Morgunblaðið - 31.08.2006, Page 48

Morgunblaðið - 31.08.2006, Page 48
48 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F. OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 OPIÐ HÚS Í DAG KL.17–18.30 LANGHOLTSVEGUR 22 – EINBÝLI Gullfallegt og algjörlega end- urnýjað einbýli á 2 hæðum ásamt rúmgóðum bílskúr. Efri hæð: Forstofa, gestanyrting, 2 stofur, eldhús og borð- stofa, Neðri hæð: Vinnuher- bergi, geymsla, baðherbergi, þvottahús, gangur, forstofa og 3 svefnherbergi. Nýtt gegnheilt parket á stofum og herbergjum, ný vönduð inn- rétting og tæki (burstað stál) í eldhúsi, allt nýtt í baðherbergjum, upphengd wc, nuddhornbaðkar, náttúru- flísar á gólfum. Hús og þak tekið í gegn í fyrra, gluggar og gler nýlegt. Stór bílskúr með vatni, hita og bílskúrshurðaopnara. Stór hornlóð. Afstúkuð sól- baðsverönd á lóðinni. Verð 52 millj. Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÉG ÆTLA Á ÍMYNDAÐ STEFNUMÓT Í KVÖLD, GRETTIR SORG- LEGT! MEIRA AÐ SEGJA ÍMYND- UNAR AFLIÐ ÖRVÆNTIR NEI, ÉG HELD EKKI AF HVERJU? ÞAÐ VAR MIÐUR. EF HÚN HEFÐI FÆÐST ÞAR ÞÁ HEFÐI HÚN FENGIÐ ALLAR NÍU SINFÓNÍUR BEETHOVENS ÓKEYPIS FÆDDIST SYSTIR ÞÍN Á LANDS- SPÍTALANUM? VIÐ SKULUM PRÓFA BYSSUNA MIÐAÐU HENNI Á MIG OG HUGSAÐU UM PTERODACTYL ÉG GET HRÆTT ALLT HVERFIÐ!!! SVO ÞEGAR LÖGGAN KEMUR ÞÁ GETURÐU BREYTT MÉR AFTUR Í STRÁK ER ÞETTA EINHVERS- KONAR PADDA? NEI, ÉG ER AÐ TALA UM FLJÚGANDI RISAEÐLU. EKKI SKJÓTA EF ÞÚ VEIST EKKI HVAÐ ÞETTA ER! ÞAÐ ER KOMINN TÍMI Á „HVERSDAGS- SKATTINN“ HVAÐ ÁTTU VIÐ MEÐ „HVERSDAGSSKATT“ ÞAÐ ER EINFALDLEGA SKATTUR SEM ÞÚ BORGAR Á HVERJUM DEGI MIKIÐ ERTU GAMALDAGS GRÍMUR. ÉG ER BARA MEÐ ÞRÁÐLAUST ÚFF! HVAÐ ERAÐ ABBY? ÉG SAGÐI MÖMMU AÐ ÉG MUNDI SJÁ UM FÖSTUHÁTÍÐINA. VEISTU HVAÐ ÞAÐ ER MIKIL VINNA? VIÐ HJÁLPUMST BARA AÐ AUÐVITAÐ! VIÐ GETUM HJÁLPAST AÐ AÐ ÞRÍFA, ÉG ELDA OG ÞÚ FERÐ MEÐ BORÐBÆNINA Á ÉG AÐ FARA MEÐ BORÐBÆNINA!!! RÓLEGUR ÉG SÉ ÞIG ÞÁ Í MAT Á EFTIR, PETER ÞÚ MEINAR AÐ ÞÚ SJÁIR KÓNGU- LÓARMANNINN MUNDU BARA AÐ ÞYKJAST VARLA ÞEKKJA HANN! BÍDDU BARA ÞANGAÐ TIL ÞÚ HEYRIR NÝJU HUGMYNDINA UM ÁSTAR- ÞRÍHYRNINGA Á MILLI MÍN, HANS OG PETER Galasýning á dýrustu mynd Ís-landssögunnar, Bjólfskviðu, fer fram annað kvöld í Háskólabíói á vegum IFF-kvikmyndahátíð- arinnar sem nú stendur yfir. Holly- wood-leikarinn Gerard Butler verð- ur meðal gesta ásamt fleirum aðstandendum myndarinnar en Butler er rísandi stjarna vestra. Í öðrum hlut- verkum eru Ingvar E. Sig- urðsson, Stellan Skarsgard og Sarah Polley. Almennar sýningar á myndinni hefjast á morgun. Fólk folk@mbl.is Eitt vinsælasta námskeiðEndurmenntunarstofn-unar Háskóla Íslands síð-ustu ár er námskeið Tryggva Sigurbjarnarsonar, Verk- efnastjórnun I, en næstu námskeið verða kennd 6. og 7. september: „Þetta er grunnnámskeið þar sem farið er yfir grundvallaratriði fræði- greinarinnar. Að námskeiðinu loknu eiga nemendur að þekkja nokkuð vel til verkefnastjórnunar og hvernig má beita fræðunum, og hafa til- einkað sér þá