Morgunblaðið - 31.08.2006, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 17
MENNING
EINN dáðasti rithöfundur Egypta,
Nóbelsverðlaunahafinn Naguib
Mahfouz, lést í gær, 94 ára að aldri.
Mahfouz var fluttur á gjörgæslu-
deild hinn 14. ágúst síðastliðinn þar
sem hann lá milli
heims og helju
fram til dauða-
dags, en ekki hef-
ur verið greint
frá banameini
hans.
Mahfouz fædd-
ist í Kaíró í des-
ember árið 1911.
Hann var mikils
metinn hugsuður
og menntamaður í heimalandi sínu
og var lærður heimspekingur frá
Kaíró-háskóla. Hann hóf ritstörf 17
ára gamall og gaf út sína fyrstu
skáldsögu árið 1939 en alls liggja
eftir hann um 50 bækur.
Kaíró-trílógían svokallaða, sem
gefin var út milli 1955 og 1957, færði
hann í framvarðasveit arabískra
bókmennta. Ekki voru þó allir sam-
mála um ágæti verka hans og var ein
af skáldsögum hans bannfærð árið
1959 af áhrifamestu samtökum hins
íslamska heims, Al-Azhar. Nób-
elsverðlaunin féllu Mahfouz engu að
síður í skaut 1988 en hann er fyrsti
og eini arabinn sem hefur hlotnast
sá heiður.
Árið 1994 varð Mahfouz fyrir
miklu áfalli þegar öfgamaður úr röð-
um íslamstrúarmanna stakk hann í
hálsinn með þeim afleiðingum að
sjón hans og heyrn hrakaði verulega
og taugaskemmdir í hálsi gerðu það
að verkum að honum reyndist erfitt
að sinna skriftum.
Þrjár af bókum Mahfouz hafa ver-
ið þýddar á íslensku. Sigurður A.
Magnússon þýddi Míramar og
Blindgötu í Kaíró og Úlfur Hjörvar
bókina Þjófa og hunda.
Naguib
Mahfouz
allur
Handhafi bók-
menntaverðlauna
Nóbels 1988 lést í
Kaíró í gær
Naguib Mahfouz
ÞRIÐJA táknið eftir Yrsu
Sigurðardóttur er „heillandi
íslensk glæpasaga“, að mati
Thomasar Harder, gagnrýn-
anda danska dagblaðsins
Politiken. Hann segir í um-
sögn sinni, sem birtist á dög-
unum, að sagan sé spennandi,
dramatísk og leyndardómsfull
en meginstyrkur hennar felist
í óvenju velheppnuðum aðal-
persónum. Hann segist bíða
spenntur eftir næstu bók Yrsu. Þriðja táknið kom
út hjá Aschehoug í Danmörku í lok liðinnar viku.
Bókmenntir
Politiken
lofar Yrsu
Yrsa
Sigurðardóttir
BARBARA Bonney syngur
ekki á upphafstónleikum
Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands um næstu helgi, eins
og ráð var fyrir gert. Amer-
íski ljúflingssópraninn hef-
ur frestað verkefnum sínum
á næstunni, – en í hennar
stað kemur rómuð norsk
stjarna, Solveig Kringel-
born, sem á undanförnum
misserum hefur heillað
áheyrendur sem og gagnrýnendur hvar sem
hún kemur fram.
Tónlist
Kringelborn í
stað Bonney
Solveig
Kringelborn
BRESK sjónvarpsmynd,
The Girl in the Café, Stúlk-
an á kaffihúsinu, vann þrenn
verðlaun á Emmy hátíðinni í
vikunni. Sögusvið mynd-
arinnar er Reykjavík, og
baksviðið er fundur átta
helstu iðnríkja heims sem
þar er haldin. Þetta er ást-
arsaga, en leikstjóri mynd-
arinnar er Richard Curtis.
Með aðalhlutverkin fara Bill Nighy og Kelly
Macdonald. Myndin var valin besta sjónvarps-
mynd ársins.
