Morgunblaðið - 08.09.2006, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Á UNDANFÖRNUM árum hef-
ur Reykjavíkurborg unnið mark-
visst að því að fjölga nemendum
efri bekkja grunnskóla sem taka
framhaldsskólaeiningar. Þeir
skipta nú hundruðum árlega. Í um-
ræðunni um ,,styttingu náms til
stúdentsprófs“ sýndum við fram á
að sveigjanleg skil grunnskóla og
framhaldsskóla væru þegar komin
á og við vildum vinna
betur að þeim. Undir
forystu minni vann
menntaráð borg-
arinnar ítarleg gögn
upp í hendur mennta-
málaráðuneytisins
um endurskoðun
grunnskólalaga, þar
sem meðal annars
var rætt um tengslin
við framhaldsskóla. Í
kosningabaráttunni í
vor ræddi ég oft og
ítarlega um þann
kost að borgin tæki
að sér ,,að gera það
fyrir framhaldsskólann sem hún
gerði þegar hún tók við grunnskól-
anum af ríkinu“.
Tilraun um framhaldsskóla
Það er því í rökréttu framhaldi
af þessu að Samfylkingin lagði til í
menntaráði borgarinnar að hafnar
yrðu viðræður við Menntamála-
ráðuneytið um að borgin gerðist
tilraunasveitarfélag um rekstur
framhaldsskóla. Við lögðum til ,,að
teknar verði upp viðræður við
menntamálaráðuneytið um viðhorf
þess til svona tilraunaverkefnis“.
Einnig var mælst til að ,,stofnaður
verði starfshópur sem fjalli um
málið og undirbúi yfirtöku á
rekstri framhaldsskóla frá ríkinu
að fengnu samþykki menntaráðs“.
Þessi tillaga var lögð fram í
menntaráði og felld umræðulaust á
innan við einni mínútu að við-
höfðum þeim ummælum formanns,
sem hann endurtók í útvarpi, að
þetta gæti orðið, en hann vildi ekki
knékrjúpa í ráðuneytinu. Svona
frjó eru nú stjórnmálin í borginni
þessa dagana.
Menntamálaráðherra trompar
Í útvarpi mátti svo heyra
menntamálaráðherra kalla tillög-
una ,,sýndarmennsku“,
en það er hefðbundið
af hennar hálfu að
spara kurteisina ef
menntamál í Reykja-
vík ber á góma. Í til-
lögu okkar felst auð-
vitað ekkert það sem
ráðherra vildi helst
gera að umræðuefni,
sem sé líkurnar á því
að Reykjavík gerði svo
miklu betur við sína
nemendur en ríkið við
þá sem búa úti á landi
að misrétti hlytist af.
Yfirtaka Reykjavíkur
og annarra burðugra sveitarfélaga
á þessu verkefni hefði sannarlega
ekki það markmið að auka mis-
rétti. Ráðherra ætti reyndar að
vera kunnugt um að um árabil hef-
ur viðgengist mikið misrétti í garð
framhaldsskólanema af lands-
byggðinni og væri nær að snúa sér
að því verkefni strax en sýna af
sér ólund þegar fulltrúar í mennta-
ráði Reykjavíkur taka frumkvæði.
Hvað segir Samband
sveitarfélaga?
Ráðherra menntamála er illa
upplýst þegar hún segir tillögur
Samfylkingarinnar ,,sýnd-
armennsku“ og ,,ekkert sveitarfé-
lag hafi talað við sig“ um málið.
Tillaga okkar gekk reyndar út á
það að tala við ráðuneytið og hefur
beina skírskotun í stefnumótun
Sambands sveitarfélaga og ríkisins
sem kynnt hefur verið í ríkisstjórn.
Svo háttar nefnilega til að í til-
lögum verkefnisstjórnar átaks um
eflingu sveitarstjórnarstigsins,
sem lagðar voru fram í ríkis-
stjórninni á sínum tíma kemur
fram eftirfarandi vegna framhalds-
skólans:
,,Að sveitarfélögum verði gefinn
kostur á að taka að sér rekstur
framhaldsskóla með þjónustu-
samningum á sama hátt og
einkaaðilum, sem tilraunaverk-
efni.“
Hvaða sýndarmennskulið stóð
nú fyrir þessu? Það voru eftirtalin,
sem sátu í verkefnisstjórninni:
Arnbjörg Sveinsdóttir (núverandi
þingflokksformaður Sjálfstæð-
isflokksins), Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson (núverandi borgarstjóri)
og Hjálmar Árnason, sem formað-
ur (og núverandi þingflokks-
formaður Framsóknarflokksins).
