Morgunblaðið - 08.09.2006, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
REKSTUR Strætós bs. hefur verið
nokkuð til umræðu undanfarið, en nú
er rúmt ár liðið frá því nýtt leiðakerfi
var tekið í notkun hjá fyrirtækinu.
Í sumar ákvað stjórn fyrirtækisins
að grípa til niðurskurðar í kerfinu
sem útskýrður var með vanda í
rekstri, en halli á honum nam 197
milljónum króna í fyrra. Þá fækkaði
farþegum um 1,4% fyrstu sex mán-
uði ársins ef miðað er við sama tíma-
bil í fyrra. Í sumar var stofnleiðum
Strætós m.a. fækkað um eina og
tíðni ferða á leiðunum minnkuð, en
yfir þessu hafa farþegar kvartað. Í
vikunni vakti Kjartan Magnússon
borgarfulltrúi athygli á skýrslu sem
lögð var fyrir á stjórnarfundi Stræt-
ós bs. 16. mars sl. en þar hafi komið
fram að tap fyrirtækisins hefði að
óbreyttu vart orðið undir 300 millj-
ónum króna á árinu til viðbótar við
1.595 milljóna króna framlag eig-
enda. Segir hann þáverandi meiri-
hluta hafi leynt þessum upplýsingum
fyrir borgarráði fram yfir kosningar,
en Björk Vilhelmsdóttir, fyrrverandi
stjórnarformaður Strætós bs., segir
engu hafa verið leynt.
Að sögn Harðar Gíslasonar, að-
stoðarframkvæmdastjóra Strætós
bs., námu rekstrartekjur fyrirtæk-
isins árið 2005 rúmum 2,1 milljarði
króna. Þar af voru tekjur vegna far-
gjalda 743 milljónir króna, eða rúm
34% af rekstrartekjunum. Framlög
þeirra sjö sveitarfélaga sem eiga
Strætó bs. námu tæpum 1,4 millj-
örðum króna en einnig komu til um
57 milljónir króna vegna sértekna.
Hörður segir að í fyrra hafi rekstr-
arafkoman verið neikvæð um 197
milljónir króna, sem einkum megi
skýra með hinu breytta leiðakerfi.
Árið á undan hafi afgangur af rekstr-
inum verið 56 milljónir króna.
Hörður segir að þegar nýja leiða-
kerfið var tekið í notkun hafi verið
„sett upp ákveðin markmið með
væntingu um fjölgun farþega, sem
var miðað við að næðist á nokkrum
árum,“ segir Hörður. Sú fjölgun hafi
ekki gengið eftir og ákveðin kyrr-
staða verið í farþegafjöldanum.
Spurður um skýringar á þessu segir
Hörður eðlilegast að nefna efnahags-
ástandið og bílaeign almennings. Þó
beri líka að halda því til haga að
notkunin á þjónustu Strætós sé í
sjálfu sér mikil, en um 15 þúsund
manns noti þjónustuna á hverjum
degi og innstig í strætisvagna séu
um 25 þúsund talsins dag hvern.
Fólk hélt sig við fasta tíma
Hörður segir að við breytingarnar
á leiðakerfinu hafi innlendir og er-
lendir sérfræðingar verið fengnir til
starfa auk þess sem ákveðið bakland
í fyrirtækinu hafi verið nýtt. Gamla
kerfið hafi að grunninum til verið frá
árinu 1970, en auðvitað hafi það
þróast gegnum tíðina. Hörður segir
kostnað vegna breytinganna hafa
verið eðlilegan „í hlutfalli við umfang
verkefnisins“. Í sundurliðun árs-
reiknings fyrir árið 2005 komi fram
að aðkeyptur kostnaður vegna leiða-
kerfis nemi 6,7 milljónum króna.
Spurður um áhrif þess að stofnleiðir
hætti að aka á 10 mínútna fresti og
aki þess í stað á 20 mínútna fresti,
segir Hörður að þegar 10 mínútna
tíðnin hófst hafi komið í ljós að margt
fólk hélt sig við fasta tíma áfram og
notaði ekki 10 mínútna tíðni eins
mikið og búist hafði verið við.