Kvikmyndir
Ást á íslensku
kaffihúsi
Bill Nighy
FYRSTA starfsári Listasafns
Reykjavíkur undir listrænni forstöðu
Hafþórs Yngvasonar verður form-
lega ýtt úr vör á morgun. Þá verður
opnuð sýningin Pakkhús postulanna í
Hafnarhúsinu en um er að ræða inn-
setningar eða gjörninga eftir unga ís-
lenska listamenn sem eru fæddir eftir
1968. Hafþór boðar breyttar áherslur
í starfsemi safnsins og má segja að
opnunarsýningin gefi fyrirheit um
það sem koma skal. Meðan Kjarvals-
stöðum er ætlað að hýsa vandaðar
sýningar reyndra listamanna sem
vinna í hefðbund-
ari miðla miðar
sýningarstefna
Hafnarhússins að
því að kynna nýj-
ustu stefnur og
strauma í mynd-
list og gera til-
raunir með ný
tjáningarform.
Hafþór segir að
í ljósi þess að
safnið eigi í tvenn sýningarhúsakynni
að venda sé tilvalið að virkja þau með
ólíkum hætti. „Bæði húsin hafa alltaf
verið rekin undir einni dagskrá en
núna er verið að leita að víðtækari
sýningardagskrá sem endurspeglar
þá breidd sem er til staðar í myndlist
í dag,“ útskýrir Hafþór sem vonar að
með tvískiptingunni megi virkja fleiri
í hópi bæði listamanna og áhorfenda.
„Við viljum að í hinu virðulega hús-
næði Kjarvalsstaða geti fólk gengið
að mjög vönduðum málverkum vísum
– því besta sem listamennirnir eru að
gera á hverjum tíma. Hins vegar
verður meiri uppreisnarandi í Hafn-
arhúsinu.“
Meiri orka
Pakkhús postulanna kallar Hafþór
„jómfrúarsýninguna“ sem gefi fyr-
irheit um þann anda sem komi til með
að svífa yfir vötnum í Hafnarhúsinu. Í
nóvember tekur svo við sýningin Un-
certain States of America – banda-
rísk list á þriðja árþúsundinu sem er
ætlað að vera víðtækt yfirlit yfir
bandaríska nútímalist. Sýning-
arstjórar hennar eru engir aukvisar:
Daniel Brinbaum, einn af ritstjórum
Art Forum, Hans Ullrich Obrist, sýn-
ingarstjóri í Serpentine-galleríinu í
London, og Gunnar B. Kvaran, safn-
stjóri Astrup Fearnley-samtíma-
listasafnsins í Osló. Hlutverk þeirra
var að ferðast vítt og breitt um
Bandaríkin og velja á sýninguna úr
hópi nærlega 1.000 listamanna
fæddra eftir 1970. Hafþór segir að
með sýningunni vilji hann halda lif-
andi þeirri umræðu sem fer í gang
með Pakkhúsi postulanna.
Við setningu vetrarhátíðar í febr-
úar verður svo opnuð sýning eftir
ungan franskan listamann, Pierre
Huyghe, í samvinnu við franska
menningardaga. Þar á eftir verður
Roni Horn með sýningu og svo kemur
Gjörningaklúbburinn í haust inn í
húsið með yfirlitssýningu á ferli
þeirra sem þá spannar ellefu ár. Að
síðustu verður í allan vetur boðið upp
á stuttar sérsýningar á verkum ungra
íslenskra listamanna – ungra í þeim
skilningi að þeir hafa ekki áður fengið
inni á söfnum.
Allt um það þá er ljóst að það verð-
ur nýr andi í húsinu – „meiri orka
kannski“, með orðum Hafþórs.
Hvað varðar Kjarvalstaði verður í
lok september sett upp yfirlitssýning
á verkum Þórdísar Aðalsteindóttur
sem hefur getið sér gott orð í New
York, þar sem hún er búsett. Þar á
eftir verður húsinu svo lokað í tvo
mánuði vegna viðgerða. Húsið verður
svo opnað aftur með nýrri Kjarvals-
sýningu sem Einar Garibaldi er sýn-
ingarstjóri að.
