Morgunblaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 47
menning
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
Traustur kaupandi óskar eftir einbýlishúsi í Fossvogi.
Staðgreiðsla í boði.
Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson.
EINBÝLISHÚS Í FOSSVOGI ÓSKAST -
STAÐGREIÐSLA
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
Við leitum að 200-300 fm skrifstofuhúsnæði, staðgreiðsla
í boði.
Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson.
ÓSKUM EFTIR SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
Traustur kaupandi óskar eftir 500-700 fm skrifstofuhúsnæði á einni
hæð á einhverjum framangreindra staða.
Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson
SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI VIÐ BORGARTÚN,
SKÚLATÚN EÐA Í MÚLAHVERFI ÓSKAST
50% afsláttur
af gallafatnaði
Gallabuxur háar
í mittið st. 38-48
Gallabuxur lágar upp
st. 25-30
Gallakvartbuxur
Gallapils st. 36-48
Laugavegi 54
sími 552 5201
Helgar-
brjálæði
Magnea Sverrirsdóttir, löggiltur fasteignasali
GRANDAVEGUR - RÚMGÓÐ
Mjög glæsileg 91 fm 3ja
herbergja íbúð á 3. hæð
í nýlegu húsi við
Grandaveg. Eignin
skiptist í hol, baðherb.,
tvö herbergi, eldhús,
stofu og borðstofu.
Sameiginlegt þvottahús
á hæð. Sérgeymsla í
kjallara og sameiginleg
hjólageymsla. Vandaðar
innréttingar og gólfefni.
V. 23,7 m. 5995
Afmælisþakkir
Hjartans þakkir fyrir heimsóknir, gjafir og
skeytasendingar í tilefni af 100 ára afmæli
mínu þann 9. ágúst sl.
Drottinn blessi ykkur öll.
Guðrún Jónsdóttir.
OPNUNARMYND Alþjóðlegu kvik-
myndahátíðarinnar í ár, hin banda-
ríska Factotum, er byggð á sam-
nefndri skáldsögu eftir skáldið og
utangarðsmanninn Charles Bu-
kowski. Í myndinni nefnist að-
alpersónan Henry Chinaski (Dillon),
það breytir engu, í myndinni jafnt
sem sögunni er umfjöllunarefnið
dagar í lífi drykkjumannsins sem er
ómögulegt að lifa eðlilegu, fastmót-
uðu lífi. Undir niðri brennur óstöðv-
andi þorsti og þörf á að skrifa, móta
hugsanir á blað, orðin hrópa á útrás
og líf í vínlegnum huga Chinaskis.
Chinaski er nánast rekinn úr einni
vinnunni í aðra, störfin eru ekki
beysin, hann keyrir út ís, vinnur lag-
erstörf, á reiðhjólaverkstæði, þrífur
skrifstofur, stendur við færiband í
matvælaverksmiðju. Engu að síður
reynast þau honum um megn.
Ofan á ömurlegan vinnudaginn
leggst óslökkvandi áfengisfíknin og
lýsir Factotum innri baráttu Bu-
kowskis einkar sannfærandi með
ómissandi hjálp stórleikarans Dillons
í strembnu hlutverki þar sem hann
er nánast í mynd frá upphafi til enda.
Dillon ljær skáldinu nauðsynlega
virðingu, áhorfandinn greinir sárs-
aukann og finnur til með því þegar
það skröltir í gegnum vonbrigði
dagsins með því að festa armæðuna á
blað með sínum jaðarhúmor og
drabbi sem heldur manninum gang-
andi.
Á hverju sem gengur kemur Chin-
aski jafnan niður á fæturna, þótt þeir
séu dálítið óstöðugir stundum. Dillon
túlkar Chinaski/Bukowski gjör-
samlega án meðaumkvunar, á „við-
felldinn“ hátt, ef svo má segja um
mann sem lifir og hrærist í áfeng-
ismettuðu umhverfi íhlaupavinnu,
nöturlegra knæpa og subbulegra
leigukytra. Áhorfandinn greinir jafn-
an í gegnum móðuna listamanninn
sem er stærri og sterkari en róninn.
