Morgunblaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ H vert af öðru kúra þau í grösugum dölum inn af Vopna- firði. Á einu er blómlegt kúabú, loðdýrarækt á öðru, dúntekja því þriðja. Inn á milli eru eyðibýlin sem hafa staðið þar til lengri eða skemmri tíma. Þessi ból eru staðsett í Vopnafirði, í Hofsárdal, Sunnudal, Vest- urárdal og Selárdal sem eiga það sameiginlegt að í þeim renna ár, sem eru eftirsóttar vegna laxins sem þar gengur. Um þrjátíu ár eru síðan Oddur Ólafsson læknir keypti fyrstu fimm jarðirnar sem liggja að Selá. Á síðustu árum hefur sú saga endurtekið sig með því að aðkomumenn hafa keypt jarðir á þessum slóðum. Sagt er að fjársterkir einstaklingar og fyrirtæki hafi boðið hátt á annað hundrað milljóna í einstakar hlunnindajarðir á þessum slóðum. Vopn- firskir bændur telja þá sækja í atkvæðarétt veiðifélaga hinna víðfrægu veiðiáa, Hofsár og Selár, afréttarlönd til skotveiða og sumir segja að góðar jarðir séu prýðisgeymslustaður fyrir fjármuni, þær falli síst í verði eftir því sem fram vindur. Menn vilja ekki allir tjá sig mikið um jarðasölu eða átök innan, veiði- félaganna í kjölfar æ meira vægis auðmanna í þeim, því hagsmuna- árekstrarnir séu erfiðir. Hins vegar er ekkert launungamál að menn hafa selt jarðir sínar vegna þess að freistandi upphæðir hafa verið í boði og þá notað tækifærið til að losa sig við óarðbæran búskap. Eins eru þeir sem hafa selt vegna fjárhagslegra þrenginga og vitað hvert þeir mættu leita til að leysa sín mál. Aðrir verjast ásókn jarðakaupa- manna og sitja sínar jarðir sem fastast af ýmsum ástæðum. Freistandi upphæ Langt í næsta byggða ból Verða læst hlið og afgirtar jarðir það sem koma skal í ríkara mæli í sveitum landsins? Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur og Steinunni Ásmundsdóttur Umræðan um jarðakaup heldur áfram og í dag er litið til Vopnafjarðar, þar sem hlunnindajarðir hafa verið eftirsóttar til kaups á undanförnum árum. Björn Halldórsson býr ásamtbróður sínum, mágkonu ogfjölskyldum félagsbúi á jörð- unum Engihlíð og Vatnsdalsgerði í Vopnafirði. Þeir reka eitt stærsta kúa- og loðdýrabú landsins og eru að auki með sauðfé. Þetta eru kostajarðir sem eiga 2,4% í Hofsá og tvö atkvæði í veiði- félagi árinnar, sem veltir um 60 millj- ónum króna árlega. „Jarðakaupamenn hafa vissulega verið að safna atkvæðum í veiði- félögum hér,“ segir Björn og bætir því við að sín jörð sé ekki til sölu enda hafi menn frekar áhuga á stærri jörð- um með meiri hlunnindum. „Fyrir um 20 árum kynnti ég mér hvaða áhrif hlunnindi hafa á verð jarða og þá var venja að átta til tólf- falda árstekjur af hlunnindum til að finna út hluta hlunnindanna í sölu- verði eignarinnar. Fyrir fimm árum var farið að tala um að fimmtán- til tuttugufalda. Í dag eru menn örugg- lega komnir í þrítugfalt eða meira. Á tuttugu árum hafa hlunnindi bújarða því meira en þrefaldast í verði og óvíða finnast jafnmiklir landkostir og góðar samfélagslegar aðstæður. Það dregur jafnt innlenda sem erlenda fjárfesta að okkur.“ Björn segir heimamenn komna í minnihluta í veiðifélagi um Selá, en nokkuð sé í að sama gerist í veiði- félagi Hofsár. „Þó stefnir í það svo miklir hagmunaárekstrar, peningar og allur fjandinn annar er í húfi.“ Jarðir girtar af og þeim lokað Björn hefur líka áhyggjur af því að hinir nýju eigendur eða afkomendur þeirra girði jarðirnar af og loki þeim og slíkt geti valdið vandræðum í t.d. smalamennsku. „Hitt er annað mál að þeir sem hafa keypt mest í Vopna- firði hafa alls ekki hagað sér svona. Þeir hafa boðið heimamönnum tún- nytjar og reynt að hluta til að koma sér inn í samfélagið hérna, ásamt því að veita nokkru fjármagni inn í það í formi styrkja til félagasamtaka og góðra málefna. Þetta fólk býr yfir mörgum góðum mannkostum en það lifir bara þessa kynslóð. Menn hafa ekkert í hendi þegar sú næsta tekur við.