Það er von að sjálfstæðismaðurinn
sem er formaður menntaráðs í
Reykjavík vilji ekki ,,knékrjúpa“
fyrir þessu liði, frekar en ráðherra
menntamála.
Frumkvæði Reykjavíkur
um framhaldsskóla
Stefán Jón Hafstein fjallar um
rekstur framhaldsskóla »Ráðherra mennta-mála er illa upplýst
þegar hún segir tillögur
Samfylkingarinnar
,,sýndarmennsku“ og
,,ekkert sveitarfélag
hafi talað við sig“ um
málið.
Stefán Jón
Hafstein
Höfundur er borgarfulltrúi Sam-
fylkingar og fulltrúi í menntaráði.
ALNÆMISVANDINN er enn
helsti ógnvaldur íbúa í Afríku
sunnan Sahara og er
jafnan talað um svæð-
ið sem þungamiðju
faraldursins. Það
kann þó að breytast á
næstu árum ef nýsmit
aukast í Asíu eins og
spáð er. Í nokkrum
löndum í sunnanverðri
Afríku eru um það bil
30% fullorðinna smit-
uð og er hlutfallið
jafnvel enn hærra
meðal ákveðinna sam-
félagshópa. Alnæm-
isfaraldurinn bitnar
ekki síst harkalega á
börnunum en um 12 milljónir
barna í sunnanverðri Afríku hafa
misst foreldra sína úr alnæmi og
áætlað er að þeim fjölgi í rúmlega
18 milljónir innan fjögurra ára.
Um 2 milljónir barna 15 ára og
yngri í þessum heimshluta eru
smitaðar af HIV-veirunni.
Á morgun leitar Rauði kross Ís-
lands eftir liðsinni landsmanna við
að styðja við verkefni sem hafa það
að markmiði að draga úr þján-
ingum barna í sunnanverðri Afríku
sem eiga um sárt að binda vegna
alnæmis. Rauðakrossfélög í þess-
um heimshluta sjá um framkvæmd
þessara erfiðu verkefna en innan
þeirra starfar mikill fjöldi sjálf-
boðaliða. Verkefni þeirra felast
m.a. í því að hlúa að foreldrum sem
hafa veikst þannig að þeirra njóti
lengur við, útvega börnum föt og
ábreiður, aðstoða þorpssamfélögin
við að koma á fót athvörfum,
styðja börn til skólagöngu og veita
fræðslu um alnæmi. Fátæk sam-
félög, sérstaklega stórfjölskyldan
og ömmur og afar sem taka á sig
mestu byrðarnar af þessum alvar-
lega vanda í sunnanverðri Afríku,
verða að fá utanaðkomandi aðstoð
til þess að umönnun og vernd
barnanna sé tryggð.
Á morgun munu sjálfboðaliðar
Rauða kross Íslands ganga í öll
hús á landinu og bjóða heimilisfólki
að leggja þessu mikilvæga málefni
lið. Það ætti ekki að fara á milli
mála hvert tilefnið er þegar sjálf-
boðaliði bankar. Hann verður vel
merktur Rauða krossinum með
barmmerki og rauðan söfn-
unarbauk. Við hvetjum Íslendinga
til að taka vel á móti sjálf-
boðaliðum og leggja Rauða kross-
inum lið.
Til þess að sem bestur árangur
náist þarfnast Rauði krossinn sjálf-
boðaliða til að ganga í hús með
söfnunarbaukana og safna fé. Söfn-
unarsvæði eru skipulögð með hlið-
sjón af póstnúmerum og innan
hvers svæðis verða söfnunar-
stöðvar þar sem tekið verður á
móti sjálfboðaliðum. Hægt er skrá
sig í dag á heimasíðu Rauða kross
Íslands, redcross.is, eða í síma 570
4000. Á morgun er síðan einfald-
lega hægt mæta í einhverja söfn-
unarstöð Rauða krossins og ganga
til góðs.
