Morgunblaðið - 31.08.2006, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 31.08.2006, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 37 skipti. Ég á mjög erfitt með að með- taka þá staðreynd að eiga ekki eftir að sitja á móti þér í morgunkaffinu og plana vinnudaginn, ræða við þig um tónlist sem var jú ástríða þín eða liggja úti á köldum haustmorgni að reyna að ná gæsum í morgunflug- inu. Ég held að ég hafi aldrei séð þig jafn ánægðan og þegar við veiddum okkar fyrstu gæsir saman, fyrir norðan í Hjaltadalnum, við hlógum alla leið heim í kofann. Þú varst ánægðastur úti í nátt- úrunni og alltaf fyrstur til að stinga upp á jeppaferð eða tjaldferðalagi og sást svo nánast einn um að halda uppi stemningu með kassagítar og söng. Þér tókst undantekningalaust að fá alla með þér í fjörið. Þessir hæfileikar voru sannarlegar öfunds- verðir. Þú hafðir einnig þann dýrmæta eiginleika að geta séð spaugilegu hliðina á flestum vandamálum og var þess vegna alltaf svo auðvelt að koma til þín ef eitthvað lá þungt á manni, tókst á því með þeim hætti að manni leið alltaf betur eftir á og vandamálið sýndist minna en áður. Þú hefur reynst mér traustur vin- ur alla tíð, gegnum súrt og sætt, en hvort að slíkan vin maður finni oftar en einu sinni á ævinni verður tíminn að leiða i ljós. Orð fá ekki lýst hversu mikið við eigum öll eftir að sakna þín, Siggi minn, það hefur stórt skarð mynd- ast í tilveru okkar allra sem seint verður fyllt. Það eru forréttindi að hafa þekkt þig, elsku drengur, og ég er betri maður fyrir vikið. Þinn vinur, Baldur Freyr Gústafsson. Þegar maður sest niður til að setja staf á blað í minningu látins vinar þá finnst manni ótækt annað en að lýsa því hvers konar mann- eskja þar var á ferð. Sigga verður ekki gert skil án þess að minnast á hversu einstaklega myndarlegur drengur hann var. Siggi var einnig sérstaklega skemmtilegur og ljúfur strákur. Honum var margt til lista lagt og hvort sem það var knatt- spyrna, útreiðar, gítarspil, veiðar eða hvað eina annað, allt virtist það liggja fyrir honum. Þá var hann mikill gleðigjafi og hrókur alls fagn- aðar og sóttist fólk í miklum mæli í hans félagsskap. En orð mín eru máttvana fædd þegar slíkum gull- mola er lýst og fæ ég það ekki betur gert en þegar ég segi að allir strák- ar vilja vera eins og hann og allar stúlkur vilja fá mann eins og hann. Ég minnist þess er ég kynntist Sigga en það var á okkar fyrsta ári í Menntaskólanum í Kópavogi. Ég fann strax hversu almennilegur drengur þar var á ferð sem lagði sig í líma við að koma vel fyrir. Mikil velvild einkenndi samskipti okkar fyrstu árin en ég fór þó ekki að kynnast honum almennilega fyrr en það tók að líða á seinnihlutann á dvöl okkar í skólanum. Fór svo að ég og Siggi dimmiteruðum saman í lok árs 2001 en sama dag fluttum við sameiginlega ræðu fyrir hönd fé- lagsfræðibrautarinnar í MK. Hefur sú minning alltaf verið í heiðri höfð hjá mér og ekki síður er við fórum í sameiningu niður í skóla og var til- kynnt það stuttu fyrir útskrift að við hefðum náð öllu og myndum fylgja hópnum á hinum háa herrans degi. Mikil bjartsýni og gleði ríkti í okkar hjarta og við héldum hátíðlega upp á daginn. Sumarið eftir fór ég í heimsókn til Sigga og Hilmars Pét- urs en þeir höfðu ákveðið að flytjast til Danmerkur bróðurpartinn af sumrinu. Það var einstaklega skemmtilegur tími og hafði Siggi verið búinn að læra á gítar og var gaulað hástöfum á hverju kvöldi við undirspil frá kappanum. Bættust margir góðir drengir úr Kópavog- inum í hópinn, enda Hróarskelduhá- tíðin í fullu fjöri og mjög gestkvæmt hjá félögunum. Þetta var hins vegar hvorki mín fyrsta né síðasta ferð með Sigga, því árið áður höfðum við