Morgunblaðið - 08.09.2006, Síða 24

Morgunblaðið - 08.09.2006, Síða 24
matur 24 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Þ að var nóg að gera hjá Veru Þórð- ardóttur þegar blaðamaður hafði samband við hana einn ágústdag en hún var að undirbúa komu seinasta stóra hópsins fyrir lokun hótelsins þetta sumarið. „Við opnuðum 3. júní og straumurinn var stífur í júní og júlí en eftir verslunarmannahelgi minnkaði straumurinn mikið og því lokum við hótelinu um miðjan ágúst,“ segir hótelstýran. Vera segir það hálfgerða tilviljun að þau tóku við hótelrekstrinum. „Fjölskylda mín og frænka eiga jörðina Núp og ég og Phil vorum hérna í húsinu okkar í apríl ásamt móður minni og systur. Staðarhaldarinn kom þá að máli við mömmu og spurði hvort hún þekkti ekki ein- hvern kokk sem gæti tekið við hótelinu í sumar því það virtist vera forsenda fyrir því að hafa það opið. Mamma benti þá á tengda- soninn og við ákváðum að slá til. Hótelið stóð autt síðasta sumar en Hótel Edda var hér með sumarhótel til 2004.“ Phil er lærður kokkur og hefur unnið sem slíkur í sjö ár. Vera er með stúdentspróf frá Verslunarskóla Íslands og hefur mikið unnið sem þjónn. „Phil er frá norðurhluta Eng- lands og ég er fædd og uppalin í Reykjavík en báðir foreldrar mínir eru frá Vestfjörðum. Við kynntumst í gegnum vin okkar þegar Phil var að vinna á Nordica hóteli í Reykja- vík og höfum nú verið saman í um tvö ár.“ Vera og Phil stóðu vaktina á hótelinu í allt sumar og segja reksturinn hafa gengið vel. „Þetta var í fyrsta skipti sem við gerðum eitthvað svona sjálf frá rótum. Phil bjó t.d. til matseðilinn alveg sjálfur og hafa matargestir verið einstaklega hrifnir af honum. Okkur fannst alltaf frá upphafi að það væri skyn- samlegt að hafa gott verð á gistingu og góðan en kannski aðeins dýrari veitingastað. Við lögðum upp með þetta og fengum m.a. fólk í gistingu bara út af veitingastaðnum, þ.e. það kom hingað til að borða og gisti í leiðinni, ekki öfugt eins og er oft,“ segir Vera. Hún og Phil fengu vini sína til að starfa með sér í sumar. „Söru og Ben, vinum okkar, leist vel á hugmyndina og stóðu með okkur í þessu frá upphafi. Lára, litla systir mín, vann síðan í gestamóttökunni. Þetta voru algjörir úrvals- starfsmenn.“ Mikil lífsreynsla Vera segir að þeim hafi ekkert fundist þau vera einangruð á Núpi. „Þegar maður hefur svona mikið að gera er maður ekkert að hugsa út í hvort maður sé einangraður. Okk- ur hefur fundist æðislegt að vera hér í sum- ar, það er t.d. frábært að geta sest út í nátt- úruna að loknum erfiðum vinnudegi. Þetta sumar hefur veitt okkur gífulega mikla reynslu, sérstaklega í mannlegum sam- skiptum og það eru mikil verðlaun að heyra hvað fólki hefur líkað vel. Við fórum líka út í þetta til að fá reynsluna, núna vitum við að við getum tekist á við svona áskoranir. Það felst gífurleg naflaskoðun í að vinna fyrir sjálfan sig, að þurfa að spyrja sjálfan sig á hverjum degi hvort þetta sé nógu gott hjá manni eða hvort maður þurfi að gera betur,“ segir Vera og bætir við að það hafi líka reynt á þolrifin í sambandinu að vera saman alla daga, stjórna og vinna saman. „Ég og Phil vitum núna að við getum gert hvað sem er saman fyrst sambandið þoldi þetta.“ Aðspurð hvort þau ætli að vera á Núpi aft- ur næsta sumar segir Vera að það sé óvíst. „Við sjáum til hvað kemur upp í hendurnar á okkur eða hvort við verðum með Núp aftur. Phil er búinn að fá tilboð um að fara upp í frönsku Alpana nú í lok október þegar skíða- vertíðin byrjar og ég held að við sláum til. Phil mun vinna þar í eldhúsi en ég mun þjóna eða jafnvel finna mér eitthvað annað að gera. Það eru svo mörg tækifæri í heiminum að við viljum ekki ákveða núna hvar við verðum næsta sumar.