Morgunblaðið - 08.09.2006, Síða 31

Morgunblaðið - 08.09.2006, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 31 ALLAR vísbendingar hníga í þá átt að loftslagsbreytingar af manna- völdum eigi sér nú stað og muni lík- lega aukast á komandi áratugum. Hlýnun lofthjúpsins mun hafa misalvar- legar afleiðingar fyrir íbúa jarðar, en miklar breytingar á veðurfari munu á flestum stöðum valda röskun á náttúru og mannlegu samfélagi með tilheyrandi búsifj- um. Tvennt er til ráða. Annars vegar er hægt að reyna að draga úr hraða breytinganna, einkum með því að draga úr losun gróð- urhúsalofttegunda frá mannlegri starfsemi. Hins vegar er hægt að búa sig sem best undir það sem koma skal, aðlagast breyttum aðstæðum. Íslendingar vinna með öðrum þjóðum heims að því að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda hnatt- rænt undir merkjum Loftslagssamn- ings Sameinuðu þjóðanna og Kýótó- bókunarinnar. Því hefur hins vegar verið minni gaumur gefinn hvernig hægt sé að aðlagast hugsanlegum breytingum. Ýmsar ástæður liggja þar að baki. Ísland er ekki jafn viðkvæmt fyrir mögulegum afleiðingum loftslags- breytinga og t.d. lönd sem glíma við þurrka eða láglend eyríki í hitabelt- inu, sem sjá jafnvel fram á baráttu fyrir tilveru sinni vegna hækkunar sjávarborðs og aukinnar hættu á fellibyljum. Innviðir samfélagsins eru sterkir og þjóðin rík, en almennt gildir að fátæk lönd munu eiga erf- iðast með að laga sig að breyttu úr- komumynstri og ræktunarskilyrðum og öðrum fylgifiskum hnattrænnar hlýnunar. Það er ekki svo að alveg hafi láðst að búa Íslendinga undir væntanlegar breytingar. Þannig er nú gert ráð fyrir væntanlegri hækkun sjáv- arborðs við hönnun hafna og ýmsar athuganir hafa verið gerðar á vegum stjórnvalda og opinberra stofnana á mögulegum afleiðingum loftslags- breytinga á landbúnað, vatnabúskap og orkuframleiðslu, opnun sigl- ingaleiða á norðurslóðum o.fl. Það er þó kannski ástæða til þess að huga enn betur að því hvernig best sé að mæta mögulegum breytingum í ljósi þess að vísindaleg vissa um eðli og umfang hlýnunar andrúmsloftsins virðist vera að styrkjast. Er Golfstraumurinn í hættu? Umhverfisráðherrar Norður- landanna ákváðu á fundi nú í ágúst á Svalbarða að efla starf á norrænum vettvangi sem miðar að rannsóknum á afleiðingum loftslags- breytinga í löndunum og aðlögun ríkjanna að þeim. Á Svalbarða hef- ur veðurfar hlýnað mikið á undanförnum árum og hafís hopað lengra norður en dæmi eru um frá því fólk kom til eyjanna. Einn stærsti óvissu- þátturinn varðandi hlýnun lofthjúpsins er hvaða áhrif hún getur haft á hafið og strauma- kerfi þess, sem flytur gífurlegt magn varma um jarðkúl- una. Í yfirlýsingu norrænu ráð- herranna er bent á þetta atriði sem forgangsmál í rannsóknum á veð- urfarsbreytingum og afleiðingum þeirra. Á undanförnum misserum hafa öðru hvoru birst fréttir í fjölmiðlum af rannsóknum á Golfstraumnum, sem að sögn benda ýmist til þess að hann sé að veikjast eða að litlar breytingar séu á styrk hans og stefnu. Mönnum hættir stundum til að oftúlka niðurstöður einstakra rannsókna og það bíður Vísinda- nefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) að draga þær saman og gefa heillega mynd af bestu fáanlegu þekkingu í fjórðu yf- irlitsskýrslu sinni, sem væntanleg er á næsta ári. Í þriðju skýrslu IPCC frá árinu 2001 kemur fram það mat að litlar líkur séu á stórfelldri röskun á Golfstraumnum á þessari öld og vonandi breytist það mat ekki til hins verra. Miklar rannsóknir hafa farið fram á síðustu árum á sjáv- arstraumum í Norðurhöfum síðan þá, sem ætti að gera mönnum auð- veldara fyrir að meta líkur á um- skiptum þar. Fáar spurningar brenna heitar á okkur Íslendingum hvað framtíðina varðar en hvort hætta sé á verulegri röskun á hafstraumum umhverfis landið og í Norður-Atlantshafi vegna loftslagsbreytinga. Við eigum ekki að staldra um of við hrakspár þar um, en okkur ber skylda til þess að fylgjast grannt með vísindarann- sóknum sem auka skilning okkar á umhverfi hafsins og breytingum á því. Í því skyni hafa íslensk stjórn- völd ákveðið að efna til alþjóðlegrar ráðstefnu í Reykjavík 11.