Í viðtali sem birtist í Morg-
unblaðinu í janúar sagði Hafþór að
hann sæi ákveðin sóknarfæri í að laða
utanaðkomandi fjármagn að starf-
semi Listasafns Reykjavíkur. Þegar
þetta er hermt upp á hann segist
hann enn vera bjartsýnn. „Ég held að
fólk hafi viljað sjá hvaða áherslur
fylgdu nýjum stjórnanda áður en það
kæmi inn í samstarf við safnið. Nú
þegar dagskráin liggur fyrir verð ég
var við mikinn áhuga, sem gefur góð
fyrirheit.“
ELLEFU ungir listamenn standa að sýningunni Pakkhús postulanna sem
ríður á vaðið í starfsemi Listasafns Reykjavíkur í ár. Er þeim treyst fyrir að
setja tóninn fyrir þann anda uppreisnar og nýjunga sem Hafnarhúsinu er
ætlað að fóstra í vetur og er dagskipunin að ganga þvert á viðteknar venjur
starfseminnar. Sýningin hefur verið lengi í burðarliðnum. Fyrir um níu
mánuðum leitaði forstöðumaður Listasafnsins, Hafþór Yngvason, til tveggja
ungra sýningarstjóra, þeirra Daníels Björnssonar og Hugins Þórs Arason-
ar, og fékk þeim það hlutverk að ná til nýrrar kynslóðar með nýjum lista-
mönnum sem hafa ekki sýnt í safninu áður.
Daníel segir að þeir Huginn hafi lagt af stað með ákveðnar hugmyndir um
að unnið yrði með bygginuna sjálfa og arkitektúr hennar. Eftir viðræður við
safnið leituðu þeir svo eftir tillögum frá tuttugu listamönnum sem þeim
þótti freistandi að starfa með. Úr þeim hópi völdu þeir svo til sýningarinnar.
Viðburðinn telur Daníel vera heldur betur áhugaverðan og standa undir
því sem lagt var upp með. „Kjallarasalurinn verður meira á „performískum“ nótum. Þannig verður t.d. langur og
stór performans á opnuninni, auk þess sem það verða viðburðir með reglulegu millibili út sýningartímabilið. Við
fengum svo til liðs við okkur hönnunarhópinn Borðið, sem vann markvisst að því að breyta aðgengi við safnið.
Hann segir titil sýningarinnar hafa tvíbenta tilvísun. „Annars vegar vísar hann til uppvaxtarskilyrða listamann-
anna sem hlut eiga að máli, en Pakkhús postulanna var heiti á hópi hústökufólks sem hélt svokölluð reifpartí þegar
reifmenningin reis sem hæst á tíunda áratugnum. Hins vegar er Hafnarhúsið gamalt pakkhús og listamaðurinn
eins konar postuli. Fyrir utan það er þetta flott nafn.“
INDVERSKI kvikmyndaleikstjór-
inn Hrishikesh Mukherjee er horf-
inn til feðra sinna, 84 ára að aldri.
Mukherjee er þekktastur fyrir
myndir á borð við Anand, Chupke
Chupke og Abhiman sem allar segja
látlausar sögur af indversku mið-
stéttarfólki og samskiptum þess. Ár-
ið 2001 hlaut hann virtustu kvik-
myndaverðlaun Indlands, Dada
Saheb Phalke-verðlaunin.
Kunnur
Bollywood-
leikstjóri látinn
GOOGLE-LEITARVÉLIN hefur
um nokkurt skeið boðið upp á ókeyp-
is niðurhal á klassískum bók-
menntum sem falla ekki lengur und-
ir höfundarréttarlög. Hingað til
hefur þó aðeins verið mögulegt að
lesa bækurnar af skjánum. Nú
hyggst Google hins vegar gera not-
endum sínum kleift að prenta bæk-
urnar. Bókarleit Google er hluti af
stærra verkefni sem gengur út á að
gera bækur aðgengilegar á netinu
og er unnið í samvinnu við háskóla á
borð við Oxford, Harvard, Stanford
og bókasafn New York-borgar.
Hægt að
prenta bækur
af Google
Myndlist | Listasafn Reykjavíkur hefur starfsárið með opnun í Hafnarhúsinu
Vettvangur tilrauna
Listasafns Reykjavíkur
Morgunblaðið/Ásdís
Óhefðbundin Listamennirnir á bak við opnunarsýningu Listasafns Reykjavíkur feta óhefðbundnar slóðir, eins og
þetta verk Helga Þórssonar ber með sér. Hafnarhúsið mun hýsa tilraunakenndari verk í vetur.
Eftir Flóka Guðmundsson
floki@mbl.is
Hafþór Yngvason
Dagskipunin uppreisn