Morgunblaðið - 08.09.2006, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 9
FRÉTTIR
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Ný sending
af glæsilegum haustfatnaði
Vaskurinn af
Lækkum verð sem nemur virðisaukaskatti á
öllum vörum í versluninni
föstudag og laugardag.
Glæsilegt úrval af innigöllum fyrir konur á
öllum aldri, leðurtöskur, slæður, skart og
ilmvötn ásamt snyrtivörumerkjunum
Sími 568 5170
Pils
kr. 7.990
HÆ Ð A S M Á R A 4
S Í M I 5 4 4 5 9 5 9
ils
r. .
undirfataverslun, Síðumúla 3, sími 553 7355.
30-60% afsláttur
Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15.
Útsölulok
15% aukaafsláttur við kassa
af Peter Murray kvenfatnaði
laugardaginn 9. september
Undirföt • Sundföt • Náttföt
Bláu húsin Fákafeni, sími 588 4545, netfang: postulín.is
Sigurstjarnan Opiðvirka daga kl. 11-18,
lau. kl. 11-15
Hágæðavörur - Leonardo - Reganci
Einnig öðruvísi vörur frá Austurlöndum
Útsölulok 20-80% afsl.
Vaxta
lausar
léttgr
eiðslu
r
Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978
www.damask.is
Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16.
10-60% AFSLÁTTUR
Tilboðsdögum lýkur laugardag
KVARTAÐ hefur verið undan verk-
lagi lögreglunnar vegna meintrar til-
efnislausrar frelsissviptingar og harð-
ræðis í fjöldaátökunum við Skeifuna
aðfaranótt sunnudags. Ingimundur
Einarsson varalögreglustjóri í
Reykjavík kannast við að kvartanir
hafi borist og lögreglan sé reiðubúin
að biðjast afsökunar á mistökum ef
um slíkt hafi verið að ræða.
Ingimundur segir að foreldrar
a.m.k. tveggja unglinga hafi hringt í
lögreglu vegna framferðis hennar. Í
öðru tilvikinu handleggsbrotnaði
drengur undan kylfuhöggum lögregl-
unnar en í hinu tilvikinu fékk móðir 18
ára unglings meintar rangar upplýs-
ingar um fangavist piltsins á sunnu-
dagsmorgun og olli það henni miklu
hugarangri. Hafði sonur hennar ekki
skilað sér heim um nóttina og óttaðist
hún að eitthvað hefði komið fyrir
hann og hringdi í lögreglu til að spyrj-
ast fyrir um hann þar. Faðir drengs-
ins sagði Morgunblaðinu að móðirin
hefði þá fengið þær upplýsingar að
nafngreindur sonur hennar væri ekki
í vörslu lögreglunnar og stóð hún þá
uppi í algerri óvissu um afdrif piltsins.
Ekki nóg með það, heldur hefði hann
verið handtekinn af fimm lögreglu-
þjónum fyrr um nóttina án þess að
vera tilkynnt um sakargiftir. Hann
hefði ekki mátt hringja heim til sín
eða fengið að pissa áður en hann var
tekinn inn í lögreglubíl. Hefði lögregl-
an sagt honum að míga bara á sig.
Ingimundur segir engar kvartanir
vera komnar inn á sitt borð vegna
þessara mála en segist hins vegar
hafa heyrt af þeim. Hann hafi grein-
argerð lögreglumanns um það sem
átti sér stað um kvöldið en hún sé
ekkert í líkingu við þessar lýsingar.
Hann tekur þó fram að þar sé um að
ræða greinargerð eins lögreglu-
manns.
Vissu ekki um einstaklinginn
í klefanum
Varðandi það atriði sem foreldrar
18 ára piltsins telja hvað alvarlegast,
þ.e. að lögreglumaður hafi sagt að
hann væri ekki í fangageymslu, segist
Ingimundur hafa heyrt af því. „Menn
á vaktinni vissu ekki að einstaklingur
var í klefanum þannig að þetta getur
átt við rök að styðjast. Þetta myndi
teljast til mistaka enda erum við ekk-
ert að leyna því hverjir eru í klefanum
hjá okkur. Það er algjör regla að við
tilkynnum foreldrum um þessa hluti,
bæði að eigin frumkvæði og að ég tali
ekki um ef viðkomandi óskar eftir því.
En sumir vilja ekkert láta foreldrana
vita hvar þeir eru niðurkomnir.“
En telst það vera eðlilegt að hand-
tekinn maður fái ekki að hringja til að
láta vita af sér?
„Í þessu tilviki, þ.e. að maðurinn
hafi verið handtekinn fyrir múgæs-
ingu við Skeifuna, þá er það af og frá
að það sé réttlætanlegt að hann fái
ekki að hringja.“
Ingimundur tekur þó fram að hann
hafi ekki upplýsingar um hvort þetta
hafi verið það sem raunverulega gerð-
ist en lýsir hér vinnulagi lögreglu al-
mennt. Hann segir að hann hafi ekki
séð neitt skriflegt, hvorki frá foreldr-
um né unglingunum sjálfum um þessi
mál.
Ef framferði lögreglu er kært, sér
lögreglan um að bóka kæruna inn en
hefur ekki meira af henni að segja þar
sem ríkissaksóknari tekur kæruna til
meðferðar og athugar hvort tilefni er
til rannsóknar og jafnvel saksóknar
fyrir dómstólum. Morgunblaðið hefur
haft samband við embætti ríkissak-
sóknara daglega undanfarna þrjá
daga til að spyrjast fyrir um hvort
lögreglan hafi verið kærð, en engin
kæra hefur borist. Samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins er hinsvegar
verið að íhuga framlagningu kæru.
Varðandi hina umdeildu upplýs-
ingagjöf lögreglu vegna piltsins í
fangaklefanum segjast foreldrarnir
hafa fengið þá skýringu að í tölvukerfi
lögreglunnar hafi gleymst að haka við
dálk í tölvunni og það orðið þess
valdandi að þegar móðirin spurði
hvort sonur hennar væri hjá lögreglu
var svarið nei.
Kemur þá til greina að senda afsök-
unarbréf ef lögreglan áttar sig á því
að þarna hafi átt sér stað mistök sem
ollu ótta hjá foreldrum?
„Við erum alltaf reiðubúnir að biðj-
ast afsökunar á mannlegum mistök-
um eða ef við gleymum einhverju. Við
erum alltaf tilbúnir til þess.“
Unglingur handleggsbrotinn eftir átökin í Skeifunni
Hefði átt rétt á að hringja
til að láta vita af sér
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111AUGLÝSINGADEILD
»Níu unglingar voru hand-teknir í kjölfar samkvæmis í
sal Húnvetningafélagsins sl.
laugardagskvöld.
» Sex unglinganna voru 18ára, tveir 16 ára og einn 17
ára.
» Í skýrslu lögreglu kemurfram að óskað hafi verið
eftir sjúkrabíl vegna drengs
með meiðsli á handlegg. Litið
er svo á að lögregla hafi óskað
eftir sjúkrabílnum.
»Síðasta skýrslutaka vegnamálsins fór fram um hádegi
daginn eftir, á sunnudegi.
Í HNOTSKURN