Morgunblaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Lokað Afgreiðsla Deloitte í Reykjavík verður lokuð í dag mánudaginn 28. ágúst, frá kl. 14.00 vegna útfarar STELLU STEFÁNSDÓTTUR, móttökuritara. Deloitte. Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, GARÐAR PÉTUR INGJALDSSON fyrrverandi iðnkennari, Valagili 11, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar föstudaginn 18. ágúst. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 30. ágúst kl. 13:30. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hins látna láti Fjórðungssjúkrahús Akureyrar njóta þess. Svava Svavarsdóttir, Steindór Helgason, Lára Þorvaldsdóttir, Andri Steindórsson. ✝ Stella Stef-ánsdóttir fædd- ist í Reykjavík 26. apríl 1956. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 17. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Þor- björg Hannesdóttir frá Hvammstanga, f. 21.11. 1927, d. 12.7. 1992, og Stef- án Grímur Jónsson véltæknifræðingur í Reykjavík, f. 7.5. 1923, d. 4.1. 2000. Bróðir Stellu er Jón Hannes verslunarmaður, f. 26.9. 1963, maki Gunnhildur Dav- íðsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 15.7. 1964, dóttir þeirra er Þor- björg Birta, f. 25.11. 1995. Jón Hannes átti fyrir soninn Grím Ara, f. 15.8. 1988 og Gunnhildur átti fyrir soninn Davíð Aron Björnsson, f. 9.3. 1989. Stella giftist Ólafi Gunnarssyni, f. í Reykjavík 20.4. 1955. Þau eiga þrjá syni, þeir eru: 1) Gunnar bíla- málari, sambýliskona Sigrún Ýr Svansdóttir verslunarkona, f. 21.2. 1984, 2) Stefán Hrafn vél- skólanemi, f. 10.12. 1981 og 3) Ólafur Þór nemi, f. 6.8. 1989. Þau skildu. Stella giftist Halldóri Sigurðs- syni járnsmið, f. 11.10. 1950. Börn hans eru: 1) Sigursteinn vöru- flutningabílstjóri, f. 20.3. 1970, sambýliskona Ca- milla Holm Chem- nitz, f. 13.2. 1981. 2) Guðbjörg Eva við- skiptafræðingur, f. 5.11. 1974, gift Rúnari Má Smára- syni, matreiðslu- meistara, f. 26.6. 1971, börn þeirra eru Tinna Rún, f. 23.11. 1989, og Dag- ur Karl, f. 30.3. 2005. 3) Elísabet viðskiptafræðinemi, f. 18.7. 1977, gift Birgi Leifi Hafþórssyni atvinnu- golfara, f. 16.5. 1976, börn þeirra eru Ingi Rúnar, f. 16.4. 2000, og Birgitta Sóley, f. 26.4. 2004. 4) Halldór Ægir þrívíddarteiknari, f. 18.10. 1979, sambýliskona Þór- hildur Ögn Jónsdóttir grafískur hönnuður, f. 21.12. 1981, sonur þeirra Úlfur Ægir, f. 4.7. 2006. Stella ólst upp í Lönguhlíð, hún stundaði nám í Hlíðaskóla og Austurbæjarskóla. Stella starfaði m.a. hjá Heildverslun Péturs Pét- urssonar, Ríkisféhirði og Fiski- félagi Íslands, sem ritari. Vann hjá Löggiltum endurskoðendum, síðar Deloitte, þar starfaði hún sl.15 ár sem ritari, eða þar til hún hætti störfum vegna veikinda sinna. Stella verður jarðsungin frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku besta Stella mín. Amma Stella. Ég veit ekki hvernig ég á að byrja. Efst í huga mér er þakklæti. Þakklæti til þín fyrir þær ynd- islegu stundir sem við áttum sam- an. Þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þér og þekkja þig og þína lífsgleði og hlátur. Þú varst alltaf brosandi. Alltaf gefandi af þér. Þakklæti fyrir allan þann kærleik og alúð sem þú sýndir börnunum mínum. Amma Stella, því það varstu ævinlega kölluð á mínu heimili frá því dóttir mín fór að tala og hafa vit til, afi Dóri og amma Stella. Alltaf í einu og sömu setningunni. Þið Tinna Rún áttuð svo