Morgunblaðið - 08.09.2006, Side 30

Morgunblaðið - 08.09.2006, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN K völdfréttatími Ríkis- sjónvarpsins síðasta dag ágústmánaðar byrjaði á ósköp venjulegum nótum. Áhorfendur fréttu af áformum Baugs um byggingu verslana á Seltjarnarnesi, fellibylur í útlönd- um reyndist ekki eins skæður og menn óttuðust og auðvitað var sagt frá viðskiptum í Kauphöll- inni. Ein vísitalan fór upp og önn- ur niður og þeir skilja það víst sem eiga að skilja. Svo komu íþróttafréttirnar og þá brá mér illilega í brún. Frétta- maður skýrði frá því að egypskur landsliðsmaður í fótbolta, Moh- amed Abdelwahab, hefði hnigið niður á æfingu og látist. Af þessu tilefni var rifjað upp þegar ung- verski framherjinn Miklos Feher fékk hjartaáfall í leik með liði sínu Benfica í Portúgal í janúar árið 2004. Hann lést á vellinum, fyrir framan þúsundir áhorfenda. Og þessu til viðbótar var einnig hresst upp á minni okkar sjón- varpsáhorfenda, sem sáum Kam- erúnmanninn Marc Vivien Foe falla til jarðar í leik Kamerún og Kólumbíu í janúar 2003. Ég hef í sjálfu sér ekkert við fréttina sjálfa að athuga, en Rík- issjónvarpið sá ástæðu til að sýna okkur þessa menn deyja, enn einu sinni. Þegar Feher lést var sýnt æ ofan í æ á sjónvarps- stöðvum heimsins hvernig hann laut fram og féll svo örendur á bakið. Með hjálp nákvæmra að- dráttarlinsa gat fólk um allan heim fylgst með síðustu and- artökum knattspyrnumannsins. Frábært myndskeið! Frábær frétt! Sagan endurtók sig þegar Foe lést. Allur heimurinn sá, aftur og aftur, þegar augu hans rang- hvolfdust í höfði hans þar sem hann lá á knattspyrnuvellinum. Hann dó fyrir framan myndavél- arnar. Enn eitt frábært mynd- skeiðið! Það fór lítið fyrir nærfærni fjölmiðla þegar þessir menn lét- ust. Egypski leikmaðurinn var hins vegar á æfingu og þar virð- ast engar myndavélar hafa verið nærri. Fjölskylda hans sleppur því við að sjá hann deyja aftur og aftur og aftur. Ég skil ekki tilganginn með því að nota myndskeið af deyjandi mönnum í fréttum. Þegar þeir létust voru vissulega myndavélar um allar trissur og ekki við öðru að búast en að sýnt yrði mynd- skeið af mönnunum, enda leik- urinn í fullu gangi og enginn vissi á því augnabliki að þeir væru að deyja. Núna vitum við að þeir dóu. Hvers vegna í ósköpunum viljum við sýna það og sjá aftur og aftur? Ég hef einu sinni séð mann deyja, en það var þegar ég var viðstödd aftöku morðingja í Kali- forníu. Enginn vafi lék á að sá maður var sekur um hræðilega glæpi og hann hafði verið dæmd- ur til dauða. Mér var samt engin þægð í því að horfa á hann deyja og ég myndi ekki vilja sjá það aftur og aftur. Ég myndi heldur ekki vilja eiga upptöku af síðustu andartökum ættingja eða vina. Hvers vegna ætti ég að vilja horfa á knattspyrnumenn úti í heimi deyja? Og hvernig líður ættingjum þessara manna, sem geta átt von á að dauði þeirra sé myndskreyting með fréttum? Í siðareglum blaðamanna segir m.a. að blaðamaður forðist allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu. Oft er rætt um að breyta verði siða- reglum blaðamanna og vísað þar í hinar og þessar breytingar sem orðið hafa á þjóðfélaginu frá því að þær voru fyrst settar. Ég minnist þess að hafa heyrt full- yrðingar um að endurskoðun sé nauðsynleg í ljósi breytts fjöl- miðlaumhverfis og áherslna. Einn fjölmiðill tók sig til og samdi eig- in siðareglur, frábrugðnar þeim sem Blaðamannafélag Íslands styðst við og rökin voru einhver vísan í breytta tíma, mikilvægi fjölmiðilsins, sem almenningur áttaði sig víst aldrei almennilega