Morgunblaðið - 31.08.2006, Page 2

Morgunblaðið - 31.08.2006, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag fimmtudagur 31. 8. 2006 viðskipti mbl.isviðskipti Starfsferill Hjördísar Árnadóttur hefur verið örlögunum háður » 12 ÖLLUM AÐGENGILEG FIRMASKRÁ ÍSLANDS ER UPPLÝSINGAVEITA Á NETINU UM ÍSLENSK FYRIRTÆKI OG STARFSEMI ÞEIRRA LÁNSFJÁRMÖGNUN stóru bankanna þriggja, Kaupþings banka, Landsbanka og Glitnis, er orðin umtalsvert dýrari en hún var fyrir um ári síðan og kjör þeirra eru lakari en annarra banka með sam- bærilegt lánshæfismat. Verri láns- kjör íslensku bankanna munu setja þeim skorður í vexti, sem án alls efa verður miklum mun minni en á und- anförnum misserum og árum. Eins er líklegt að verri lánskjör þeirra kunni á endanum að lenda á við- skiptavinum þeirra hér á Íslandi. Á árinu 2005 gáfu stóru bankarnir þrír, Kaupþing banki, Glitnir og Landsbanki, út mikið af skuldabréf- um í Evrópu og greiddu þá á bilinu 0,2–0,3% ofan á millibankavexti (LI- BOR) en að undanförnu hafa Lands- banki og Glitnir selt skuldabréf í Bandaríkjunum og greitt frá á bilinu 0,65% og 0,9% ofan á millibanka- vexti, allt eftir lengd og eðli bréf- anna. Álagið ofan á millibankavexti hefur því um það bil þrefaldast frá því um mitt síðasta ár. Kaupþing banki á enn eftir að end- urfjármagna lán sem koma á gjald- daga á næsta ári og nemur sú upp- hæð um 340 milljörðum króna. Líklegt er talið að bankinn þurfi að leita víðar fyrir sér með fjármögnun en í Bandaríkjunum einum. Versnandi lánskjör þýða að sam- keppnishæfni íslensku bankanna og dótturfélaga þeirra erlendis hefur versnað. Eins er hætta á að stór íslensk fyr- irtæki með alþjóðlega starfsemi leiti í auknum mæli til erlendra banka þar sem þeir geta væntanlega fengið hagstæðari kjör en hjá íslensku við- skiptabönkunum þremur. „Þetta hefur skapað alveg nýtt rekstrarumhverfi fyrir íslensku bankana og þeir þurfa að útskýra hvernig þeir ætla að bregðast við því, m.a. í stefnumótun sinni. Til þessa hafa þeir ekki verið mjög duglegir við að veita upplýsingar um það,“ sagði erlendur greinandi sem Morg- unblaðið ræddi við. » 8 Draga mun úr vexti bankanna Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Velkomnir Íslenskir fjárfestar eru boðnir velkomnir til Írans. » 6 Verri lánskjör bankanna skerða samkeppnishæfnina erlendis SPARISJÓÐUR Færeyja, Føro- ya Sparikassi, stefnir að skráningu í Kauphöll Íslands á næsta ári. Hluta- bréf í sparisjóðnum verða seld í út- boði í næsta mánuði, sem hefst 11. september, til að gera hann hæfan til skráningar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá eignarhalds- félaginu Sparikassagrunninum, sem er eini hluthafinn í sparisjóðnum. Hlutabréf Sparisjóðs Færeyja verða skráð á verðbréfamarkaði Færeyja, sem á færeysku nefnist Virðisbrævamarknaður Føroya. Það er félag í Færeyjum sem heldur ut- an um verðbréf á eyjunum en er með samning við Kauphöll Íslands sem rekur markaðinn. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir ánægju- legt til þess að vita að helstu fjár- málastofnanir Færeyja stefni að skráningu í Kauphöllinni. Þetta séu góð tíðindi. Sparisjóður Færeyja í Kauphöllina HEILDARVIÐSKIPTI Í Kaup- höll Íslands í gær námu 9,9 milljörð- um króna. Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir 3,7 milljarða. Úrvals- vísitalan hækkaði um 1,0% og er lokagildi hennar 5.989 stig. Mest hækkun varð á bréfum Atorku, eða 2,5%, en bréf Avion lækkuðu mest, eða um 0,9%. Úrvalsvísitalan hækkar um 1,0% Nýr markaður Dollar hefur leyst evru af hólmi í skuldabréfaútgáfu.                                  ! " # $ %          &         '() * +,,,                     Í dag Staksteinar 8 Forystugrein 28 Veður 8 Viðhorf 30 Sigmund 8 Umræðan 30/31 Fréttaskýring 11 Minningar 32/38 Úr verinu 14 Staðurstund 42/48 Erlent 15/16 Leikhús 46 Listir 17 Myndasögur 48 Höfuðborgin 18 Dægradvöl 49 Akureyri 18 Bíó 50/53 Austurland 19 Dagbók 52 Landið 19 Víkverji 52 Daglegt líf 20/27 Ljósvakamiðlar 54 * * * Innlent  Orkuveita Reykjavíkur mun ekki kaupa grunnnet Símans. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi Orkuveit- unnar í gær en Guðlaugur Þór segir OR hafa áhuga á sameiningu fjar- skiptaneta fyrirtækjanna. » 4  Fundur iðnaðarnefndar var hald- inn í gær að ósk stjórnarandstöð- unnar vegna öryggis Kárahnjúka- stíflu. Skiptar skoðanir eru um niðurstöðu fundarins en forstjóri Landsvirkjunar telur hann hafa hreinsað andrúmsloftið. » 2  Endurgangsetningu þeirra kera sem tekin voru úr rekstri í álveri Al- can í Straumsvík í júní síðastliðinum lýkur í dag. Hafa viðgerðir og gang- setning keranna gengið mun hraðar en menn áttu von á. » 56  Flutningaskipið Polestar reynir um þessar mundir að landa afla sem veiddist af svonefndum sjóræn- ingjaskipum á Reykjaneshrygg. Sjávarútvegsráðuneytið hefur í sam- vinnu við utanríkisráðuneytið og önnur ríki innan NEAFC reynt að koma í veg fyrir það. » 6 Viðskipti  Sparisjóður Færeyja stefnir að skráningu í Kauphöll Íslands á næsta ári. Forstjóri Kauphallarinnar segir ánægjulegt að helstu fjár- málastofnanir Færeyja stefni að skráningu í Kauphöllinni. » 1  Lánskjör íslensku bankanna hafa versnað umtalsvert og samkeppn- isstaða þeirra erlendis veikst. Gera má ráð fyrir mun hægari vexti bank- anna á næstu misserum. » 8 Erlent  Jan Egeland, sem samhæfir hjálparstarf Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að klasasprengjuárásir Ísraelshers á sunnanvert Líbanon væru „algjörlega siðlausar“. Um 100.000 ósprungnar smásprengjur væru á svæðinu og um 90% þeirra hefði verið beitt þegar vopnahlé var í sjónmáli. » 1  Norrænu eftirlitssveitirnar á Sri Lanka sökuðu í gær stjórnarherinn um að bera ábyrgð á dauða sautján hjálparstarfsmanna fyrr í mán- uðinum. Morðin á mönnunum væru gróft brot á vopnahléssamkomulagi stjórnarinnar við uppreisnarmenn tamílsku Tígranna. » 15  Bresk stjórnvöld tilkynntu í gær að þau hygðust leggja bann við því að eiga og horfa á ofbeldisfullt klámefni. Varsla á slíku efni er ekki refsiverð á Íslandi nema um barnaklám sé að ræða. » 16  Leiðtogi sértrúarsafnaðar í Bandaríkjunum hefur verið handtek- inn fyrir kynferðisbrot gegn stúlku undir lögaldri, fyrir að hafa komið í kring hjónaböndum eldri manna við barnungar stúlkur og verið vitorðs- maður í nauðgunarmáli. »16 VALGERÐUR Sverrisdóttir utan- ríkisráðherra