gott samband og náðuð svo vel saman. Henni fannst alltaf svo gott að koma til ykkar afa Dóra og Óla Þórs. Hún skemmti sér sjaldan betur en með ykkur, enda glað- værð og hlátur ávallt ríkjandi á ykkar heimili. Minningar frá liðn- um árum koma upp í hugann; jóla- trésskemmtun fjölskyldunnar þinn- ar sem þú bauðst börnunum alltaf á og sem við Rúnar fengum með miklu stolti að kynnast um síðustu jól. Jólaveislur og aðrar matar- veislur sem þið pabbi töfruðuð fram fyrir okkur börnin ykkar og barnabörn. Fyrst í Garðhúsunum svo í Lönguhlíðinni á æskuheimil- inu þínu og nú síðast í Efstalund- inum. Páska- og sumarheimsóknir í sumarbústaðinn sem þið byggðuð saman af svo miklum kærleik og hugsjón. Og nú síðast í vor sprengduð þið okkur öll í saltkjöts- veislu á sprengidag! Þið voruð svo yndislega samhent og ástfangin þið pabbi. Hvern hefði grunað að kallið kæmi svona fljótt? Svona alltof fljótt! Ég fyllist eftirsjá yfir glöt- uðum stundum. Það er svo erfitt að kyngja því að hafa ekki getað kvatt þig. Að hafa ekki getað verið til staðar þegar þú lást banaleguna. Ég get bara vonað að einhverjar af bænum okkar og skilaboðum sem hvíslað var út í nóttina á fjarlægri strönd hafi náð til þín. Ég veit þér líður vel núna í faðmi foreldra þinna og annarra genginna ástvina. Elsku pabbi, Óli Þór, Stefán og Gunnar. Ég bið algóðan Guð að veita ykkur styrk á þessari erfiðu stund. Hún var svo stolt af ykkur drengjunum sínum öllum og þið getið verið vissir um að hún hefur ekki sleppt af ykkur hendinni þótt hún sé horfin úr hinu jarðneska lífi. Hún er nú fallegasti engillinn á himnunum. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Elsku Stella mín. Hafðu það sem allra best þar til við hittumst aftur. Þín Guðbjörg Eva. Núna er stundin runnin upp sem við vissum að væri að nálgast en þorðum ekki að hugsa um. Hún Stella er núna komin á betri stað og ég er viss um að henni líður bet- ur. Ég kynntist Stellu fyrir um 13 árum síðan þegar pabbi sendi mig og vinkonu mína með blóm til konu sem honum leist mjög vel á, hana Stellu. Hann hafði skrifað í kortið að ef hún hefði áhuga á að kynnast honum betur þá skyldi hún ekki vera hrædd við að hafa samband. Sem betur fer hringdi Stella í pabba, þannig fékk ég tækifæri til að kynnast þessari góðu konu sem átti þrjá yndislega drengi. Það var alltaf gaman að vera í kringum Stellu og alltaf var stutt í grínið hjá henni. Þegar við komum í mat til þeirra voru ævinlega sagð- ir nokkrir brandarar yfir matnum og mikið hlegið. Stella var með mikinn húmor og fylgdi sá eig- inleiki henni allt fram undir það síðasta, þrátt fyrir að hún væri orðin mjög veik. Ofarlega í huga er mér sumarbústaðarferð sem við fórum til Stellu og pabba í bústað- inn þeirra. Þá helgi var mikið hleg- ið, dansað og trallað fram á rauða nótt. Pabbi sveiflaði Stellu fram og til baka í dansinum með þvílíkum tilþrifum. Einnig er brúðkaupsdag- urinn þeirra 29. apríl síðastliðinn mér ofarlega í huga, dagurinn var fullkominn í alla staði. Þau voru svo glæsileg og ánægð saman. Ég var svo lánsöm að fá að vera með henni í undirbúningnum fyrir at- höfnina, hjálpa henni í kjólinn, skála við hana og knúsa hana fyrir athöfnina. Þessi dagur líður mér seint úr minni og er hann mér mik- ils virði. Ég kveð með trega góða konu, minning hennar mun lifa í hjarta mér um alla framtíð. Hvíl í friði elsku Stella