–12. sept. nk. um loftslagsbreytingar, haf- strauma og vistkerfi í Norður- Atlantshafi. Þar mun fjöldi íslenskra og erlendra vísindamanna leitast við að draga upp heillega mynd af ástandi hafsvæðisins nú og í fyr- irsjáanlegri framtíð. Vísindin skipa öndvegi á ráðstefnunni, en boðið verður upp á umræður á henni þar sem leitað verður svara við því hvernig stjórnvöld og íslenskt sam- félag geti búið sig undir hugsanlegar breytingar. Það er von mín að þeir sem láta sig framtíðina varða nýti þetta tækifæri og kynni sér vísindin og umræðuna um loftslagsbreyt- ingar og áhrif þeirra á hafið og Ís- land. Þekking er öflugasta vopnið til að búa sig undir breytingar, þótt öll vonum við að þær sem verða á lofts- laginu verði sem minnstar og auð- veldastar viðfangs. Að laga sig að loftslagsbreytingum Jónína Bjartmarz fjallar um ráðstefnu um loftslagsbreytingar » Fáar spurningarbrenna heitar á okk- ur Íslendingum hvað framtíðina varðar en hvort hætta sé á veru- legri röskun á haf- straumum umhverfis landið og í Norður- Atlantshafi vegna lofts- lagsbreytinga. Jónína Bjartmarz Höfundur er umhverfisráðherra. STAÐALBÚNAÐUR: 2.0 lítra - 158 hestöfl, fjórhjóladrif, hiti í speglum, hraðastillir (PLUS), hiti í sætum (PLUS), hiti í framrúðu (PLUS), sjálfvirk loftkæling (PLUS), kastarar í stuðara (PLUS), sóllúga (LUX), aðgerðastýri (LUX) og leðurinnrétting (LUX).www.subaru.is Forester2.590.000,- Forester PLUS2.790.000,- Forester LUX 3.090.000,- Opið: Mánudaga - föstudaga kl. 9:00–18:00.Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Akureyri 461-2960 Njarðvík 421-8808 Höfn í Hornafirði 478-1990 Reyðarfirði 474-1453 Fyrir þennan pening færðu sjálfskiptan jeppling sem stendur sig betur en aðrir þegar kemur að aksturseiginleikum, afli, öryggi og endingu. Hann er hvorki of stór né of lítill, situr vel á vegi en hefur samt meiri veghæð en aðrir jepplingar. Hann er á svipuðu verði og venjulegir fólksbílar en þrátt fyrir það er vélin í Forester 158 hestöfl sem er meiri kraftur en í flestum dýrari jepplingum. Umboðsmenn um land allt Subaru Forester hefur verið valinn besti jepp- lingurinn 3 ár í röð af tímaritinu Car and Driver. 2.590.000,- Subaru Forester er ódýrari en Toyota RAV4, Honda CR-V og allir hinir jepplingarnir. Samt stendur hann sig betur. *  Ársalir - fasteignamiðlun  Ársalir - fasteignamiðlun  Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Sími 533 4200 eða 892 0667 Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar: Ársalir ehf. - fasteignamiðlun Höfum í einkasölu tveggja íbúða hús ásamt bílskúr á góðri lóð með mögul. byggingarrétti. Eignin þarfnast töluverðra endurbóta. Opið hús í dag frá kl. 13:00 til 15:00 HRAUNTEIGUR 3 TILBOÐ ÓSKAST Sagt var: Ég las minningar Guðnýju gömlu. RÉTT VÆRI: ...minningar Guðnýjar gömlu. Gætum tungunnar Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í MORGUNBLAÐINU nýlega var greint frá því að Einar Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra hafi hringt í norsk yfirvöld og óskað eftir skýr- ingum á hvers vegna sjóræn- ingjaskipi af Íslandsmiðum hafi ver- ið veitt þjónusta þar í landi nú á dögunum. Ósköp eru þetta barnalegar að- ferðir. Auðvitað á íslenska stjórn- arráðið að senda formlega beiðni til norskra yfirvalda þar sem óskað er eftir kyrrsetningu á skipi, handtöku skipstjórnarmanna og að hafin sé án tafar lögreglurannsókn á meintum fiskveiðibrotum. Norðmenn hafa sjálfir verið fram að þessu vægast sagt mjög strangir þegar um veiðar réttindalausra skipa í eða við norska fiskveiðilögsögu er að ræða. Meginmarkmiðið hlýtur að vera að grafa undan starfsemi þessara réttlausu skipa enda er ástand karfastofnsins á Reykjaneshrygg talið vera mjög slæmt um þessar mundir. Karfaveiðar Íslendinga hafa verið mjög slæmar undanfarin miss- eri og réttlausir útlendingar eiga ekki að fá minnstu ró til að athafna sig við að eyðileggja þessi mið. Þarna er kjörið tækifæri til að láta reyna á hvort Norðmenn sýni okkur Íslendingum að þeir eru tilbúnir að hefja samvinnu á þessu sviði: að þjóðirnar tvær gæti mikilvægra hagsmuna fiskveiðiþjóða á norð- anverðu Atlantshafi. Nú er tómt mál að koma lögum á venjulegan hátt yfir þessa meintu veiðiþjófa á opnu úthafi nema með beitingu ofbeldis sem ekki er til fyr- irmyndar. Handtaka er torveld og beinlínis hættuleg nema löggæslu- menn séu aðstoðaðir af sjóræn- ingjum við að komast um borð í skip þeirra. En við Íslendingar verðum að helga betur þessar mikilvægu fiskveiðislóðir og láta í engu eftir okkar hlut og allra síst í hendur rétt- indalausra meintra veiðiþjófa. Og til þess megum við aldrei sofa á verð- inum og láta kjörið tækifæri ganga okkur úr greipum þegar sjóræn- ingjar koma sneyptir í land og biðja þarlend hafnaryfirvöld um aðstoð sem ekki á undir neinum kring- umstæðum að veita lögbrjótum í té þegar um þessa mikilvægu sameig- inlegu hagsmuni er að ræða. Baráttukveðjur til sjávarútvegs- ráðherrans í þessu máli! GUÐJÓN JENSSON, Arnartanga 43, Mosfellsbæ. Veiðar sjóræningjaskipa á Reykjaneshrygg Frá Guðjóni Jenssyni: Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.