Morgunblaðið - 31.08.2006, Side 33

Morgunblaðið - 31.08.2006, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 33 og veifar í kveðjuskyni. Hann var einstakur á sinn hátt. Blessuð sé minning hans. Runólfur Gunnlaugsson. Látinn er Þorsteinn Kristjánsson, 91 árs að aldri. Okkur hjónin langar í örfáum orðum að minnast gamals vinar. Steina höfum við þekkt alla tíð síðan okkar góðu vinir, Gústa, dóttir Steina, og Gaui eiginmaður hennar fluttu í Ljósheima 6 fyrir fjörutíu árum. Við áttum öll margar góðar stundir saman, og þá sérstak- lega í hestamennskunni. Steini var einstakt ljúfmenni, þægilegur og yf- irvegaður, og í umgengni hans við hestana kom vel fram gott hjartalag hans og hlýja. Steini var ávallt með góða hesta og kunni góð tök á þeim. Reiðtúrar með Steina, Gústu og Gauja og Hilmari Ólafssyni, sem nú er látinn, eru ógleymanlegir og farnar voru ófáar ferðirnar um heið- arnar í kring. Oft var farið í Mos- fellsbæ og nutu allir samvistanna, bæði menn og hestar. Innilegustu samúðarkveðjur okkar til fjölskyld- unnar. Minningin um góðan félaga og mætan mann mun lifa. Katrín og Guðmundur. Þéttur á velli og þéttur í lund, þrautgóður á raunastund. Þannig munum við vinkonurnar Þorstein Kristjánsson sem við flest- ar kynntumst er við vorum í barna- skóla. Við komum oft á heimili hans og Siggu konu hans því við höfðum bundist vináttu við Nínu eldri dótt- ur þeirra og hafa þau tengsl haldist æ síðan. Pabbi hennar Nínu var sút- ari og það þótti okkur skrítið, viss- um varla í þá daga hvað það var, síð- an fór hann að vinna með hjólbarða og það var eitthvað nær okkar raun- veruleika. Síðan vann Steini sjálf- stætt og stofnaði eigið fyrirtæki sem hann rak af miklum dugnaði og dafnaði það vel. Þau hjónin voru samhent um að skapa traust og ást- ríkt heimili fyrir dætur sínar tvær og vorum við ætíð velkomnar þang- að. Það var mikill missir fyrir Þor- stein þegar Sigríður féll frá fyrir 19 árum en hann tókst á við það með góðri hjálp dætra sinna og þeirra fjölskyldna og hélt heimili alveg eins og áður, hélt hefðum og fjölskyldu- boðum. Hann hlúði að börnum sín- um og barnabörnum enda sóttust þau mjög eftir að vera í félagsskap hans. Hann var ótrúlega heilsu- hraustur og náði að vinna við fyr- irtækið fram á áttræðisaldurinn og eftir að dóttursonurinn og nafni hans hafði tekið við rekstrinum var hann ætíð tiltækur. Fundum okkar fækkaði eins og gengur þegar allir stofna sín heimili en fastur punktur var að hitta Steina í afmæli Nínu. Ætíð urðu þá fagnaðarfundir og fannst manni hann yngjast frekar en hitt, var léttur á sér, alltaf glaður og broshýr og mundi alla hluti mjög vel. Er saumaklúbburinn okkar ásamt mökum okkar fagnaði tíma- mótum þann 20. ágúst s.l. var ákveðið að rétt líta inn hjá honum til að heilsa upp á hann. Þarna stóð hann 91 árs, teinréttur og fallega klæddur sem alltaf, heilsaði okkur brosandi og með blik í sínum fallegu brúnu augum og bauð okkur til stofu sem enn var fín og fáguð og öllu vel við haldið. Það fór ekki fram hjá okkur hvernig hann hafði nostr- að við heimilið og garðinn alla tíð. Í líflegu spjalli við hann bar m.a. á góma hvort hann myndi nú ekki hafa jólaboðið fyrir alla fjölskylduna á jóladag eins og alltaf áður en hann sagðist nú ekki viss um það. En á þeirri stundu var hans tími kominn og stundaglas hans útrunnið. Hann kvaddi þetta líf með bros á vör, með myndina af Siggu sinni sér við hlið og allan