Morgunblaðið - 31.08.2006, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 31.08.2006, Qupperneq 43
Almodóvar er ekki þekktur að tepruskap og í einu atriðinu ert þú til dæmis mynduð á klósettinu. Hvað finnst þér um slíkt? „Ég sé ekkert athugavert við það að pissa í einu atriði myndarinnar,“ segir hún og gerir sér upp móðursýk- isrödd: „Guð minn góður, fólk á eftir að átta sig á því að ég pissa eins og annað fólk.“ Hún hlær. „Ég hugsa ekki svona. Því raun- verulegra sem hlutverkið er, þeim mun meiri andagift fyllist ég yfir því. Pedro hefur jafnvel beðið mig að raka af mér allt hárið í mynd sem hann er að skrifa. Ég mun gera það, svo lengi sem atriðið er hættulaust fyrir mig.“ Nú er þetta þín þriðja kvikmynd með Pedro Almodóvar og þú hefur samkvæmt þessu tekið að þér hlut- verk í ykkar fjórðu mynd saman. Hvað veldur? Eigið þið sérlega gott með samstarf? „Pedro horfir á mig og hann veit hvað ég er að hugsa. Oft veit ég líka upp á hár hvað hann er að hugsa. Það er merkilega römm taug á milli okk- ar, eins konar andlegt samband sem hefur verið til staðar allt frá því við kynntumst fyrst. Raunar fann ég fyr- ir þessum tengslum áður en ég kynntist honum. Þau voru nokkur skiptin, þegar ég var ung stúlka, sem ég fann á mér að hann mundi verða á vegi mínum, sem varð svo raunin. Hann kannski gekk framhjá mér á götu, var í sama kvikmyndahúsi eða diskóteki. Og þegar hann óskaði fyrst eftir að fá að starfa með mér þá rætt- ist langþráður draumur minn.“ Fleiri myndir með Pedro Hver verður næsta mynd ykkar? „Næsta mynd með Pedro – hann er reyndar búinn að biðja mig að vera í tveimur sögum en ég veit ekki hvora hann gerir fyrst eða hvernig hann skrifar hana. Hann hefur talað meira um aðra þeirra en ég hef ekki séð neitt handrit. Þetta mun þó verða erf- iðasta hlutverk sem ég hef leikið og opnunaratriði myndarinnar verður það öflugasta sem sést hefur. Ég hef hrokkið upp af værum blundi af áhyggjum yfir hvort ég eigi yfirleitt taka þátt í því. En ég mun samt gera það. Samband okkar Pedros gerir það að verkum að ég treysti mér til þess að ganga lengra með honum en öðrum leikstjórum. Hann hefur margoft fengið mig til að gera eitt- hvað sem mér hefur þótt hræðilegt og ógnvekjandi. Og hann hefur aldrei svikið mig heldur verið til staðar þeg- ar ég þarf á því að halda.“ Hann hefur sagst sækja persónu- sköpun kvennanna í Volver mjög til móður sinnar og fleiri hörkukvenna í heimabæ sínum. Þekktirðu móður hans? „Ég hitti hana í kvöldverðarboði þar sem Spánarkonungur var að heiðra Pedro fyrir störf sín. Hún sagði mér söguna af því þegar Pedro sagði upp starfi sínu hjá Telefonica til að freista gæfunnar á sviði kvik- mynda og hversu órótt henni hafi ver- ið við þá ákvörðun hans. Hún sagðist hafa reynt að leiða honum fyrir sjónir hversu mikið öryggi væri fólgið í starfi hans hjá símafyrirtækinu. Hann hefði beðið hana að hafa ekki áhyggjur.“ Á undanförnum árum hefurðu reynt fyrir þér í enskumælandi kvik- myndum en í Volver virtist sem þér veittist auðveldara að leika á spænsku? „Móðurmálið stendur hjarta mínu vitanlega næst. Hlutverk á öðrum tungumálum þýða mun fleiri vinnu- stundir auk þess sem því fylgir ákveðin spenna, en ég hef leikið á fjórum tungumálum, einnig á frönsku og ítölsku. Hins vegar hef ég gaman af að takast á við slíkt, þó svo að ég geri sjálfri mér ekki auðvelt fyrir í þessum efnum. Það er eðlilegt að enskan, sem mitt annað tungumál, sé ekki jafn þægileg viðureignar og spænskan en þetta lagast með hverri mynd, hverju hlutverki sem ég fer með á ensku. “ Ertu sátt við þau tækifæri sem þú hefur fengið í bandarískum kvik- myndum? „Ég hef aðeins starfað sex ár í Am- eríku en 16 ár í Evrópu. Evrópubúar hafa þar af leiðandi kynnst betur því sem ég get gert. Ég hef verið heppin með hlutverk í Ameríku en vonast til að geta fengist við flóknari persónu- sköpun þar í framtíðinni.