Morgunblaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 22
Villi borgarstjóri á einngullfallegan uppstopp-aðan hana frá mér. Hannstendur í glugganum á skrifstofunni hans í ráðhúsinu við tjörnina og heldur öndunum í skefjum,“ segir Bjarni Sigurðsson sem ræktar íslenska landnámshana á Torfastöðum II í Fljótshlíð. „Áhugi á uppstoppuðum íslenskum hönum hefur eflaust eitthvað með það að gera að íslenska landnáms- hænan virðist vera í tísku núna. Það er vinsælt að gefa uppstopp- aða hana þegar stórafmælin skella á eða þegar blásið er til brúðkaups. En við seljum líka lifandi íslenskar hænur og þá látum við yfirleitt fylgja með einn sprækan hana í kaupbæti. Við vorum fyrst ein- göngu með hænur, en mér fannst svo sárt að vera alltaf að drepa hanana þegar um helmingurinn í hverju holli í útunguninni reyndist vera karlkyns.“ Grimmir hanar og frekir Bjarni býr á Torfastöðum ásamt sambýliskonu sinni Þuríði Halldóru Aradóttur og búskapurinn hjá þeim samanstendur fyrst og fremst af hrossum og fuglum. „Þura sér um hrossin, ég sé um fiðurfén- aðinn,“ segir Bjarni sem ræktar líka aligæsir og endur. „Ég breytti gamla bænum í uppeldisstöð og þar halda allra merkilegustu han- arnir sig í betri stofunni en aðrir lægra settir eru frammi í eldhúsi. Síðan er ég með sérvalda kynbó- tahana sem sjá um að afgreiða hænurnar í útungunarstöðinni.“ Bjarni segir að hanar hafi heilmik- inn persónuleika og hann hefur gaman af því að fylgjast með þeim. „Sumir eru svakalega grimmir og ráðast á fólk ef þeir koma því við en aðra vantar allan baráttuvilja. Goggunarröðin er alveg klár, sá frekasti ræður og ef þeir slást þá reyna þeir að kroppa stélfjaðrirnar hver af öðrum, því þar liggur karl- mennska þeirra. Þeir líta ekki við hænunum ef þeir eru stéllausir.“ Hanarnir eru svæfðir og stopp- aðir upp þegar þeir hafa náð eins árs aldri, því þá eru þeir búnir að ná fullum þroska og bera skraut. Bjarni fór út í hanaræktunina af því honum leiddist að hafa ekkert að gera í sveitinni, en hann var vanur að vera alltaf á fullu. „Ég fékk blóðtappa fyrir rúmu ári og missti við það mikinn mátt öðrum megin og þar með var grundvell- inum kippt undan reiðskólanum Þyrli sem við vorum með í Reykja- vík. Við Þura ákváðum í framhaldi af því að selja reiðskólann og flytja hingað í Fljótshlíðina, en fram að því höfðum við þessa jörð á leigu hjá landbúnaðarráðuneytinu fyrir reiðskólann. Njála heillaði krakkana Við enduðum alltaf reið- námskeiðin í bænum á því að fara með krakkana í einn dag hingað að Torfastöðum og við riðum með þeim á Njáluslóðir og sögðum þeim sögur úr Njálu. Þetta voru góðir dagar. Börn hafa frjótt ímyndunar- afl og þau áttu auðvelt með að sjá fyrir sér þegar Flosi reið hér upp í hlíðina með hundrað manna her og tvö hundruð hross, á flótta eftir brennuna. Og krakkarnir höfðu miklu meiri áhuga á slagsmálum Bergþóru og Hallgerðar heldur en vináttu Gunnars og Njáls. En sár- ast þótti þeim að Þórður litli Kára- son skyldi ekki hafa verið leiddur út, heldur látinn brenna inni. Þau heilluðust af sögunni um bleiká- lóttu hestana tvo sem Otkell átti og voru bestu hestar héraðsins og svo hændir hvor að öðrum að þeir hlupu alltaf hlið við hlið. Allir þess- ir krakkar sem hafa verið hjá okk- ur þau níu ár sem Þyrill starfaði hafa gefið okkur svo mikið.