hópinn í kring um sig. Hann fékk ósk sína uppfyllta með að kveðja heima. Við þökkum fyrir samferðina og trausta vináttu og óskum honum góðrar heimkomu. Elsku Nína, Ágústa og fjölskyld- ur ykkar. Fyrir hönd saumaklúbbs- systra og maka okkar vottum við ykkur innilega samúð. Megi allar góðar minningar um góðan mann lifa. Blessuð sé minning hans. Bjarney og Hertha. ✝ Kristín Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 22. júní 1929. Hún lést á Vífilsstöðum 6. ágúst síðastlið- inn. Hún var dóttir hjónanna Guð- mundar Guðjóns- sonar, vélstjóra í Reykjavík, f. 10. desember 1883, d. 16. júní 1978, og Guðrúnar Jóns- dóttur húsfreyju, f. 7. júní 1901, d. 10. maí 1977. Systkini Kristínar eru Munda Kristbjörg, f. 27. sept- ember 1926, maki Helgi Ólafsson, Alfons, f. 10. ágúst 1930, maki Anna Þorleifsdóttir, og Dóra Íris, f. 12. maí 1938, d. 30. janúar 1999. Kristín giftist 31. desember 1950 Stefáni Eysteini Sigurðssyni bifvélavirkja, f. 27. mars 1926. Foreldrar hans voru Sigurður Pétursson, umsjónarmaður vita, f. 17. febrúar 1890, d. 3. febrúar bjó þar alla ævi. Hún stundaði nám í Miðbæjarskólanum á ár- unum 1937-1943, Kvennaskól- anum í Reykjavík 1943-1947 og í Húsmæðraskólanum árið 1948. Þá vann hún ýmis verslunar- og skrifstofustörf, auk þess sem hún sá um tímakennslu fyrir börn í Smáíbúðahverfinu og vann á leik- skólum Reykjavíkurborgar. Árin 1983-1986 stundaði hún nám við Fósturskóla Íslands og á sama tíma, eða 1983-1989 stundaði hún nám við Menntaskólann við Hamrahlíð og lauk stúdentsprófi þaðan 60 ára gömul. Kristín starf- aði lengi við skóladagheimili Breiðagerðisskóla og þá hafði hún gaman af söng og var lengi félagi í Skagfirsku söngsveitinni. Á síðustu árum var Kristín rúmliggjandi vegna veikinda, fyrst á Landspítala í Fossvogi og síðan á Vífilsstöðum þar sem hún lést í byrjun ágústmánaðar. Kristín verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. 1958, og Margrét Björnsdóttir, f. 26. desember 1899, d. 10. apríl 1983. Börn Kristínar og Stefáns Eysteins eru: 1) Sig- urður Mar, f. 27. október 1950, kvænt- ur Soffíu Helga Magnúsdóttur, eiga þau fjögur börn og þrjú barnabörn. 2) Guðmundur Skúli, f. 6. nóvember 1952, var kvæntur Hólm- fríði Guðrúnu Páls- dóttur og eiga þau þrjá syni og tvö barnabörn. 3) Gunnar Helgi, f. 27. desember 1957, var kvæntur Sæunni Halldórsdóttur og eiga þau tvo syni. 4) Guðrún Margrét, f. 27. ágúst 1959, í sambúð með Paul Siemelink og eiga þau tvær dætur. 5) Andri, f. 20. október 1972, í sambúð með Hörpu Maríu Örlygsdóttur og eiga þau tvö börn. Kristín ólst upp í Reykjavík og Mig setti hljóða þegar mér barst fregnin um að hún Didda væri dáin, þótt ég telji víst að hún hafi verið hvíldinni fegin. Eftir síðasta heila- blóðfallið gat hún hvorki tjáð sig, borðað né farið ferða sinna hjálpar- laust en aldrei missti hún samt kímni- gáfuna og léttu lundina sína, það sást glöggt í augum hennar og fasi hvert sinn sem við heimsóttum hana á Víf- ilsstaði. Ég kynntist tengdamóður minni fyrrverandi þegar ég kom inn á heimili hennar í Steinagerði, 15 ára gömul unglingsstúlka, fyrir rúmum 35 árum. Frá þeirri stundu tókst með okkur mikill og góður vinskapur sem hélst alla tíð og aldrei féll skuggi á, öll þessi 35 ár sem nú eru liðin. Didda var einstök kona, lífsglöð, kát, gefandi og ákaflega skemmtileg heim að sækja. Þær voru ófáar stund- irnar sem ég sat í eldhúskróknum hjá henni í Steinó, þar sem við