Morgunblaðið - 31.08.2006, Side 27

Morgunblaðið - 31.08.2006, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 27 ÍLondon er aragrúi sögufrægra bygginga,staða, minja og merkja en elsta rómverskabyggðin, sem gaf borginni nafnið Lond-onium, er talin hafa risið skömmu eftir inn- rás Rómverja árið 43 e.Kr. Varð borgin þá strax mikilvægur verslunarstaður en það varð ekki fyrr en 890 sem hún varð höfuðborg Englands sem þá var komin undir stjórn engilsaxneskra konunga. Á 17. öld voru Lundúnir þungamiðja heimsverslunar og ört stækkandi heimsveldis Breta og náði íbúa- fjöldi þeirra þá um fjögur hundruð þúsundum. Ár- ið 1665 lést hins vegar fjórðungur þeirra í plágu sem þá geisaði en til samanburðar eru íbúar Lund- úna rúmlega átta milljónir í dag. Árið 1666 var annað hörmungaár í sögu borgarinnar en þá brann nær öll borgin til ösku. Þá og eftir loftárásir Þjóð- verja í heimsstyrjöldinni síðari hófst mikið end- urbyggingarstarf. Frægir ferðamannastaðir Miðborgin eða The City eins og hún er jafnan kölluð er miðstöð fjármála- og viðskiptalífs en þar eru líka þekktar byggingar eins og St.Pálskirkjan og miðaldakastalinn Tower of London. Í West- minster, hjarta West End, er Buckinghamhöll, að- setur bresku konungsfjölskyldunnar, þinghúsið og krýningarkirkjan Westminster Abbey. Í nágrenn- inu eru einnig Trafalgar Square og þekktir al- menningsgarðar eins og Hyde Park, Kensington Park og Regent́s Park auk dýragarðsins London Zoo. Norður af Westminster er Soho, sem stund- um er nefnt hið bleika hverfi Lundúna. London Eye, sem byggt var í tilefni aldamótanna, síðustu gefur útsýni yfir London sem engan svíkur og Big Ben veit enn hvað klukkan slær. ,,Hvernig geta verið svona mörg athyglisverð söfn í einni borg?“ spurði ferðamaðurinn leiðsögu- manninn og féllust hendur þegar hann leit yfir listann sem sá síðarnefndi hafði látið honum í té. Hann gæti verið lon og don á söfnum alla ferðina! ,,Ég myndi vilja sjá Rembrandt sýninguna og sýn- ingu impressjónistanna í The National Gallery en það væri líka gaman að skoða The British Mu- seum, geysistórt safn sem leggur áherslu á list og menningu allra heimshluta frá örófi alda og til dagsins í dag.“ Þá hafði hann alltaf haft áhuga á stríðssögu og sá ekki betur en að Imperial War Museum væri með mjög áhugaverðar sýningar þar sem fjallað er um átök á milli ríkja og þjóða, einkum þó þau sem breska samveldið hefur lent í frá heimsstyrj- öldinni fyrri. ,,Hefur þú ekki svo mikinn áhuga á nútímahönnun?“ spurði hann samferðamann sinn. ,,Við gætum skellt okkur á Design Museum. Það er tiltölulega nýtt safn í London og nýtur vaxandi vinsælda en áherslan er á iðnhönnun og bygging- arlist, tísku og margmiðlun.“ Samferðamanninum leist vel á það og stakk upp á, úr því að þeir væru á annað borð komnir í nútímann að líta við á tveim- ur öðrum söfnum. ,,Ég hef heyrt vel látið af vís- indasafninu, Science Museum, en þar er sögu vestrænnar tækniþróunar frá 1700 og til okkar daga lýst og einstakir hlutar hennar sýndir, allt frá samgöngum, orkunotkun og verkfræði og til líf- og tölvutækni. Og þar sem þú ert svo listfeng- ur þá getum við litið á meistaraverk eftir Picasso og Matisse, verk frá tímum súrrealismans, þar á meðal Dali, Ernst, Magritte og Miro.“ Svo litu þeir hvor á annan og það var augljóst að þeim hafði dottið það sama í hug. ,,Eigum við að enda þetta á Freud Museum? Það er reyndar svolítið út úr en Sigmund Freud skar sig auðvitað alltaf svo- lítið frá öðrum. Það er víst hægt að berja þennan fræga bekk augum, fræðast um sálkannanir hans og kenn- ingar um drauma. Gerum það.