Morgunblaðið - 08.09.2006, Page 33

Morgunblaðið - 08.09.2006, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 33 MINNINGAR ✝ Margrét Krist-insdóttir fædd- ist í Reykjavík 29. nóvember 1922. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 29. ágúst sl. Foreldrar hennar voru hjónin Katrín Guðnadóttir, hús- freyja, f. í Ásakoti, Sandvíkurhreppi, Árnessýslu 27. des- ember 1897, d. 5. september 1977, og Kristinn Eyjólfsson, símamaður, f. 18. júní 1895 að Sölvholti, Sandvíkurhreppi, Ár- nessýslu, d. 4. febrúar 1959. Systkini Margrétar eru: Hörð- ur, f. 18. desember 1925, d. 3. september 1955, og Sjöfn Björg, f. 27. desember 1934. Hinn 5. júlí 1941 giftist Mar- grét Magnúsi Daníelssyni, húsgagnasmíðameistara, f. 3. mars 1913, d. 21. janúar 2000. Foreldrar hans voru hjónin Arn- björg Sigmundsdóttir, húsfreyja, f. 24. maí 1875, d. 27. desember 1958, og Daníel Jóhann Daní- elsson, verkamaður, f. 2. ágúst 1881, d. 27. apríl 1959. Börn Margrétar og Magnúsar eru: 1) Haraldur Kristinn Örn, f. 17. janúar 1943, d. í febrúar 1943. 2) Stúlka (óskírð), f. 9. maí 1944, d. 9. maí 1944. 3) Ólöf Guðrún, f. 25. nóvember 1944, maki Örlygur Þórðarson, f. 19. desember 1944. Börn þeirra eru a) Brynja, f. 23. júlí 1966, maki Ólafur Guðlaugsson, f. 6. september 1966, en börn þeirra eru Ör- lygur, f. 1992, Bryn- dís, f. 1996 og Ingi- björg, f. 2004. b) Þórður, f. 2. októ- ber 1972, maki Sesselja Þóra Gunnarsdóttir, f. 3. nóvember 1975, en barn þeirra er Þóra, f. 2004. 4) Katrín Arnbjörg, f. 7. júlí 1954, maki Bragi Björnsson, f. 2. febrúar 1952. Börn þeirra eru a) Magnús Daníel, f. 8. maí 1973, unnusta hans er Sveinlaug Ísleifsdóttir, f. 4. október 1978, b) Björn Jón, f. 1. febrúar 1979, c) Margrét Hanna, 25. nóvember 1980, d) Arna Björt, f. 6. maí 1992. Margrét og Magnús bjuggu all- an sinn búskap í Reykjavík, lengstan tíma í Sólheimum 23, þar sem þau áttu sér fallegt heim- ili. Margrét var mikil hann- yrðakona og hlaut margs konar viðurkenningar víða að fyrir þau störf sín. Frá árinu 1950 var hún virk í starfi Thorvaldsensfélags- ins í Reykjavík og hlaut gull- merki félagsins fyrir vinnu sína í þágu þess. Útför Margrétar verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13. Óneitanlega er það skrítin tilfinn- ing að amma mín, Margrét Kristins- dóttir, sé ekki lengur á meðal vor. Varla leið sá dagur að amma liti ekki inn eða þá hringdi. Við systkinin urð- um þeirrar gæfu aðnjótandi að búa alla tíð í nágrenni við ömmu og afa. Þangað sóttum við oft enda ævinlega tekið fagnandi og þegar fjölskyldan var á ferðalagi voru amma og afi iðu- lega með í för, enda vart hægt að hugsa sér skemmtilegri ferðafélaga, hvort sem það var á Þingvöllum eða í Rínardalnum. Amma fylgdist sérlega vel með af- komendum sínum – á stundum að manni fannst of vel. Helst vildi hún vita nákvæmlega öllum stundum hvar maður væri niðurkominn og því reyndist mér nauðsynlegt að greina ömmu skilmerkilega frá högum mín- um með reglubundnu millibili þegar ég var staddur erlendis, hvort sem var í ítarlegum sendibréfum eða sím- tölum. Hún hafði líka sterkar skoðanir á samfélagsmálum og fór ekki dult með þær skoðanir. Löngum stundum sát- um við amma og ræddum ýmis þau málefni er á henni brunnu hverju sinni, eða