Morgunblaðið - 08.09.2006, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns-
son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson,
svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is
netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Morgunblaðið í dag
Yf i r l i t
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Í dag
Sigmund 8 Umræðan 30/33
Staksteinar 8 Forystugrein 28
Veður 8 Viðhorf 30
Úr verinu 14 Bréf 32
Viðskipti 15 Minningar 34/39
Erlent 16/17 Myndasögur 48
Höfuðborgin 20 Dagbók 49/53
Akureyri 20 Víkverji 52
Austurland 221 Staður/stund 50/51
Landið 21 Leikhús 46
Daglegt líf 22/27 Bíó 50/53
Menning 18, 42/48 Ljósvakamiðlar 54
* * *
Innlent
Ellefu ára drengur var tekinn
með nokkur grömm af kannabis-
efnum í Reykjavík sl. föstudag. Lög-
regla hafði samband við barna-
verndaryfirvöld, enda drengurinn
ekki sakhæfur. Ekki eru mörg dæmi
um að lögregla hafi afskipti af svo
ungum börnum vegna fíkniefna. » 1
Þyrlur varnarliðsins hverfa af
landi brott eftir viku, þrátt fyrir að
Landhelgisgæsla Íslands hafi óskað
eftir því að þær verði hér á landi til
1. október, þegar fyrsta leiguþyrla
gæslunnar kemur til landsins.
Munnlegt samkomulag er við Norð-
menn um aðstoð bili önnur hvor
þyrla gæslunnar. » 56
Varnarliðið hætti að fylgjast með
ómerktum flugvélum í lofthelgi Ís-
lands seint í maí, og hefur Ísland því
í raun verið loftvarnalaust í allt sum-
ar þó orrustuþotur hafi verið stað-
settar hér. Þetta þýðir að ekki er
hægt að beita orrustuþotum nema
ratsjárflugvél sé með í för. » 2
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
menntamálaráðherra og varafor-
maður Sjálfstæðisflokksins, sækist
eftir fyrsta sætinu á lista flokksins í
suðvesturkjördæmi fyrir komandi
alþingiskosningar. Árni M. Mathie-
sen, fjármálaráðherra, sækist eftir
fyrsta sætinu á lista flokksins í suð-
urkjördæmi, en fyrir síðustu kosn-
ingar leiddi hann listann í suðvest-
urkjördæmi. » 4
Erlent
Aukinn þrýstingur
Þrýstingur eykst nú á stjórnina í
Súdan vegna ástandsins í Darfur-
héraði en þar munu herflugvélar
stjórnvalda í Kartúm nýlega hafa
gert loftárásir á þorp. Bandarískur
öldungadeildarþingmaður vill að
lagt verði bann við flugi yfir Darfur
og krefst þess að stillt verði til frið-
ar. Frakkar segja að til greina komi
að sent verði friðargæslulið á vegum
Sameinuðu þjóðanna til héraðsins án
samþykkis Súdanstjórnar. » 1
Fjölgað verði í NATO-liði
Yfirmaður herafla Atlantshafs-
bandalagsins, NATO, Bandaríkja-
maðurinn James Jones, segir brýnt
að sendir verði fleiri hermenn til
Afganistan vegna árása uppreisn-
arliðs talíbana í sunnanverðu land-
inu. Auk þess að berjast við talíbana
kljást NATO-hermennirnir við
vopnaða hópa nokkurra stríðsherra
á svæðinu og fíkniefnasmyglara. » 1
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
KÓPAVOGSBÆR mun koma til
móts við fjölskyldur ungbarna með
því að greiða þeim mánaðarlega 30
þúsund krónur fyrir hvert barn frá
lokum fæðingarorlofs þangað til barn
hefur leikskólavist eða hefur náð
tveggja ára aldri. Reiknað er með að
byrjað verði að greiða út 1. nóvember.