mín, ég mun minnast þín með hlýhug og virðingu og verð ævinlega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Elísabet. Stella, systurdóttir mín, ólst upp ásamt yngri bróður hjá foreldrum sínum í Lönguhlíðinni. Í sama húsi bjuggu líka afi og amma, frændur og frænkur. Í næsta nágrenni var hópur frændfólks og margir vinir. Var því oft mikið líf og fjör í hverf- inu. Þegar Stella fæddist, skrifaði amma hennar: „Það er dásamlegt að fá lítið barn á heimilið. Ekkert er til sem jafnast á við það, því það er guðsgjöf. Nú þarf sem sagt eng- um að leiðast.“ Engum leiddist heldur með Stellu, því hún var hress og skemmtileg. Bráðfyndnar frásagnir hennar vöktu oft mikla kátínu og hlátur. Okkur þótti hún líkjast mjög mömmu sinni, sem var ótrúlega glaðlynd og dugleg í sínum lang- varandi veikindum. Um tíma var hún á sjúkrastofnun með góðri vin- konu, sem lést ung. Hún hét Stella og þaðan er nafnið komið á dótt- urina. Stella okkar var líka kjarkmikil og dugleg, tók á veikindum sínum með óvenjulegu æðruleysi og kvartaði aldrei. Fyrsta spurningin, þegar litið var til hennar, var alltaf: „Hvernig líður ykkur?“, þótt hún væri sjálf fárveik. Stella átti marga góða vini, sem hugsuðu til hennar og höfðu sam- band, sem hún var þakklát fyrir. Hún var búin að vinna mörg ár hjá fyrirtækinu Deloitte og lét einstak- lega vel af starfsfólki og stjórn- endum, sem höfðu reynst henni mjög vel alla tíð. Það var ómet- anlegur stuðningur og gleði fyrir Stellu og alla hennar nánustu að fá Hoffý frænku til landsins. Hún vék varla frá frænku sinni síðustu vik- una. Halldór og fjölskylda hafa hugs- að um það eitt að hlúa að Stellu og gera henni lífið sem bærilegast þessa síðustu mánuði. Einnig ber að þakka frábæra þjónustu Karitas og líknardeildar Landspítalans. Nú er hún farin frá okkur, alltof fljótt, litla stúlkan sem kom í Lönguhlíðina fyrir 50 árum og við söknum hennar. Við Karl vottum Halldóri, sonum hennar, bróður og öllum hennar nánustu innilega samúð. Ásta Hannesdóttir. Hún amma okkar kvað um Stellu eins árs gamla: Ert á fæti eins og hind, og þó stundum dettin. Þú ert eins og lítil lind Ijós og hýr og glettin. Fuglar vorsins flykkjast heim, fylla geiminn kvaki. Þú ert eins og einn af þeim, ástar gleði vaki. Við þig dvelur von og bæn, vinan hennar ömmu, að þú verðir alltaf væn, yndi pabba og mömmu. (Hólmfríður Jónsdóttir.) Þetta voru orð að sönnu, enda hélt hún ætíð sínu ljósa, hýra og glettna skapi allt sitt líf. Allan sinn sjúkdómsferil, sem tók hana allt of fljótt frá okkur, var hún sönn hetja og ávallt stutt í kímnina, hláturinn og léttu lundina. Fyrir þrettán árum kynntist hún Halldóri Sigurðssyni og var það upphaf að ástríku og traustu sam- bandi og veit ég að þessi ár hennar með Dóra hafa verið hennar bestu og skemmtilegustu. Þau voru mjög samrýnd og gerðu lífið skemmti- legt og ánægjulegt. Þegar Stella og Dóri gengu í hjónaband tóku synir Stellu það að sér að taka til og þrífa heimili þeirra í Garðabæ eftir dýrðlega brúðkaupsveislu þar. Ég var mjög hrifin af fagmannlegu handbragði þeirra bræðranna við húsverkin og lét það í ljósi við þá. Þeir svöruðu einum rómi: „Við erum nú ekki synir hennar Stellu fyrir ekki neitt! Okkur var kennt að ganga frá heimilinu í röð og reglu, svo að- koman væri hugguleg.