þá hún sagði mér frá barn- æsku sinni í gömlu Reykjavík, sem þá var allt annars konar bær en hann er nú. Ungu fólki er hollt að heyra lýs- ingar þeirra sem eldri eru á aðstæð- um og aðbúnaði þjóðarinnar á fyrri hluta nýliðinnar aldar. Framfarirnar á öllum sviðum þjóðlífsins eru hreint ótrúlegar. Amma var afar félagslynd og tók hún virkan þátt í starfi Thorvaldsens- félagsins í Reykjavík. Veisluhöld og hátíðir voru henni mikið yndi. Mér er sérstaklega minnisstætt nú fyrir þremur árum í útskriftarfagnaði und- irritaðs, þegar veislan hafði staðið fram á fimmta tímann um morgun- inn, var amma enn hrókur alls fagn- aðar og steig dans! Lífsviljinn var óþrjótandi, allt fram í andlátið. Amma hafði þó einkar já- kvætt viðhorf til dauðans, sem hún áleit vera endurfæðingu til nýs lífs. Nú hefur nýtt líf tekið við og á nýjum stað. Björn Jón Bragason. Þá ertu farin yfir til afa, eins og ég veit að þú hefur hlakkað lengi til. Það er mjög skrýtið að þú skulir vera far- in, því að ég hef þekkt þig síðan ég fæddist. Það verður líka svo skrýtið að hafa þig ekki í mat á sunnudögum, spila við þig eða leyfa þér að hlusta á meðan ég æfi mig á píanóið, en þetta er víst gangur lífsins svo að ég óska þér alls hins besta og ég hlakka til að hitta þig seinna. Arna Björt Bragadóttir. Hún Margrét amma sagði okkur frá fyrirhuguðu ferðalagi sínu í síð- ustu viku. Virtist hún mjög sátt við ferðatilhögunina enda ætlunin að fara á framandi slóðir að hitta Magn- ús afa og aðra góða vini og ættingja. Hún var trúuð og því aldrei í vafa um hvernig tekið er á móti fólki sem kvatt hefur okkar jarðneska líf. Hef- ur það eflaust hjálpað henni mjög í ferðaundirbúningnum sem stóð yfir í mjög skamman tíma. Amma var dugleg kona, rausnar- leg og samviskusöm og kunni á sinn einstaka hátt að nýta hæfileika sína við hannyrðir sem fjölskyldan og margir aðrir nutu góðs af. Henni tókst ávallt að gera það besta úr þeim aðstæðum sem hún bjó við hverju sinni, en það var henni kappsmál að vera sjálfstæð og skulda engum neitt. Margrét amma var mikil fé- lagsvera. Naut hún þess að eiga sam- skipti við vini og vandamenn og tók virkan þátt í starfi Thorvaldsen- félagsins. Aldrei lét hún góða veislu fram hjá sér fara, enda var hún mikil samkvæmisdama. Hennar nánustu voru alltaf velkomnir í Sólheimana þar sem hlýjan og rólegheitin réðu ríkjum. Hún var mjög gestrisin og ekki kom til greina að þiggja ein- göngu vatnssopa þó staldrað væri stutt við. Það fannst henni ókurteisi. Alltaf voru í boði kökur og annað góð- gæti en við lærðum fljótt að fara aldr- ei södd í heimsókn til hennar. Lengst af átti hún því láni að fagna að vera nokkuð heilsuhraust. Þótt hún væri komin á níræðisaldur þá keyrði hún sinn gljáfægða og sport- lega bíl af miklu öryggi árið um kring. Hún gat illa hugsað sér að vera upp á aðra komin og sá um sig sjálf á heimili sínu til æviloka. Það kom ekki á óvart að síðustu orð hennar við okkur voru: „Gangi ykkur vel með allt ykkar“ en hún sýndi afkomendum sínum ávallt mik- inn áhuga og fylgdist vel með börnum okkar. Með þessum orðum vissum við að Margrét amma var að kveðja okk- ur. Það er huggun í sorg okkar allra sem þótti vænt um Margréti ömmu að nú njóta hún og Magnús afi sam- vista á nýjan leik. Brynja, Þórður, Ólafur