Það er von okkar að sem flestir
gangi í lið með okkur. Framlag
hvers og eins er dýrmætt og með
því að gefa eina til þrjár klukku-
stundir af lífi þínu getur þú breytt
lífi barns í Afríku.
Bjargaðu barni á morgun
Ómar H. Kristmundsson og
Kristján Sturluson skrifa um
fjáröflunarátak Rauða krossins
til styrktar alnæmissjúkum
börnum í Afríku
» Það er von okkar aðsem flestir gangi í lið
með okkur.
Ómar H.
Kristmundsson
Ómar er formaður Rauða kross
Íslands. Kristján er framkvæmda-
stjóri Rauða kross Íslands.
Kristján
Sturluson
SUNNUDAGINN 3. september
síðastliðinn fóru nokkrir stjórn-
málamenn í hestaferð um hluta
Hengilssvæðisins í boði Eldhesta
ehf. Með í för voru Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir, formaður Samfylk-
ingarinnar, Steingrímur J. Sigfús-
son, formaður Vinstri grænna,
Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður
Samfylkingarinnar,
Stefán Jón Hafstein,
borgarfulltrúi Sam-
fylkingarinnar, og
Dagbjört Hann-
esdóttir, fulltrúi Sam-
fylkingarinnar í sveit-
arstjórn Ölfuss – auk
forsvarsmanna Eld-
hesta og undirritaðs.
Lagt var upp frá
hestagerði í námunda
við Kolviðarhól og rið-
ið sem leið liggur upp
Hellisskarð framhjá
stöðvarhúsi Hellis-
heiðarvirkjunar, en
það stendur við rætur
Reykjafells neðan við
Dauðadal. Frá Hellis-
skarði var riðið eftir
veginum meðfram
Skarðsmýrarfjalli í
austurátt – þarna er
forn þjóðleið milli
hrauns og hlíða eins
og kallað var. Á hægri
hönd er mosavaxin
hraunbreiðan á Hellis-
heiði. Fljótlega eftir
að henni sleppir er
sveigt til norðurs milli
Litla- og Stóra-
Skarðsmýrarfjalls og
þá blasir við Fremsti-
dalur, einn þriggja
svokallaðra Hengla-
dala. Riðið var niður
Fremstadal með
Hengladalsá í átt að Bitru – sem er
háslétta milli Hengilsins og Mold-
dalahnúka ofan við Reykjadal í
austri. Þaðan lá leiðin að Ölkeldu-
hálsi í norðri þangað sem ferðinni
var heitið. Þar biðu fulltrúar nokk-
urra fjölmiðla sem óskað hafði verið
eftir að kæmu á staðinn. Frá Öl-
kelduhálsi var síðan riðið niður
Reykjadal að hesthúsum Hvergerð-
inga í ofanverðum Ölfusdal þar sem
ferðin endaði.
Eins og fram hefur komið í fjöl-
miðlum var markmiðið með þessari
ferð að vekja athygli stjórnmála-
manna og almennings á fyrirhug-
uðum virkjunarframkvæmdum
Orkuveitu Reykjavíkur á Ölkeldu-
hálssvæðinu og þeim áhrifum sem
slík virkjun hefði á umhverfi þess
og náttúru verði hún reist – og
kalla fram viðbrögð við því. Hug-
myndin var að bjóða fulltrúum allra
flokka í ferðina en ekki náðist í full-
trúa stjórnarflokkanna og Frjáls-
lynda flokksins í tæka tíð. Þeim hef-
ur því verið boðið í sams konar ferð
laugardaginn 9. september.
Hengilssvæðið er í næsta ná-
grenni við höfuðstöðvar Eldhesta að
Völlum í Ölfusi og fyrirtækið var
stofnað gagngert með það fyrir
augum að bjóða erlendu og inn-
lendu ferðafólki upp á hestaferðir
um þetta svæði. Enda þótt Eldhest-
ar hafi fært út kvíarnar á þeim tutt-
ugu árum sem fyrirtækið hefur
starfað er Hengilssvæðið ennþá
helsti starfsvettvangur þess og því
mikið í húfi að útivistargildi svæð-
isins verði ekki rýrt frekar en orðið
er með byggingu fleiri jarð-
varmavirkjana. Hér skiptir Öl-
kelduhálssvæðið sköpum því að í
dagsferð Eldhesta er farið um
svæðið og niður Reykjadal, en þessi
ferð er veigamikill þáttur í rekstri
fyrirtækisins. Einnig er farið um
Ölkelduháls í nokkrum lengri ferð-
um á vegum Eldhesta. En málið
snýst að sjálfsögðu um fleira en
hagsmuni Eldhesta og annarra fyr-
irtækja í ferðaþjónustu sem bjóða
upp á ferðir um Hengilssvæðið; það
varðar ekki síður útivist og um-
hverfis- og náttúruvernd á svæðinu.