“ Ræðir ekki einkalífið Fyrir nokkrum árum áttir þú í sambandi við einn af þekktustu leik- urum heims og því fylgdi mikil fjöl- miðlaathygli … Penelópa pakkar strax í vörn, áður en næst að klára spurninguna, og hálfhvæsir á mig að þetta komi Volv- er ekkert við. Hún vilji aldrei ræða einkalíf sitt í fjölmiðlum. … Telur þú að þessi skyndilega heimsathygli hafi breytt miklu fyrir þig, til hins betra eða verra? „Nei, ég skal segja þér hvernig þetta var,“ segir hún og hvessir aug- un. „Þegar ég var 16 eða 17 ára lék ég í Jamón, Jamón sem sló í gegn á Spáni og víðar um Evrópu. Eftir það lék ég í Belle Epoque og í kjölfarið þurfti ég að takast á við frægðina. Ég var mjög ung og frægðin ruglaði mig talsvert í ríminu. Sumir hófu mig upp til skýjanna og aðrir rifu mig niður. Fljótlega varð mér ljóst að ég mátti hvorki trúa því slæma né því góða. Það var mín leið til að vernda mig gegn þessu. Svo fór ég að vinna í Frakklandi og Ítalíu og loks í Ameríku. En þetta er allt hluti af einum og sama ferlinum. Aðeins lítill hluti fjölmiðla, hvort sem er í Am- eríku eða Evrópu, hefur áhuga á málum sem þessum. Blaðamenn sem koma hingað til Cannes vilja kynna sér kvikmynd- irnar en hafa hreint ekki áhuga á að hnýsast í einkalíf okkar.“ Hún kveð- ur fast að orði en lýkur þar með skammarræðunni. Kölluð amma Hvað með fjölskyldulíf, viltu eign- ast stóra fjölskyldu? „Einungis ef að minnsta kosti helmingur barnanna er ættleiddur. Ef ekki, þá sé ég ekki tilganginn með að fæða mörg börn í heiminn. Ég vildi þó gjarnan fæða eitt, kannski tvö börn sjálf. Ég hef reyndar mjög sterka verndartilfinningu og eignist ég bara eitt barn gæti það orðið aum- ingjans barninu ofviða. Ég er svona við alla sem mér þykir vænt um. Vinir mínir kalla mig „ömmu“ vegna þess að ég þreytist ekki á að passa upp á þá. En mig langar virkilega mikið til að ættleiða börn og það yrði jafnvel í forgangi.“ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 43 Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00 Umboðsmenn um land allt Njarðvík 421 8808 Akranesi 431 1376 Höfn í Hornafirði 478 1990 Reyðarfirði 474 1453 Akureyri 464 7940 E N N E M M / S ÍA / N M 2 3 18 6 HEFUR ÞÚ REKIST Á BETRA TILBOÐ? Í TILEFNI 35 ÁRA AFMÆLIS NISSAN Á ÍSLANDI BÝÐUR INGVAR HELGASON ÓTRÚLEGT REKSTRARLEIGUTILBOÐ* Á ÖLLUM NISSAN BÍLUM ÞÚ FÆRÐ MEIRA FYRIR MINNA MEÐ NISSAN *Innifalið í rekstrarleigu er smur- og þjónustueftirlit skv. þjónustubók. Rekstrarleiga getur tekið gengisbreytingum myntkörfu fjármögnunarfyrirtækis. Leiga miðast við 39 mán. og 65 þús. km. Nissan X-Trail Elegance 50.918 kr. á mánuði m/vsk. Nissan Pathfinder SE sjálfskiptur 75.300 kr. á mánuði m/vsk. Nissan Note Tekna sjálfskiptur 32.069 kr. á mánuði m/vsk. Nissan Patrol Elegance 80.757 kr. á mánuði m/vsk. Nissan Micra beinskiptur 24.753 kr. á mánuði m/vsk. » Og það er rétt að égþurfti að venjast því að ganga með fóðraðan rass. Pedro þótti nauð- synlegt að þyngja á mér afturendann til að fá meiri jarðtengingu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.