og Sesselja. Það eru fyrst og fremst söknuður og þakklæti sem koma upp í hugann þegar ég kveð ömmu, eins og við köll- uðum hana alltaf. Eftir að hafa alist upp að miklu leyti hjá ömmu og afa mín fyrstu ár minnist ég hlýju, væntumþykju og öryggis hjá ömmu. Það var alltaf jafngott að koma við hjá ömmu hvort sem það var af einhverju tilefni eða ekki og móttökurnar ávallt hlýjar. Þótt amma hefði alltaf sterka skoðun á hlutum eins og pólitík, trúmálum eða hverju öðru sem rætt var um, gat hún samt alltaf hlegið að öllu eftir á og séð spaugilegu hliðina á málinu. Amma var mikil áhugamanneskja um andleg málefni og talaði ósjaldan um lífið og dauðann og er mér sér- staklega minnisstætt þegar amma fór á fund hjá miðli fyrir örfáum ár- um, en þá sagði miðillinn henni að „afi (sem var þá dáinn) væri ekki tilbúinn strax til að taka á móti henni hinum megin“. Amma hefur talað um það í all- mörg ár að hún færi nú að fara og þetta væri nú að verða gott hérna megin þannig að þegar kallið loks kom, þá einhvern veginn var maður undir það búinn. Ég er fyrst og fremst þakklátur ömmu er ég kveð hana með söknuði. Elsku amma, guð geymi þig. Minn hugur er þungur, á þessari stundu er heldur þú heim á leið. Það léttir þó mína sál, og lundu að vita að gatan er greið. Það yfir mig hellist, hugsun svo stór að vita ei af þér hér. En leiðin sem afi, á undan þér fór hann lýsa mun upp handa þér. Magnús Daníel. Ég man eftir því að hafa verið lítil heima hjá ömmu að spila við hana. Hún kenndi mér mörg spil og það var oft sem við spiluðum saman og höfð- um við báðar mjög gaman af því. Amma hafði líka mjög gaman af veislum, hún var fyrst til að mæta, síðust til að fara og skemmti sér alltaf vel. Mér er það minnisstætt þegar amma kom í tvítugsafmælið mitt, setti upp kórónu sem ég hafði fengið og fór svo inn í stofu og spjallaði við gestina. Hún var alltaf til í glens og hafði góðan húmor. Amma var sér- staklega handlagin og prjónaði hún sérstaklega fallegar lopapeysur. Amma var ótrúlega hress, hún keyrði um allt og fylgdist vel með heims- málum og hafði sterkar skoðanir. Hún trúði á líf eftir dauðann og talaði mikið um það þegar hún mundi hitta afa aftur. Það eru góðar minningar sem ég geymi um ömmu og mun ég sakna þess að fara í heimsóknir til ömmu. Blessuð sé minning ömmu. Margrét Hanna Bragadóttir. Elsku Magga, kallið kom fyrr en við bjuggumst við en einhvern tím- ann munu leiðir skilja þótt það sé allt- af sárt. Þú hefur verið í okkar huga miklu meira heldur en systir hennar mömmu, hálfgerð amma, enda nokkrum árum eldri en mamma. Margar góðar minningar úr Sólheim- unum og víðar koma upp í huga okkar þegar við hugsum til þín. Ein af eldri minningum okkar er t.d. frá útilegu í Þórsmörk þegar við vorum ungar, samvera í sumarbústaðnum í Önd- verðarnesi og góð innlit í bolla. Við bárum mikla virðingu fyrir þér og hlustuðum vel á það sem þú hafðir til málanna að leggja enda lást þú aldrei á skoðunum þínum. Það eru ekki margir sem eiga Möggu móðu eins og við kölluðum þig stundum en við er- um stoltar af því. Hann Maggi mun eflaust taka vel á móti þér hinum megin ásamt öðrum ástvinum en þín verður sárt saknað hér af þínu fólki. Við þökkum þér innilega fyrir tímann sem við áttum saman