“ Vera og Phil fengu mikið hrós fyrir matinn sem þau báru á borð fyrir gesti Hótel Núps í sumar og barst það góða orðspor hratt út svo margir lögðu leið sína á hótelið til að fá sér í svanginn. Að sögn Veru slógu andabring- urnar í gegn, auk saltfisks með miðjarðar- hafssniði, og svokallaður basilís, en Phil bjó allan ís til sjálfur frá grunni. „Nýpusúpa var líka vinsæl. Það kom fólki á óvart hvað við vorum með óvenjulegan og fjölbreyttan mat- seðil miðað við svona sumarhótel,“ segir Vera að lokum og Phil gefur hér lesendum upp- skrift að tveimur réttum sem slógu í gegn hjá þeim á Hótel Núpi í sumar. Vera Þórðardóttir og kærasti hennar, Phil Edward Harrison, ráku Hótel Núp í Dýrafirði í sumar. Það væri kannski ekki í frásögur fær- andi nema af því að Vera er aðeins 21 árs og Phil 23 ára. Ingveldur Geirsdóttir sló á þráðinn til þeirra til að heyra hvernig reksturinn gekk. Úr Dýrafirðinum í Alpana Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Hótelstjórar Vera og Phil fyrir utan Hótel Núp þar sem þau réðu lögum og lofum í sumar. ingveldur@mbl.is Lamb og confiönd með frönskum baunum (Fyrir fjóra) 400 g lambafillet með fitu 2 stór andalæri 4 stórar kartöflur 1 pakki af haricot baunum 300 g gulrætur 20 g ferskt rósmarín 25 g ferskt timjan 1 l ólífuolía. 1 heill hvítlaukur 150 g smjör 1 teskeið sykur salt og pipar Daginn áður en maturinn er borinn fram er andalæri, rós- marín, hvítlaukur og 20 g af timj- an sett í eldfast mót og hulið með ólífuolíu. Álpappír laggður yfir og bakað í ofni við 90°C í 6–8 tíma, eða þar til andalærin eru meyr. Geymt í kæliskáp yfir nótt. Kartöflur skrældar og sneidd- ar, 100 g af bræddu smjöri helt yfir og saltað og piprað. Kart- öfluskífunum því næst raðað í eldfast mót. Aukasmjörinu hellt af og smjörpappír lagður ofan á mótið. Farg sem heldur kartöfl- unum flötum sett ofan á og þær bakaðar við 175°C í 30–45 mín. Kartöflurnar því næst skornar niður í hringi sem eru 7 cm þvermál. Gulræt- ur skrældar, skornar í bita og soðnar í 20 mín. og maukaðar í blandara. Te- skeið af sykri og pipar sett saman við. Maukið sigtað. Andalærin tekin úr kæli og olíu helt af. Kjötið því næst tætt af beinunum í litlar ræmur, timjan bland- að saman við og blandan sett í eldfast mót. Litlir skurðir skornir í fituna á lambafilletinu. Saltað og piprað. Lambið steikt í 2 mín. á pönnu á fituhliðinni og síðan mínútu á hinni hliðinni. Kjötið er því næst hitað í ofni við 175°C í 8–9 mín. Haricot baunir soðnar í mínútu. Gulrótamaukið hitað á pönnu og smjörklípu blandað saman við. Raðið á disk eins og á mynd. Soðnar ferskjur með basilís (Fyrir fjóra) Undirbúningur ætti að hefjast degi áður en maturinn er fram- reiddur. Ísinn: 9 eggjarauður 200 g sykur 100 ml vatn 300 ml rjómi 450 ml mjólk Knippi af ferskum basil. Takið laufin af stilkunum. Rjómi, mjólk og basil stilkar hitað að suðu á pönnu. Blandan er því næst geymd í ísskáp í 10 tíma. Sykur og vatn soðið þar til sykurlögurinn er orðinn glær. Sykrinum er því næst þeytt sam- an við eggjarauður þar til bland- an verður þykk. Mjólkurblönd- unni er helt í gegnum sigti út í eggjarauðurnar svo basilstilk- arnir skiljast frá. Blandan sett í kæli. Basillaufin maukuð í bland- ara og hrært saman við ísblönd- una. Henni er því næst hellt í gegnum sigti og ætti að vera fal- lega græn þegar hún er sett í ís- vélina. Ferskjurnar: 2 stórar ferskjur 1 vanillustöng 1 anisstjarna 75 g sykur 500 ml vatn Ferskjur skornar í helm- inga og steininn tekinn úr. Annað hráefni sett á pönnu og ferskjurnar soðnar í því í 10 mín. Blandan kæld. Ferskjurnar teknar úr blöndunni þegar