á, og þar fram eftir götunum. Ég hef satt best að segja aldrei skilið almennilega þessa endur- skoðunarkröfu, enda eru siðaregl- urnar ekkert annað en almennar umgengnisreglur, sem hafa mót- ast í samfélagi mannanna í ald- anna rás. Það væri raunar alveg nóg að hafa regluna „aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Eða hefur sú regla ekki staðist tímans tönn? Hefur aukin menntun þjóð- arinnar, aukin velmegun, útrásin og allt það á einhvern hátt dregið úr gildi þessarar reglu? Getur löngun manna til að selja fleiri eintök af blaði, eða fá meiri hlustun og áhorf, ráðið því hvern- ig siðareglur eru? Skilja menn kannski ekki orðið siðareglur? Ef svo er, væri þá ekki nær að kalla þær bara kurteisisreglur, eða eðlilegar umgengnisreglur fólks? Ekki þjált að vísu, en skiljanlegt. Ég get rétt ímyndað mér ramakveinin sem sumir eiga eftir að reka upp þegar þeir lesa þetta. Ég hef heyrt þau áður, þessi hróp um að fjölmiðlar þurfi að breytast í takt við tímann, að þeir eigi ekki að hika við að stinga á kýlum, taka á alls konar þorparaskap og svikum. Það er allt satt og rétt, en hefur bara ekkert með grundvöll siðaregln- anna að gera. Ef knattspyrnumennirnir hefðu verið íslenskir og látist fyrir framan íslenskar myndavélar, er líklegra en ella að sá atburður hefði farið í loftið í beinni útsend- ingu, á meðan menn áttuðu sig ekki á alvarleika málsins. Upp- taka af dauða þeirra hefði hins vegar aldrei verið sýnd, hvað þá endurtekin æ ofan í æ. Hvers vegna ætti þá að vera í lagi að sýna útlendingana deyja? Það samræmist ekki siðareglum að gera slíkt og þegar það er gert, aftur og aftur, grefur það undan þessum sömu reglum. Og áður en við vitum af skýtur enn og aftur upp kollinum fólk sem vill breyta skráðum siðareglum, í ljósi breytts fjölmiðlaumhverfis og áherslna. Frábært myndskeið! »Ég hef satt best að segja aldrei skilið almenni-lega þessa endurskoðunarkröfu, enda eru siðareglurnar ekkert annað en almennar um- gengnisreglur, sem hafa mótast í samfélagi mannanna í aldanna rás. rsv@mbl.is VIÐHORF Ragnhildur Sverrisdóttir Nýlega birti OECD (Efnahags- og framfarastofnunin) skýrslu um ís- lenska háskólastigið. Skýrslan er samin af erlendum sér- fræðingum og er óhætt að fullyrða að hún er hvalreki fyrir alla þá sem láta sig háskóla- samfélagið varða. Mikill árangur Ekki fer á milli mála að skýrsluhöfundar telja Íslendinga hafa náð undraverðum ár- angri við end- urskipulagningu og þróun æðri menntunar á Íslandi síðastliðinn áratug. Lög um háskóla frá 1997 mörkuðu ótvírætt tímamót og síðasti stóri áfanginn eru nýju háskólalögin sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, mennta- málaráðherra, beitti sér fyrir og tóku gildi 1. júlí sl. Farsællega hefur tekist að setja leikreglur og skapa háskóla- samfélaginu umgjörð sem allt í senn hefur leyst úr læðingi frumkvæði, áræði og heilbrigða samkeppni. Auk hinna nánu tengsla milli há- skólasamfélags og atvinnulífs vekja áherslur okkar á jafnrétti til náms at- hygli skýrsluhöfunda. Þetta er dregið fram með afgerandi hætti, en jafn- framt er bent á ákveðna vaxtarverki. Ýmsar gagnlegar ábendingar eru í skýrslunni og það er mín skoðun að árangur okkar í uppbyggingu há- skólasamfélagsins á Íslandi eigi að nýta við endurskoðun og uppbygg- ingu á öðrum sviðum, sem lúta að vel- ferð og félagslegu réttlæti, t.d. í ís- lenska heilbrigðiskerfinu. LÍN í lykilhlutverki Skýrsluhöfundar fjalla töluvert um fjárhagslegu hlið þróunarinnar og er athyglisvert að sjá hvað þeir telja að LÍN hafi gegnt þar stóru hlutverki og