og þann mikla félagsskap sem þú hefur verið móður okkar. Minn- ingin um þig mun lifa með okkur og fjölskyldum okkar um ókomna tíð. Við vottum Ollu, Kötu og fjölskyldum þeirra samúð okkar. Hrönn Eir, Katrín Huld og fjölskyldur. Elsku besta Magga. Ég bjóst ekki við að þú kveddir svona snögglega og ég mun sakna þín mjög mikið. Þér verður best lýst með því að segja að þú hafir verið hrein- skilin, tignarleg og barst höfuðið hátt. Alltaf þótti mér gaman að koma til þín í Sólheimana og minnist ég með söknuði samverustunda okkar þar yf- ir kaffibolla og „síkó“ að ræða málin. Skemmtilegt þótti mér að heyra frá uppvaxtarárum ykkar mömmu og var gaman að sjá hversu nánar systur og góðar vinkonur þið voruð og ynd- islegt var að fá að njóta stunda með ykkur saman. Þau eru ekki mörg árin síðan við hóuðum saman frænku- hópnum og hittumst mánaðarlega í litun og plokkun upp í Sólheimum og varst þú stofnandi þessa hóps. Margt var um manninn þá og mikið fjör og gaman að hittast og ná að tala saman yfir kaffi og með því. Alltaf stoppaði ég lengur við eftir að fólkið var farið og var þá hvolft úr bolla og spjallað. Minnisstætt þykir mér þó hvernig þér tókst í hvert einasta skipti að maka litnum sem ég setti á auga- brúnirnar þínar yfir ennið á þér og kinnar og alltaf hlógum við jafnmikið að því. Ég vona að þessi hópur haldi áfram að hittast þér til heiðurs og er aldrei að vita nema við finnum eitt- hvað gott nafn á hann. Ef ég þekki þig rétt, þá kíkir þú við í kaffi til okk- ar og fylgist með. Síðustu stundirnar með þér voru við skírn dóttur minnar Hrefnu Lind- ar um miðjan ágúst og er ég mjög þakklát að fá að njóta þessa tíma með þér. Ég fékk að sjálfsögðu lánaðan skírnarkjólinn fallega sem þú saum- aðir og skírnarskálina sem amma átti og eitt af borðunum sem Maggi smíð- aði. Þegar ég bauð þér í skírnina miðlaðir þú mér mörgum góðum ráð- um varðandi þá athöfn og er ég mjög þakklát að svona reynslurík kona að- stoðaði mig við skírn á fyrsta barni mínu. Mikið á ég eftir að sakna þín, elsku Magga, en ég veit að fyrir handan bíður Maggi þín, sem hefur lokið við smíði á húsinu ykkar og einnig aðrir ástvinir. Ég þakka allar yndislegu samverustundir okkar og allt það sem þú hefur kennt mér. Guð veri með þér Björg Ýr. Það var haustið 1997 sem ég réð mig til vinnu hjá Thorvaldsensfélag- inu sem verslunarstjóri í litlu vina- legu versluninni þeirra. Ekki hafði ég nú mikið vit á prjónaskap þá, en fljót- lega tók ég eftir því að þarna voru peysur innanum, sem algjörlega skáru sig úr hvað handbragð og allan frágang varðaði, þetta voru peysurn- ar hennar Margrétar eða Möggu- peysurnar eins og við kölluðum þær gjarnan. Ég átti eftir að kynnast Margréti vel, en hún var ein af þess- um konum sem komu að vinna með mér sem sjálfboðaliði í búðinni. Hún átti sinn fastadag á Bazarnum, var miðvikudagskonan mín. Hún var allt- af glaðleg og skemmtileg en hafði þó ákveðnar skoðanir á hlutunum. Oftar en ekki var prjónadótið meðferðis og fylgdist ég þá með þegar peysurnar urðu til að því er virtist fyrirhafnar- laust. Mynstrin hennar voru sérstök, fínlegri en önnur og ég held að hún hafi spunnið þau upp um leið og hún prjónaði. Ekki brást að hún hringdi heim í bónda sinn sem heima beið og léti hann vita