Morgunblaðið - 08.09.2006, Síða 25

Morgunblaðið - 08.09.2006, Síða 25
bækur MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 25 T ákn með tali (TMT) er aðferð til tjáskipta ætl- uð heyrandi fólki sem á við mál- og talörðug- leika að stríða. Eins og nafnið gefur til kynna eru táknin notuð samhliða tali. Þau eru byggð á látbragði og bendingum sem al- mennt eru notuð í samskiptum fólks að viðbættum táknum úr táknmáli heyrnarlausra. Þau tákn eru hins vegar oft einfölduð og lög- uð að þeim sem nota TMT. Með því að tákna lykiltáknin í setningu um leið og talað er verður talmálið skýrara og barnið eða notandinn á auðveldara með að skilja það sem sagt er. Um leið lærir barnið hvern- ig það getur sjálft notað táknin til að gera sig skiljanlegt. Opnar leiðir til tjáskipta Nýlega kom út hjá Námsgagna- stofnun endurskoðuð og endurbætt útgáfa af orðabókinni Tákn með tali sem kom fyrst út 1998. Höfundar efnisins eru Sigrún Grendal tal- meinafræðingur, Björk Alfreðs- dóttir leikskólasérkennari og Sigur- borg Sigurðardóttir sérkennari sem teiknaði allar táknmyndirnar. Sig- rún og Björk hafa báðar kennt TMT og haldið fjölmörg námskeið fyrir foreldra, aðstandendur og fag- fólk. Forritið gerði Indriði Björns- son tölvunarfræðingur. TMT er hentug tjáskiptaleið fyrir börn sem ekki fara að tjá sig með tali á tilætluðum tíma. Orðin verða hlutbundnari og myndrænni með hjálp táknanna og geta opnað leiðir fyrir börn til tjáskipta jafnvel löngu áður en þau eru fær um að segja sitt fyrsta orð. Ætti að vera sjálfsagður þáttur í leik- og grunnskólum Öll börn tjá sig fyrst með hljóð- um og látbragði, þau nota tákn áður en þau hafa þroska til að segja fyrstu orðin, rétta fram hendur til að biðja um að láta taka sig upp og vinka bless þegar einhver fer. Á þessum grunni byggist TMT. Smám saman er öðrum táknum bætt við og markvisst unnið með táknuð orð og tjáskipti. TMT má nota með börnum strax á fyrsta aldursárinu á sama máta og við töl- um við öll börn strax frá fæðingu. Á þennan máta lærir barnið tjáskipti. Í flestum tilvikum nota börnin TMT tímabundið þar sem orðin taka oft- ast smám saman við af táknunum. TMT verður þannig eins konar brú yfir í talmálið. Árangurinn veltur á því að fjölskyldan og aðrir sem um- gangast barnið séu virkir í að gera TMT að eðlilegum þætti í lífi þess. TMT þarf einnig að vera sjálfsagð- ur þáttur í leik- og grunnskóla- umhverfi barnsins. Á síðustu árum hefur færst í vöxt að kynna börnum á leikskólastigi einstök tákn og í ljós hefur komið að lítil börn með annað móðurmál en íslensku hafa nýtt sér TMT á meðan þau eru að ná tökum á íslenskunni. Táknin líka á stafrænu formi Margir leikskólar hafa gert sér far um að opna augu barna fyrir táknmáli, kenna t.d. eitt tákn á viku og syngja vissa barnasöngva með táknum. Eins ætlar fræðslustarf- semi kirkjunnar að útbúa efni þar sem táknum með tali eru gerð skil. Í Tákn með tali orðabókinni eru rúmlega eitt þúsund tákn. Við val á táknunum studdust höfundarnir við ábendingar og óskir frá fagfólki og foreldrum barna sem nota TMT. Bókin er uppsláttarrit þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um hvernig TMT er notað. Öll táknin eru gefin út í stafrænu formi á geisladiski til að auðvelda bæði verkefnagerð og útprentun á ein- stökum táknum. Tákn með tali orðabókin og forritið eru einkum ætluð fagfólki, foreldrum og fjöl- skyldum þeirra sem nota TMT. Þetta er eins konar uppsláttarrit þar sem fletta má upp einstökum táknum, sjá myndun þeirra og nálg- ast frekari upplýsingar um TMT. Rúmlega eitt þúsund tákn Morgunblaðið/Golli Tjáning Margir leikskólar kenna börnunum t.d. eitt tákn á viku og syngja vissa barnasöngva með táknum. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.