Morgunblaðið - 31.08.2006, Síða 42

Morgunblaðið - 31.08.2006, Síða 42
|fimmtudagur|31. 8. 2006| mbl.is Staðurstund Leikararnir Matt Dillon og Mar- isa Tomei eru stödd hér á landi í tilefni af frumsýningu mynd- arinnar Factotum á IIFF. » 47 kvikmyndir Baggalútur er kominn á toppinn á Tónlistanum. Kemst hann hærra? Pottþétt er nú í öðru sæti. » 46 tónlist Spánarfljóðið lætur bíða eftir sér en tiplar loks innum garðhliðið og setur stefnuna á hvíta tjaldið þarsem viðtalið fer fram. Henni er pínulítið brugðið ogvottar fyrir vandræðasvip þegar ég kynni mig sem blaðamann frá Íslandi. Það þýðir væntanlega að landar mín- ir, sjónvarpsstjörnurnar í Strákunum, eru búnir að fá sitt viðtal. Penélope Cruz leikur aðalhlutverkið í Volver, nýjustu mynd spænska leikstjórans Pedros Almodóvars, en hún á, eins og fleiri spænskir leikarar, honum að hluta heimsfrægð sína að þakka. Cruz er fædd í Madríd á Spáni, dóttir kaup- manns og hárgreiðslukonu, og hóf þar leiklistarferil sinn fimmtán ára gömul. Ein af hennar fyrstu myndum var Ósk- arsverðlaunamyndin Belle Epoque sem kom út 1992 og vann til fjölda verðlauna. Geysivinsæl mynd Pedros Almo- dóvars, Todo sobre mi madre eða Allt um móður mína, kom Cruz loks á heimskortið árið 1999 en þar fór hún með hlut- verk afvegaleiddrar nunnu. Hlutverk hennar á móti Tom Cruise í Vanilla Sky gerði svo útslagið um heimsfrægð hennar hratt og örugglega, ekki síst vegna ástarsambands þeirra. Samband þeirra var sannkallað slúðurblaðafóður allt þar til yfir lauk og stimplaði það nafn Cruz vandlega inn í huga fólks. Sigurstranglegust í Cannes Volver (Snúið aftur) fjallar um kraftmiklar konur sem þurfa að takast á við afar óvenjulegar uppákomur í lífi sínu og líkt og mörgum fyrri verka Almodóvars var myndinni vel tekið á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Þótti jafnvel sig- urstranglegust lengi vel. Státar hún af sterkum leik- kvennahópi sem sést best á því að dómnefnd kvik- myndahátíðarinnar í Cannes í vor þótti við hæfi að veita þeim öllum leikkonuverðlaun Gullpálmans. Raimunda, sem Penelope Cruz leikur, á unglingsdóttur (Yohana Cobo) sem hún er tilbúin til að vaða eld og brenni- stein fyrir. Systir hennar er hárgreiðslukonan Sole (Lola Duenas) en foreldrar þeirra dóu í eldsvoða. Móðir þeirra (Carmen Maura) tekur að birtast systur sinni (Chus Lamp- reave) og síðar Sole dóttur sinni en það eru Raimunda og nágrannakona hennar (Blanca Portillo), sem hún þarf að gera upp við. Sótt til Sophiu Loren Raimunda minnir um margt á hlutverk hinnar ítölsku Sophiu Loren þegar hún var upp á sitt besta. Það er ekki einungis sláandi hversu útlitinu, barminum og hárgreiðsl- unni svipar til hennar heldur einnig hreyfingum, fatnaði og fasi. Ætli Cruz hafi meðvitað sótt í smiðju ítölsku gyðj- unnar? „Þessi tiltekni karakter þurfti að líta svona út. Mun- úðarfullt útlit hennar er nauðsynlegt því að áhorfendur verða að geta gert sér í hugarlund hvað gerðist í lífi hennar þegar hún var ung stúlka að taka út kvenlegan þroska. Þeg- ar við vorum að þróa þetta útlit leituðum við mjög fanga í kvenpersónum ítalskrar kvikmyndagerðar. Við vorum undir áhrifum þaðan enda táknuðu margar þeirra móðurhlut- verkið,“ segir Cruz með sínum hnausþykka spanjólahreimi, án þess að vilja tjá sig frekar um lánin. „Við skulum segja að það hafi hjálpað mér mikið að beina orkunni niður í mjaðm- ir, bætir hún þó við.