Morgunblaðið - 08.09.2006, Side 18

Morgunblaðið - 08.09.2006, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING APPARAT Organ Quartet, Flís, Benni Hemm Hemm, Paul Lydon og Kira Kira, ásamt Hilmari Jenssyni, koma fram á stórtónleikum í Iðnó í kvöld. Tónleikarnir eru haldnir í tílefni af fyrirhugaðri ferð þessara tónlistarmanna til Jap- ans síðar á árinu. Tónlistarfólkið allt hefur verið ötult við tónleikahald og plötuútgáfu að undanförnu og mega tónleikagest- ir eflaust búast við miklu fjöri og ferskleika í gamla húsinu við Tjörnina í kvöld. Húsið verður opnað kl. 22. Tónleikar Ferskleiki í gamla húsinu við Tjörnina Orgelkvartettinn Apparat. LJÓSMYNDARANN Spessa þarf vart að kynna fyrir áhuga- mönnum um ljósmyndun. Hann opnar í dag nýja sýningu sem hann kallar Verkamenn! Workers og gefur titillinn til kynna efnivið sýningarinnar. Opnunin fer fram í dag klukkan 17 í 101 Gallery við Hverfisgötu 18a í Reykjavík. Sýningin stendur fram til 14. október næstkomandi og er galleríið opið milli klukkan 14 og 17 fimmtudaga til sunnudaga. Nánari upplýsingar um sýningar í 101 Gallery má nálgast á vefsíðunni www.101hotel.is. Ljósmyndir Spessi opnar sýn- ingu í 101 Gallery Ljósmyndarinn Spessi. HLJÓMSVEITIN Sometime heldur tónleika í Stúdentakjall- aranum í kvöld. Sveitin hefur sérstæða hljóðfæraskipan og flytur lifandi takttónlistar- bræðing undir áhrifum frá tón- list tíunda áratugarins. Í kvöld mun sveitin taka lengri og teknó-tengdari útgáfur af lög- unum sínum og spila í um eina og hálfa klukkustund. Tónleikarnir hefjast kl. 23 og standa til kl. 2 eftir miðnætti. Um upphitun sjá hjómsveitin Cocktail Vomit og DJ Kiki-Ow, sem þeytir skífum með lögum tíunda áratugarins fyrir tónleikana og á milli atriða. Tónleikar Sometime í Stúd- entakjallaranum Sometime VIÐ SETJUMST niður, Ba Clemet- sen og ég, í stórri, gullinni og flúraðri viðhafnarstofu Þjóðleikhússins í mið- borg Oslóar. Hún er hlýleg, hláturmild og kát, þótt hún beri ósköp alvarlegan norskan titil; festivalsjeffen. Hún hefur yfirumsjón með skipulagningu Ibsenhátíðarinnar sem haldin er í leikhúsinu 24. ágúst til 16. sept- ember. Á dagskrá hátíðarinnar voru m.a. tvær sýningar á Pétri Gauti Baltas- ars Kormáks með leikurum íslenska Þjóðleikhússins. Sýningin hlaut mik- ið lof norskra gagnrýnenda og góðar viðtökur áhorfenda: „Mér finnst við hafa valið mjög vel að bjóða þeim hingað,“ segir Ba spurð um frammi- stöðu íslenska leikhópsins: „Mér þótti uppsetningin mjög góð og inni- halda þennan sérstaka grófa eig- inleika sem er svo eftirsóknarverður í Pétri Gauti. Enda heilluðust norskir áhorfendur af sýningunni, jafnvel þótt norskan texta vantaði, og hrifust með stemningunni í leiknum.“ Ibsen á alltaf við Blaðamaður fylgdist sjálfur með íslensku uppfærslunni og varð djúpt snortinn – kannaðist við alls kyns persónur í verkinu, bæði hjá sjálfum sér og sínum nánustu. Það liggur beinast við, þó svarið kunni að virðast augljóst, að spyrja Ba hvaða erindi Henrik Ibsen eigi við nútímamanninn, og hvort hann hafi enn sömu áhrif og hann hafði þegar verkin voru skrifuð, þegar beinskeytt samfélagsrýni Ibsen hneykslaði og ögraði: „Það er varla hægt að segja að hann hafi sömu áhrif, því samfélagið hefur breyst. En áhrif hefur hann, því