Morgunblaðið - 08.09.2006, Síða 16

Morgunblaðið - 08.09.2006, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Milljónir Austurrík-ismanna sátulímdar fyrirframan sjón- varpsskjáinn á miðvikudags- kvöld þegar táningsstúlkan Natascha Kampusch sagði frá reynslu sinni í haldi mannræn- ingjans Wolfgangs Priklopils, sem hélt henni nauðugri í fimm fermetra klefa í kjallara bílskúrs síns í átta og hálft ár. „Mér fannst ég vera sterk- ari en hann. Hann hafði óstöð- ugan persónuleika. […] Ég ólst upp hjá ástríkri fjölskyldu. Hann fór á mis við það. Ég vissi að þegar ég flúði var ég að dæma hann til dauða,“ sagði Kampusch um ræningja sinn sem henti sér fyrir lest þegar hann uppgötvaði að hún hefði sloppið. Hún þótti ákveðin í fasi og fjölmiðlar sögðu hana hafa lýst reynslu sinni af yfirvegaðri ná- kvæmni. Að sögn ORF- sjónvarpsstöðvarinnar þurrk- aði hún augu sín af og til vegna þess að þau höfðu ekki aðlag- ast birtunni. Reynsla hennar er sögð hafa snert milljónir samlanda hennar. „Allt frá fyrstu mínútunni […] var ég ekki hrædd, heldur þvert á móti hugsaði ég; hann mun drepa þig hvort sem er svo að þú getur notað síðustu mínúturnar eða klukkustund- irnar til að gera eitthvað, til að flýja eða til að tala við hann.“ Rænd stórum hluta æsku- og unglingsáranna Þegar Kampusch var rænt var hún aðeins 10 ára gömul. Í viðtalinu lýsti hún því hvernig hún kastaði vatnsflöskum í veggi klefans í örvæntingu og hvernig hún hefði misst vitið ef Priklopil hefði ekki öðru hvoru hleypt henni upp á efri hæðir hússins. Hún fékk ekki að þvo sér fyrr en að sex mánuðum liðnum, svo mikil var tor- tryggni Priklopils. Gríðarleg leit var gerð að Kampusch og kom lögreglan meðal annars við á heimili Priklopils þegar hún rannsak- aði eigendur um 1.000 hvítra sendiferðabíla í nágrenni stað- arins þar sem hún hvarf. Því hefur mál hennar einnig vakið upp spurningar um starf rann- sóknarlögreglunnar í Aust- urríki. Fékk ekki að horfa á fréttirnar fyrstu tvö árin Fyrstu tvö árin leyfði Priklopil, sem var 44 ára þegar hann lést, henni ekki að horfa á fréttirnar en svo fékk hún að hlusta á útvarpið og loks að lesa dagblöð, sem hann grand- skoðaði til að athuga hvort hún hefði skilið eftir skilaboð. Priklopil, sem starfaði sem verkfræðingur á sviði fjar- skipta, lagði sig í framkróka með að koma í veg fyrir að nokkur kæmist að leynd- armálinu. Eftirlitsmyndavélar gerðu honum kleift að fylgjast með umferð við hús hans í bænum Strasshof, 16 km norð- austur af Vínarborg, til að tryggja að óboðnir gestir héldu sig fjarri. Hlera var komið fyrir á gólfi bílskúrsins, sem faldi brattar tröppur nið- ur á geymslugólf. Þar voru hirslur settar fyrir framan litla leynihurð að gluggalausum klefa Kampusch, þar sem var lítið pláss fyrir annað en koju, klósett og vask. Þrátt fyrir að hafa verið rænd stórum hluta æsku sinn- ar vildi Kampusch ekki tala illa um ræningja sinn, af tillits- semi við móður hans. Henni fannst leitt að hann skyldi hafa framið sjálfsmorð en við- urkenndi að hana hefði stund- um dreymt um að „höggva af honum höfuðið“. Geymd í dýflissunni þegar gesti bar að garði Lýsingar á sambúð Kamp- usch og Priklopils eiga vafa- laust eftir að verða notaðar sem dæmi í kennslubókum í sálfræði og geðlækningum um ókomna tíð. Á sama tíma og Priklopil hótaði Kampusch líf- láti reyndi hún að flýja; hann sagði henni til í reikningi og lestri og gaf henni gjafir á páskum og jólum. Þau fóru einstaka sinnum í