinsson Jú mikil ósköp, þetta er rætthér í sveitinni, en kannskiekki nóg,“ segir Anton Gunn- arsson, ábúandi og fyrrum eigandi á jörðinni Deildarfelli í Vopnafirði. Anton seldi jörð sína fyrir nokkr- um árum er honum var fjár vant og hafði ekki aðra möguleika til að losa sig úr þeirri stöðu, en býr jörð- ina áfram. Hann segir að vitlegra hefði verið fyrir sig að bíða með söluna í einhvern tíma þar sem jarðaverð hafi farið stighækkandi síðan. Anton hefur búið með sauðfé og stundar vöruflutninga. „Ég fór meira út í vöruflutningana eftir að hafa selt og er með fé, hesta o.fl. og stendur ekki til að mér vitandi að ég sé að flytja.“ Jóhannes Kristinsson keypti jörðina af Antoni, sem segir að áður en það gerðist hafi menn verið bún- ir að spyrja hvort jörðin væri föl. „Svo ákvað ég að láta hana til að losa mig út úr skuldunum og auð- vitað er ósköp gott að vera skuld- laus. Ég hefði samt seint hugleitt að selja jörðina nema af því að mér voru allar bjargir bannaðar á þess- um tíma.“ Gamall íslenskur þrái Anton gefur ekki upp hvað hann fékk greitt fyrir jörðina en segir það ekki sambærilegt við hvað boð- ið sé í vopnfirskar jarðir í dag. „Maður sá ekki þá þróun fyrir á þeim tíma sem ég var að selja.“ Deildarfelli fylgja veiðihlunnindi í Hofsá og eitt atkvæði í veiðifélagi um ána. „Auðvitað eru menn að ásælast hér veiðiréttindin í Vopna- firði og kannski ekki síður atkvæða- réttinn í veiðifélögunum. Þeir fá út úr hverri jörð eitt atkvæði og miklir hagsmunir í að hafa völd í þessum félögum, alveg ótakmarkaðir mögu- leikar. Það er út af fyrir sig af hinu góða að bændur, sem hafa barist í sínum búskap til fjölda ára, geti nú selt jarðir sínar fyrir almennilegar upphæðir. Minn kaupandi er mikill prýðismaður og ég hef ekki undan neinu að kvarta í því sambandi. Ég hef meiri áhyggjur að því svona al- mennt hvað verður um allar þær jarðir sem hér hafa verið seldar að kaupendunum gengnum, þ.e.a.s. þegar þeirra nýtur ekki lengur við til að halda utan um þetta.“ Hann segir fækkun bænda hafa mikil áhrif á þá sem eftir sitja. „Bú- skapurinn verður erfiðari hjá hin- um, bæði út frá fjallskilum, þ.e. að ná fénu af heiðunum og sömuleiðis verður dýrara að sjá um þetta í slátrun þegar bændur reka sjálfir sláturhúsin. Það er margt sem þarna spilar inn í. Þorpið og sveitin styðja hvort annað og ef sveitin fer hlýtur þorpið að fara halloka líka. Annars er búskapur bara gamall ís- lenskur þrái og yfirleitt ekki þannig að hægt sé að lifa sómasamlega af honum einum saman. Búin þurfa að vera svo stór til að skila einhverju og ekki allar jarðir sem bera slíkt. Venjulegir bændur eru ekki lengur í fjárhagslegri aðstöðu til að kaupa land til viðbótar við jarðir sínar og það er ákveðin sjálfhelda.“ Eltir með gylliboðum Anton segir ganga fjöllunum hærra að tilboð í vopnfirskar jarðir sem liggja að Hofsá og Selá geti numið á milli 100 og 150 milljónum og þær jarðir séu ekki allar stórar í sniðum. „ Menn eru eltir með gylliboðum og tilboðin eiga sjálfsagt eftir að hækka, þó það stöðvist einhvers staðar. Það er misjafnt hvort menn eru volgir fyrir þessu og skoðanir skiptar hér í sveitinni. En það er al- veg ljóst að aðilar sem hafa áhuga á jörðum hér vita stundum af því ef menn eru fjárhagslega illa staddir og hafa þá samband.“ Bændur í sjálfheldu Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Sér eftir að hafa selt Anton Gunnarsson leigir nú jörðina sem hann átti. kynslóðina og við höfum líka misst góða nágranna.“ Helgi segir menn stundum tala um að einhver ákveðin jörð sé alltof dýr til að stunda búskap á, ekki síst þegar henni fylgi laxveiði eða önnur eftirsótt hlunnindi. „Í sjálfu sér er það ekki dýrara en annað. Auðvitað liggur fjár- magn í þessu en ef sauðfjárræktin eða annar búskapur gengur ekki upp hjá þér ertu þó áfram með söluvöru sem þú getur selt þeim sem telur sig geta betur. Þú hefur alltaf útgönguleið. Eins má spyrja hvort aðeins eigi að fram- leiða landbúnaðarvörur á verstu jörð- unum þar sem það er erfiðast? Verða matvælin ódýrust þannig?“ Helgi telur ábúendur jarða, ekki síst ef þeir eru eigendur þeirra, vera líklegasta til að hlúa að landinu og nýta það smáa. „Þeir hugsa áratugi fram í tímann og skógræktarmenn í árhundrað. Ábúendur og eigendur landsins skapa fjölbreytt mannlíf og menningu og eru mun líklegri en aðrir til að stuðla að velferð landsins þegar til lengri tíma er litið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.