Morgunblaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STAÐA framkvæmdastjóra Nor- rænu ráðherranefndarinnar verð- ur laus frá og með næstu áramót- um. Íslendingur hefur aldrei gegnt stöðu framkvæmdastjórans frá því Norræna ráðherranefndin var stofnuð árið 1971. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort Ís- land býður fram umsækjanda um stöðuna en Snjólaug Ólafsdóttir, skrifstofustjóri Norðurlandaskrif- stofu, segir að ef Ísland býður fram mann eigi það að vera okkur í hag að Íslendingar hafa aldrei átt mann í þessari stöðu. Önnur lönd hafa ákveðið að bjóða fram mann í stöðuna Núverandi framkvæmdastjóri, Per Unckel frá Svíþjóð, hefur ákveðið að hætta í lok þessa árs eftir fjögurra ára starf. Snjólaug segir að Norðurlöndin skiptist ekki á um að leggja til framkvæmdastjóra nefndarinnar. „Starfið er ekki auglýst laust til umsóknar en ef við ákveðum að verða með kandidat ætlumst við til að tekið verði tillit til þess, ásamt öðru, að við höfum ekki verið með framkvæmdastjóra. Ég veit að fleiri lönd verða með kandidata en okkur finnst að það eigi að vinna okkur í hag að við höfum ekki haft mann í þessari stöðu,“ segir hún. Starf framkvæmdastjóra Nor- rænu ráðherranefndarinnar er umfangsmikið og er það ein af æðstu stöðum norræns samstarfs. Hefur hann virkt hlutverk með höndum við stefnumótun á vegum nefndarinnar og aðildarlandanna. Verður kapphlaup um starf framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar? Á að vera okkur í hag að Íslendingur hefur aldrei gegnt starfinu Morgunblaðið/Kristinn Á förum Per Unckel, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, lætur af störfum um áramótin. Hann var um árabil þingmaður Hægri- flokksins í Svíþjóð og menntamálaráðherra 1991–1994. »Norræna ráðherranefndin varstofnuð 1971. Norðurlöndin skiptast á um að hafa formennsku í nefndinni í eitt ár í senn. Íslend- ingar höfðu formennskuna 2004. »Fulltrúar norrænu ríkisstjórn-anna eiga sæti í nefndinni, sem fjallar um hagsmunamál Norð- urlanda. »Norræna ráðherranefndin ersamsett úr 19 minni nefndum fagráðherra sem hittast reglulega. »Um 90 manns starfa á skrifstofuráðherranefndarinnar, sem er í Kaupmannahöfn. Í HNOTSKURNEftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „ÞAÐ er komið upp kapp- hlaup hjá stjórnarandstöð- unni um að kreista einhvern pólitískan ávinning út úr þessu máli. Það hefur ekk- ert nýtt komið fram núna sem kallar á þessa umræðu. Ég gerði Alþingi grein fyrir þeirri meðhöndlun sem greinargerð Gríms Björns- sonar fékk í apríl í fyrra,“ sagði Valgerður Sverr- isdóttir, núverandi utanríkisráðherra og fyrr- um iðnaðarráðherra, í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi. Þegar ummæli Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, í Frétta- blaðinu í gær þess efnis að Valgerður hefði leynt Alþingi upplýsingum, og að til þess gæti komið að hún þyrfti að segja af sér vegna málsins, voru borin undir Valgerði sagðist hún ekki vilja tjá sig um það og vísaði í framhaldinu til pistils sem hún setti inn á vef sinn (www.val- gerdur.is) í gær. Aðspurð segist Valgerður vísa því á bug að hún hafi brugðist upplýsingaskyldu sinni sem þáverandi iðnaðarráðherra eftir að orku- málastjóri kynnti henni greinargerð Gríms og vísaði aftur til pistils síns. Þar segir hún að menn hafi tekið athugasemdir Gríms af fullri alvöru og að þeim hafi öllum, utan einni, verið svarað með fullnægjandi hætti. Sú ábendingin sem út af stóð sneri, að sögn Valgerðar, ekki að umhverfismálum eða öryggisþáttum heldur rekstrarhagkvæmni virkjunarinnar, en í um- ræddri athugasemd benti Grímur á að þungi miðlunarlónsins gæti valdið landsigi svo næmi e.t.v. metrum og þar með skertri afkastagetu lónsins. Spurð hvort ekki hefði verið rétt að Alþingi fengi slíkar upplýsingar inn á sitt borð þar sem Landsvirkjun er fyrirtæki í opinberri eigu seg- ir Valgerður það ekki á dagskrá Alþingis að fjalla um tölur sem varða rekstur og rekstrar- afkomu Kárahnjúkavirkjunar og vísar aftur í pistil sinn, en þar segir m.a.: „Einstakir kostn- aðarþættir virkjunarinnar voru ekki á dagskrá Alþingis þar sem tölur um rekstur og rekstr- arafkomu virkjunarinnar eru ekki opinber gögn. Ljóst má vera að ef á umræddum fundi [fundur Orkustofnunar, þ.m.t. Gríms Björns- sonar, með fulltrúum Landsvirkjunar 6. mars 2002] hefðu komið fram vísbendingar um að hönnunarforsendum stíflunnar væri ábótavant í þeim mæli að það gæti haft afgerandi áhrif á framkvæmdina alla, hefðu þær að sjálfsögðu verið kynntar víðar. Af ofangreindu ætti það einnig að vera ljóst að athugasemdir Gríms Björnssonar fengu ítarlega og sanngjarna um- fjöllun.