mannssálin virðist, eftir sem áður, breytast lítið, og viðfangsefni Ibsens virðast eiga jafnmikið erindi nú og fyrir röskri öld,“ segir Ba. „Ef þú lítur á verk Ibsens út frá grynnsta sjónarhorni má hæglega af- byggja þau sem hreinar sápuóperur. Hins vegar reynast verkin svo mikið meira en það, því ef að er gáð reynist að baki hverri sögupersónu blæbrigði og dýpt og leyndarmál sem eru alltaf til staðar en koma aldrei fyllilega í ljós. List Ibsens felst ekki síst í því að fjalla um þessi leyndarmál, og að gera úr hversdagslegu lífi venjulegs fólks heilan heim sem er hafinn yfir tíma og rúm. Hann fjallar um það sem við þráum og það sem við ótt- umst; löngun okkar til að verða gott fólk, og vanmátt okkar til að ná því markmiði. Þetta eru hlutir sem virð- ast alltaf fylgja mannskepnunni – og það er þess vegna sem Ibsen eldist ekki, og þess vegna sem verkin hans eru eins nútímaleg í dag og þau voru þegar þau voru samin.“ Allir gera Ibsen að sínum Verk Ibsens hafa haft djúpstæð áhrif á norska þjóðarvitund og menn- ingu, en áhrifa Ibsens hefur gætt svo mikið víðar, eins og sést hvað best á alþjóðlegri dagskrá Ibsenhátíð- arinnar: „Hátíðin er ekki aðeins löngu orðin einn af mikilvægustu menningarviðburðum Noregs, held- ur er hún óðum að skipa sér sess með mikilvægustu alþjóðlegu list- viðburðum. Ibsen er orðið alþjóðlegt menningarfyrirbæri og má nefna því til stuðnings að okkur bárust hátt í 400 fyrirspurnir frá leikhúsum og leikhópum um allan heim með óskum um að taka þátt í dagskránni í ár. Og það merkilega gerist svo, þegar mað- ur heimsækir uppfærslur á verkum Ibsens í öllum heimshornum, að allir gera hann að sínum: fyrir Ítölunum er Ibsen hálf-ítalskur, og fyrir Kín- verjunum er hann hálf-kínverskur. Hann nær að snerta einhvern streng sem virðist sameiginlegur með öllum mönnum, sama hverrar þjóðar þeir eru.“ Sjálfsmynd heillar þjóðar í verkum eins manns Mest eru áhrif Ibsens samt heima fyrir: „Bara svo ég nefni eitt aug- ljósasta dæmið má eigna Ibsen það að hafa skapað norskt mál fyrir leik- hús og bókmenntir. Þegar hann skrif- aði verk sín var norska þjóðin nýbúin að öðlast sjálfstæði eftir meira en 150 ára stjórnarsamband við Svíþjóð, og þar áður hafði Noregur verið undir danskri stjórn í fjórar aldir. Opinbert mál og bókmenntamál var því sem næst danskt, og var framlag Ibsens ákaflega mikilvægt fyrir sjálfsmynd hinnar ungu þjóðar,“ segir Ba. „Hann skapaði, að segja má, norska tungu, og gegnum hana norska sjálfsmynd, því gegnum verk sín túlkar Ibsen og afhjúpar það sem með réttu má kalla norskt.“ Til að undirstrika mál sitt segir Ba söguna af norska föðurnum sem fer með 12 ára son sinn í leikhúsið í fyrsta sinn: „Hann fer með honum að sjá Per Gynt, því hann hyggur að strákurinn sé orðinn nógu gamall til að kunna að meta verkið og njóta þess. Eftir sýninguna spyr faðirinn soninn hvernig honum líkaði og son- urinn svarar að bragði: „Hún var ágæt, en í rauninni bara röð af tilvitn- unum.“ Ba útskýrir: „Það er raunin, að orð Ibsens eru orðin partur af hversdags- lífi Norðmanna. Við tölum alveg eins og Pétur Gautur og vitnum í orð hans eins og þau væru okkar eigin. Pétur Gautur er, þegar allt kemur til alls, orðinn hluti af öllum Norðmönnum.