Morgunblaðið - 31.08.2006, Side 28

Morgunblaðið - 31.08.2006, Side 28
Undanfarin misseri hefurmikið verið rætt og rit-að um hlutverk og stöðuÍbúðalánasjóðs á fast- eignamarkaði og sem virkur þátt- takandi í þróun efnahagsmála. Þessi umræða hefur öðru fremur einkennst af kröfum talsmanna bankastofnana um þörf á breyt- ingum á sjóðnum og hvatskeyttri gagnrýni á stöðu hans og áhrif á þróun efnahagsmála þjóðarinnar, án þess að fylgja þessum skoð- unum eftir með frekari rökum eða tilvísunum í fyrirliggjandi tölu- legar upplýsingar. Það er því eðlilegt að draga fram í dagsljósið nokkur atriði til að upplýsa þessa umræðu en þau sýna einnig ótvírætt að margar þeirra staðhæfinga sem settar hafa verið fram eru ekki einasta rangar heldur staðfesta gagn- stæða hluti. Íbúðalánasjóður starfar sam- kvæmt lögum nr. 44/1998 og þar er tilgangur starfsemi hans og hlut- verk skilgreint. Jafnframt hafa verið settar reglugerðir um nokkra þætti starfseminnar. Í lögunum eru einnig ákvæði um hvernig vextir af fasteignatryggðum veð- bréfum sjóðsins eru ákvarðaðir en þar segir m.a. að vextir séu ákvarðaðir „með hliðsjón af reglu- legum útboðum íbúðabréfa“ (Lög nr 44/1998, 21. gr. 3 mgr.). Þetta ákvæði bindur hendur stjórnar sjóðsins við ákvarðanir á vöxtum hans og því hafa breyt- ingar á stýrivöxtum Seðlabankans ekki bein áhrif þar á heldur mark- aðskjör verðtryggðra vaxta á hverjum tíma, en Íbúðalánasjóður hefur engin bein áhrif þar á. Innkoma bankanna fólst meðal annars í því að lækka vexti á fast- eignatryggðum lánum. Það er rétt að hafa í huga að þau lán voru ekki bundin við kaup á fasteign eins og lán Íbúðalánasjóðs. Af vaxtaþróun íbúðalána má sjá að bankarnir lækkuðu vexti af íbúðalánum í ágúst 2004 og voru lægri eða samhliða vöxtum Íbúða- lánasjóðs. Bankarnir fóru svo að hækka vexti í mars/apríl á þessu ári, sjá mynd 1. Efnahagslega ábyrgð hafa bankar nefnt sem eina ástæðu fyrir hækkun útlánavaxta en einnig ber að hafa í huga að lánakjör og aðgengi innlendra bankastofnana versnuðu til muna á þessu tímabili sem vafalaust hefur einnig haft áhrif á ákvarðanir þeirra um hækkun vaxta. Til að viðhalda langtíma efna- hagslegum stöðugleika og forðast óæskilegar sveiflur á íbúða- lánamarkaði er nauðsynlegt að skapa ákjósanlegar aðstæður og tryggt aðgengi að fjármagni. Þetta hefur verið hlutverk Íbúðalána- sjóðs, og forvera hans, undanfarin 50 ár. Bankarnir komu af miklum krafti inn á íbúðalánamarkaðinn um mitt ár 2004. Útlán þeirra náðu hámarki um 35 milljarða króna um haustið 2004 en eru í dag um 3,5 milljarðar króna á mánuði. Á sama tímabili hefur verð fasteigna á höf- uðborgarsvæðinu hækkað um rúm 50%. Slíkar sveiflur í útlánum kalla eðlilega á verðbreytingar eigna ásamt verðbólgu. Slíkar skamm- tímasveiflur eru óæskilegar á öll- um mörkuðum og kalla á erfiðleika í hagstjórn. Meðfylgjandi línurit í mynd 2 sýnir þessar sveiflur í útlánum bankanna glöggt og einnig að útlán ÍLS hafa verið nokkuð stöðug að meðaltali um fimm milljarðar á mánuði sl. 2 ár. Stjórnvöld hafa verið að glíma við vaxandi verðbólgu undanfarið og hafa gripið til ýmissa ráðstaf- ana til að hafa hemil á henni. Í júlí- byrjun sl. var hámarkslán Íbúða- lánasjóðs lækkað úr kr. 18 kr. 17 millj. og lánshlutfal úr 90% í 80%. Á lánum ban var aldrei neitt