hún er vel köld, ferskju- hýðið fjarlægt og vökvinn þerr- aður af þeim. Créme patissiere: 250 ml mjólk 65 g sykur 85 g hveiti 3 eggjarauður 1 vanillustöng örlítið salt 100 g fersk brauðmylsna Sykur, hveiti og mjólk sett í pott og vanillufræjunum og salti bætt út í. Hrært í blöndunni þar til hún fer að þykkna. Eggja- rauðunum bætt saman við einni í einu á meðan hrært er. Soðið í 4 mín. og hrært í allan tímann. Plastfilma lögð á borð og ofan á hana settur smjörpappír sem er aðeins minni. Deigið sett á smjörpappírinn og plastinu og pappírnum vafið utan um svo úr verði e.k. bjúga um 5 cm í þver- mál. Deigið fryst. Mjólk, hveiti og brauðmylsna sett í þrjár að- skildar skálar. Frosið degið sneitt í 2,5 cm þykkar skífur og þeim því næst dýft í hveiti, svo mjólk og loks brauðmylsnu. Því næst er dýft áfram í mjólk og brauðmylsnu þar til jöfn húð er utan á deiginu. Deigkökurnar settar aftur í frysti. Olía hituð upp að 180°C á 3 cm djúpri pönnu og deigkökurnar steiktar í 1–2 mín. eða þar til þær eru fal- lega brúnar. Þær eru því næst settar á disk ásamt ísnum og ferskjunum og rétturinn borinn fram. Hverfahátíð Fyrsta sameiginlega hverfahátíð Miðborgar og Hlíða fer fram á Miklatúni milli kl. 14.00 og 16.00 á morgun, laugardag. Upplagt er að bregða sér á Klambratúnið og hlusta m.a. á Þorleif Finnsson harmonikkuleikara leika gömul dægurlög. Líka má hlýða á Svavar Knút söngvaskáld og sjá nemendur úr hverfunum koma fram með tónlistaratriði. Boðið verður upp á leiki, dans, andlitsmálun og klifurveggi svo eitthvað sé nefnt. Hagamelshátíð Þá er ekki úr vegi fyrir Vesturbæinga og aðra velunnara að bregða sér á Hagamelshá- tíð, sem halda á með pomp og prakt á morgun. Í ár eru sextíu ár liðin frá því að fyrstu húsin voru reist við þessa breiðgötu Vesturbæjarins og ætla núverandi og fyrrverandi íbúar göt- unnar að halda upp á tímamótin. Auk þess fagnar Melaskóli 60 ára afmæli í ár og Mela- búðin 50 ára afmæli. Hátíðin hefst kl. 17.00. Götunni verður lokað milli Hofsvallagötu og Furumels frá kl. 15.00. Hæfileikafólk úr göt- unni skemmtir á hátíðarsviðinu með söng, tón- list og dansi auk þess sem rifjaðir verða upp gömlu götuleikirnir. Meðal skemmtikrafta verður söngkonan Hildur Vala og Rússíban- arnir. Kaupmenn Melabúðarinnar ætla svo að grilla pylsur auk þess sem boðið er upp á ís og drykki. Grafarvogsdagurinn Grafarvogsdagurinn verður haldinn hátíð- legur í níunda sinn á morgun í og við Borgar- holtsskóla. Sú nýbreytni verður nú að Grafar- vogsbúum verður boðið frítt í strætó. Meðal fastra hefða má nefna morgunkaffið í Grafar- vogslaug, sögugönguna, guðsþjónustu undir berum himni, grunnskólahlaup, afhendingu Máttarstólpans, kvöldvöku og flugeldasýn- ingu. Fornleifaganga Skógræktarfélag Reykjavíkur býður í fræðslugöngu um Þingnes og fornleifar í ná- grenni Elliðavatnsbæjarins á morgun. Forn- leifafræðingarnir Anna Lísa Guðmundsdóttir og Guðmundur Ólafsson ætla að leiða gesti í allan sannleikann um hinar fjölmörgu forn- leifar, sem finnast í næsta nágrenni við Elliða- vatnsbæinn. Ætli menn sér að mæta í göng- una, sem taka mun um tvo tíma, þarf að mæta við Elliðavatnsbæinn kl. 11.00. Fótboltafár Tvö bestu kvennalið landsins, nýkrýndir Ís- landsmeistarar Vals og Breiðablik, sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari á síðustu leik- tíð, leika til úrslita í Visabikarkeppninni í knattspyrnu á Laugardalsvellinum á laugar- daginn og hefst leikurinn klukkan 16.30. Í lið- unum eru margar af bestu knattspyrnukonum landsins svo það ætti enginn að verða svikinn af að mæta í Laugardalinn. mælt með … Morgunblaðið/Ómar Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.