muni gegna vegna nauðsynlegra úr- bóta. Hvað varðar jafnréttið er sér- staklega bent á: – áherslur og árangur í jafnrétt- ismálum kynjanna, – ríkulegt og mikið tillit til fé- lagslegra aðstæðna námsmanna, – stéttleysi þjóðfélagsins, – eflingu sí- og endurmenntunar, – og síðast en ekki síst áherslur og viðhorf til náms í útlöndum. Lög og reglur um LÍN hafa verið mótaðar á liðnum árum til að efla alla framangreinda þætti og sjóðurinn hefur ótvírætt gegnt lykilhlutverki við að tryggja fjárhagsafkomu náms- manna og möguleika þeirra til náms í útlöndum. Það að jafn stór hluti Ís- lendinga og raun ber vitni stundar og hefur stundað nám erlendis má ætla að skýri já- kvæð viðhorf til al- þjóðavæðingar og þann kraft sem undanfarið hefur einkennt háskóla- samfélagið og íslenskt atvinnulíf. Þekking og reynsla erlendis frá hef- ur orðið til að efla sam- starf við erlenda aðila í rannsóknum og við- skiptum, en einnig leitt af sér aðhald og samkeppni í skóla- starfi og almennri atvinnustarfsemi á Íslandi. Öflug tengsl skóla og atvinnulífs Náin tengsl æðri menntunar og vinnumarkaðar vekja sérstaka at- hygli skýrsluhöfunda. Þeir telja þessi tengsl mjög jákvæð og setja fing- urinn á fjóra þætti sem geti skýrt þau. Í fyrsta lagi að almennt sé náms- framboð á Íslandi hvorki fastákveðið né því stýrt af stjórnvöldum með tilliti til einstakra námsgreina. Hvað menn læra og hvar ræðst af eftirspurn námsmanna sjálfra og hvernig þeir vega og meta skilaboð markaðarins og þekkingarþörf atvinnulífsins. Í öðru lagi nefna þeir greiðan aðgang námsmanna að fjárhagsaðstoð og þann eiginleika íslenska náms- lánakerfisins að endurgreiðslur eru háðar tekjum að námi loknu. Áhætta vegna náms er þannig lágmörkuð, – óháð því hvort hún tengist fjarveru frá vinnumarkaði á námstíma eða mati á eftirspurn og arðsemi tiltekins náms. Í þriðja lagi benda skýrsluhöf- undar enn og aftur á greiðan aðgang að námslánum vegna náms erlendis. Það gerir námsmönnum kleift að bregðast fljótt við skilaboðum vinnu- markaðarins og leiðir til framboðs á hæfileikaríku og fjölbreytilegu vinnu- afli. Í fjórða lagi nefna þeir samstarf skóla og atvinnulífs á ýmsum sviðum, t.d. í tengslum við starfsnám og rann- sóknir. Til viðbótar vil ég nefna breyt- ingar á reglum LÍN, s.s. lækkun skerðingar vegna tekna á námstíma úr 75% í 12%, sem hafa gert náms- mönnum auðveldara en áður að stunda samtímis lánshæft nám og vinnu. Fjármögnun áframhaldandi upp- byggingar háskólasamfélagsins og leiðir til að treysta gæði og sam- keppnishæfni í kennslu og rann- sóknum eru tvö aðkallandi úrlausn- arefni að mati skýrsluhöfunda. Þörf er á viðbótarfjármögnun ef dregur úr hagvexti, auk þess sem fjölbreytni í kostun er öflugt tæki til að tryggja raunverulegt jafnrétti og öflugt menntakerfi. Auk fjármögnunar hins opinbera og þátttöku fyrirtækja í kostnaði við kennslu og rannsóknir er margt sem mælir með því að nem- endur sjálfir borgi hófleg skólagjöld óháð því hvort skóli er rekinn af hinu opinbera eða öðrum. Allt nám er fyrst og fremst í þágu einstaklingsins. Ef nám er arðbært og hefur fjárhagslegan ávinning í för með sér hefur það ekkert með jafn- rétti til náms að gera þó að ein- staklingurinn taki þátt í kostnaði þess. Annað er í raun ósanngjarnt. Hagstæð námslán frá LÍN lágmarka þar að auki fjárhagslega áhættu og tryggja fullt jafnrétti til náms. Að mínu áliti má einnig spyrja hvort sé meira jafnrétti að tryggja takmörk- uðum fjölda „ókeypis“ nám eða öllum nám með hóflegum skólagjöldum. Skýrsluhöfundar benda á mik- ilvægi þess að samræmi