“ Hún segist hafa gengið mjög nærri sér við persónusköp- unina og þótt hlutverkið krefjandi. „Tilfinningahliðin á hlut- verkum sem þessu getur tekið mjög á mann en ég reyni mitt besta til að upplifa í raun allar tilfinningar persónunnar sem ég leik. Ég vil ekki þurfa að leita í persónulega reynslu til dæmis til að kalla fram tár. Enda er ég þurrausin eftir vinnudaginn og líður eins og dauðyfli. Mamma á það stundum til að verða hrædd um mig þegar ég kem heim náhvít, eins og draugur. Þetta tel ég að sé ástæðan fyrir því að ég þarf að taka mér góðan hvíldartíma á milli bíómynda. Ég vil gjarnan fá sem flest hlutverk af þessu taginu en þau eru krefjandi og ég er ör- magna eftir slík hlutverk.“ Hafði Raimunda þá mikil áhrif á þig? „Já, ákaflega mikil. Fyrstu vikurnar eftir að tökum myndarinnar lauk var ég algjörlega óþolandi, alltaf að skrifa Pedro og hringja í hann. Það reyndist mér erfitt að aðlagast mínu venju- bundna lífi aftur án Raimundu. Var eiginlega hálfgert áfall. Ég hef aldr- ei lent í þessu áður, að vilja hrein- lega ekki aftengja mig hlutverk- inu.“ Fóðraður rass Hvað með annan undirbúning fyrir hlutverkið? Í myndinni er til að mynda áhrifarík sena þar sem Raimunda er við uppvask og heyrst hefur að það hafi þurft að stækka á þér botninn fyrir hlut- verkið? „Jú ég fór reyndar að vaska meira upp heima hjá mér en það hef ég ekki þurft að gera nema stöku sinnum. Það var því ekki um annað að gera en að æfa sig og vaska upp fjöldann allan af diskum til að uppvaskið kæmi sem best út í myndinni. Auk þess varð ég að taka þónokkra matreiðslutíma því ég hef ekki eldað mat í fjölmörg ár. Og það er rétt að ég þurfti að venjast því að ganga með fóðraðan rass. Pedro þótti nauðsynlegt að þyngja á mér afturendann til að fá meiri jarðteng- ingu. Í sama tilgangi bað hann mig að lækka tóninn í rödd Raimundu. Það merkilega er, að ég fann strax betri jarðtengingu með þessum breytingum.“ Hvað með sönginn hennar, er hann þinn? „Nei,“ segir hún hlæjandi. „Ég væri samt til í það einn góðan veðurdag að þjálfa mig upp í að gera söngvamynd, þar sem ég gæti bæði dansað og sungið. Mér þætti það æðislegt enda á ég tals- verðan dansferil að baki. Slíkt tækifæri hefur þó ekki gefist enn.“ Á kvikmyndahátíð IIFF er nýjasta afrek Pedros Almodóvars sýnt, myndin Volver, með Penelope Cruz í aðalhlutverki. Soffía Haraldsdóttir hitti leikkonuna að máli í Cannes, þar sem myndin var frumsýnd og vakti verðskuldaða athygli. tónleikaferð Íslenskt þungarokk í útrás til Grænlands. Hljóm- sveitin Pan leggur í víking. » 46 frumsýning Gerald Butler verður við frumsýningu á Bjólfs- kviðu í Háskólabíói í kvöld. » 48 Óður Pedros til kvenna Morgunblaðið / Halldór Kolbeins myndlist „… verk ýmissa listamanna sem endurspegla listáhuga Sævars Karls og opinn hug.“ Anna Jóa dæmir sýninguna. » 45

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.