Þar greinir á milli túlkunar Dillons
og Mickeys Rourkes, sem dró upp
brattari og sælli mynd af skáldinu í
hinni almenningsvænu Barfly (’87),
enda allt aðrar áherslur lagðar til
grundvallar hjá Barbet Schroeder en
Norðmanninum Bent Hamer, sem
skrifar handritið og leikstýrir Fact-
otum. Þeim Hamer og Dillon tekst að
komast undir skinnið á persónunni
og áhorfandanum, við blasir sól-
undað líf sem ber alltof fátæklegan
ávöxt. Leikkonurnar sem túlka kon-
urnar í lífi Chinaskis eru utanveltu
en nauðsynlegar til að fylla út í mynd
um þjáða sál sem veltist áfram á
alkóhóli, nikótíni og löngun til að
móta orð.
Þrátt fyrir berangurslegt efni og
umgjörð; rónastræti Los Angeles,
tekst Dillon að halda manni föngnum
og sýningartíminn er úti áður en
maður veit af. Factotum verður fyrst
og fremst minnst fyrir afrek Dillons,
þeim sem vilja kynnast betur geggj-
un skáldsins er bent á smásögurnar
hans og hina ógleymanlegu Storie di
ordinaria follia (Tales of Ordinary
Madness), sem Ítalinn Marco Ferr-
eri gerði með snillingnum Ben Gazz-
ara í hlutverki Bukowskis, og Or-
nellu Muti, sem stóðst honum
snúninginn.
Skáld í strætinu
Reuters
Óstöðvandi þorsti „Þrátt fyrir berangurslegt efni og umgjörð, rónastræti
Los Angeles, tekst Dillon að halda manni föngnum og sýningartíminn er
úti áður en maður veit af,“ segir Sæbjörn Valdimarsson í dómi sínum.
Sæbjörn Valdimarsson
KVIKMYNDIR
IIFF: Smárabíó
Leikstjóri: Ben Hamer. Aðalleikarar:
Matt Dillon, Lili Taylor, Marisa Tomei,
Fisher Stevens, Didier Flamand, Adri-
enne Shelly, Tom Lyons. 95 mín. Banda-
ríkin 2005.
Factotum ALÞJÓÐLEGA kvikmyndahátíðin Iceland Film Festi-
val hófst í gær með frumsýningu kvikmyndarinnar
Factotum sem byggð er á samnefndri skáldsögu Charl-
es Bukowskis. Í tilefni af því var boðað til blaðamanna-
fundar á Hótel Nordica þar sem aðalleikararnir Matt
Dillon og Marisa Tomei voru viðstaddir, auk leikstjóra
og framleiðanda myndarinnar. Meðal þess sem kom
fram á fundinum var að á tímabili stóð til að Matt Dill-
on kæmi til Íslands til að leika hlutverk í kvikmyndinni
Cold Fever eftir Friðrik Þór Friðriksson, en Jim Stark,
sem framleiðir Factotum, framleiddi einnig Cold Fe-
ver. Ekkert varð hins vegar úr því þar sem hlutverk
Dillons var strikað út úr handritinu. Dillon sagði einnig
að hann hefði verið mikill aðdáandi Bukowskis og lesið
allt eftir hann á sínum yngri árum. „Ég hélt reyndar að
verið væri að biðja rangan mann um að túlka Bukowski
og leit ekki á sjálfan mig sem slíka manngerð,“ sagði
Dillon. Á myndinni eru frá vinstri Ísleifur B. Þórhalls-
son, framkvæmdastjóri IFF, Jim Stark framleiðandi,
Matt Dillon, Marisa Tomei og leikstjórinn Bent Hamer.
Stjörnufans á Hótel Nordica
Morgunblaðið/RAX