Morgunblaðið - 08.09.2006, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 27
R
auðu Valpolicella- og
hvítu Soave-vínin eru
ekki hátt skrifuð í huga
margra vínneytenda
enda mikið framleitt af
ódýrum og slöppum vínum undir
þessum heitum. Þeir sem sniðganga
þessi vín af þeim sökum missa hins
vegar af miklu því í Veneto eru fram-
leidd mörg stórkostleg vín sem geta
keppt við hvaða svæði sem er í heim-
inum þegar kemur að þokka, þyngd
og gæðum.
Góð Soave-vín frá framleiðendum
á borð við Pieropan og Tenuta Sant
Antonio hafa t.d. verið fáanleg á Ís-
landi um nokkurt skeið og nokkur
virkilega vönduð Valpolicella-vín
sem sýna hvers megnugar þrúg-
urnar Corvina og Rondinella geta
verið ræktaðar á réttum stað og í
höndum rétta víngerðarhússins.
Hver sá sem hefur smakkað Val-
policella frá t.d. Guiseppe Quintarelli
mun aldrei líta þessi vín sömu aug-
um eða þá flugmóðurskipin frá Rom-
ano dal Forno. Báðir eru þó þekkt-
astir fyrir Amarone-vín, þ.e. vín úr
þrúgum er hafa verið þurrkaðar áð-
ur en sjálf víngerðin hefst, Quint-
arelli allur í fínleikanum, Dal Forno í
óbeisluðu afli.
Á undanförnum árum hafa einnig
sprottið upp fyrirtæki er hafa lagt
metnað sinn í að hefja sjálf Valpoli-
cella-vínin til vegs og virðingar.
Tenuta Sant Antonio, sem er í
eigu Castagnedi-fjölskyldunnar, er
gott dæmi um þær jákvæðu breyt-
ingar sem hafa átt sér stað en fyrir-
tækið hefur verið leiðandi í hópi
nokkurra fremur lítilla fyrirtækja er
leggja áherslu á ýtrustu gæði frem-
ur en mesta magn.
Þegar bræðurnir Armando, Tiz-
iano, Paolo og Massimo tóku við
rekstrinum af föður sínum 1989 urðu
mikil umskipti. Tenuta Sant Antonio
hafði verið rekið líkt og mörg önnur
fyrirtæki á þessum slóðum. Þrúg-
urnar voru seldar til vínsamlagsins
Cantina Sociale í bænum Colognola
ai Colli. Það var meira að segja Ant-
onio Castagneda sjálfur sem lagði
grunn að vínsamlagi bæjarins.
Miði undir hurðina
Á þessum árum voru menn ekki að
hugsa mikið um nýjungar í ræktun
eða framleiðslu og vínsamlagið sá
um að selja vöruna. Þetta breyttist
þegar bræðurnir tóku við rekstr-
inum. Þeir tóku þá stefnu að fram-
leiða eigið vín úr þrúgunum sínum,
keyptu nýjar ekrur (hafa bætt þrjá-
tíu hekturum við þá tuttugu sem fað-
ir þeirra átti) og byggðu nútímalegt
víngerðarhús.
Antonio gamli fylgist enn vökulum
augum með sonum sínum. Hann
vaknar fyrstur alla og er ekki
ánægður með það ef synirnir eru
ekki komnir út á akurinn fyrir
klukkan sex á morgnana líkt og hann
gerði ávallt. Armando segir hann
eiga það til að stinga miða undir
hurðina á húsinu hjá sér, sé hann
ekki vaknaður nógu snemma, til að
vekja athygli á að hann fylgist með.
En tímarnir hafa breyst. Vínrækt-
in og víngerðin hafa tekið stakka-
skiptum með nýjum aðferðum og
nýrri tækni og nú þarf að huga að al-
þjóðlegum mörkuðum, sem ekki var
raunin áður.
Metnaðarfull vín
Í tunnukjallara nýja víngerðar-
hússins má sjá þann mikla metnað
sem lagður er í vínin. Þar bíður á
tunnum sem samsvarar fjórum ár-
göngum af bestu vínum þeirra. Paolo
Castagnedi, sem ber ábyrgð á vín-
gerðinni, vill ekki að vínið fari á
flöskur fyrr en það er tilbúið að hans
mati þó svo að bróðir hans Armando,
sem þarf að hafa áhyggjur af vaxta-
kostnaðinum, reyti hár sitt.
Við Paolo og Armando smökkum
okkur í gegnum nokkur tunnusýni,
t.d. Amarone-vínin tvö sem þeir
bræður framleiða, Campo dei Gigli
og Selezione Antonio Castagneda,
en það síðarnefnda er nefnt í höfuðið
á föður þeirra. Sumarið 2003 var
mjög heitt um alla Evrópu og það
endurspeglast í gífurlegum þroska
ávaxtarins en ræktendur urðu að
hafa varann á til að þroskinn færi
ekki yfir strikið. Mesta athygli vöktu
þó vín ársins 2004 sem sýna einstaka
dýpt og breidd. Greinilega gott í
vændum þegar þau koma á markað
um 2008.
Öll vín þeirra bræðra eru hefð-
bundin Veneto-vín að einu undan-
skildu, Cabernet Sauvignon-víninu
Capitel del Monte.