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri
Kópavogs, og Ómar Stefánsson, for-
maður bæjarráðs, kynntu tillögu
meirihluta bæjarstjórnar fyrir fjöl-
miðlum í gærdag, skömmu eftir að
hún hafði verið samþykkt á bæjar-
ráðsfundi. Eftir að tillagan hafði verið
lögð fram í bæjarráði óskuðu minni-
hlutaflokkarnir jafnframt eftir því að
vera meðflutningsmenn.
Kostnaður Kópavogsbæjar
50–55 milljónir króna
„Þetta er fyrst og fremst spurning
um jafnræði og þá fyrir foreldra sem
velja þá leið að vera með börnunum
sínum lengur heima, að þeir sitji við
sama borð og foreldrar sem ákveða að
setja börn sín í gæslu hjá dagmóður,“
sagði Gunnar við kynninguna en í til-
lögunni felst að allir foreldrar eða for-
ráðamenn barna í Kópavogi fái
greiddar 30 þúsund krónur fyrir
hvert barn frá lokum fæðingarorlofs
þar til það hefur náð 24 mánaða aldri
– hvort sem barnið er hjá dagforeldri
eða foreldrar eða aðrir annist það
heima. Félagsmálastjóri Kópavogs
mun vinna að útfærslu tillögunnar
þannig að hægt sé að hefja greiðslur í
byrjun nóvember.
Kópavogsbær hefur hingað til
greitt 30 þúsund krónur með hverju
barni hjá dagmóður, en með nýju til-
lögunni verður komið til móts við þá
sem annaðhvort hafa ekki fengið
pláss hjá dagmóður eða kjósa að hafa
barn sitt heima, hvort sem annað for-
eldri, ættingi eða barnfóstra gætir
barnsins. Helsti ávinningurinn er þó
talinn hjá fjölskyldum fjölbura. „Við
teljum að við séum að koma verulega
til móts við ungbarnafjölskyldur og
gera þeim lífið léttara, sérstaklega þó
fyrir fjölskyldur með fjölbura,“ sagði
Gunnar og bætti við: „Það er oft erfitt
að fá pláss hjá dagforeldri fyrir tví-
bura og ég tala nú ekki um þríbura
þannig að þessar greiðslur létta veru-
lega á hjá fjölburafjölskyldum.“
Framboð á vist hjá dagforeldrum í
Kópavogi hefur verið mun minna en
eftirspurn og vonast Gunnar til að
þessar greiðslur verði mörgum ung-
barnafjölskyldum kærkominn val-
kostur, s.s. á því að vera heima eftir að
fæðingarorlofi lýkur.
Talið er að kostnaður Kópavogs-
bæjar vegna tillögunnar muni nema
50–55 milljónum króna á ársgrund-
velli. Áætlaður kostnaður vegna verk-
efnisins á núverandi ári er um níu
milljónir króna og verður þeirri upp-
hæð vísað til endurskoðunar fjár-
hagsáætlunar.
»Kópavogsbær stefnir ábreytt fyrirkomulag á
greiðslum til foreldra ung-
barna.
» Í stað þess að greiða niðurkostnað með hverju barni
hjá dagmóður verður greitt
með hverju barni, óháð dagvist-
un.
»Stefnt er að því að fyrstverði greitt út 1. nóvember.
»Áætlaður kostnaður bæj-arins nemur 50–55 millj-
ónum króna á ársgrundvelli.
Kostnaður á árinu er talinn
munu verða um níu milljónir
króna.
Í HNOTSKURN
Morgunblaðið/ÞÖK
Létt á foreldrum Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, kynnti nýja tillögu um greiðslur til foreldra.
Mánaðarlegar greiðslur
til foreldra ungbarna
30 þúsund krónur frá lokum fæðingarorlofs til tveggja ára
INGIMUNDUR Einarsson vara-
lögreglustjóri í Reykjavík segist
kannast við að kvartað hafi verið
undan verklagi lögreglunnar
vegna meintrar frelsissviptingar
og harðræðis í fjöldaátökum við
Skeifuna aðfaranótt sunnudags.
