Morgunblaðið - 31.08.2006, Page 56
SÍÐASTA kerið í kerskála 3 í álveri
Alcan í Straumsvík verður gangsett í
dag en taka varð öll ker skálans úr
rekstri hinn 19. júní eftir að straum-
laust varð í skálanum. Viðgerðir hafa
gengið mun hraðar en búist var við í
fyrstu.
Af þremur kerskálum Alcan í
Straumsvík framleiðir sá sem
straumlaus varð í júní mest. Eftir
straumleysið var áætlað að kervið-
gerðum og endurgangsetningu yrði
ekki lokið fyrr en í nóvember og um
20 þúsund færri tonn af áli yrðu
framleidd. Markmið Alcan var í upp-
hafi ársins að framleiða 180 þúsund
an á einum og hálfum mánuði. Það er
nánast með ólíkindum,“ segir
Hrannar. Hann segir erfitt að segja
hverju það muni fyrir fyrirtækið að
svona vel hafi gengið að koma skál-
anum í rekstur á ný. „Þetta er flókið
reikningsdæmi og nú mun koma í
ljós hvort þetta atvik hefur einhver
áhrif á líftíma þessara tilteknu
kera.“ Alcan er tryggt vegna rekstr-
arstöðvunarinnar en Hrannar segir
að sá skaði sem fyrirtækið hafi orðið
fyrir sé skiljanlega minni en menn
hafi óttast í fyrstu.
Starfsmenn fyrirtækisins hafi
unnið baki brotnu við endurgang-
setningu keranna og síðustu vikur
hafi fjögur til fimm ker verið sett í
gang á hverjum sólarhring.
Gangsetning tveimur
mánuðum á undan áætlun
tonn yfir árið. Að sögn Hrannars
Péturssonar, upplýsingafulltrúa Alc-
an á Íslandi, hafa viðgerðir keranna
og endurgangsetning gengið mun
betur fyrir sig en menn þorðu að
vona í júní. Gróflega er áætlað að
framleiðsla álversins muni því ein-
ungis skerðast um 14 þúsund tonn.
„Það er í sjálfu sér frábær árangur
að ná að endurgangsetja skálann all-
Eftir Gunnar Pál Baldvinsson
gunnarpall@mbl.is
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 243. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Hæg A-læg átt
og bjart S-lands.
Væta á NA-og
NV- landi. NA átt,
víða 5-10 m/s. Léttskýjað
SV-til. » 8
Heitast Kaldast
17°C 8°C
FJÓRIR vísindamenn eru nú að störfum við
jarðhitasvæðið í Krýsuvík. Er um að ræða þver-
faglegar rannsóknir á örverum en vís-
indamennirnir eru frá Jarðvísindastofnun Há-
skóla Íslands og líftæknifyrirtækinu Prokaria.
Að sögn eins þeirra, Andra Stefánssonar frá
Jarðvísindastofnun, er um að ræða þverfagleg-
ar rannsóknir sem miða að því að kanna á
hverju örverur sem þrífast á háhitasvæðinu lifa
en slíkt er ekki vitað að fullu. Orkunefnd kostar
verkefnið og munu rannsóknargögnin einnig
nýtast til að meta verndargildi jarðhitasvæða.
Morgunblaðið/Eyþór
Fæða örvera á jarðhitasvæðum könnuð
Láta sig hverfa án
þess að borga máltíðir
LÖGREGLA var kölluð út í fyrradag
vegna uppákomu á matsölustað þar sem
nokkrir gestir voru ekki tilbúnir að borga
uppsett verð eftir máltíð. Fleiri ámóta mál
hafa komið til kasta lögreglunnar í sumar,
þar af tvö nýverið. Í öðru fór fimm manna
hópur út að borða en þegar átti að borga
reikninginn voru allir horfnir á braut
nema einn. Sá var ekki borgunarmaður
fyrir veitingunum og sat því í súpunni.
Hitt dæmið er ekki ósvipað. Þá sat einn
veislugesta eftir og hafði sofnað í þokka-
bót. Hann var vakinn en reyndist þá ekki
eiga peninga fyrir matnum.
Af öðrum verkefnum lögreglunnar, sem
rata sjaldnast í fjölmiðla, má nefna rifrildi
ökumanna um bílastæði. Undanfarna daga
hafa tvö slík mál komið upp. Lögreglan
reynir að leysa úr slíkum málum af
fremsta megni enda geta slíkar deilur
undið upp á sig. Þetta kann að hljóma hjá-
kátlega að sögn lögreglu en stundum þarf
ekki mikið til að fólk missi stjórn á sér.
STÆRSTA laxi sumarsins var landað við
Ullarklöpp neðst í Þverá í gærmorgun.
Laxinn, sem var 105 sentímetra langur og
áætlaður tæp 28 pund, beit á hjá Valdi-
mari Agnari Valdimarssyni á ellefta tím-
anum í gær en Valdimar hafði reynt á öðr-
um veiðistað í ánni fyrr um morguninn.
Tók það um 40 mínútur að landa laxinum
sem reyndist vera hrygna.