“ Samfélagið breytist en maðurinn ekki Morgunblaðið/Ásgeir Ingvarsson Stytta Henrik Ibsen fyrir framan Þjóðleikhúsið skrýddur hátíðarkransi. IBSENHÁTÍÐIN við Þjóðleikhúsið í Ósló var fyrst haldin árið 1990. Hátíðin er nú haldin í 10. sinn og er sérstaklega vegleg í ár í tilefni af því að liðin eru 100 ár frá dauða leikritaskáldsins. Hátíðin sem nú stendur yfir hófst 24. ágúst og stendur til 16. september. Sérstök hátíðarnefnd á vegum hins opinbera annast skipulagningu hátíðahalda um allan Noreg þar sem skáldsins er minnst og fékk Ibsenhátíð Þjóðleikhússins sér- stakan styrk frá norska ríkinu í ár í tengslum við þau hátíðahöld, en há- tíðin er að öðru leyti rekin sjálf- stætt af leikhúsinu, og hefur verið allt frá upphafi. Á dagskrá Ibsenhátíðar í ár eru nærfellt 150 viðburðir af ýmsum toga sem haldnir eru í 10 leikhúsum og öðrum samkomustöðum, m.a. í kirkju og háskóla. Allt frá upphafi hefur verið lögð áhersla á alþjóðlega þátttöku í Ib- senhátíðinni og taka leikhópar frá 15 löndum þátt í hátíðinni í ár. Koma þeir m.a. frá Íslandi, Bras- ilíu, Kína, Malawi og Rúmeníu en alls verða fluttar 33 ólíkar upp- færslur á hátíðinni og yfirleitt upp- selt á þær allar. Þjóðleikhúsið eitt og sér selur u.þ.b. 22.000 miða á meðan á hátíðinni stendur. Helstu styrktaraðilar Þjóðleik- hússins í Ósló eru fjarskiptafyr- irtækið Telenor og bankinn DnB NOR en leikhúsið ver 3 milljónum norskra króna af styrkfé sínu til Ibsenhátíðarinnar, til viðbótar við 5 milljóna norskra króna styrk norska ríkisins. Tekjur af miðasölu eru allt að 2 milljónir norskra króna. Stór alþjóð- legur list- viðburður TÖLVUPRENTIÐ tekið út er heiti myndlistarsýningar sem verður opn- uð í Hoffmannsgalleríi í dag kl. 17. Listamennirnir á sýningunni eru: Ásmundur Ásmundsson, Baldur Bragason, Bjarni Þórarinsson, Guð- mundur Oddur, Hallgrímur Helga- son, Helgi Þórsson, Hrafnkell Sig- urðsson, Jóhann Torfason, Magnús Sigurðsson, Ómar Stefánsson, Tumi Magnússon og Þórunn Eva Halls- dóttir. Hoffmannsgallerí er í húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar á Hring- braut 121 og er opið kl. 9–17 alla virka daga. Sýningin, sem er sam- starfsverkefni Myndlistaskólans í Reykjavík og ReykjavíkurAkadem- íunnar, stendur fram í nóvember. Tölvuprentið athugað Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði „Að geta sýnt fram á lokapróf í Alþjóðlegri ferða- markaðsfræði frá jafn virtri stofnun sem IATA/UFTAA er, hlýtur að teljast gulltrygging fyrir atvinnu innan ferðaþjónustunnar hvar sem er í heiminum.“ Sigurlaug Valdís Jóhannsdóttir, Allrahanda. Námsefnið kemur frá IATA/UFTAA og tekin eru próf í mars nk. og veitir því alþjóðlega viðurkenningu, en kennslan fer fram á íslensku. Námið hentar öllum þeim, sem áhuga hafa og vilja auka þekkingu sína á ferðaþjónustu. www.menntun.is Bíldshöfða 18 • Sími 567 1466 • Opið frá kl. 8—22 Ibsenhátíðin stendur nú yfir í Þjóðleikhúsinu í Osló. Ásgeir Ingvarsson ræddi við hátíðarstjórann Ba Clemetsen um hinn alþjóðlega Henrik Ibsen. „Ibsen nær að snerta einhvern streng sem virðist sameiginlegur með öllum mönnum“ Stjórinn „Það er raunin, að orð Ibsens eru orðin partur af hvers- dagslífi Norðmanna.“ Ba Clemetsen, hátíðarstjóri Ibsenhátíðarinnar. asgeiri@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.