hvað hún hefði tekið til fyrir hann í hádegismat. Ég fór ekki varhluta af góðgætinu hjá henni, en hún var ávallt með eitthvað spenn- andi handa okkur, það var alltaf eitt- hvað fallega tilreitt og gott. Margrét hafði mikinn áhuga á gangi Bazarsins og fylgdist vel með öllu. Nú í seinni tíð kom hún aðallega með Sjöfn systur sinni að standa vaktina. Á síðastliðnu ári kom hingað fólk frá vikublaðinu Hjemmet í Dan- mörku. Þau fengu mikinn áhuga á að fá að hitta prjónakonu sem prjónaði fyrir okkur og þá lá beinast við að þau fengu að hitta þá færustu og var fengið leyfi til að fara í heimsókn til Margrétar. Þannig fékk Margrét heillar opnu mynd og grein um félag- ið okkar í blað nr. 3 nú í ár. Myndin var tekin og sett í ramma og höfð til sýnis í búðinni. Ég veit að ég mæli fyrir munn allra sem unnið hafa á Bazarnum öll þessi ár að það hefur verið alveg einstök ánægja að fá að höndla með þessar gersemar sem hún skapaði og verður skarð hennar varla fyllt. Helga Kristinsdóttir. Mig langar til að kveðja þig, Mar- grét, með þessum litla sálmi. Með innilegu þakklæti fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig í gegnum árin. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Minn Jesús, andlátorðið þitt í minn hjarta’ eg geymi, sé það og síðast mitt, þá sofna ég burt úr heimi. (Hallgrímur Pétursson.) Far þú í friði, elsku Margrét. Fjöl- skyldunni allri sendi ég samúðar- kveðjur. Árný Inga Guðjónsdóttir. Kveðja frá Thorvaldsensfélaginu Í dag kveðjum við Margréti Krist- insdóttur, mikilvirka félagskonu í Thorvaldsensfélaginu. Hún gekk í fé- lagið 2. mars árið 1950 og átti því einn lengsta starfsaldur allra lifandi fé- lagskvenna þegar hún féll frá. Hún bar hag félags okkar mjög fyrir brjósti og helgaði því starfskrafta sína af heilum hug. Það var táknrænt að síðasta starfsdag hennar á Thor- valdsensbazarnum var hún lögð inn á spítala og átti þaðan ekki aftur- kvæmt. Lengi vel vann hún fastan vinnutíma í hverri viku á Bazarnum auk þess sem hún var ávallt tilbúin að hlaupa í skarðið ef þess þurfti með. Fyrir jólin seldi hún jólamerki og jólakort félagsins. Allt var þetta unn- ið í sjálfboðavinnu. Margrét var heil- steypt og vönduð kona. Hún var glað- vær og hlý. Hún var vandvirk svo af bar. Hún var vinnusöm og hlífði sér hvergi. Mörg hin síðari ár prjónaði hún lopapeysur sem seldar voru á Bazarnum. Lopapeysurnar hennar Margrétar voru vandaðar og fallegar og runnu út eins og heitar lummur og fengu færri en vildu. Peysurnar voru listaverk og því voru það stoltar og hreyknar Thorvaldsenskonur sem sýndu þær og seldu. Það var með ólíkindum hversu mikil afkastageta Margrétar var einkum þegar til þess er tekið að oft var hún sárþjáð. Margrét lét sig ekki vanta á fundi, í ferðalög og á skemmtanir félagsins. Mér auðnaðist að eiga mikil og góð samskipti við hana hin síðari ár og var hún mér afar kær. Thorvaldsens- félagið á Margréti mikið að þakka eftir 56 ára sjálfboðastarf. Við fé- lagskonur kveðjum nú ljúfa og góða vinkonu með þakklæti og virðingu og biðjum henni Guðs blessunar. Fjöl- skyldu hennar sendum við innilegar samúðarkveðjur. F.h. Thorvaldsensfélagsins, Sigríður Sigurbergsdóttir. Margrét Kristinsdóttir REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.