„Það kom í ljós að nokkru leyti að
fólk kaus áfram tímann sinn og þetta
miðast oft við hálfa tímann út úr út-
hverfunum. Þess vegna er þessi
breyting í 20 mínútna tíðni aftur ekki
eins djúp og maður gæti haldið við
fyrstu sýn,“ segir Hörður.
Um það hlutfall sem farþegar
greiða af kostnaði við rekstur vagna
segir Hörður að það hafi undanfarin
ár lækkað jafnt og þétt og sé nú kom-
ið í um 39%, en sveitarfélögin greiði
mismuninn. Fargjöldin í vagnana
hafi hækkað af og til, en „það er ekki
alveg einhlítt að segja til um hvað
þau eru að hækka því þótt margir
kjósi að horfa á staðgreiðsluna er
hún ekki nema lítill hluti af heildar-
tekjunum. Það eru kostir í boði, af-
sláttarfargjöld fyrir hópa, og kortin,
græna og rauða og nýr valkostir sem
við köllum skólakort, sem gefið er út
fyrir skólatímann frá ágúst og fram í
maí,“ segir Hörður.
Nýja kerfið búið að fá tækifæri
Kjartan Magnússon, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir ljóst
að rekstrarvandi Strætós bs. sé mik-
ill. Þetta hafi komið fram í skýrslu
sem lögð hafi verið fram á stjórn-
arfundi í Strætó 16. mars. „Ég tel að
stjórnarformanni fyrirtækisins og
fulltrúa Reykjavíkur í stjórninni hafi
borið að upplýsa borgarráð, sem er
æðsta fjármálastjórn borgarinnar
um þetta,“ segir Kjartan.
Hann kveðst þeirrar skoðunar að
leiðakerfið sem tekið var í notkun í
fyrra hafi fengið tækifæri til að
sanna sig. „Í áætlunum var gert ráð
fyrir því að það myndi sanna sig á
fyrstu mánuðunum. Strax í fjárhags-
áætlun nýs árs var gert ráð fyrir
fjölgun farþega,“ segir Kjartan. Þeg-
ar skýrslan var skrifuð hafi tveir
mánuðir verið liðnir af árinu og þá
hafi verið komið í ljós að farþegum
hafði fækkað. Borgarfulltrúar hafi
fengi ótal kvartanir og allir hafi áttað
sig á því að eitthvað var að. Kerfinu
hafi verið breytt í október og svo aft-
ur í mars.
Kjartan segist styðja ákvörðun
stjórnar fyrirtækisins um nið-
urskurð, en fráfarandi stjórn fyr-
irtækisins hafi búið til vandann.
Stjórn Strætós hafi ekki haft heim-
ildir til þess að eyða umfram fjár-
heimildir.
Kjartan segir ljóst að endurskoða
þurfi og bæta leiðakerfið, en fyrst
þurfi að fá niðurstöður úr stjórn-
sýsluúttekt á Strætó sem nú standi
yfir. Flokkarnir hafi tekist á um
leiðakerfið á sínum tíma. R-listinn
hafi viljað koma á laggirnar til-
tölulega dýru leiðakerfi með mið-
stöðvum á Lækjartorgi og á
Hlemmi. „Við vildum hafa þær
annars staðar og búa til eina nýja
miðstöð sem væri nálægt Kringl-
unni,“ segir Kjartan. Mikill hug-
myndafræðilegur ágreiningur hafi
verið um þetta. „Við viljum sem
minnst svara fyrir gallana á þessu
leiðakerfi, sem við vorum á móti. En
við öxlum auðvitað ábyrgðina og það
eru strax byrjaðar umræður í okkar
hópi um það hvernig við getum tekið
upp nýtt og betra kerfi,“ segir hann.
Ekki standi til að skipta um kerfi á
einni nóttu heldur sé hægfara þróun
betri.