Í viðtali við fréttastofu RÚV sem
tekið var á Ölkeldu-
hálsi áréttaði Hróðmar
Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Eld-
hesta, að Ölkelduháls-
svæðið væri á
náttúruminjaskrá.
Hann sagði Eldhesta-
menn vera andsnúna
því að virkjað yrði á
svæðinu. Orkuveitan
hafi þegar lagt vest-
urhluta Heng-
ilssvæðisins undir
Hellisheiðarvirkjun og
eigi að halda sig innan
hans. Ölkelduhálsinn
eigi að þeirra mati að
vera friðaður áfram,
vera friðlýst svæði.
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, formaður
Samfylkingarinnar,
segir mikilvægt að við
látum tæknina vinna
með okkur í þessu
sambandi. Rétt sé að
bíða og sjá hvað kemur
út úr djúpboranaverk-
efni sem unnið er að
áður en farið verði inn
á ósnortin svæði á borð
við Ölkelduháls. Hugs-
anlegt sé að með djúp-
borunum gefi svæði
sem þegar hafa verið
virkjuð af sér margfalt
meiri orku en þau gera
í dag.
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður Vinstri grænna, bendir á að
þetta mál geti orðið ágætur próf-
steinn á það hvort vilji sé til þess að
sætta ólíka hagsmuni og sjónarmið
varðandi landnýtingu og nátt-
úruvernd. Orkuiðnaðurinn hafi þeg-
ar fengið vesturhluta Heng-
ilssvæðisins og geti fullnýtt hann og
því spurning hvort Ölkelduhálsinn
og dalirnir ofan við Hveragerði og
svæðin niður að Grafningi yrðu lát-
in óáreitt í þágu ferðaþjónustu og
útivistar.
Hér hittir formaður Vinstri
grænna naglann á höfuðið og víst er
að engar sættir takast með ferða-
þjónustuaðilum á Hengilssvæðinu
og Orkuveitu Reykjavíkur ef Orku-
veitan fylgir eftir áformum sínum
um að reisa jarðvarmavirkjun á Öl-
kelduhálsi – svæði sem er á nátt-
úruminjaskrá og ferðaþjónustuað-
ilar hafa hagsmuni af að nýta og í
fullkominni óþökk þeirra sem unna
náttúru landsins.
Það verður því forvitnilegt að
heyra hver afstaða fulltrúa stjórn-
arflokkanna og Frjálslynda flokks-
ins er varðandi fyrirhugaðar virkj-
unarframkvæmdir Orkuveitu
Reykjavíkur á Ölkelduhálsi þegar
þeir koma í ferðina með Eldhestum
næstkomandi laugardag. Skyldu
þeir líta svo á að hér sé verið að
fórna minni hagsmunum fyrir meiri
og hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu
og unnendur íslenskrar náttúru
verði einfaldlega að lúta því eða
kemur eitthvað annað á daginn?
Sköpum sátt um
Hengilssvæðið
Stefán Erlendsson fjallar um
fyrirhugaðar virkjunarfram-
kvæmdir Orkuveitu
Reykjavíkur á Ölkelduhálsi
Stefán Erlendsson
»… víst er aðengar sættir
takast með
ferðaþjón-
ustuaðilum á
Hengilssvæðinu
og Orkuveitu
Reykjavíkur ef
Orkuveitan
fylgir eftir
áformum sínum
um að reisa
jarðvarmavirkj-
un á Ölkeldu-
hálsi …
Höfundur er leiðsögumaður í
hestaferðum á Hengilssvæðinu.
Páll Jóhann Einarsson skrifar
um trú og vísindi.
Gunnar Jóhannesson skrifar
um trú og vísindi.
Guðjón Sveinsson: Rík þjóð en
fátæk í anda.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
Fáðu úrslitin
send í símann þinn