“ Saga og frægir ferðamannastaðir Morgunblaðið/Ómar Piccadilly Circus Við torgið, sem er skemmtilegur suðupottur og frægt fyrir auglýsingaskiltin, eru tvær stórar tónlsitarverslanir. Morgunblaðið/Halldor Kolbeins Fjármálahverfið Er að verða eitt vinsælasta hverfið í Lundúnum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Áhugavert Big Ben og útsýnishjól- ið London Eye í baksýn. WEST END er miðstöð skemmt- analífsins í London. Þar eru flest leikhús borgarinnar auk ensku þjóðaróperunnar, Royal Opera House. Flóran af leiksýningum, söngleikjum, óperum, ballettum og danssýningum er slík að hætt er við eyjarskeggjar sem alist hafa upp í fámenni eigi erfitt með að velja og hafna. Ólíkt Íslendingum og ef til vill af praktískum ástæðum eru Bretar skipulagðari og gera oft áætlanir um skemmtanir sínar fram í tímann. Ætli Íslendingur því að fara á vinsælt leikrit, söngleik eða óperu í Lundúnum þá er eins gott að hann breyti um lífsstíl í smá- stund, annars er hætt við að mið- arnir verði uppseldir þegar hann loksins drepur niður fæti í West End. Heimasíðurnar www.official- londontheatre.co.uk/ og www.timeo- ut.com eru fínar uppsprettur upp- lýsinga um leikhús, söngleiki og atburði líðandi stundar en á þeirri síðarnefndu má finna umsagnir sem geta hjálpað til við valið. Góðu fréttirnar eru þó þær að jafnvel þótt Íslendingurinn lifi bara fyrir líðandi stundu má oftast ná í miða á einhverjar sýningar samdægurs eða með nokkurra daga fyrirvara – það er bara ekki jafnöruggt. Hvernig er best að bera sig að ef maður vill sjá leikrit, söngleik eða uppákomu? Fara inn á fyrrnefndar heimasíð- ur og afla sér frekari upplýsinga um sýninguna. Hringja í leikhúsið/söngleikja- húsið/óperuna, athuga hvort til séu miðar og panta þá í gegnum síma. Panta miða og greiða í gegnum netið. Þetta er oft auðveldasta leið- in og iðulega eru leiðbeiningar á heimasíðu leikhússins sem hýsir at- burðinn eða þar sem atburðurinn er kynntur. Freista þess að kaupa miða sam- dægurs í leikhúsunum sjálfum eða hjá miðasölunum á Leicester Sqare. Í West End er margt götu- sölufólk sem er ð selja miða á vin- sæl leikrit og söngleiki en þar er oft misjafn sauður í mörgu fé. Þeir sem eru löggiltir eiga að geta fram- vísað einkennismerki STAR (The Society of Ticket Agents & Retai- lers). Fótbolti Í höfuðvígi ensku knattspyrn- unnar ættu áhugasamir að skella sér á völlinn. Séu leitarorðin „UK tickets“ sett inn á leitarsíðu kemur upp aragrúi síðna þar sem panta má miða á leik. Má þar nefna www. ticketmaster.co.uk undir krækjunni football. Hægt er að velja sæti á vellinum og fer miðaverð eftir því. Miðana er oft best að sækja í miða- söluna á leikdegi. Nokkrir Íslendingar leika með Lundúnaliðum. Heiðar Helguson sem spilar með Fulham, Hermann Hreiðarsson og Rúrik Gíslason með Charlton og Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson hafa gert garðinn frægan hjá Reading. Leikhús, söngleikir og fótbolti Morgunblaðið/Kristinn DÆMI ÚR FLÓRU SKEMMTANALÍFSINS Í LONDON VETURINN 2006–2007 Söngleikir: Chigago, Footloose, Les Miserable, Lord of the Rings, Sound of Music Leikrit: The Alchemist, Avenue Q, Love and Money, The Comedy of Errors, Don Juan in Soho. Óperur: Carmen, La Bohéme, The Cave, The Marriage of Figaro, The Queen of Spades. Ballett og dans: The Sleeping Beauty, Moxix: Lunar Sea, Cop- pélia. (Athugið að hver sýning er að- eins sýnd í fáeina daga). REYKVÍKINGAR eru ekki þeir einu sem eru svo lánsamir að hafa á sem rennur í gegnum höf- uðborg sína. Það fer reyndar fáum sögum af lax- veiði í Thames þeirra Lundúnabúa, a.m.k. ekki í miðborginni, en áin er sú önnur stærsta á Bret- landseyjum. Þó það sé löngu úrelt máltæki að vera sigldur má Lundúnafari fyrir engan mun missa af siglingu á Thames. Þannig sér hann borgina frá allt öðru sjónarhorni en frá árbakk- anum má sjá margar af fallegustu byggingum Lúnduna. Brýrnar yfir Thames eru svo kapítuli út af fyrir sig en þær eru um hundrað talsins frá ýmsum tímum og einstakur vitnisburður um bæði verkfræðilega kunnáttu og fjölbreyttan arkitektúr. Morgunblaðið/Ómar Thames Brýrnar yfir ána eru fjölbreyttar og siglingin bæði fróðleg og rómantísk. Sigling á Thames Fréttir í tölvupósti Vika á Florida kr. - ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, þjófavörn, flugvallargjald, einn tankur af bensíni, einn auka bílstjóri og skattar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 3 15 83 03 /2 00 6 Bíll úr flokki A 50 50 600 • www.hertz.is 17.800* Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta *Verð miðað við gengi 1. maí 2006.frá www.gisting.dk sími: 0045 3694 6700 Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.