Björk Vilhelmsdóttir, fyrrv.
stjórnarformaður Strætós bs., segir
engum upplýsingum hafa verið
leynt. Allir þeir sem ábyrgð hafi bor-
ið á málunum hafi verið meðvitaðir
um ástandið, en ágreiningur hafi ver-
ið í stjórn Strætós um hvernig taka
ætti á hinum aukna rekstrarkostn-
aði. Reykjavíkurborg hafi viljað auka
framlögin í stað þess að skera niður
þjónustu en önnur sveitarfélög hafi
ekki verið tilbúin til þess. „Ég óskaði
eftir því að framkvæmdastjórnin
undirbyggi drög að nýrri fjárhags-
áætlun, sem hún og gerði, þar sem
var bætt við um 300 milljónum króna
í framlög frá sveitarfélögunum,“ seg-
ir Björk. Hún segir það skoðun sína
að hinu nýja leiðakerfi Strætós bs.
hafi engan veginn verið gefin næg
tækifæri áður en ákveðið var að
grípa til niðurskurðar í sumar. Nýja
leiðakerfið hafi haft ýmsa ágalla en
þeir hafi verið leiðréttir og bætt hafi
verið inn í kerfið 5. mars sl. Svo hafi
ákvarðanir um skerðingar verið
teknar örfáum mánuðum síðar, þeg-
ar nýja kerfið hafi fyrst farið að virka
eins og fólk vildi. „Það finnst mér al-
gjörlega óásættanlegt og óábyrgt.“
Markmið Strætós bs. gengu ekki eftir
Morgunblaðið/ÞÖK
Vandi hjá Strætó Þarf að skera niður í rekstri eða ætti að leggja meira fjármagn í Strætó í von um fleiri farþega?
GRÍÐARGÓÐ veiði er enn í Ytri-Rangá og
Hólsá, en á miðvikudag höfðu 3.426 laxar veiðst
á svæðinu. Athygli vekur hvað neðsti hluti svæð-
isins gefur vel, en á annað þúsund laxa hefur
veiðst við vesturbakka Hólsár. Fram kom í vik-
unni að mögulega væri um metgöngur gegnum
laxastiga að ræða í teljaranum við Ægissíðufoss,
en það hefur verið leiðrétt á vef Stangaveiði-
félags Reykjavíkur. Þar kemur fram að sumarið
1974 gengu 6.325 laxar gagnum teljarann í Ell-
iðáanum. Árið eftir voru göngurnar enn stærri,
þegar 6.412 laxar fóru um teljarann.
Næstmesta laxveiðin, samkvæmt vef Lands-
sambands veiðifélaga, er í Selá í Vopnafirði þar
sem veiðst hafa 2.365 laxar. Hefur því aflametið
frá í fyrra, 2.316, þegar verið slegið. Í Norðurá
er veiði lokið og veiddust 2.247 laxar. Í Þverá og
Kjarrá hafa veiðst 2.088, 2.032 í Eystri-Rangá, í
Hofsá í Vopnafirði 1.598, Langá 1.563, á öllum
svæðum Blöndu 1.203 og 1.030 í Haffjarðará.
Í Miðfjarðará hafa veiðst 1.011 laxar en síð-
ustu holl hafa veitt mjög vel í ánni, á milli 40 og
60 laxa. Eru þetta aflahæstu holl sumarsins í
ánni og hafa veiðimenn á orði að besti tíminn í
þessum ám, þar sem einungis er veitt með flugu
út tímabilið, sé sífellt að færast aftar í sumarið
og inn í haustið.
„Hollið sem var að fara veiddi 50 laxa,“ sagði
Jón Egilsson, formaður veiðifélagsins um Laxá í
Dölum. Hann sagði að 50 laxar væri ekkert sér-
stakt í september, hann hefði frekar viljað sjá
150. Jón sagði þokkalegt vatn í ánni en hann
vonaðist samt eftir hressilegu vatnsveðri á
næstunni, því talsvert væri af laxi í ánni, en lax-
inn bunkaði sig nú í dýpstu hyljunum og þyrfti
meira vatn til að hann dreifðist betur í smærri
veiðistaði. 689 laxar hafa veiðst.