“ Það var bjart og skært ljós, sem slokknaði í hug okkar, þegar Stella kvaddi, en minningin um hana lifir og lýsir okkur fram á veginn. Dóri, Gunnar, Stefán, Óli Þór og Jón Hannes, megi ljós hennar skína í hjörtum ykkar allt ykkar líf. Innilegustu þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir yndislega um- hyggju, hlýju og umönnun, sem það veitti Stellu og okkur, sem vor- um hjá henni til síðustu stundar. Hólmfríður Steingrímsdóttir. Nú skilja leiðir og margs er að minnast. Í æsku passaðir þú mig, sex ára aldursmunur var á okkur og ég leit mjög upp til þín, eins skemmtileg og stríðin og þú varst. Seinna þeg- ar þú eignaðist Gunnar passaði ég fyrir þig, og svo skemmtilega vildi til að við eignuðumst báðar strák með mánaðar millibili, þú Stefán og ég Hauk. Þeir náðu vel saman, urðu góðir vinir og æfðu skíði sam- an í nokkur ár. Á þeim tíma tókst með okkur náinn vinskapur og við bardúsuðum margt saman. Það var alltaf gott að koma til þín, hvort sem það var til að ræða málin, gantast eða fá ráðleggingar. Enn einn sólargeisli, hann Óli Þór, kom svo inn í líf þitt; nú áttir þú þrjá yndislega stráka. Þú elskaðir að vera í móðurhlutverkinu, varst góð móðir og vinur strákanna. Er ég sit hér og skrifa þessar fátæklegu lín- ur í kveðjuskyni, þjóta óteljandi minningar um huga mér, því hvað annað er hægt þegar í hlut á eins litríkur persónuleiki og þú varst? Ég gleymi aldrei þeirri stund þeg- ar ég sat heima hjá þér í Lönguhlíð og þú sagðir mér frá frábærum manni sem þú hefðir kynnst, ég sat hinum megin við eldhúsborðið eins og krakki að opna fyrsta jólapakk- ann og hrópaði: „Ég þekki hann, ég þekki hann!“ Því þetta var hann Dóri, sem við Alfreð höfðum þekkt um alllangt skeið. Upp frá því myndaðist góður vinskapur okkar fjögurra og okkur opnaðist heill heimur af virkilega skemmtilegum samverustundum, ferðum í ættaróðalið Þórorm- stungu, sumarbústaðinn ykkar, í útilegur og til útlanda. Þrátt fyrir veikindi þín náðum við að fara í eina útilegu í sumar og áttum þar yndislega stund saman með góðum vinum. Það var alltaf óskaplega gaman að umgangast þig; húmorinn aldrei langt undan og frásagnargleði þín með einsdæmum svo maður veltist um af hlátri, leikur þinn og til- burðir á meðan þú sagðir frá voru engu líkir. Ég á eftir að sakna óskaplega þessara stunda með þér, því reglulega rifjuðum við upp at- vik og minningar sem komu okkur til að hlæja, sem og öðrum í kring- um okkur. Þú gafst mér gælunafnið Sól- fríður og á móti kallaði ég þig Stellfríði, en þetta var samt svona meira á milli okkar þó nokkrir tækju upp á því að kalla okkur þessum nöfnum við viss tækifæri. Betri eiginmann en Dóra var ekki hægt að hugsa sér fyrir þig, hann var stoð þín og stytta í lífinu og þar til yfir lauk. Elsku Stella, þú munt lifa sterkt í minningu okk- ar, við verðum til staðar fyrir prinsana þína þrjá. Ég kveð þig, bestasta besta frænka í heimi, þú varst yndisleg, skemmtileg, og frá- bær vinur. Hvíldu í friði. Elsku Dóri, Gunnar, Stefán, Óli Þór og Jón Hannes. Megi Guð vaka yfir ykkur og gefa ykkur styrk á sorg- arstund. Sólveig Hauksdóttir. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Við ótímabært fráfall starfs- manns okkar, Stellu Stefánsdóttur, á vel við að fara með þetta erindi úr Hávamálum. Orðstír Stellu er flekklaus og stráður skemmtilegum minningum hjá okkur sem hana þekktum. Hún var duglegur og Stella Stefánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.