félagarnir farið í útskriftarferð til Krítar. Þá fór ég einnig með Sigga ásamt Hilmari Pétri til Spánar fyrr í sumar. Hvern hefði grunað að það myndi verða okkar hinsta ferð sam- an? Elsku vinur, ég vil þakka þér fyr- ir kynnin og allar þær góðu stundir sem ég hef átt í þínum félagsskap, þeirra verður ævinlega minnst. Að endingu vil ég votta foreldrum og fjölskyldu Sigga mína dýpstu samúð. Kári Ólafsson. Allt of snemma hefur yndislegur strákur, Siggi vinur okkar yfirgefið þennan heim. Við áttum svo margar góðar stundir saman, sem verða að minningum sem hjálpa okkar á tím- um sorgar og saknaðar. Siggi hreif alla með sér í lífsgleði sem smitaði út frá sér, sama hvort væri grár mánudagsmorgunn eða diskóball með dansi og gamani. Hann var þessi hressi og skemmti- legi sem strákarnir litu upp til og stelpurnar dáðust að. Við eyddum hverjum degi með Sigga og vina- hópnum úr Þinghólsskóla, á daginn var það skólinn, á kvöldin var það oftar en ekki eitthvert útihangs, yf- irleitt voru strákarnir á fótboltaæf- ingum og við á kóræfingum en á endanum skyldum við ramba á sama staðinn, sama hvort það var fyrir ut- an Kársnesskóla, inní félagsmið- stöðinni Ekkó, eða úti við hitablást- urinn hjá sundlauginni. Um helgar var það svo videogláp, bíóferðir þar sem strætóferðirnar fram og til baka tóku yfirleitt lengri tíma en myndin sjálf eða tjaldgist- ingar úti í görðum sem enduðu sem náttfatapartý vegna kulda. Að ógleymdum hinum fjörugu skóla- og fermingarferðalögum. En sama hvaða furðulegi hangi- staður eða óvenjulega uppátæki varð fyrir valinu, lentum við í æv- intýrum, hlógum og nutum þess að vera til. Eftir gaggó tók hópurinn að fara í ólíkar áttir og hittast sjaldnar og sjaldnar, en reglulega hittum við þó Sigga og strákana aftur, rifjuðum upp gamla tíma og deildum þeim nýju. Við héldum smá ,,reunion“ þegar Siggi fékk lánaðan bústaðinn hjá foreldrum sínum fyrir nokkrum árum og var frábært að verja þar tíma saman á ný. Þar var Siggi prýðilegur gestgjafi, sýndi okkur svæðið um miðja nótt, kenndi okkur að skauta á lopasokkum í kraftgöll- um og hvernig best væri að grilla pulsur klukkan 5 á nóttu í miklu frosti. Algjör ævintýraferð þar. Á síðustu árum hefur sambandið ekki verið mjög mikið, þó alltaf hafi verið jafn gaman að hitta Sigga okkar aft- ur og skiptast á fréttum og hvers- dagssögum. Elsku Siggi, við söknum þín og þökkum fyrir yndislegar stundir sem við áttum saman. Við biðjum góðan Guð að hjálpa fjölskyldunni á þessum erfiðu tímum og passa upp á Sigga okkar og gefa honum ham- ingju á nýjum stað. Minninguna um Sigga varðveitum við í hjörtum okkar um ókomna tíð. Steinunn og Tinna. Oft er spurt ef þú ættir að lýsa einhverju með einu orði hvaða orð yrði það þá. Ef ég ætti að lýsa Sig- urði Rúnari Þórissyni með einu orði þá yrði það auðvelt. Orðið yrði gam- an því alls staðar þar sem Siggi var, þar var gaman. Í fljótu bragði rifja ég upp tvær sögur þar sem við vorum staddir í mjög svo leiðinlegum aðstæðum án þess þó að minningarnar um þær séu leiðinlegar. Slíkum aðstæðum er sjaldnast lýst sem skemmtilegum en þér tókst einhvern veginn alltaf að láta fólkið í kringum þig skemmta sér vel. Fararstjóri á tunglinu er starf sem þér hefði án efa tekist að sinna með ágætum vegna þess að aðstæður skiptu ekki máli þegar þú varst með í för, það var alltaf gam- an. Þín verður alltaf minnst sem hróks alls fagnaðar og með gleði í hjarta fyrir þá tíma sem við áttum saman ásamt miklum söknuði yfir þeim tímum í ókominni framtíð þar sem þú verður ekki til staðar. Því sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur til allra þinna nán- ustu því að meiri missi er ekki hægt að hugsa sér í þessum heimi. Stefnir Agnarsson. ✝ Ásta Krist-insdóttir fædd- ist í Reykjavík 4. júlí 1917. Hún lést á hjartadeild Land- spítalans hinn 18. