Morgunblaðið - 08.09.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.09.2006, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ matur Salat með rjómadressingu fyrir 4 1 dl matargerðarrjómi 1 límóna, safi 3 msk. sítrónusafi 1 tsk. hrásykur 1 salathaus, u.þ.b. 150 g ein lúka ruccola-salat, u.þ.b. 50 g ½ gúrka 100 g reyktur silungur graslaukur Hellið rjómanum í skál og setjið límónusafa, sítrónusafa og hrásykur saman við. Þvoið salatið vandlega í vatni, þerrið vel, rífið blöðin niður í smærri bita og setjið í skál. Skerið gúrkuna langsum og hreinsið kjarn- ana innan úr. Skerið það sem eftir er af gúrkunni í sneiðar og blandið saman við salatið. Hellið dressing- unni yfir skömmu áður en salatið er borið fram. Skerið reyktan silung í sneiðar og dreifið yfir ásamt gras- lauk. Berið fram með góðu brauði eða sem meðlæti með fiskrétti. Volgt haustsalat fyrir 4 1 salathaus 100 g ferskt spínat 4 grænir aspasstilkar 1 fennika 1 gulrót 6 radísur 4 sólþurrkaðir tómatar 1 búnt fersk basilíka 1 tsk. salt 1 mozzarellaostur 4 msk. balsamedik 6 msk. ólífuolía Skolið salat og spínat og leggið í stóra skál. Skerið aspas og fenniku í bita og steikið örsnöggt á pönnu. Setjið út í salatskálina. Skerið gul- rót, radísur og sólþurrkaða tómata í sneiðar og setjið saman við. Rífið ostinn í bita og setjið yfir ásamt bas- ilíkublöðum. Blandið olíu, salti og balsamediki saman og dreifið yfir salatið þegar það er borið fram. Grunnsalatdressing – sígild og góð gerir u.þ.b. 2½ dl af dressingu, eða fyrir 12 manns 1 msk. dijonsinnep 3 msk. ferskt grænt krydd að eigin vali ½ dl hvítvínsedik ½ tsk. gróft salt ½ tsk. svartur nýmalaður pipar 2 dl olía Hrærið sinnepi, ediki, salti og pip- ar saman. Hellið olíunni út í og hrærið stöðugt í á meðan, setjið smátt saxað krydd út í. Hellið dress- ingunni í flösku og hristið vel fyrir hverja notkun. Þessi uppskrift er mjög góð sem grunnur, velja má krydd eftir smekk eða hvað sem er til taks hverju sinni og nota má margar tegundir af ediki og olíu. Veljið olíu eftir því hve bragðmikla dressingu hver og einn vill. Rapsolía gefur milt bragð en ólífuolía sterkara. Þessa dressingu er gott að eiga inni í ísskáp til að grípa í með öllu góða grænmetinu. Geymist vel í nokkra daga Rófusúpa fyrir 6 500 g rófur 1 gulrót 2 laukar 250 g hvítkál 1 msk. olía 15 dl (1½ l) vatn 3 msk. fljótandi kálfakraftur 1 msk. grænmetiskraftur 2 lárviðarlauf 5 piparkorn 1–2 msk. rauðvínsedik örlítill grófmalaður svartur pipar salt eftir smekk Afhýðið og saxið smátt eða rífið niður rófur og annað grænmeti. Hitið olíu í potti og steikið græn- metið í nokkrar mínútur. Setjið vatn, kraft, piparkorn, lárviðarlauf og rauðvínsedik út í og látið sjóða í 10–15 mínútur. Bætið vatni við ef magnið minkar mjög mikið og lækkið þá hitann. Smakkið til með salti. Berið fram með súrdeigs- brauði og sýrðum rjóma. Kalt tómatfetapæ fyrir 6–8 Botn: 1 dl grófmalað spelt 2 dl hveiti 125 g smjör 1 msk. vatn Fylling: 200 g fetaostur 2 dl sýrður rjómi, 18% 6 tómatar 1 msk. ólífuolía 1 tsk. balsamedik 10 svartar ólífur 1 knippi graslaukur Setjið allt sem á að fara í botn- inn í matvinnsluvél og vinnið sam- an í deig. Látið það í plastpoka og inn í kæliskáp í u.