var ekki viðstödd fund iðnaðarnefndar Alþingis sem hald- inn var í gærdag en eftir því höfðu fulltrúar stjórnarandstöðunnar ósk- að. Formaður nefndarinnar taldi ekki ástæðu til að boða ráðherrann en á fundinum var m.a. farið yfir málefni Kárahnjúkavirkjunar, þ.m.t. greinargerð Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings og fyrrverandi starfsmanns Orkustofnunar, um virkjunina og endurskoðað áhættu- mat. Birkir Jón Jónsson, formaður iðn- aðarnefndar, sagði alveg ljóst að Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, hefði tekið málið í tvígang upp á Alþingi og þá hafi Val- gerður verið til svara. Hún hafi svar- að með viðlíka hætti og í þeirri um- ræðu sem farið hefur fram að undanförnu og því hafi ekkert nýtt verið í þeim efnum. Því hafi ekki ver- ið ástæða til að boða hana á fundinn auk þess sem hann vildi kalla til þá aðila sem léku stærst hlutverk í at- burðarásinni árið 2002, s.s. fulltrúa Orkustofnunar, Landsvirkjunar auk Gríms. Alið á efasemdum og ótta Birkir sagði fundinn hafa verið upplýsandi en segist ósáttur við mál- flutning stjórnarandstöðunnar. „Mér finnst margir úr þeirra her- búðum hafa alið á efasemdum og ótta við öryggi þessarar framkvæmdar. Ég hef tekið það skýrt fram að ég treysti þeim tugum verkfræðinga og sérfræðinga sem hafa komið að þess- ari framkvæmd og það er ljótur leik- ur að ala á efasemdum og jafnvel hræðslu um að framkvæmdin sé ótrygg,“ sagði Birkir Jón. Stjórnar- andstaðan hafði óskað eftir því að Valgerður skýrði m.a. út hvers vegna hún hafi, sem þáverandi iðn- aðarráðherra, ekki talið rétt að upp- lýsa Alþingi um greinargerð Gríms og hvað hún hafi átt við með því að Alþingi hafi fengið upplýsingar um allt það sem skipti máli og varðaði þá ákvarðanatöku sem þingið stóð frammi fyrir að taka. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, var ekki sátt- ur með fjarveru Valgerðar og sagði hana þýða það fyrst og fremst að ráðherrann hafi veikan málstað að verja. „Þegar ráðuneytismenn voru svo spurðir, m.a. ráðuneytisstjóri, um hvernig þessi mál hefðu gengið fyrir sig og hver hefði fengið grein- argerðina í hendur gátu þeir engu svarað, en vísuðu í fjölmiðla og það er aðeins farsakennt. Ég er á því að það er alvarlegt þegar menn svara svona,“ segir Sigurjón og bætir við að einhvers staðar sé pottur brotinn þegar ráðuneytismenn vitni í fjöl- miðla en geti ekki skýrt frá gangi mála. Sigurjón segir enn veigamiklum spurningum svarað, sem þjóðin eigi rétt á að vita, s.s. hvort að Valgerður leyndi greinargerðinni eða ekki og hvers vegna hún var stimpluð sem trúnaðarskjal. „Það sem orkumála- stjóri sagði var að þetta hefði verið gert í einhverjum hálfkæringi. Þá spurði ég hann hvort að margar skýrslur væru stimplaðar sem trún- aðarmál, og það er ekki. Það er greinilegt að öllu sem er óþægilegt er stungið undir stól.