Morgunblaðið - 08.09.2006, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Guðríður ErnaÓskarsdóttir
fæddist í Reykjavík
10. janúar 1924.
Hún lést á Drop-
laugarstöðum 31.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Óskar Georg
Halldórsson útgerð-
armaður, f. 17. júní
1893, d. 15. janúar
1953 og kona hans
Guðrún Ólafsdóttir,
f. 27. nóvember
1893, d. 22. ágúst
1939. Fóstra Ernu var Guðríður
Jakobsdóttir, f. 16. september
1894, d. 19. janúar 1960. Systkini
hennar voru: 1) Guðný, f. 1916, d.
1922. 2) Theódór Óskar, f. 1918, d.
1941. 3) Þóra, f. 1919, d. 2001,
maki Þorsteinn Egilsson, f. 1910,
d. 1987. 4) Guðný, f. 1921, d. 1993,
maki Gunnar Halldórsson, f. 1921,
d. 1973. 5) Ólafur, f. 1922, d. 1995,
maki Hanna Kristín Gísladóttir, f.
1924, d. 1985. 6) Halldóra, f. 1925,
d. 1993, maki Einar Sigurðsson, f.
1923, d. 1994. 7) Guðrún (Hamelý),
f. 1930, d. 2006, maki Milutin Koj-
ic, f. 1922, d. 1990. Hálfsystkini
samfeðra voru Harald E. Gunn-
arsson, látinn og Erna Hall-
búð með Hugrúnu Elfu Hjaltadótt-
ur, f. 27. september 1978, sonur
þeirra er Óskar Georg, f. 23. des-
ember 2004. b) Jón Arnar, f. 11.
maí 1980, í sambúð með Jónu Guð-
björgu Árnadóttur, f. 31. júlí 1981.
c) Guðrún, f. 20. nóvember 1984. d)
Þórunn, f. 24. desember 1989. 3)
Herdís Þórunn leikskólakennari,
f. 11. janúar 1952, gift Inga Jóni
Sverrissyni leiðsögumanni, f. 28.
mars 1951. Börn þeirra eru: a) Jón
Sigurður, f. 22. september 1980. b)
Ingibjörg Anna, f. 10. janúar 1984.
c) Ólafur Örn, f. 15. janúar 1988. 4)
Halla Guðríður, fulltrúi, f. 27.
febrúar 1957. Dóttir hennar er
Guðríður Erna Guðmundsdóttir, f.
9. september 1983.
Erna ólst upp í Reykjavík, bjó
lengst að Ingólfsstræti 21 en
dvaldist mörg sumur á Bakka á
Siglufirði. Hún gekk í Miðbæj-
arskólann í Reykjavík, lauk gagn-
fræðaprófi frá Flensborgarskóla í
Hafnarfirði og útskrifaðist frá
The Hack Centenary Junior Col-
lege i New Jersey í júní 1945. Hún
vann við útgerðarfélag föður síns
og í Útvegsbanka Íslands. Eftir að
hún giftist var hún lengst af
heimavinnandi, starfaði þó um
tíma á Fasteignasölu Einars Sig-
urðssonar og fyrir Rauða kross Ís-
lands.
Útför Ernu verður gerð í dag
frá Dómkirkjunni og hefst athöfn-
in klukkan 15.
dórsson, látin.
Erna giftist 27. maí
1949 Jóni Sigurði
Ólafssyni frá Króks-
fjarðarnesi, lögfræð-
ingi, skrifstofustjóra
í félagsmálaráðu-
neytinu, f. 7. október
1919, d. 5. ágúst
1984. Foreldrar hans
voru Ólafur E. Þórð-
arson bóndi, f. 3. júní
1883, d. 17. sept-
ember 1931 og kona
hans Bjarney S.