þ.b. klukkustund. Rífið deigið niður á rifjárni og þrýstið því inn í pæformið í botn- inn og upp með köntunum, pikkið með gaffli. Bakið við 225°C í 15 mínútur, látið kólna. Blandið sam- an fetaosti og sýrðum rjóma. Sker- ið tómatana í sneiðar og marinerið í nokkrar mínútur í olíu og balsam- ediki. Hellið fetaostblöndunni í pæformið þegar það er orðið kalt og þrýstið tómatsneiðum, ólífum og graslauk ofan í. Geymið á köld- um stað þar til pæið er borið fram, annaðhvort sem aðalréttur eða sem réttur á hlaðborði, til dæmis í staðinn fyrir smurbauðstertu, ferskt og gott. Uppskerutími í garðinum Haustið er sá tími sem grænmetið er albest á Ís- landi. Þess vegna, segir Heiða Björg Hilmisdóttir, er afar viðeigandi að bjóða upp á grænmeti í öll mál sem aðalrétt eða meðlæti. Tómatpæ Litríkt og hollt. Morgunblaðið/Arnaldur Rjómasalatsósa Góð með reyktum silungi. Rófusúpa Haustkraftur í skál. Salatsósa Sígild og góð. EINHVERFA mælist í meira mæli hjá börnum feðra sem voru komnir yfir fertugsaldur þegar getnaður átti sér stað en þeim sem yngri voru, segir í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem unnin var af vísindamönnum við Mount Sinai School of Medicine í New York og King’s College í London, og greint var frá á dögunum á vefmiðli BBC. Sýndi rannsóknin að sex sinnum meiri líkur voru á að einhverfa mældist hjá börnum feðra sem komnir voru yfir fertugt en þeirra sem enn voru undir þrítugu. Þykir þetta benda til að karlmenn, ekki síður en konur, hafi svo nefnda „lífsklukku“. Einhverfa og skyld heilkenni mælast nú orðið í mun meira mæli en á árum áður – 50 börn af hverjum 10.000 greinast nú í stað fimm af hverj- um 10.000 fyrir tuttugu árum. Aukin þekking á heilkenninu er talin eiga sinn þátt í þessari fjölg- un, en að sögn þeirra sem að rannsókninni stóðu geta aðrar breytur einnig haft sitt að segja. Hefur hærri aldur foreldra til að mynda áður verið tengdur frávikum í heilastarfsemi barna. Alls tóku 132.271 börn, fædd í Ísrael á níunda áratugnum, þátt í rannsókninni. Mældist ein- hverfa hjá sex af hverjum 10.000 börnum sem fæddust feðrum á aldursbilinu 15–29 ára, talan hækkaði upp í níu ef faðirinn var 30–39 ára. Væri faðirinn hins vegar á aldursbilinu 40–49 ára hækk- aði hlutfallið upp í 32 börn af hverjum 10.000. Hlutfallið virtist þá hækka enn frekar ef faðirinn var kominn yfir fimmtugt, en þar sem sá rýnihóp- ur var mjög smár reyndist ekki unnt að gefa tölu- legar upplýsingar þar um. Aldur móðurinnar virt- ist hins vegar ekki hafa áhrif á líkur þess að barn greinist með einhverfu. Eldri feður auka hættu á einhverfu Aldurstengt Hlutfall einhverfra barna virtist hækka enn frekar ef faðirinn var kominn yfir fimmtugt heilsa Hólmfríður Bjartmarsdóttir áSandi horfði á landsleikinn í gær og botnar ekkert í svona áhugamálum, frekar en ferðum til Mars: Menn eru sumir skrítnir, þeir hugsa um aðra hnetti hendast út í tómið og setja sér þar mörk en aðrir þrá að skjóta, kúlum eða knetti, krækja í nokkrar rjúpur, eða iðka fótaspörk. Kristján Bersi Ólafsson tók úr- slitunum með jafnaðargeði: Leiknum tapaði liðið mitt. Litlum það veldur mér sálarskaða. Að betra liðið bursti hitt er bara eðlileg niðurstaða. Hallgrímur Jónsson frá Ljár- skógum orti: Svona flýgur sendingin svona gef ég sparkið – hlægir mig ef hendingin hittir beint í markið. Af fótbolta pebl@mbl.is VÍSNAHORN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.