hámark á upphæð. Vextir Íbúðalána hafa einnig hækkað úr 4,1 4,70% til 4,95% á undanfö mánuðum. Eitt af þeim atriðum se lánasjóður hefur verið gag fyrir er lánshlutfall. Sitjandi ríkisstjórn sett stefnuskrá sína að á kjört yrði hlutfall lána til einsta vegna öflunar íbúðarhúsn hækkað úr 65% og 70% í 9 var ráð fyrir að þetta ákvæ stjórnarsáttmálans kæmi saman til framkvæmdar t marka þensluáhrif þessar ingar og að það yrði komið inn við lok kjörtímabilsins Þegar umræður stóðu u ar breytingar sumarið 200 irhugað var að stíga fyrsta vegna þeirra ákváðu bank bjóða fasteignaveðtryggð í stað allt að 80% en seinn Bakari eða smiður ? Eftir Guðmund Bjarnason, Jóhann G. Jóhannsson og Guðmund Guðmarsson »…arðsemiskrbankanna til s semi sinnar eru a gjörlega öndverð samfélagslegu hlu verki Íbúðalánasj fasteignamarkaði lög og reglugerði marka honum og semi hans. Guðmundur Bjarnason Jóhann G. Jóhannsson Guðmundur Guðmarsson Tekjuskiptingin á Íslandihefur gjörbreyst á síð-ustu tíu árum eða svo.Lengst af voru Íslend- ingar á svipuðu róli í skiptingu tekna og lífskjara og frændþjóð- irnar á hinum Norðurlöndunum (sjá t.d. bókina Íslenska leiðin, útg. 1999). Árið 2004 er Ísland hins veg- ar komið í hóp ójafnari þjóðanna í Evrópu og nálgast Bandaríkin óðfluga, en þeir hafa verið með ójöfnustu tekjuskipt- inguna í hópi ríku þjóð- anna á Vesturlöndum um langt árabil. Þetta eru mikil umskipti í þjóðfélagsmálum sem munu hafa marg- víslegar afleiðingar á komandi árum, ef þau verða til frambúðar. Margvíslegar vís- bendingar um þessa þróun hafa komið fram á síðustu árum og verið til umfjöllunar á fræðavettvangi og í fjölmiðlum. Opinber gögn frá bæði ríkisskattstjóra, fjár- málaráðuneyti og Hagstofu Íslands hafa sýnt að tekjuskiptingin á Ís- landi hefur orðið ójafnari á hverju ári sem liðið hefur frá og með miðjum tíunda áratugnum. Það eru mikil umskipti frá því sem áður var er tekjuskiptingin í þjóðfélaginu jafnaðist rólega eða stóð því sem næst í stað til lengri tíma. Á vegum Evrópusambandsins hafa í seinni tíð verið gerðar sam- hæfðar kannanir á tekjuskiptingu og lífskjörum (EU-SILC), þar sem betri samræming gagna hefur náðst en áður hefur þekkst. Alþjóð- legur samanburður tekjuskiptingar er því orðinn áreiðanlegri en fyrr. Á vegum OECD, Luxembourg Incomes Study Group og Alþjóða- bankans hefur einnig verið bætt úr gæðum gagna á þessu sviði. Evrópusambandið hefur nýlega birt á heimasíðu sinni samanburð- argögn um tekju- skiptingu í aðild- arríkjunum og ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins. Hagstofa Íslands gerir nú árlegar kannanir vegna þessa samstarfs Evrópuríkjanna og hafa fyrstu tölur Ís- lands fyrir árið 2004 verið birtar hjá Töl- fræðistofnun Evr- ópusambandsins (Eurostat) sem bráðabirgðatölur, með samanburði við Evrópuríkin. Þær virðast í ágætu samræmi við tölur Ríkisskattstjóra fyrir sama ár, sem Þorvaldur Gylfason pró- fessor hefur borið saman við fjöl- þjóðlegar tölur frá Alþjóðabank- anum. Á mynd 1 eru sýndar þessar nýj- ustu tölur Evrópusambandsins um tekjuójöfnuð á árunum 2003 og 2004, en að auki er áætluð tala fyr- ir Ísland árið 1995 til að gefa vís- bendingu um breytingarnar á Ís- landi. Tölurnar eru GINI-ójaf aðarstuðlar. Því hærri sem urnar eru því meiri er ójöf inn. Ísland hefur lengst