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Árna Margrét Þorvaldsdóttir Andersen frá Skálanesi á Mýr- um, f. 18. sept 1897, d. 1991, og Kristinn Júlíus Markússon, f. 5. mars 1894 í Reykjavík, d. 16. maí 1973. Ásta ólst upp með móður sinni og stjúpa, Mogens Löve Andersen, ásamt fimm hálfsystkinum. Aðeins eitt þeirra er á lífi í dag, Mary And- ersen, f. 23. maí 1926. Ásta giftist 1935, Jakobi Lín- dal Jósepssyni, f. 24. apríl 1917, d. 27. des. 1993. Börn þeirra eru: 1) Reynir Jak- obsson, f. 22. nóv. 1936. 2) Gréta Hulda Hjart- ardóttir, f. 30. jan. 1938. 3) Hilmar Jakobsson, f. 18. mars 1940. Seinni maður Ástu var Haukur Hólmsteinn múrari, f. 26. feb. 1917, d. 25. júlí 1964. Synir þeirra, Haukur Birgir Hauksson, f. 16. mars 1944, d. 30. júlí 1973; Rúnar Hauksson, f. 10. júlí 1946; og Hörður Sævar Hauksson, f. 21. sept. 1951. Af- komendur Ástu eru 63 talsins. Ásta stundaði ýmis störf. Síð- ustu starfsárin hjá útgáfufélagi Vikunnar og fleiri tímaritum. Ásta verður jarðsungin frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku mamma, mig gat ekki órað fyrir því að það væri í síðasta sinn sem ég sæi þig á lífi, þegar ég kom í heimsókn til þín á spítalann þann 18. Þú talaðir um að þú fengir kannski að fara heim á Hrafnistu eftir helgi. En svona er lífið, enginn veit sinn næturstað. Ég var send í fóstur til móðursyst- ur þinnar Ólafíu Þorvaldsdóttur og manns hennar Hjartar Guðbrands- sonar. Þarna átti ég góða æsku. En aldrei varst þú langt frá mér. Ég á margar góðar minningar frá þeim tíma er ég kom í heimsókn til þín og strákanna. Það var stundum erfitt að vera eina stelpan innan um fimm stráka. Þeir voru ekki alltaf ánægðir að hafa stelpu með í fótbolta eða öðrum þeim leikjum sem strákar voru mest í. En þetta voru bræður mínir og mér þótti mjög vænt um þá alla. Elsku mamma, þú varst ótrúlega dugleg, kvartaðir aldrei, þótt þú værir sárþjáð. Tvisvar lærbrotnaðir þú, þetta er að lagast, var viðkvæðið, ekkert mál. Sumir eru ver haldnir en ég. Í mörg ár bjóst þú ein í Bláhömr- um. Þú varst mjög dugleg að fara í Kolaportið, þó að þú þyrftir að taka þrjá strætóa. Þú sagðist alltaf hitta einhverja sem þú þekktir. Þegar heilsu fór að hraka og þú áttir erfitt með að vera ein þá lögðust allir á eitt þannig að þér gæti liðið sem best. Hilmar kom og var hjá þér, þó svo að hann yrði að sofa á gólfinu. Síðustu tvo mánuðina varst þú á Hrafnistu. Svo kom reiðarslagið hjartað gaf sig, kannski ekki skrítið, búin að strita mikið alla tíð. Það er erfitt að kveðja, en ég veit að nú líður þér vel, elsku mamma. Þín dóttir Gréta. Ég vil segja nokkur kveðjuorð til minningar um elskulega tengdamóð- ur mína Ástu Kristinsdóttur sem við söknum svo sárt. Við kveðjum þessa yndislegu og ljúfu konu sem reyndist mér svo góð tengdamóðir og amma barnanna minna. Við erum aldrei undir það búin þegar kallið kemur frá æðri máttarvöldum. Við Ásta höfðum báðar þá lífsreynslu að hafa þurft að kveðja eitt af börnunum okkar langt um aldur fram. Mér fannst hún alltaf svo sterk og hugljúf þó svo að lífshlaup hennar hefði orðið mér um megn. Elskulegi maðurinn minn, systkini þín og börnin, megi Guð vera með ykkur öllum. Í vináttu jafnt sem í ást sækjum við æ í félagsskap þar sem okkur leyfist að vera að fullu og öllu við sjálf. (André Maurois.) Megi Guð umlykja þig í sínum örmum að eilífu. Þín tengdadóttir Elsabet Sigurðardóttir. Elskulega Ásta amma mín hefur kvatt okkur. Spor ömmu í lífinu voru ekki alltaf létt en hún hafði svo ein- staka lund að hún gat tekið lífinu með mátulegum hátíðleika. Húmor- inn hennar