Morgunblaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2006 15
ERLENT
49 MANNS biðu bana þegar far-
þegavél hrapaði skömmu eftir flug-
tak frá flugvelli í Lexington í Ken-
tucky-ríki í gærmorgun. Er þetta
mannskæðasta flugslys í Bandaríkj-
unum í nær fimm ár. Ekki var vitað í
gær hvað olli slysinu.
Ferð flugvélarinnar var heitið til
Atlanta í Georgíu. Í vélinni voru 47
farþegar og þriggja manna áhöfn.
Einn lifði af en slasaðist lífshættu-
lega.
Maður sem býr nálægt slysstaðn-
um kvaðst hafa heyrt sprengingu
þegar vélin hrapaði. „Ég sá ljós-
glampa, síðan kom sprengingin og
stór reyksúla steig upp.“
Bandarískir embættismenn
sögðu að flestir sem voru í vélinni
hefðu dáið af völdum eldsins.
Talsmaður lögreglunnar í Lex-
ington sagði að verið væri að rann-
saka hvort vélin hefði notað ranga
flugbraut og hvort flugmennirnir
hefðu áttað sig of seint á því að
brautin var of stutt fyrir vélina.
Veðurfræðingar sögðu að veðrið
hefði verið gott á þessum slóðum
þegar slysið varð skömmu fyrir
dögun í gærmorgun, laust eftir
klukkan sex að staðartíma, klukkan
tíu að íslenskum.
Kanadíski flugvélaframleiðand-
inn Bombardier smíðaði vélina sem
er 50 sæta og af gerðinni CRJ200.
Hún var í eigu flugfélagsins Comair
sem keypti hana nýja í janúar 2001.
Flugslys kostaði nær fimm-
tíu manns lífið í Kentucky
Rannsakað hvort vélin hafi notað of
stutta flugbraut áður en hún hrapaði
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
» Með flugslysinu í Kentucky ígær lauk „öruggasta tíma-
bilinu í flugsögu Bandaríkjanna“
eins og bandarískir embætt-
ismenn orðuðu það.
» Slysið í gær er mannskæðastaflugslys í Bandaríkjunum frá
12. nóvember 2001 þegar far-
þegaþota American Airlines hrap-
aði á íbúðarhverfi í Queens í New
York-borg. 265 manns fórust.
» 21 fórst 8. janúar 2003 þegarvél flugfélagsins Air Midwest
hrapaði eftir flugtak frá flugvell-
inum Charlotte-Douglas í Norður-
Karólínu.
» 20 manns fórust í desembersíðastliðnum þegar sjóflugvél
hrapaði undan strönd Miami
Beach á Flórída.
Í HNOTSKURN
YFIRVÖLD í Ekvador segjast hafa
áhyggjur af aðskotadýrum sem
fundist hafa á Galapagos-eyjum og
eru talin geta stefnt sjaldgæfum
dýrategundum í hættu.
Þrátt fyrir eftirlit með skipum
og flugvélum sem koma til
eyjanna fundu heimamenn nýlega
aðkomueðlu og skjaldböku sem
talið er að hafi komið frá meg-
inlandi Suður-Ameríku, að því er
fram kom á fréttavef breska rík-
isútvarpsins, BBC.
Eru ein helsta ógnin við dýrin
Aðskotadýr eru talin ein helsta
ógnin við sjaldgæfar dýrategundir
á Galapagos, meðal annars risa-
skjaldbökur, sækembur og fugla
af finkuætt.
Það er einmitt einangrun Ga-
lapagos sem gerir dýralíf eyjanna
einstætt. Þær eru um 1.000 km frá
strönd Ekvadors og dýrin hafa
lagað sig að aðstæðum á eyjunum
án ytri áhrifa.
Samfara vaxandi ferðaþjónustu
og fjölgun farandverkamanna frá
meginlandinu hefur aðkomudýr-
um fjölgað á eyjunum, til að
mynda ýmsum skjaldbökuteg-
undum. Þar hefur jafnvel fundist
api.
Embættismenn hafa einkum
áhyggjur af nýfundinni aðkomu-
eðlu sem talið er að sé af tegund
sem fjölgar sér ört og gæti þrengt
að dýrategundum í útrýming-
arhættu. Talið er að nær öruggt
að eðlan hafi borist til eyjanna
með flutningaskipum, að sögn
fréttavefjar BBC.
Aðkomudýr ógna
fágætum dýrum
á Galapagos
!
"#$%&'
! "
#
!
" # $ % & $
& % '& !
