Morgunblaðið - 08.09.2006, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Blue Lagoon orkute
Einstakt jurtate sem veitir aukna orku,
jafnvægi og vellíðan. Inniheldur hvönn,
vallhumal og mjaðurt úr hreinni íslenskri
náttúru. Koffeinlaust.
Fáanlegt í Blue Lagoon verslunum í Bláa
lóninu, að Laugavegi 15, í Flugstöð Leifs
Eiríkssonar og í netverslun á
www.bluelagoon.is
www.bluelagoon.is
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
ÁRNI Mathiesen, fjármálaráðherra
og oddviti Sjálfstæðisflokksins í suð-
vesturkjördæmi, hefur ákveðið að
færa sig yfir í suðurkjördæmi og
gefa kost á sér í fyrsta sæti listans
þar. Þetta tilkynnti hann á blaða-
mannafundi í Reykjanesbæ um miðj-
an dag í gær að viðstöddum nokkr-
um forystumönnum Sjálfstæðis-
flokksins þar.
„Ég tel að það séu mjög mikil og
spennandi verkefni framundan í suð-
urkjördæminu,“ sagði Árni í samtali
við Morgunblaðið af þessu tilefni.
Hann sagði að á síðasta kjörtíma-
bili hefði ýmislegt komið upp á í kjör-
dæminu og hlutir farið öðruvísi en
ætlað hefði verið og það hefði skapað
erfiðleika. Þannig hefði Árni Ragnar
Árnason alþingismaður veikst og
fallið frá, efnt hefði verið til sérfram-
boðs og fleira. Hins vegar hefði
margt gengið mjög vel. Félagsstarf-
ið hefði verið öflugt og flokkurinn
náð mjög góðum árangri í sveitar-
stjórnarkosningunum. Verkefnin
væru krefjandi og þau þyrfti að leysa
en sóknarmöguleikarnir væru mikl-
ir. „Sem fyrrverandi 1. þingmaður
Reykjaneskjördæmis, sem er annar
forvera suðurkjördæmisins, rennur
mér blóðið til skyldunnar að takast á
við þessi verkefni og ég tel að ég hafi
góðar forsendur til þess, bæði vegna
reynslu, þekkingar og stöðu. Ég hef
viljann til þess líka og tel að mínir
kraftar muni nýtast betur í suður-
kjördæminu en þeir myndu gera í
suðvesturkjördæminu og held að ég
þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af
því hvernig forustumálin geti skipast
þar, þótt það viti auðvitað heldur
enginn fyrirfram,“ sagði Árni einnig.
Aðspurður sagðist hann hafa feng-
ið talsvert af áskorunum þessa efnis
frá samstarfsmönnum í kjördæminu,
bæði frá Reykjanesi og eins annars
staðar frá. Það hefði orðið til þess að
hann hefði farið að athuga málið.
Hann hefði fengið þannig svörun að
hann teldi þetta rétt skref og teldi
allar forsendur til þess að hann gæti
orðið oddviti flokksins í væntanlegu
prófkjöri og leitt lista hans í kjör-
dæminu. Prófkjörinu væri að sjálf-
sögðu ekki lokið og flokksmenn ættu
síðasta orðið í þessum efnum. Í fram-
haldinu gæti hann síðan tekist á við
þau verkefni sem fælust í kosningum
næsta vor og nýju kjörtímabili.
Árni sagðist þekkja mjög vel til í
suðurkjördæmi. Þar væru tveir af
grundvallaratvinnuvegum þjóðar-
innar mjög mikilvægir, bæði sjávar-
útvegur og landbúnaður. „Ég er
fyrrverandi sjávarútvegsráðherra
þannig að ég þekki mjög vel til
þeirra mála sem skipta kjördæmið
mjög miklu. Síðan er ég menntaður
dýralæknir, þannig að ég þekki land-
búnaðarmálin líka, og var dýralækn-
ir í Árnessýslu á mínum yngri árum.
Það munaði reyndar ekki miklu að
ég settist þá að í sýslunni og þá hefðu
hlutirnir kannski þróast öðruvísi. Ef
ég hefði ekki farið til framhaldsnáms
þá um haustið hefði ég sennilega sest
að í uppsveitum Árnessýslu,“ sagði
Árni.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Árni M. Mathiesen tilkynnti um framboð sitt að viðstöddum forystumönnum Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.
Árni Mathiesen færir sig
yfir í suðurkjördæmi
„Mikil og spennandi verkefni framundan í kjördæminu“
„Í LJÓSI ákvörð-
unar Árna [Mat-
hiesen] liggur það
ljóst fyrir af minni
hálfu að ég mun
sækjast eftir því
að leiða lista okk-
ar sjálfstæðis-
manna í suðvest-
urkjördæmi,“
segir Þorgerður
Katrín Gunnars-
dóttir, 6. þingmaður suðvesturkjör-
dæmis og varaformaður Sjálfstæð-
isflokksins, en Þorgerður var í 4.