ræddum um heima og geima, börnin okkar, líf- ið og tilveruna, spiluðum, hlógum, sungum og grétum, allt eftir því hvernig á stóð hverju sinni. Didda var jákvæð og sérlega minnug. Hún hafði yndi af því að segja sögur, semja ljóð, segja brandara og rifja upp skemmti- legar minningar og hló þá sínum smitandi hlátri svo ekki var hægt annað en að taka undir með henni. Á sínum yngri árum hafði hún yndi af því að ferðast um landið með Eysteini manni sínum og börnum og maður kom sjaldan að tómum kofunum hjá henni þegar rætt var um land og þjóð. Didda fylgdist vel með þjóðmál- um, var fróð um menn og málefni án þess að vera bundin einhverri póli- tískri línu og hún hafði gjarna þann háttinn á að vera á öndverðri skoðun við viðmælandann, svona til að hleypa fjöri í umræðurnar. Hún náði ein- staklega vel til barna, kunni ótal sög- ur og ljóð sem hún lék þá með miklum tilþrifum, börnunum til ómældrar ánægju. Um tíma var hún með tíma- kennslu í kjallaranum í Steinagerð- inu sem hún var ákaflega stolt af og talaði oft um. Í þeim sama kjallara byrjuðu fjögur af börnunum hennar fimm að búa og þar hóf ég minn bú- skap með syni hennar. Ég lærði margt af tengdamömmu fyrstu bú- skaparárin mín. Í kjallaranum í Steinó tók ég fyrst slátur með Diddu og Margréti tengdamóður hennar og sá siður hélst í a.m.k. 20 ár. Didda hafði gaman af því að halda veislur, sagðist samt alltaf vera með tíu þum- alfingur, svo það féll oft í minn hlut að útfæra hugmyndir hennar í köku- skreytingum og öðru þvíumlíku en þar vantaði ekki ímyndunaraflið og hugmyndirnar. Á sextugsaldri settist Didda á skólabekk í öldungadeild MH og eftir mikla eljusemi tók hún þaðan stúd- entspróf árið sem hún varð sextug. Á sama tíma stundaði hún nám við Fósturskólann, lauk þaðan leikskóla- kennaraprófi og starfaði m.a. sem forstöðukona á skóladagheimili eftir það. Með þessu vildi hún sanna fyrir sjálfri sér og öðrum hvers hún væri megnug og á þeim árum ræddum við oft saman um nám hennar og vinnu. Þá sagði hún mér að hún hefði helst af öllu viljað verða leikkona eða rit- höfundur og í báðu held ég að hún hefði sómt sér afskaplega vel, en ör- lögin ætluðu henni annað. Didda var ekki alltaf allra þrátt fyrir glaðværð og mikla kímnigáfu. Hún var hispurslaus og blátt áfram, lá ekki á skoðunum sínum og vildi helst eiga síðasta orðið. Hún hafði gaman af tvíræðum bröndurum og hló mest ef henni tókst að hneyksla fólk smávegis. Tepruskap kunni hún ekki að meta og oft gerði hún í því að reyna að hneyksla fólk og fá við- brögð. En umfram allt þá var hún heilsteypt, glaðlynd, hreinskilin og góð manneskja sem skilur eftir sig stórt skarð hjá okkur sem eftir lifum og áttum þess kost að kynnast henni. Didda mun ávallt eiga stórt pláss í mínu hjarta og drengjanna minna þriggja og hennar er sárt saknað. Við minnumst allra skemmtilegu sam- verustundanna, útileguferðanna, heimsóknanna til hennar og Eysteins í Steinó og þeirra til okkar bæði hér- lendis og erlendis, hannyrðanna hennar og lopapeysanna sem hún prjónaði margoft á alla fjölskyldu- meðlimina, randalínanna, kleinanna og þannig má lengi telja. Minningin um Diddu mun lifa með okkur um ókomna framtíð. Elsku Skúli, Andri, Guðrún, Gunni, Siggi, Eysteinn og fjölskyldur, guð blessi ykkur öll og styrki í sorg ykkar. Blessuð sé minningin um Kristínu Guðmundsdóttur. Hólmfríður. Á fallegum ágústdegi kvaddi Didda amma mín þetta líf og þó að ég hafi vitað