grundvallarhugsun sem liggur að baki farsælli verk- efnastjórnun,“ segir Tryggvi en hann hóf að kenna Íslendingum verkefnastjórnun eftir að hafa lært undir leiðsögn Morten Fangel. Tryggvi segir verkefnastjórn- unarnámið njóta sívaxandi vinsælda: „Gaman hefur verið að fylgjast með þróun námskeiðsins frá því ég byrj- aði að kenna það fyrst fyrir röskum 20 árum, en þá var almennt álitið að nám af þessu tagi hentaði einungis verkfræðingum og tæknifræðingum. Með tímanum hafa æ fleiri stéttir uppgötvað kosti námsins og séð að beita má fræðunum við hvers konar starfsemi sem hefur einkenni verk- efnis. Þróunin sést til dæmis á því að margar stofnanir og fyrirtæki hafa endurskipulagt starfsemi sína, ekki samkvæmt hefðbundnu píramída- skipulagi, heldur samkvæmt verk- efnisskipulagi. Nú er svo komið að mest áberandi eru á námskeiðinu fólk úr fjármálageiranum, hugbún- aðargeiranum og stjórnsýslu.“ Námskeið Tryggva spannar tvo daga en einnig býður Endurmennt- unarstofnun upp á enn ítarlegra nám í verkefnastjórnun sem kennt er yfir tvær annir: Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun: „Á því námskeiði sækjumst við helst eftir nemendum sem hafa bæði vissa grunnmenntun úr háskóla og reynslu úr atvinnulíf- inu. Árangursrík verkefnastjórnun byggist á bæði áætlunargerð og eft- irfylgni sem og mannlegum sam- skiptum og er farið ítarlega í þessa þætti á námskeiðinu,“ segir Tryggvi. „Þetta nám hefur sömuleiðis verið mjög vinsælt, en á skólaönninni sem nú er að hefjast sóttu 90 manns um 30 laus pláss.“ Þá hefur Tryggvi tekið þátt í að koma á laggirnar meistaranámi í verkefnastjórnun hjá verkfræðideild Háskóla Íslands. Námið er til tveggja ára og gerir forkröfur til nemenda bæði um menntun og reynslu á vinnumarkaði. „Við höfum kennt námið í eitt ár og útskrifum næsta vor fyrstu nemendurna með meistaragráðu frá verkfræðideild, og verða þeir í stakk búnir til að gera stóra hluti á sviði verk- efnastjórnunar, bæði á vinnumark- aði og einnig á akademískum vett- vangi.“ Nánari upplýsingar um námskeið Endurmenntunarstofnunar HÍ má finna á slóðinni www.endurmennt- un.is. Upplýsingar um meistaranám í verkefnastjórnun er á slóðinni www.mpm.is Menntun | Námskeiðið Verkefnastjórnun I Vinsælasta námskeið Endurmenntunar  Tryggvi Sig- urbjarnarson fæddist á Þing- borg í Árnes- sýslu 1935. Hann lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum á Laugavatni 1954 og námi í raforkuverkfræði frá Tækniháskólanum í Dresden 1961. Tryggvi starfaði sem raf- veitustjóri á Siglufirði, stöðv- arstjóri í Soginu og loks yfirmaður yfir háspennulínum hjá Lands- virkjun. Í 14 ár starfrækti Tryggvi verkfræðistofuna Rafteikningu hf. ásamt öðrum en hefur frá árinu 1898 unnið við verkefnastjórnun og skylda starfsemi, bæði sem ráðgjafi og kennari. Tryggvi er kvæntur Siglinde Sigurbjarnarson, verk- fræðingi og bókasafnsfræðingi, og eiga þau þrjú börn og átta barna- börn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.