sæti framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins í kjördæminu fyrir alþing-
iskosningarnar 2003. Aðspurð hvort
öðruvísi hefði farið ef ákvörðun Árna
hefði ekki legið svo snemma fyrir tel-
ur Þorgerður ekki rétt að vera með
neinar vangaveltur í þá veru. „Það
liggur fyrir að Árni er búinn að vera
mjög farsæll leiðtogi okkar hér í
þessu kjördæmi og líka kjörtímabilið
þar á undan, þegar hann leiddi okkur
í gamla Reykjaneskjördæminu,“
segir Þorgerður. „Ég held að við
séum fyrst og fremst að styrkja
flokkinn á landsvísu. Árni hefur ver-
ið farsæll í sínum störfum sem ráð-
herra, hann er mikill og góður leið-
togi og ég tel að hann muni njóta
farsældar í störfum sínum sem odd-
viti flokksins í suðurkjördæmi.“
Þorgerður telur að nú skipti
mestu máli að vel raðist niður á
framboðslista sjálfstæðismanna í
kjördæminu þannig að hann endur-
spegli þá breidd sem er í flokknum
og sé í góðum tengslum við sam-
félagið. Svæðið sem núverandi suð-
vesturkjördæmi nær yfir hefur
löngum verið eitt sterkasta vígi
Sjálfstæðisflokksins. Í alþingiskosn-
ingum árið 2003 hlaut flokkurinn
38,4% fylgi sem tryggði honum fimm
þingmenn. Þá var Þorgerður Katrín
í fjórða sæti en auk Árna voru á lista-
num þau Gunnar I. Birgisson og Sig-
ríður A. Þórðardóttir. „Um leið og
Árni, sem er búinn að reynast okkur
vel, hverfur á brott tekur sá er sæk-
ist eftir því að leiða listann að sér
mikið ábyrgðarhlutverk; að leiða
þetta sterka vígi okkar,“ segir Þor-
gerður. „Sem betur fer byggist þetta
ekki allt á einum einstaklingi, heldur
hef ég þvert á móti talið að helsti
styrkleiki okkar felist í breiddinni
sem endurspeglast í listanum í suð-
vesturkjördæmi og þeim fjölda fólks
sem hefur komið að starfi flokksins á
svæðinu.“
Mun sækjast eftir
því að leiða listann
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
»Kjördæmisráð Sjálfstæð-isflokksins í suðurkjördæmi
fundar í lok mánaðarins og
liggur fyrir tillaga um að listi
flokksins í kjördæminu verði
valinn í prófkjöri.
»Kosið var í fyrsta skipti ínýju suðurkjördæmi í síð-
ustu kosningum árið 2003, en
kjördæmið varð til úr Suður-
landskjördæmi og hluta
Reykjaneskjördæmis, þ.e. Suð-
urnesjum.
Í HNOTSKURN
FORMENN stjórnarandstöðuflokk-
anna á Alþingi eru sammála um að
stefna ekki að kosningabandalagi
flokkanna fyrir þingkosningarnar
næsta vor. Að því er hins vegar
stefnt að flokkarnir stilli saman
strengi sína á þinginu í vetur. Þá
eru þeir jafnframt sammála um að
ef ríkisstjórnarflokkarnir fá ekki
meirihluta í kosningunum þá verði
fyrstu kostur stjórnarandstöðu-
flokkanna að kanna samstarfs-
grundvöll þeirra.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for-
maður Samfylkingarinnar, Stein-
grímur J. Sigfússon, formaður
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, og Guðjón A. Kristjáns-
son, formaður Frjálslynda flokksins,
hittust heima hjá Ingibjörgu Sól-
rúnu í fyrradag þar sem þau ræddu
um hugsanlegt samstarf flokkanna.
„Við vorum öll sammála um það
að við værum ekki að stefna í kosn-
ingabandalag,“ segir Ingibjörg Sól-
rún. „Við ætlum hins vegar að
stefna að því að stilla saman streng-
ina og sjá hvernig það svo þróast á
þinginu. Það er ekkert meira í því
en það. Við ætlum að reyna að vera
meira samstiga á þinginu.“
Guðjón A. Krisjánsson segir að
það hafi aldrei staðið til að stjórn-
arandstöðuflokkarnir mynduðu
kosningabandalag. „Það liggur hins
vegar í hlutarins eðli að ef ríkis-
stjórn sem situr fær ekki meirihluta
í kosningum þá hljóti hinir að bera
þá skyldu að kanna hvort þeir nái
saman,“ segir hann.
Ekkert kosn-
ingabandalag
Stjórnarandstaðan stefnir að því að
stilla saman strengi sína á þinginu
ORÐS skáldsins – heilbrigð sál í
hraustum líkama – svifu yfir vötn-
um í Egilshöllinni í gær, en þar fer
nú fram heilsu- og vellíðunarsýn-
ingin 3L Expo. Um 150 fyrirtæki og
félög taka þátt í sýningunni með
ýmiss konar vörukynningum, auk
þess sem boðið verður upp á tugi
fróðlegra erinda er varða efnið á
laugardag og sunnudag, en sýning-
unni lýkur á mánudaginn.
Á myndinni má sjá Höllu Birgis-
dóttur kynna nýjan próteindrykk
Kötlu fyrir gestum sýningarinnar.
Morgunblaðið/Ómar
Heilsusýning í Egilshöll