Í samtali við Morgunblaðið í gær sagðist
Valdimar hafa notað tiltölulega litla flugu,
svokallaðan „Undertaker“ og að aðstæður
hefðu verið ágætar til laxveiða. Spurður
hvort um mikil átök hefði verið að ræða
sagði Valdimar að þetta hefði verið „al-
gjört bíó“. Ekki þótti annað koma til
greina en sleppa hrygnunni, svo hrognfull
var hún, og vonaðist Valdimar eftir því að
sú aðgerð skilaði sér í meiri fiski í ánni
næsta sumar.
28 punda laxi landað
ORKUVEITA Reykjavíkur mun ekki kaupa
grunnnet Símans eins og hugmyndir voru um
en viðræður fyrirtækjanna um hugsanlega sam-
einingu fjarskiptanetanna halda áfram. Þetta
staðfesta bæði Guðlaugur Þór Þórðarson,
stjórnarformaður Orkuveitunnar, og Brynjólf-
ur Bjarnason, forstjóri Símans.
Guðlaugur Þór segir að frekar en að leggja
tvöfalt kerfi sé heppilegra að samkeppnin snúist
um að miðla efni á netinu.
Brynjólfur Bjarnason segir að viðræður um
kaup Orkuveitunnar á grunnnetinu hafi verið
nokkuð langt komnar á sínum tíma en nýr
meirihluti hafi eðlilega viljað endurskoða málið.
Gagnaveitan aðskilin
Orkuveitan hefur ákveðið að aðskilja gagna-
veitu fyrirtækisins frá annarri starfsemi og
stofna sérstakan stofnfjárefnahag um rekstur-
inn. Guðlaugur Þór segir að þar sé um að ræða
fyrsta skrefið í að aðskilja gagnaveituna frá
annarri starfsemi en vill þó ekki segja til um
hvort stofnað verði sérstakt hlutafélag um
hana.
Ný stjórn Orkuveitunnar fundaði í fyrsta sinn
í gær og var meðal annars ákveðið að fela for-
stjóra að fara yfir stefnu fyrirtækisins með um-
hverfismál í huga. Guðlaugur Þór segir að lögð
verði aukin áhersla á samstarf við háskóla-
samfélagið hér á landi auk þess sem skoðað
verði hvort bifreiðafloti fyrirtækisins geti nýtt
vistvænt eldsneyti enn frekar.
Þá var á fundi stjórnar lögð fram tillaga um
að fela forstjóra að ganga til samninga við ný-
sköpunarfélagið Brú um að ýmiss konar starf-
semi sem Orkuveitan hefur staðið í, svo sem
risarækjueldi, starfræksla ljósmyndabanka og
hörframleiðsla, verði aðskilin og sett inn í sjóð í
eigu Brúar en Orkuveitan eignast í staðinn hlut
í Brú. Afgreiðslu tillögunnar var frestað.
Orkuveitan kaupir
ekki grunnnet Símans
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
Viðræðum | 4
„ÞAÐ eru málefnalegar ábendingar
um ákveðna hluti í framkvæmdinni
sem menn vilja gjarnan setjast yfir og
skoða hvort hægt
sé að gera með
öðrum hætti,“
segir Gylfi Arn-
björnsson, fram-
kvæmdastjóri Al-
þýðusambands
Íslands, en á fundi
sambandsins í
gær var tekið fyr-
ir bréf Öryrkja-
bandalags Íslands
þar sem óskað er stuðnings vegna til-
tekinna atriða í skerðingu örorkulíf-
eyris yfir 2.000 öryrkja 1. nóvember
nk. Miðstjórn ASÍ óskaði eftir því að
lífeyrisnefnd sambandsins tæki málið
til skoðunar og segir Gylfi að það
verði gert fljótlega.
Landbúnaðarmál voru einnig rædd
á fundinum en í síðustu viku gerðu 17
formenn aðildarfélaga Starfsgreina-
sambands Íslands þá kröfu að sam-
bandið mótaði sameiginlega stefnu
aðildarfélaga um íslenskan landbún-
að. Þar segir að málflutningur ASÍ
um afnám tolla og frjálsan innflutning
landbúnaðarafurða sé ekki í anda að-
ildarfélaga sambandsins. Gylfi segir
hins vegar að láðst hafi að geta í
ályktuninni að ASÍ hafi verið með til-
lögu um mjög öflugar mótvægisað-
gerðir og afstaða ASÍ hafi auk þess
verið að þróast um margra ára skeið.
„Við viljum fá breytingar á innflutn-
ingsverndinni og breyta henni yfir í
beinan stuðning við bændur.“
Mál ÖBÍ sent til
lífeyrisnefndar ASÍ
Gylfi Arnbjörnsson
ÍRANAR hafa áhuga á því að fá íslenska
aðila til að taka þátt í uppbyggingu orku-
vera í landinu. Þetta sagði Hamid Chitchi-
an, aðstoðarráðherra í íranska orku-
málaráðuneytinu, í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins.
„Þegar ég heimsótti Ísland kom skil-
virkni orkukerfisins mér á óvart,“ sagði
Chitchian. „Hún er meiri en í flestum öðr-
um ríkjum. Það er meðal annars af þessum
sökum sem Íranar hafa áhuga á að eiga
samvinnu við íslensk fyrirtæki. Við hefð-
um þannig áhuga á að fá íslenska aðila til
að taka þátt í uppbyggingu orkuvera í Ír-
an. Við bjóðum íslenska fjárfesta vel-
komna til landsins.“ | Viðskipti 6
Íslenskir fjárfestar
velkomnir til Írans