versl- unarleiðangra, þar sem hún reyndi að ná augnsambandi við nærstadda. Enginn svaraði hins vegar þeim tilraunum. Kampusch lýsti svo sam- búðinni með Priklopil nánar í viðtali við tímaritið News sem kom út á miðvikudag. „Þegar hann þurfti að bregða sér frá á daginn varð ég alltaf að fara niður í dýfliss- una. […] Þetta var sérstaklega slæmt þegar hann fékk heim- sóknir eða þegar móðir hans leit inn um helgar. Mér leið alltaf eins og vesalings kjúk- lingi í hænsnahúsi. Þið sáuð í sjónvarpinu hversu lítill klefi minn var. Hann var staður ör- væntingar.“ Viðtalið við News var tekið á sjúkrahúsi í Vínarborg. Þar var Kampusch rannsökuð af sérfræðingum eftir að hafa kvartað undan hjartatrufl- unum, en hún vó aðeins 42 kíló þegar hún fannst, eða jafn- mörg kíló og þegar henni var rænt árið 1998. Gleymdi sér í símanum eitt augnablik Flótta Kampusch bar þann- ig að að Priklopil gleymdi sér um hríð í símanum á meðan hún var að ryksuga bíl hans. Hún segist hafa tekið ákvörð- un um flóttann án nokkurrar umhugsunar og að margir ná- grannar Priklopils hafi hunsað hróp hennar á hjálp. Einn þeirra hafi þó tekið mark á henni og hringt í lögregluna. „Ég beið alltaf eftir stund- inni þegar rétta augnablikið gæfist. En ég gat ekki tekið neina áhættu, síst af öllu með tilraun til flótta. Hann þjáðist af ofsóknaræði og stöðugri tortryggni. Misheppnuð [flótta]tilraun hefði þýtt að ég hefði aldrei komist út úr dýflissunni. Ég varð að vinna traust hans.“ Íhugar að gefa út bók um reynslu sína Kampusch segist vilja ljúka námi í framhaldsskóla, auk þess sem hún íhugar að leggja fyrir sig blaðamennsku, sál- fræði, leiklist eða listsköpun. Hún hefur hins vegar ekki tek- ið ákvörðun um hvort hún muni skrifa bók um reynslu sína. „Fannst ég vera sterkari en hann“ Kampusch lýsir martröð sinni í leyniklefanum sem var falinn undir bílskúrnum heima hjá Priklopil Reuters Prísund Myndin sýnir gluggalausa klefann í kjallaranum þar sem Kampusch var haldið nauðugri í átta og hálft ár. Reuters Kampusch á forsíðu austur- ríska fréttaritsins News. Reuters Priklopil var 44 ára gamall þegar hann fyrirfór sér. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ÁKVÖRÐUN George W. Bush Bandaríkjaforseta um að viðurkenna tilvist leynilegra fangelsa hefur kom- ið bandarískum fréttaskýrendum á óvart, en á sama tíma tilkynnti hann að réttað yrði yfir fjórtán meðlimum al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu. Stutt er í þingkosningarnar í nóvember og er talið að með þessu skrefi hafi Bush tekist að beina um- ræðu um hryðjuverk í nýjan farveg. Boltinn er hjá þinginu sem þarf að samþykkja að réttað verði yfir föng- unum með þessum hætti. Hinum megin við Atlantshafið brást Evrópuráðið skjótt við tíðind- unum og fyrirskipaði rannsókn á að- ild 25 aðildarríkja sambandsins að rekstri fangelsanna. Þá sendu mann- réttindasamtökin Human Rights Watch frá sér tilkynningu þar sem Bush var sagður verja pyntingar í yfirheyrslum með ákvörðuninni. Óhætt er að segja að um stefnu- breytingu af hálfu Hvíta hússins sé að ræða, en fangar sem teknir hafa verið höndum í hinu svokallaða stríði gegn hryðjuverkum hafa hingað til verið skilgreindir sem „ólöglegir stríðsmenn“, sem séu undanþegnir ákvæðum Genfar-sáttmálans. Með því að flytja meinta hryðju- verkamenn í búðirnar, þar sem rétt- að verður yfir þeim, og lýsa því yfir að ákvæði Genfar-sáttmálans verði virt má því segja að stjórnin hafi slegið tvær flugur í einu höggi. Gæti