“ Sjálfstæðismenn vildu ekki Valgarð gráa Áður en Bjarni og Þura fluttu alfarið að Torfastöðum voru þau vön að skjótast þangað til að hvíla sig, en nú hefur þetta snúist við og þau skjótast í bæinn til að hvíla sig, því næg eru verkefnin heima við. Þau eru með töluvert af hross- um og Þura sér um að temja, en auk þess eru þau með hestaleigu og bjóða upp á Njáluferðir á hest- um fyrir fullorðna um helgar. Járningar og girðingar í höndum konunnar „Í þeim ferðum höfum við verið með firnagóða fyrirlesara sem tjá sig um Njálu. Til dæmis fékk ég eitt sinn Guðna Ágústsson og hann talaði um pólitík í Njálu. Hann taldi alla bræðurna á Bergþórs- hvoli hafa verið framsóknarmenn, sem og Njál og Gunnar. En Þor- geir ljósvetningagoða, Mörð og Valgarð gráa gerði hann að íhalds- mönnum og það fór misvel í fólk og af þessu skapaðist skemmtileg úlf- úð.“ Á Torfastöðum eru þau Þura og Bjarni á vissan hátt komin hálfa leiðina aftur heim, því þau áttu bæði sína bernskudaga austur á landi. Bjarni ólst upp hjá ömmu sinni og afa á Mýrum í Hornafirði en Þura er fædd og uppalin á Hofi í Öræfum. „Eitt sinn Öræfingur, ávallt Öræfingur,“ segir hestakonan Þura með stolti, en hún hefur verið á hestbaki frá því hún man eftir sér. „Núna er ég með tíu fimm vetra trippi í tamningu, sem öll eru myndarleg og föðurbetrungar. Við erum líka með graðhest sem er litla barnið okkar en hann fékk flottan byggingardóm í sumar og hefur sérlega ljúfa lund. Vissulega er mikil vinna að temja öll þessi hross, en þegar maður hefur brennandi áhuga á því sem maður er að gera, þá stendur ekkert fyrir manni,“ segir Þura sem gengur í verkin, hvort sem þarf að girða eða járna. Fyrsti djákninn á Íslandi „Hún Þura er óhemjudugleg,“ segir Bjarni og bætir við að það sé mikið ævintýr að fikta við hrossa- rækt og hafa alltaf eitthvað til að hlakka til í verðandi hestaefnum. „Ég hef verið á hestbaki alla mína hunds og kattar tíð og ég á ekki auðvelt með að sætta mig við skerta líkamsgetu sem hamlar mér í hestamennskunni. Ég get alls ekki hætt að fara á hestbak, en ég verð að venja mig af því að vera á óþekkum hestum, sem mér finnst þó mest gaman,“ segir Bjarni sem reið norður Kjöl í sumar, þrátt fyr- ir veikindin. „Hann Bjarni er náttúrulega of- virkur og það tók þó nokkurn tíma að hægja hann niður eftir að hann fékk áfallið,“ segir Þura og Bjarni gengst við því að hafa sjaldan fallið verk úr hendi og komið víða við á lífsleiðinni. Hann var kennari til margra ára og líka skólastjóri, er lærður garðyrkjufræðingur, lærði nudd og sjúkraþjálfun og á hlut í Eldhestum ásamt sonum sínum. Auk þess var hann fyrstur manna til að útskrifast sem djákni á Ís- landi. Nasistanum fannst of mikið blóð í Íslendingasögunum „Ég fór til Austurríkis og vann þar sem djákni um tíma, sem fólst mikið í því að hlusta á sögur þeirra sem lifðu af heimsstyrjöldina. Karlmennskan býr í Uppstoppaðir Þrír ólíkir uppstoppaðir hanar sem bíða þess að verða stofustáss. Morgunblaðið/Sverrir Sveitasæla Hófaljón eru líf og yndi þeirra Bjarna Sigurðssonar og Þuru Halldóru Aradóttur. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Hanar Sumir eru grimmir, aðra skortir baráttuvilja. daglegt líf 22 MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.