( ) *+
+ +
, -+
./
0 ++
,
'
11 12 &
' ' %3
'!
)
(
$ 3 4 %
+& 5 53 & $% !
6 1
75 83 %
%187 9 &!
: &+&9 & 8
3 % ;
% &!
BÆJARI reynir að toga keppinaut sinn yfir borð í
keppni í fingratogi, gamalli íþrótt í Bæjaralandi.
Keppnin fór fram í gær í bænum Pflugdorf, um 50 km
vestan við München.
Reuters
Rammir Bæjarar takast á
Gazaborg. AFP, AP. | Hópur herskárra
Palestínumanna sleppti í gær tveim-
ur starfsmönnum bandarísku sjón-
varpsstöðvarinnar Fox News eftir að
hafa haldið þeim í gíslingu í tæpar
tvær vikur.
Fréttamanninum Steve Centanni,
sextugum Bandaríkjamanni, og Olaf
Wiig, 36 ára nýsjálenskum mynda-
tökumanni, var ekið á hótel í Gaza-
borg eftir að þeir voru leystir úr
haldi.
Steve Centanni brast í grát þegar
hann lýsti 13 daga eldraun tvímenn-
inganna, langvinnustu gíslingu út-
lendinga á Gaza-svæðinu. „Ég er svo
feginn að vera frjáls vegna þess að
stundum hélt ég að ég væri dáinn,“
sagði hann við hóp blaðamanna á
hótelinu.
Neyddir til að gangast
undir íslam
Áður óþekkt hreyfing, sem kallar
sig Hersveitir heilags stríðs, rændi
mönnunum í Gazaborg 14. ágúst og
krafðist þess að öllum múslímskum
föngum yrði sleppt úr bandarískum
fangelsum.
Centanni sagði að mannræningj-
arnir hefðu neytt þá Wiig til að snú-
ast til íslamskrar trúar með því að
ógna þeim með byssum.
Fox News kvaðst hafa fengið
myndbandsupptöku þar sem gísl-
arnir tveir sáust lesa vers úr Kór-
aninum til að taka íslamska trú.
Helstu hreyfingar herskárra Pal-
estínumanna mótmæltu gíslatökunni
og sögðu hana valda Palestínumönn-
um álitshnekki erlendis.
Þeir Centanni og Wiig sögðust
hafa áhyggjur af því að gíslatakan
yrði til þess að erlendir fréttamenn
hættu að fara um Gaza-svæðið til að
kynna sér ástandið þar.
„Ég hef mestar áhyggjur af því að
það sem kom fyrir okkur verði til
þess að erlendir fréttamenn komi
ekki hingað til að afla frétta og það
væri mjög slæmt fyrir palestínsku
þjóðina,“ sagði Wiig.
Langvinnustu gíslingu
útlendinga á Gaza lokið
AP
Frelsinu fegnir Steve Centanni (til vinstri) fylgist með Olaf Wiig (t.h.)
faðma vin sinn eftir að þeim var sleppt úr gíslingu á Gaza-svæðinu í gær.
Peking. AFP. | Kínverjum hefur
ekki tekist að draga úr vatns- og
loftmengun, þvert á móti hefur
mengunin stóraukist vegna ört
vaxandi iðnaðar, að því er fram
kemur í skýrslu sem kínverska
þingið birti um helgina.
Losun brennisteinstvíoxíðs, sem
stuðlar að súru regni, hefur til að
mynda aukist um 27% frá árinu
2000. Súrt regn féll á um þriðjung
landsvæða Kína á síðasta ári og
stefndi jarðvegi og matvælaöryggi
í hættu, að sögn kínversku frétta-
stofunnar Xinhua. Talið er að súrt
regn geti meðal annars valdið
uppskerubresti í landbúnaði, fisk-
dauða í vötnum og skógareyðingu.
Af 696 kínverskum sýslum, sem
rannsókn skýrsluhöfundanna náði
til, hafði um helmingurinn orðið
fyrir alvarlegum vandamálum
vegna súrs regns. Úrkoman var
sums staðar 100% súrt regn, að
sögn Xinhua.
Mengun í ám jókst einnig um
26% frá árinu 2000 og vatnsmeng-
unin var alvarleg á þriðjungi stað-
anna, þar sem hún var mæld.
Þriðjungur
Kína varð fyrir
súru regni
*+
,
-.
" /(
0
0$1%$'2"31
" /
. <'+
,
, &
=
. +
-.
,> 3 5%
?+ &
& '; ' @ %
& + &
$
%
&
'
( #" )**
, &