„Megnið af laxinum er nú gengið í ána, hann
þarf bara að fara á hreyfingu,“ sagði Jón.
Dræmt í Eyjafjarðará
Samkvæmt frásögn veiðimanns sem þekkir
vel til í Eyjafjarðará hefur sjóbleikjuveiðin í
ánni verið minni í sumar en menn hafa lent í ár-
um saman. Hann veiddi um daginn eina vakt á
svæði 3 og náði þá sjö bleikjum. Hins vegar
hafði hann farið í ágúst á svæði 4 og 5 og þá sást
þar varla fiskur, sem er harla óvenjulegt. Taldi
veiðimaðurinn að bókun afla úr ánni væri veru-
lega ábótavant, því margir teldu eftir sér að
skila upplýsingum þótt þeir veiddu einn til þrjá
fiska. Síðan hefði slæleg bókunin orsakað það að
menn sem ættu leyfi hefðu sig ekki af stað, teldu
að enn minni fiskur væri í ánni en raun er á.
Boðið að veiða í Ytri-Rangá
Lax-á og landeigendur við Ytri-Rangá bjóða
fólki að koma og veiða án greiðslu á efri svæð-
unum í ánni á sunnudag og mánudag, 10. og 11.
september. Um er að ræða svæðin Heiði/Bjalla-
læk og Réttarnes, sem eru ofan Árbæjarfoss og
hins þekkta laxasvæðis. Á þessum svæðum hef-
ur engu að síður verið nokkur laxveiði í sumar; á
síðustu dögum hafa nokkrir laxar veiðst þarna á
dag. Áhugasamir veiðimenn þurfa að mæta að
veiðiskráningarhúsi við Ytri-Rangá að morgni
dags, skrá sig hjá Jóhannesi Hinrikssyni veiði-
verði og fá veiðileyfi. Í lok veiðidags þarf síðan
að skila veiðiskýrslu til veiðivarðar.
Laxar í bunkum í dýpstu hyljum
Morgunblaðið/Golli
Átök Axel Gíslason glímir við 15 punda lax í Miðkvísl í Laxá í Aðaldal.
STANGVEIÐI
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
„ÞETTA er afturhvarf til fortíðar, það er stokkið aftur
um tuttugu ár,“ segir Erla Hulda Halldórsdóttir, sagn-
fræðingur og íbúi í Seláshverfi, um ákvörðun Strætós
bs. í sumar að leggja niður stofnleiðina S5 sem gekk í
hverfið. Erla Hulda flutti í Árbæjarhverfið fyrir 20 ár-
um og þá þurfti að taka tvo vagna til að komast í Há-
skóla Íslands. Þessu hafi svo verið breytt, en nú þurfi
hún aftur að taka tvo vagna til að komast á áfangastað.
Hún segir nauðsynlegt að fá hraðleið aftur inn í
hverfið, ástandið sé ótækt. Ýmis óþægindi fylgi því að
þurfa að skipta um vagn og það sé ekki rétt sem fram
komi hjá forsvarsmönnum Strætós og fulltrúa Reykja-
víkurborgar í stjórn fyrirtækisins að um sáralitla skerðingu sé að ræða.
„Unglingar sem eru á leið til skóla hafa verið að koma of seint vegna
þess að vagnarnir eru á eftir áætlun,“ segir hún.
Erla Hulda kveðst ekki nota Strætó meðan þetta ástand standi yfir.
Hún hafi heyrt að fólk hafi gripið til þess að nota leigubíla eftir að hrað-
leiðin hætti að ganga og þá hafi sumir ákveðið að festa kaup á bíl, enda
þurfi fólk að meta hvernig það vill nota tíma sinn.
„Stokkið aftur um 20 ár“
Erla Hulda
Halldórsdóttir