Morgunblaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 23
Þarna kynntist ég meðal annars
lautinant úr nasistahernum sem
sagði mér margar ægilegar sögur
úr lífi sínu. Ég gaf honum nokkrar
Íslendingasögur á þýsku og honum
fannst þær helst til blóðugar,“ seg-
ir Bjarni og snýr sér aftur að fugl-
unum.
„Bjarni afi minn á Mýrunum
kveikti hjá mér áhuga á fuglum
sem hefur haldist alla tíð og ég á
mikið safn af uppstoppuðum fugl-
um sem ég hef viðað að mér á
löngum tíma. Ég var svo heppinn
að alast upp í fuglagarði hjá þess-
um afa mínum.
Hann átti fullt af fuglum og við
lékum okkur að því að setja and-
aregg undir hænurnar og gæs-
aregg undir endurnar. Við borð-
uðum líka margskonar fugla, ég
reyndi til dæmis að éta álft sem
hafði verið soðin í 12 tíma en hún
endaði í hundskjafti, hún var ól-
seig, ætli hún hafi ekki verið um
sextugt.“
Frásagnargáfa Bjarna nýtur sín
vel þegar hann rifjar upp gamla
tíma í sveitinni. „Þegar heyskap-
urinn var að baki þá fór móð-
urbróðir minn inn í land og sótti
stærsta lambið og fargaði því
heima.
Þetta var bara einn sprettur
Töðugjöldin fólust í því að fá ný-
meti sem gladdi bæði maga og sál.
Og reiðlagið var þó nokkuð öðru-
vísi þegar ég var pjakkur en það
sem nú tíðkast. Þá sneri maður
hestinum einfaldlega að Fláajökli
þegar maður fór á bak og reyndi
svo að snúa honum heim þegar upp
að jökli kom. Þetta var bara einn
sprettur.“
Haustið er framundan og öll þau
verk sem þeim árstíma fylgja í
sveitum landsins.
„Við þurfum að standa okkar
fjallskil og hver veit nema ég fari í
leitir í haust,“ segir Bjarni með
vonarglampa í augum og sýpur á
kaffi sem hann drekkur aldrei án
rjóma.
stélfjöðrunum
Vinir Endurnar og hundarnir leika sér saman.
Fuglaáhugamaður Bjarni gaukar góðgæti að hænu- og hanahópnum. Sérvaldir Sumir hanar eru kynbótahanar.
Forréttindi Merkilegustu hanarnir eru í betri stofunni.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2006 23
!"# $% &' ()*+"#
,-# .$/ $0 1112+232#