“ Segir iðnaðarráðherra hafa brugðist upplýsingaskyldu sinni Í nýlegum pistli Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, á vef hans (http://ossur.hexia.net) segir hann Valgerði ekki segja rétt frá þegar hún lýsi afskiptum sínum af skýrslu Gríms. Sakar Össur Valgerði um að hafa beitt vísvitandi blekkingum í fjöl- miðlum sl. laugardag þegar hún kvaðst sjálf hafa greint Alþingi frá athugasemdum Gríms. Segist Össur hafa látið leita í öllum ummælum Valgerðar og að hún hafi ekki minnst orði á at- hugasemdir Gríms, né nefnt hættuna vegna eldvirkni og sprungna. „Það var ekki fyrr en röskum þremur árum eftir að Alþingi sam- þykkti virkjunina að Valgerður upplýsti á Al- þingi um skýrslu Gríms. Það gerði hún til- neydd í ræðu 14. apríl 2005. Ráðherrann komst ekki hjá því þar sem sama dag birtist ít- arleg úttekt Morgunblaðsins þar sem harka- legar athugasemdir Gríms voru meðal annars birtar.“ Að mati Össurar brást ráðherra upplýs- ingaskyldu sinni gagnvart þinginu og sé ábyrg fyrir því að alþingismenn höfðu ekki réttar upplýsingar þegar þeir tóku ákvörðun sína. Bendir hann á að í skýrslu sem Valgerður lagði fram um mat á umhverfisáhrifum, og not- uð var af Alþingi sem grundvöllur ákvörð- unartöku, hafi komið fram að „að mati tækni- manna hentar bergið á stíflustæðinu vel sem grunnur fyrir þær“. Bendir Össur á að ráð- herra hafi borið skylda til þess að upplýsa þingmenn um að umrædd fullyrðing „væri í besta falli vafasöm“. „Fengu ítarlega og sanngjarna umfjöllun“ Valgerður Sverrisdóttir LÖGREGLAN í Kaupmannahöfn hefur gert mikla leit að manni sem hrinti 26 ára Íslendingi niður á lestarteina á Nørreport-brautar- stöðinni, augnabliki áður en lest kom að brautarpallinum. Íslend- ingurinn féll á milli teinanna og slapp nánast ómeiddur, utan þess að hann hruflaðist og skrámaðist á höfði. Atvikið átti sér stað um sjö- leytið á laugardagskvöldið. „Hann er mjög heppinn“ „Hann er mjög heppinn. Ein- hver hefur haldið verndarhendi yf- ir honum,“ sagði Réne Hansen, að- stoðaryfirlögregluþjónn hjá Kaupmannahafnarlögreglunni, í samtali við Ritzau-fréttastofuna. Í dönskum fjölmiðlum hefur komið fram að Íslendingurinn sé heimilislaus og hið sama á við um manninn sem hrinti honum fyrir lestina, sem var svonefnd S-lest. Íslendingurinn hefur tjáð lögreglu að hann kannist við árásarmann- inn en þekki hann ekki með nafni. Þeir hafi deilt um sígarettur og hinn hafi brugðist við með þessum ofsafengna hætti. Íslendingurinn var útskrifaður af spítala eftir læknisskoðun, svo léttvægir reyndust áverkar hans. Lögregla lét Extra Bladet í té myndir úr eftirlitsmyndavélum járnbrautarstöðvarinnar í þeirri von að borgarbúar myndu bera kennsl á árásarmanninn. Hann er eftirlýstur fyrir tilraun til mann- dráps. Blaðið greinir frá því að eft- ir að hann hrinti Íslendingnum niður á lestarteinanan hafi farið af vettvangi í leigubíl. Hann er sagð- ur 35-40 ára gamall, 180-185 senti- metrar að hæð og kraftalega vax- inn. Féll á milli lestarteina og slapp lifandi Ljósmynd/Ekstra bladet Danska lögreglan leitar árásar- manns fyrir mann- drápstilraun Úr öryggismyndavél Atvikið á lestarstöðinni, þegar Íslendingnum var hrint á lestarteinana, náðist á öryggismyndavél. Lögreglan birti myndir í dönsku blöðunum í von um að árásarmaðurinn þekktist. Sjúkralið kom fljótlega á lestarstöðina og flutti Íslendinginn á sjúkrahús til aðgerðar. BJÖRN Bjarnason dóms- málaráðherra segir að með um- mælum sínum um leyniþjónustu hér á landi hafi hann átt við þjóð- aröryggisdeild sem fjallað er um í skýrslu um hryðjuverka- varnir hér á landi og kynnt var í sumar. Þessi orð lét Björn falla á fundi hjá Rot- arýklúbbi. Í skriflegu svari við fyr- irspurn Morg- unblaðsins sagði Björn að í skýrslunni væri talað um þjóð- aröryggisdeild og með því orði væri einnig fjallað um það sem einnig er kallað leyniþjónusta á íslensku. Hann hefði búist við að menn hefðu strax áttað sig á því. Skýrslan sem Björn vísar til var unnin af tveimur sérfræð- ingum ráðherraráðs Evrópusam- bandsins og var kynnt á blað- mannafundi í lok júní. Meðal tilmæla þeirra var að sett yrði á laggirnar sérstök þjóðaröryggisdeild innan embætt- is ríkislögreglustjóra. Þjóðarörygg- isdeild er einnig kölluð leyniþjónusta Björn Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.