að það væri farið að styttast í kveðjustundina er maður aldrei und- irbúinn þegar kallið kemur. Ég mun alltaf minnast sterku skoð- ananna hennar ömmu og ófáar voru þær sögurnar og brandararnir sem hún sagði okkur bræðrunum, þegar við vorum litlir. Á unglingsárunum hjólaði ég oft í Steinó og sat í eldhús- inu hjá ömmu, borðaði kleinur og skiptist á tvíræðum bröndurum við hana, sem hún átti ógrynni af. Í þau skipti sem ég heimsótti hana, undir lokin, á spítalann, þegar ég kom heim frá Svíþjóð, var amma alltaf ótrúlega hress að hitta, þrátt fyrir veikindin. Hún ljómaði eins og sól, þegar ég kom með Marcus litla, aðeins sex mánaða gamlan og mér finnst vænt um núna að hún náði líka að sjá yngri son minn, Victor, í júlí í sumar, aðeins mánuði áður en hún dó. Þar kom enn og aftur í ljós hversu auðvelt hún átti með að nálgast börn, því hann sat í rúminu hjá henni og þau hlógu og skríktu saman, hvort á sinn hátt. Ég kem til með að sakna ömmu mikið en vona bara að hún hafi það betra þar sem hún er núna. Blessuð sé minning hennar. Páll og fjölskylda. Elsku amma. Þú hafðir alltaf svo gaman af að fylgjast með hvað við vor- um að gera. Núna ertu komin á betri stað og við vitum að þú munt halda áfram að vaka yfir okkur. Þú munt alltaf vera næst hjartanu okkar og lifa í minningunni. Langt úr fjarlægð, elsku amma mín, ómar hinsta kveðja mín til þín. En allt hið góða er ég hlaut hjá þér ég allar stundir geymi í hjarta mér. Ég man frá bernsku mildi og kærleik þinn, man hve oft þú gladdir huga minn og glæddir allt hið góða í minni sál, að gleðja aðra var þitt hjartans mál Af heitu hjarta allt ég þakka þér þínar gjafir , sem þú veittir mér. Þín blessun, minning býr mér ætíð hjá og björtum geislum stráir veg minn á. (Höf. ók.) Blessuð sé minning þín, elsku amma. Garðar og Hjörtur. Kristín Guðmundsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, dóttir, systir og tengdadóttir, DÓRÓTHEA ELÍSA JÓNASDÓTTIR, Hamrabyggð 2, Hafnarfirði, sem lést á heimili sínu að morgni föstudagsins 25. ágúst, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar- kirkju föstudaginn 1. september kl. 13.00. Sigurður Kristinsson, Sólveig Helga Sigurðardóttir, Hlynur Jóhannsson, Sigurbjörg Kristín Sigurðardóttir, Sólveig Einarsdóttir, Helgi Einarsson, Ragnheiður Helgadóttir, Runólfur Bjarnason, Matthildur Helgadóttir, Harpa Helgadóttir, Árni Örn Jónsson, Sigurbjörg Vigfúsdóttir, Kristinn Torfason. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR SAMÚELSDÓTTIR, Eskihlíð 11, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 9. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar B 7, Landspítala í Fossvogi, fyrir einstaka umönnun og hlýju. Sigríður Erlingsdóttir Wilson, Samúel Örn Erlingsson, Ragna Ragnarsdóttir, Brynjúlfur Erlingsson, Margrét Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, DAGBJÖRT TORFADÓTTIR, Hjallastræti 12, Bolungarvík, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði föstudag- inn 25. ágúst. Jarðarför hennar fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 2. september klukkan 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur Halldórsson. RAGNHEIÐUR ÁSA RAGNARSDÓTTIR ANDERSON, síðast búsett í Mc Kinney, Texas, Bandaríkjunum, lést á heimili sínu sunnudaginn 20. ágúst. Bálför hefur farið fram að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, María Ragnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.