sé í fjár- mögnun skóla óháð því hvort rekstr- araðilinn er hið opinbera eða einkaaðili. Fjölmargar rekstrarlegar röksemdir eru fyrir hóflegum skóla- gjöldum sem viðbót við fjármögnun á grundvelli þjónustusamninga við hið opinbera, atvinnusamtök eða fyr- irtæki. Reynslan sýnir t.d. að skóla- gjöld þurfa ekki að vera há til að hafa marktæk áhrif á framboð og gæði þeirrar þjónustu sem skólar veita. Að lokum vil ég hvetja sem flesta til að kynna sér skýrslu OECD-sérfræð- inganna, en hana er að finna á vef menntamálaráðuneytisins. LÍN í lykilhlutverki Gunnar I. Birgisson fjallar um skýrslu OECD um íslenska háskólasamfélagið » Skýrslan er samin aferlendum sérfræð- ingum og er óhætt að fullyrða að hún er hval- reki fyrir alla þá sem láta sig háskólasamfé- lagið varða. Gunnar I. Birgisson Höfundur er bæjarstjóri og stjórnarformaður LÍN. FRAMTAK Áhugahóps um tvö- falda Reykjanesbraut um baráttu gegn umferðarslysum er aðdáun- arverð, en með sam- stöðu íbúa svæðisins er alveg ljóst að mikill ár- angur hefur unnist í því verkefni að auka um- ferðarmenningu, tillits- semi í akstri og vitund fyrir meiri varkárni í umferðinni. Í grein í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum skrif- aði Steinþór Jónsson bæjarfulltrúi í Reykja- nesbæ, ferðamálafröm- uður og formaður Áhugahópsins mjög at- hyglisverða grein þar sem hann kynnti stofnun samtaka til að útfæra baráttu Áhugahópsins í umferð- armálum, nú á landinu öllu og Reyk- nesingar keyra það verkefni undir nafninu Samstaða. Markmiðið er að virkja fólk um allt land til þess að leggja baráttunni lið og sameina hópa áhugamanna undir nafni Sam- stöðu sem hefur þegar skráð sig með netfangið www.fib.is/samstda. Mein- ingin er að vinna þetta verkefni í samvinnu við FÍB og samgöngu- yfirvöld þannig að þessi frábæra hugmynd er hreinn hvalreki fyrir samgönguyfirvöld til þess að hnykkja á í þessum efn- um og virkja áhuga og krafta fólksins í landinu sem vill leggja sitt af mörkum.Upphaflegur aflvaki áhugahópsins var tvöföldun Reykja- nesbrautar og það get- ur varla verið tilviljun að í fyrsta skipti í lið- lega tvö ár hafa ekki orðið dauðaslys á þess- ari fjölförnu leið. Í grein sinni leggur Steinþór áherslu á það að Samstaða hafi það hlutverk að sameina hópa áhuga- fólks, virkja grasrótina innan hvers baráttuhóps og stuðla þannig að bættu umferðaröryggi um allt land og veitir ekki af miðað við hinn sorg- lega fjölda dauðaslysa og alvarlegra umferðarslysa á hverju ári. Það ber að fagna þessu frumkvæði af Reykja- nesi og þeir sem hljóta að fagna fyrst eru samgönguyfirvöld, því enginn getur fúlsað við slíkum liðsauka í brýnu baráttumáli. Vonandi koma fleiri að þessu verkefni með Sam- stöðu eins og til dæmis trygginga- félög og aðrir sem telja sér málið skylt, Áhugahópurinn um tvöfalda Reykjanesbraut útfærir nú baráttu sína til fækkunar umferðarslysa á landinu öllu og hefur sýnt frumkvæði sem skiptir miklu máli á lands- mælikvarða og þess vegna eiga sam- gönguyfirvöld að taka höndum sam- an við áhugafólkið og treysta því til frekari útfærslu á þessum góðu hug- myndum. Samgönguráðherra hefur verið að fylgja eftir ýmsum góðum hugmyndum í þessum efnum og það er ekki eftir neinu að bíða að leggja Samstöðu formlega lið. Samstaða fyrir allt landið í umferðaröryggi Árni Johnsen skrifar um umferðaröryggisátak » Áhugahópurinn umtvöfalda Reykjanes- braut útfærir baráttu sína til fækkunar um- ferðarslysa á landinu öllu. Árni Johnsen Höfundur er stjórnmála-, blaða- og tónlistarmaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.