“ Björn bendir á að landbúnaður hafi aldrei byggst upp fjárhagslega og bændur því ekki efnast. „Hvað getum við svo gert þegar koma menn sem hafa nánast fengið lögformlegt leyfi frá samfélaginu til að græða peninga og bjóða margfalt það sem við getum greitt fyrir landið? Kannski erum við að komast á þann tímapunkt að hér sé hægt að fram- leiða gæðalandbúnaðarvöru fyrir er- lenda markaði. Kannski erum við að missa tökin á stórum hluta besta landsins til að framleiða slíka vöru. Þar er mikil þverstæða og afleit staða fyrir atvinnugreinina næstu áratug- ina.“ Björn segir líka að bölmóðurinn í bændastétt fæli unga fólkið frá at- vinnugreininni og gleymst hafi að segja börnum að landbúnaður sé al- vöru atvinnugrein. Björn nefnir sem dæmi um „heita“ jörð í Vopnafirði Þorbrandsstaði, sem eigi um 10% í Hofsá og hafi um 2 milljóna króna arð af laxveiðinni. „Hreppurinn keypti jörðina fyrir rúmlega 20 árum fyrir um 12 millj- ónir. Fyrir nokkrum árum kom tilboð í þessa jörð upp á 38 milljónir. Því var ekki tekið enda jörðin ekki til sölu. Þegar menn horfa á þær jarðir sem Jarðirnar atkvæði í veiðifélögum Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Atvinnuvegur í kreppu Björn Halldórsson í Vopnafirði segir að bændur geti ekki keppt við stóreignamenn í landkaupum. Menn vita af því að jörðin erekki til sölu, en það hafaverið þreifingar og menn viljað kaupa,“ segir Helgi Þor- steinsson, bóndi og veiðileið- sögumaður á Ytra Nýpi II í Vopna- firði. Þar býr hann ásamt Guðbjörgu Öldu Sigurðardóttur, fjórum börnum, hundinum Lappa og búpeningi og un- ir sér vel í fagurri náttúru. Ytri Nýpur II þykir ágæt bújörð og liggur í Vesturárdal og Selárdal, hún er ekki mjög stór og á ekki heiðalönd en aftur á móti land að Selá, einni af betri laxveiðiám landsins. Á Ytra Nýpi er stunduð sauðfjárrækt, skóg- rækt og ýmis hlunnindabúskapur, s.s. vaxandi æðarrækt og nokkur reki ásamt arði af Selánni og veiðileiðsögn. „Ég hef ekki hugmynd um hvað ég gæti fengið fyrir jörðina og það skipt- ir mig svo sem engu máli núna,“ segir Helgi og telur öll tormerki á að nefna upphæðir í þessu sambandi. „Ég vil ekki selja vegna þess að amma mín og afi keyptu þessa jörð í upphafi þegar pabbi var mánaðargamall, foreldrar mínir bjuggu hér og ég er hér fæddur og uppalinn. Mér þykir vænt um þessa jörð. Mig langar að halda áfram að rækta hana eins og fyrirrennarar mínir gerðu. Það hefur kostað okkur mikla vinnu en ég sé hér ýmsa mögu- leika, ekki aðeins í hefðbundnum bú- skap, heldur einnig í æðarrækt, skóg- rækt, ferðaþjónustu og þeim hlunnindum sem fylgja jörðinni.“ Góð jörð er alltaf útgönguleið Hann segir laxveiðiréttindin sjálf- sagt ástæðu þess að jörðin sé eft- irsótt enda gefi þau vel af sér. „Það er áhugamál mitt og ástríða að vera úti í náttúrunni í kringum laxveiðina og ég vil að hún skapi okkur tekjur, lífsafkomu og lífsfyllingu, eins og hún gerir. Þannig tekur maður lífs- gæðin inn dag frá degi í stað þess að selja bestu mjólkurkúna. Það hefur aldrei þótt góð latína og verður að- eins gert einu sinni.“ Helgi segir að sá aukni áhugi á landi undanfarið skili mörgum bónd- anum peningum til að koma sér fyrir annars staðar ef þeir vilja hætta. Það sé vissulega hið besta mál. „Ég held þó að Íslendingar vilji að landið sé byggt. Menn vilja hafa fjölbreytt mannlíf og menningu en ekki enda- lausar eyðibyggðir. Það þarf að vera fólk til að syngja í kirkjukórnum, leika í leikfélaginu og hópast á þorrablót og dansleiki, smala heið- arnar og takast á við fjölmörg fram- faramálefni hverrar sveitar. Það get- ur auðveldlega verið spurning um nokkra einstaklinga hvort starfsemi af þessu tagi lifir eða deyr. Maður finnur fyrir því hér að vantar yngri Mér þykir vænt um þessa jörð Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Jörðin ekki föl Helgi Þorsteinsson segir lítið vit í að selja bestu kúna. ben@mbl.is, steinunn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.