“ Fundur iðnaðarnefndar Alþingis um Kárahnjúkavirkjun Skiptar skoðanir um ágæti fundarins Eftir Andra Karl andri@mbl.is Ósáttur Sigurjón Þórðarson Upplýstur Birkir Jón Jónsson FRIÐRIK Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, gerði grein fyrir hlut Landsvirkjunar í málinu og var hinn ánægðasti eftir fundinn. „Ég held að hann hafi hreinsað and- rúmsloftið og nefndarmönnum hlýtur að honum loknum að vera ljóst að á sínum tíma var tekið á at- hugasemdum Gríms með viðeig- andi hætti og því sinnt af sérfræð- ingum Landsvirkjunar eins og til verður ætlast,“ sagði Friðrik. Hann segir að eftir fund fulltrúa Landsvirkjunar og Orkustofnunar um greinargerð Gríms hafi menn talið að málinu væri lokið enda búið að svara öllum þeim spurn- ingum sem þar komu fram, að undanskildri þeirri um land- sigið sem skilað var inn nokkru síðar. „Ég vona að mönnum sé það núna alveg fullkomlega ljóst að það var enginn að reyna að leyna fyrir Alþingi einhverjum upp- lýsingum sem þangað hefðu átt að berast, nema síður sé.“ Hreinsaði andrúmsloftið Friðrik Sophusson SIGURVEGARAR í lagakeppni Vinnuskóla Reykjavíkur, Jón Ferd- inand og Ólafur Birgir, fluttu sig- urlag sitt, Reytum arfa, á útskrift Vinnuskólans sem haldin var í Iðnó í gær. Um 150 ungmenni voru þar saman komin meðal annars til að hlýða á skemmtiatriði og koma sam- an í síðasta skipti eftir erfiði sumars- ins. Einnig veittu Vinnuskólinn og Samtök iðnaðarins 38 ungmennum viðurkenningu sem fyrirmynd- arnemendur í skólanum í sumar en samtökin munu m.a. mæla með þeim fyrir sumarstarf á næsta ári. Morgunblaðið/Eggert Vinnuskól- anum lokið TIL leigu er nú á vefsíðunni www.leiguskrá.is 180 fm húsnæði í Mosfellsbæ „fyrir allt að sjö Pól- verja“ eins og tilgreint er í auglýs- ingunni. Um er að ræða hús með nokkrum herbergjum og er verðið 19 til 29 þúsund krónur á mann á mán- uði. Athygli vekur að sérstaklega er tekið fram að húsnæðið rúmi „allt að sjö Pólverja“ og ekki síður að sagt er að aðeins eitt herbergi sé í húsinu. Í auglýsingunni er símanúmer leigusalans gefið. Morgunblaðið hafði samband við manninn og sagði hann m.a. að í reynd væri um fimm herbergi að ræða. Ástæða þess að tilgreint væri eitt herbergi í hinu 180 fm húsnæði væri að annars myndi væntanlegur leigjandi með þörf fyrir eitt herbergi líta framhjá húsinu sem leigukosti. Og um ástæðu þess að biðlað er til allt að sjö Pólverja segir leigusalinn að hann sé þegar með nokkra pólska leigjendur í húsinu og þætti því öðrum Pólverjum gott að vita til þess að þeir myndu leigja með samlöndum sínum. Orðalagið „fyrir allt að sjö Pólverja“ sé því ekki byggt á fordómum af neinu tagi. Greiði sjö leigjendur 29 þúsund kr. á mánuði í leigu eru leigutekjur um 200 þúsund kr. á mánuði. Húsnæði í boði fyrir allt að sjö Pólverja OLÍUFÉLÖG lækkuðu eldsneytis- verð í gær. Olíufélagið ehf. reið á vaðið og lækkaði verðið um tvær kr., en verð á dísilolíulítra um fimmtíu aura. Í kjölfarið fylgdu önnur félög sem lækkuðu til jafns eða einum til tveimur aurum meira. Ástæða lækk- unarinnar er lækkandi heimsmark- aðsverð í kjölfar minnkandi óróa fyr- ir botni Miðjarðarhafs og minnkandi ótta um að fellibyljir valdi skaða á olíumannvirkjum í Mexíkóflóa. Algengasta verð í sjálfsafgreiðslu hjá Olíufélaginu, Olíuverzlun Íslands og Skeljungi er 125,6 kr. fyrir bens- ínlítra og 122,4 kr. fyrir lítra af dísil- olíu. Eldsneytisverð lækkar Yf ir l i t

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.