af ásamt hinum Norðurlöndu bilinu 0,20 til 0,25, en telst 2004 vera með Gini-stuðul en það er afar mikil auknin þennan mælikvarða. Band eru með um eða yfir 0,40. tölur Ríkisskattstjóra fyri 2005 benda til að ójöfnuðu árinu 2005 hafi aukist jafn örar en á árunum á undan ing ójafnaðarins hér á land örari en sést hefur hjá öðr rænum þjóðum á síðustu t áratugum. Ef sama stefna rekin áfram þarf ekki mör viðbót til að tekjuskiptingi landi verði orðin álíka ójöf Bandaríkjunum. Það munu tíðindi um alla Evrópu og heiminum. Eins og sjá má á mynd 1 frændþjóðir okkar í Skand með hvað jöfnustu tekjusk inguna í Evrópu, eins og þ lengi verið. Í þeim hópi eru ríki eins og Slóvenía, Tékk Belgía og Lúxemborg. Þet hópur sem Íslendingar ha af tilheyrt. Við erum hins v orðin jafnfætis Bretlandi, þekkt er ásamt Bandaríkj Aukning ójafnaðar á Ísland Eftir Stefán Ólafsson » Aukning ójafnins hér á landi mun örari en sést hjá öðrum vestræ þjóðum. Stefán Ólafsson Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. 28 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MEÐFERÐ Í FANGELSI ÍMorgunblaðinu í gær kemur fram,að Fangelsismálastofnun óskaðiárið 2003 eftir fjárframlagi frá Al- þingi til að setja á stofn meðferðar- deild fyrir fíkla í fangelsinu á Litla- Hrauni. Það fé fékkst ekki. Í máli Val- týs Sigurðssonar fangelsismálastjóra kemur fram að í fyrra hafi stofnunin óskað eftir 44 milljónum króna til nýrra verkefna, þar á meðal til að fjölga meðferðarúrræðum fyrir fanga í fíkn. Fimm milljónir fengust. Nú ligg- ur fyrir beiðni stofnunarinnar um 21 milljón króna til að koma slíkri deild á fót innan fangelsisins. Fjárlaganefnd Alþingis mun fjalla um þá beiðni á næstu vikum. Valtýr Sigurðsson vekur jafnframt athygli á því í blaðinu í gær að nefnd Evrópuráðsins um varnir gegn pynt- ingum og ómannúðlegri eða vanvirð- andi meðferð hafi í tveimur síðustu heimsóknum sínum til Íslands gagn- rýnt skort á meðferðardeild. Í nýjustu skýrslu nefndarinnar sé sérstaklega gagnrýnt að sú tilraun, sem hófst fyrir nokkrum árum, skyldi aflögð vegna fjárskorts. Það er mikilvægt að spara í ríkis- fjármálum. En hvaða afleiðingar hefur sá sparnaður, að útvega föngum á Litla-Hrauni ekki fíkniefnameðferð á meðan þeir eru í fangelsi? Mennirnir eru fyrir vikið meira og minna í vímu meðan á fangavistinni stendur, losna með öðrum orðum ekki úr því ástandi, sem er undirrót glæpanna, sem þeir sitja inni fyrir. Talið er að 60–70% fanga séu fíklar. Þegar þeir koma úr afplánun, er reynt að koma þeim í með- ferð, en er það þá ekki of seint? Margir þeirra byrja strax aftur að brjóta af sér, með tilheyrandi líkams- og eigna- tjóni fyrir aðra, kostnaði fyrir heil- brigðiskerfið, löggæzluna – og svo fangelsin, þegar þeim er stungið inn aftur. Ætli sá kostnaður sé ekki meiri en 21 milljón? Plássleysi á Litla-Hrauni stendur árangursríkri fíkniefnameðferð fanga sömuleiðis fyrir þrifum. Í samtali við Sigurjón Birgisson, formann Fanga- varðafélagsins, í Morgunblaðinu í gær, kemur fram að þeir, sem vilji losa sig við fíknina, eigi erfitt með slíkt ef þeir séu á sömu deild og menn, sem eru í bullandi neyzlu. „Ég hef séð menn undir áhrifum fíkniefna sem eru eins og villidýr. Um leið og þeir losna út úr þessu þá eru þetta bara menn eins og ég og þú. Þetta