Um 40% framleiðslunnar eru seld
á heimamarkaði á Ítalíu en afgang-
urinn fer í útflutning og eru Banda-
ríkin og Norður-Evrópa mikilvæg-
ustu markaðirnir. Það eru Valpoli-
cella og Soave sem draga vagninn en
flaggskipin eru annars vegar Val-
policella Superiore-vínið La Bandina
og hins vegar Amarone-vínin. Mitt á
milli hinnar venjulegu Valpolicellu,
sem er ungt (2005) og aðgengilegt
vín með björtum kirsuberjaávexti,
og La Bandina er að finna Valpoli-
cella Monti Garbi, einnar ekru vín
sem hefur meiri dýpt og kraft en
venjuleg Valpolicella vegna sk. Ri-
passo-víngerðar. Í henni felst að
berjahratinu úr Amarone-fram-
leiðslunni er bætt út í vínlöginn eftir
gerjun og vínið látið geymast í tvær
til þrjár vikur og gerjast á ný en við
það fær vínið aukinn styrk, lit, tann-
ín og sýru. Sem sagt það sem menn
eru alla jafna að sækjast eftir.
Þriggja glasa vín
Afrakstur hinna miklu fjárfest-
inga hefur verið að skila sér og vín
Tenuta Sant Antonio eru svo sann-
arlega komin á kortið. Í nýjustu út-
gáfu Gambero Rosso – sem er eins
konar vínbiblía Ítala – er vínið La
Bandina 2001 eina Valpolicella-vínið
sem fær einkunnina þrjú glös, sem
er hæsta einkunn sem er gefin. Flest
vín sem Gambero Rosso fjallar um fá
ekkert glas.
Fimm önnur vín hússins fá tvö
glös í 2006-útgáfunni og segir Gam-
bero Rosso að Castagnedi-
bræðurnir hafi á örfáum árum gert
Tenuta Sant Antonio að forystufyr-
irtæki í Valpolicella. Að mínu mati er
Monti Garbi með betri kaupum í
ítölskum vínum í vínbúðunum, enda
leitun að tveggja glasa víni frá Gam-
bero Rosso sem hægt er að fá á rúm-
ar 1.500 krónur í vínbúðunum hér.
Armando segir að La Bandina-
verkefnið hafi byrjað árið 1997 og
hafi markmiðið í upphafi verið að
búa til ofur-Valpolicella-vín í anda
framleiðenda á borð við Dal Forno.
Með árunum hafi stíllinn hins vegar
breyst nokkuð, nú leggja bræðurnir
minni áherslu á kraft en meiri á fín-
leika og fágun.
„Þetta var vissulega nokkuð erfitt
í byrjun, enda dýrt að framleiða vín
sem þessi. Þá litu sumir sveitungar
svo á að við værum að ögra þeim og
þeirra framleiðslu með því að setja
markið þetta hátt. Nú sjá hins vegar
flestir að þetta dregur athygli að
svæðinu og að héraðið þarf vín sem
þessi. Sú áhætta sem við tókum er
sömuleiðis farin að skila sér, ekki
síst vegna Gambero Rosso. Bestu
veitingahús Ítalíu og þekktustu vín-
búðir eru farin að leggja inn pant-
anir í miklu magni. Bara nú um dag-
inn fékk ég pöntun frá þekktustu
vínbúð Rómar sem vildi fá 180 flösk-
ur af Bandina,“ segir Armando.
Hann segir marga aðra framleið-
endur í sveitinni nú vera farna að
hugsa á sömu nótum. Það fylgi því
hins vegar mikil áhætta og auðveld-
ara sé að koma með ódýrt vín á
markaðinn. Stóru og þekktu vín-
gerðarhúsin noti líka megnið af sín-
um bestu vínum í framleiðslu á Am-
arone, sem sé stóra þekkta nafnið í
rauðvínum Veneto. „Tíminn vinnur
líka gegn manni. Það líða fjögur ár
frá uppskeru þar til vínin koma á
markað og það getur verið vanda-
samt að spá í hvað muni njóta vin-
sælda eftir fjögur ár. Við höfum
veðjað á að markaðurinn fyrir bestu
vínin okkar muni vaxa um 10% á ári.
Nú eigum við hins vegar ekki nóg af
Bandina 2001 eftir að hún sló í
gegn,“ segir Armando.
Veneto-vínin hafa löngum haft það
orð á sér að vera einföld og ódýr og
því miður eru eflaust margir íslensk-
ir vínunnendur sem hafa aldrei reynt
hin stóru og mögnuðu Amarone-vín
héraðsins. Nokkur verulega góð slík
hafa þó verið fáanleg frá betri fram-
leiðendum Veneto á borð við Masi,
Allegrini, Tommasi og Tenuta Sant
Antonio. Menn ættu kannski að leiða
hugann að þeim nú þegar villibráð-
arvertíðin gengur í garð enda falla
þau einstaklega vel að hinni bragð-
miklu íslensku villibráð.
Hið nýja andlit Veneto-vínanna
Eftir Steingrím Sigurgeirsson
sts@mbl.is
Morgunblaðið/ Steingrímur Sigurgeirsson
Vínrækt Í Veneto eru framleidd mörg afburða vín er geta keppt við hvaða svæði sem er í heiminum þegar kemur
að þokka, þyngd og gæðum. Svæðið er þó enn í huga margra tengt meiri meðalmennsku í vínrækt.
Brautryðjendur Það höfðu ekki
margir trú á framtaki bræðranna.
Sérfræðingar
í saltfiski
Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl.
Fyrir verslanir:
Til suðu:
saltfiskbitar blandaðir
gellur
gollaraþunnildi
Til steikingar:
saltfiskbitar blandaðir
saltfiskkurl
saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos)
gellur
Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti:
saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos)
saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar
saltfiskkurl
Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem:
ýsuhnakka
rækjur
þorskhnakka
steinbítskinnar og bita
Sími: 466 1016
ektafiskur@emax.is