sett flokksmenn í vanda Ákvörðun Bush hefur vakið mikið umtal. Þannig segir dagblaðið New York Times, að hvorki reiðir demó- kratar né taugaóstyrkir repúblikan- ar muni þora að gagnrýna þá ákvörð- un að rétta yfir föngunum á Kúbu. Hins vegar er bent á að þetta skref sé ekki hættulaust, það geti tengt nafn Bush enn sterkar við búðirnar í Guantanamo og þannig sett þá flokksmenn hans sem hafa reynt að fjarlægjast hann í nokkurn vanda. Þá segir í Washington Post, að forsetanum hafi, þrátt fyrir veika stöðu, tekist að setja áherslur sínar í forgrunn þjóðfélagsumræðunnar. Blaðið bendir þó á, að Hvíta húsið hafi tvisvar á árinu reynt að beina umræðum um Írak í nýjan farveg en án tilætlaðs árangurs. Gagnsókn Bush kann að reynast áhættusöm AP Óvænt Bandaríkjaforseti kynnir ákvörðunina í Hvíta húsinu í fyrrakvöld. Hún mun án efa hafa töluverð áhrif á kosningabaráttuna á næstu vikum. Meðferð fanga verður í samræmi við Genfar-sáttmálann Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is ÓVÍST er hvaða áhrif innbrot starfs- manns Þjóðarflokksins sænska í tölvukerfi Jafnaðarmannaflokksins muni hafa á úrslit þingkosninganna í Svíþjóð eftir níu daga en ýmislegt bendir þó til að þau verði ekki mikil. Ljóst er þó, að Þjóðarflokkurinn muni tapa fylgi en líklegt er, að það muni að mestu fara yfir á hina borg- araflokkana, einkum Hægriflokkinn. Skoðanakönnun, sem birtist í gær og Sifo gerði fyrir þrjú dagblöð, Svenska Dagbladet, Göteborgs- Posten og Skånska Dagbladet, gefur jafnaðarmönnum og stuðningsflokk- um þeirra 48,5% en borgaraflokkun- um 47,3% en í skoðanakönnun Demoskop fyrir Expressen fær bandalag borgaraflokkanna 49,9% á móti 45,7% hjá vinstriflokkunum. Þjóðarflokkur á niðurleið Mesta breytingin og sem fram kemur í öllum könnunum er, að Þjóð- arflokkurinn er að tapa fylgi og hef- ur misst 3,9 prósentustig á aðeins fimm dögum. Í Sifo-könnuninni var honum spáð 7,6% og hefur fylgi hans ekki mælst minna í fjögur ár. Sér- fræðingur hjá Sifo og fleiri fræðing- ar benda hins vegar á, að þessi þróun hafi verið byrjuð hjá Þjóðarflokkn- um áður en hneykslið kom upp og efast jafnvel um, að það hafi í sjálfu sér breytt miklu. Þeir Göran Persson, forsætisráð- herra og leiðtogi jafnaðarmanna, og Fredrik Reinfeldt, leiðtogi Hægri- flokksins og forsætisráðherraefni borgaraflokkanna, áttust við í sjón- varpi í gær og þótti Reinfeldt standa sig miklu betur. Munu þeir eigast við aftur á næstu dögum og ríður þá á miklu fyrir Persson að standa í keppinautinum. Reinfeldt nýtur mikilla vinsælda og er raunar lang- efstur á lista yfir þá, sem Svíar telja besta forsætisráðherraefnið. Fram kemur í skoðanakönnun, að rétt rúmlega helmingur sænskra kjósenda telur, að Lars Leijonborg, leiðtogi Þjóðarflokksins, eigi ekki að segja af sér þrátt fyrir hneykslið og hann nýtur enn stuðnings Rein- feldts. Ástandið innan Þjóðarflokks- ins er hins vegar sagt vera þannig, að jafnvel talsmenn hans og erind- rekar veigri sér við að tala máli hans meðal almennings. Sama óvissan um úrslitin í Svíþjóð Göran Persson Fredrik Reinfeldt Enn þá fjarar undan Þjóðarflokknum »Óstaðfestar vangaveltur eru uppi um hvort Kamp-usch hafi sætt líkamlegri misbeitingu. »Austurrísk dagblöð lýstu yfir undrun yfir hófstilltriframkomu hennar í viðtali við ORF-sjónvarpsstöðina. »Aðstoðarmenn, þ.á m. geðlæknir, voru viðstaddir ísjónvarpssal henni til halds og trausts. Í HNOTSKURN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.