er hrikalegur djöfull að draga. Ég myndi segja að hægt sé að hjálpa meirihluta þessara manna sem sitja inni, bara ef aðstæður væru fyrir hendi,“ segir Sigurjón. Í svari íslenzkra stjórnvalda við at- hugasemdum og ráðleggingum nefnd- arinnar um varnir gegn pyntingum og ómannúðlegri eða vanvirðandi með- ferð eftir heimsókn hennar hingað til lands 2004 segir að ríkisstjórn líti á það sem „gífurlega mikilvægt mál“ að fangar hafi aðgang að fíkniefnameð- ferð meðan á afplánun þeirra stendur og að áætlun um slíkt hafi verið útbúin. Er þá ekki ráð að fara að aðhafast í málinu? MARKMIÐ EÐA MERKIMIÐAR Iðulega vakna spurningar um það ípólitískri umræðu á Íslandi hvort skipti meira máli, merkimiðinn eða innihaldið. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra sagði í erindi, sem hann flutti á fundi Rótarýklúbbs Austurbæjar fyrir viku, að ræða þyrfti hvort hér væri nauðsynlegt að stofna leyniþjónustu og hvernig það yrði gert ef um það næðist pólitísk samstaða. Í hugum margra er orðið leyniþjón- usta bannorð. Merkimiðinn virðist gera innihaldið ótækt. Þó er það svo að innihaldið og markmiðið er í þessu til- felli að miklu leyti óskilgreint. Engum dylst að hér á landi þarf ákveðið eftirlit að fara fram. Ísland stendur ekki fyrir utan umheiminn. Ís- land er ekki ónæmt fyrir umheimin- um. Eiturlyf flæða inn í landið. Skipu- lögð glæpastarfsemi getur hæglega teygt anga sína til Íslands ef hún hefur ekki gert það nú þegar. Vitaskuld vona allir að hér verði aldrei framin hryðju- verk, en ekki er þar með sagt að skyn- samlegt sé að útiloka að það geti gerst. Það hlýtur að vera eðlilegt að nú verði rætt af alvöru um það hvernig brugðist verði við og með ákvörðun Bandaríkjamanna um að kveðja varn- arliðið á Keflavíkurflugvelli heim hef- ur verið hnykkt á þeirri nauðsyn. Sú umræða á ekki að snúast um merkimiða, heldur markmið og leiðir. Hvert á hlutverk slíks eftirlits að vera? Hvaða upplýsingum ber að safna saman? Hvernig ber að tryggja að upplýsingunum verði ekki bara safnað saman, heldur að þær nýtist til for- varna? Ekki þarf síður að huga að því hvernig beri að takmarka eftirlit. Stjórnvöld allt í kringum okkur hafa verið gagnrýnd fyrir að ganga það langt í að koma á fót eftirlitssamfélagi að vegið hefur verið að hornsteinum réttarríkisins. Það þarf að skilgreina með hvaða hætti eftirlit á að fara fram, hvaða leyfi þarf til að mega til dæmis hlera síma og hverjir eigi að hafa að- gang að upplýsingunum. Hver á að fylgjast með þeim sem fylgist með? Í nágrannalöndunum eru það ýmist þjóðþing eða dómstólar, sem fylgjast með leyniþjónustu og öryggislögreglu, nema hvort tveggja sé. Hvaða leið vilj- um við fara? Björn Bjarnason var spurður um notkun orðsins leyniþjónusta og í Morgunblaðinu á mánudaginn svaraði hann því til að hann hefði þar átt við þjóðaröryggisdeild, sem fjallað er um í skýrslu um hryðjuverkavarnir á Ís- landi og kynnt var í sumar. Ef vandað verður til þess að und- irbúa stofnun slíkrar deildar og sér- staklega verður tekið fyrir að mann- réttindi og ákvæði um persónufrelsi verði virt, gildir einu hvort notaður verður merkimiðinn leyniþjónusta eða þjóðaröryggisdeild. Aðalatriðið verð- ur aldrei merkimiðinn, heldur mark- miðið og innihaldið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.