smitaði langt út frá sér og fékk ég oft að njóta yndislegra stunda með henni þar sem mikið var hlegið og gantast. Fyrstu minning- arnar sem koma upp í hugann eru frá því ég var lítil í heimsókn hjá ömmu og voru það senjoríturnar í flottu kjólunum, fossalampinn sem hreyfðist og koppurinn hennar undir rúminu sem vöktu mesta athygli. Næstu áratugina sankaði ég að mér ótal fallegum minningum um Ástu ömmu mína og þær mun ég geyma í hjarta mér að eilífu. Kærastar eru minningarnar frá þeim tíma er ég bjó heima hjá henni fyrstu mennta- skólaveturna mína. Amma gerði allt sem hún gat til að mér gæti liðið vel við þröngar aðstæður og verður það aldrei fullþakkað. Okkur leið vel saman í Suðurhólunum og Bláhömr- unum og fannst mér svo gaman að þrífa allt hátt og lágt heima hjá henni áður en hún kom úr vinnu og heyra svo í henni ánægjuróminn þegar hún kom heim. Á kvöldin sátum við oft við sjónvarpið og borðuðum kókos- bollur sem hún keypti í Kolaportinu, það var sko uppáhald hjá okkur báð- um. Eftir að ég fór að búa sjálf með frumburðinn minn kom hún nær daglega við í bæjarröltinu sínu, fékk sér kaffi og spjallaði heil ósköp. Hún hafði gaman af að spjalla og hitta fólk, hún amma mín, og það var alltaf gaman að vera nálægt henni. Ásta amma var líka afskaplega hreinskilin en það var aldrei hægt að taka því illa, hún amma var bara þannig. Dill- andi hláturinn hennar lífgaði upp á allt og jákvætt viðhorf hennar til lífs- ins var einstakt. Þrátt fyrir að líkami hennar væri orðinn gamall og lúinn síðustu mánuðina var andinn alltaf léttur og stutt í húmorinn. Elsku fallega amman mín, ég þakka þér allt sem þú hefur kennt mér frá því ég kom í þennan heim. Þú mátt vera stolt af því sem þú skil- ur eftir þig og mun ég ávallt muna þig með bros í hjarta. Guð geymi þig, amma. Með eilífri ást. Þín sonardóttir, Særún. Hér blundar hún, sem birtu og ljós oss bar um langa stund, og kærleik veitti og vann í trú sitt verk með fúsri mund. Því vekst nú upp svo ótal margt frá ára langri braut, um hennar starf og táp og tryggð og trú í sæld og þraut. Guð gleðji þig á himni há og huggi oss grætta á jörð, uns seinna í dýrð hans sjáumst vér með sælli þakkargjörð. (F. Friðriksson.) Elskuleg kona hefur kvatt okkur. Kynni okkar „Ástu ömmu“ eins og börnin mín kölluðu hana alltaf, hóf- ust fyrir nærri fjörutíu árum er ég kom inn í fjölskylduna hennar. Ásta sýndi mér alla tíð mikla hlýju og elsku og umfram allt einlæga vin- áttu. Hún var einstaklega skapgóð og það fylgdi návist hennar gleði og kátína. Hún naut þess að hafa fólk í kring- um sig og það var alltaf notalegt að kíkja inn í kaffisopa í Bláhamrana. Í hvert sinn er við hittumst var mikið spjallað og hlegið, hún vildi fylgjast með barnabörnunum og þeirra fjöl- skyldum. Þeim var hún góð amma og þau minnast hennar með þakklæti. Og það voru líka góðar samveru- stundirnar sem hún og mamma áttu saman, þegar þær hittust í afmæl- isboðum hjá fjölskyldum okkar. Fyr- ir þetta allt þakka ég henni. Ég þakka öll árin sem við höfum átt saman, allar samverurnar og öll hlýju faðmlögin hennar. Yndisleg kona hefur fengið hvíld- ina. Veri hún Guði falin. Innilegar samúðarkveðjur til barna hennar og annarra aðstand- enda. Rúna Gunnarsdóttir. Ásta Kristinsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar alla útgáfudag- ana. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir há- degi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan tiltekins skila- frests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningar- greinar Helluhrauni 10, 220 Hf., sími 565 2566, www.englasteinar.is Englasteinar Fallegir legsteinar á góðu verði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.