Lögreglan sé reiðubúin að biðjast
afsökunar á mistökum ef um slíkt
sé að ræða.
Að sögn Ingimundar hafa for-
eldrar a.m.k. tveggja unglinga
hringt í lögreglu vegna framferðis
hennar. Um sé að ræða foreldra
drengs sem handleggsbrotnaði
undan kylfuhöggum lögreglunnar
og móðir 18 ára unglings hafi
fengið meintar rangar upplýsingar
um fangavist piltsins á sunnudags-
morgun. | 9
Reiðubúin
að biðjast
afsökunar
á mistökum
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
EKKERT eftirlit hefur verið haft með ómerktum
flugvélum í lofthelgi Íslands frá því í lok maí, þegar
bandaríski herinn hætti að fylgjast með merkjum
frá Ratsjárstofnun. Þetta þýðir í raun að eftirlits-
kerfið hefur verið lagt niður.
Að sögn sérfræðings í notkun ratsjárkerfisins,
sem ekki vildi láta nafns síns getið, þýðir þetta að
ekki hefði verið hægt að beita orrustuþotum hér við
land í sumar, þótt þær hafi verið staðsettar hér, þar
sem kerfið sem nú hefur verið lagt niður þarf til að
stýra þotunum. Landið hafi m.ö.o. verið loftvarna-
laust í allt sumar.
Það þýðir ennfremur að ef verja á landið úr lofti
með orrustuþotum frá Skotlandi, eða annarsstaðar
frá, þarf að senda ratsjárvél með í för til að leiðbeina
orrustuþotunum. Aðeins á annan tug ratsjárvéla er
til í flugherjum ríkja Atlantshafsbandalagsins.
Ratsjárstofnun rekur fjórar ratsjárstöðvar sem
fylgjast með flugumferð um íslenska lofthelgi. Upp-
lýsingar frá stöðvunum eru sendar í stjórnstöð
varnarliðsins, þar sem hópur manna starfaði við það
eitt að fylgjast með flugvélum, og gæta að því að
engin óþekkt loftför kæmu inn í lofthelgina.
„Trúðum aldrei að þeir myndu fara“
Búnaðurinn í stjórnstöðinni gerði svo varnarlið-
inu kleift að bregðast við ef óvænt atvik yrðu, t.d.
með því að senda orrustuþotur til móts við óþekkt
loftför, segir Gunnlaugur M. Sigmundsson, for-
stjóri Kögunar, en Kögun hefur sinnt þróun og við-
haldi hugbúnaðarhluta íslenska loftvarnakerfisins.
„Það er búið að segja okkur að það verði ekki
keyrður neinn hugbúnaður í íslenska loftvarnakerf-
inu eftir fyrsta október, en Ratsjárstofnun verði
starfrækt enn um sinn,“ segir Gunnlaugur.
„Þetta kom verulega flatt upp á okkur. Við trúð-
um því aldrei að þeir myndu fara út og loka þessu.
Þetta er keðja loftvarnakerfa allt frá Tyrklandi til
Kyrrahafsstrandar Bandaríkjanna.“
Gunnlaugur segir brotthvarfið ekki hafa alvarleg
áhrif á Kögun. Fyrirtækið hafi víkkað út starfsemi
sína fyrir nokkru, og af 28 milljarða króna ársveltu
sé velta af störfum tengdum stjórnkerfi ratsjár-
stöðvanna rúmar 300 milljónir króna. Alvarlegra sé
að sérfræðiþekking á þessu kerfi sem nú sé til stað-
ar geti tapast þegar starfsmenn hverfi til annarra
starfa, og því gæti orðið ómögulegt að koma kerfinu
í gang nema það yrði innan skamms tíma.
Segir Ísland hafa verið
loftvarnalaust í allt sumar