Ólafsdóttir, f. 22. júní
1886, d. 31. mars 1984. Börn Ernu
og Jóns eru: 1) Ólöf Sigríður
fulltrúi, f. 1. janúar 1950, gift
Kjartani Gíslasyni rekstrarstjóra,
f. 9. júlí 1950. Börn þeirra eru: a)
Erna Guðríður, f. 16. nóvember
1979, gift Þorbirni Geir Ólafssyni,
f. 30. maí 1975, sonur þeirra er
Ólafur Geir, f. 26. apríl 2005. b)
Ingibjörg Rós, f. 30. desember
1982, unnusti Ísleifur Birgisson, f.
23. febrúar 1981. c) Jón Ólafur, f.
6. júlí 1988. 2) Óskar Georg lyfja-
fræðingur, f. 2. janúar 1951, d. 19.
maí 2002, kvæntur Þórunni Hall-
dóru Matthíasdóttur, BA kennara,
f. 7. júní 1951. Börn þeirra eru: a)
Matthías Þór, f. 7. maí 1975, í sam-
„Mikið er hún mamma þín lagleg.“
Þetta var eitt af því fyrsta sem ég
sagði við Óskar minn eftir að hafa
hitt tilvonandi tengdamóður mína í
fyrsta sinn. Síðan eru liðin nær þrjá-
tíu og sjö ár og ég komst fljótt að því
að hún Erna var ekki bara stórglæsi-
leg kona sem bjó yfir einstakri út-
geislun heldur var hún líka gull af
manni. Í raun og veru á orðið fegurð
svo vel við þegar lýsa á tengdamóður
minni, sjálf var hún falleg í útliti en
hún bjó líka yfir mikilli innri fegurð
og orð hennar og athafnir einkennd-
ust af því hve mikla umhyggju hún
bar fyrir samferðamönnum sínum.
Hún skynjaði líka fegurð náttúrunn-
ar allrar, himins, hafs og jarðar.
Ósjaldan urðum við vitni að óendan-
legri hrifningu hennar þegar norður-
ljósin dönsuðu um himinhvolfið. Sól-
arlagið dró hana niður að sjó mörg
síðsumarkvöldin og hafið minnti
hana á dvöl hennar í sjávarplássum á
árum áður. Hún átti sælureiti við
Þingvallavatn og þar leið henni vel
og hún undi sér löngum við veiðar á
vatnsbakkanum eða úti á báti og gat
endalaust virt vatnið fyrir sér og
dáðst að hreyfingum þess og marg-
breytileika. Það var sama hvort jörð-
in skrýddist grænum skrúða eða
snjór lá yfir öllu, hvorttveggja var í
huga Ernu tákn fegurðar. Þessar
sömu tilfinningar gagnvart nátt-
úrunni einkenndu líka Jón, tengda-
föður minn, og höfðu áhrif á börnin
þeirra þegar þau voru að alast upp
og síðan á tengdabörn og barnabörn.
Margar minningar tengjast því úti-
vist og ferðalögum. Á sumrin var far-
ið í sumarbústaði, útilegur og göngu-
ferðir. Yfir vetrartímann voru
skíðaferðir fastur liður í lífi fjölskyld-
unnar. Þegar vel viðraði og skíðafæri
gafst var haldið til fjalla þar sem allir
gátu notið útiverunnar saman.
Þegar ég kom inn í líf fjölskyld-
unnar bjuggu Erna og Jón á Há-
vallagötu 3 ásamt börnunum sínum
fjórum. Mér varð strax ljóst að þar
bjuggu hjón sem voru höfðingjar
heim að sækja enda var oft gest-
kvæmt á heimilinu og voru Erna og
Jón einstaklega samhent við að láta
gestum sínum líða vel. Það var sama
hvort um var að ræða vini og skóla-
félaga barnanna, heimilisvini, ætt-
ingja eða venslafólk, öllum var tekið
af sömu hlýjunni og gestrisninni. Það
var gott að koma ,,á Hávallagötuna“.
Árin liðu og smám saman stofnuðu
börnin eigin heimili, heimili sem öll
minna á einn eða annan hátt á
bernskuheimilið. Það var okkur öll-
um mikið áfall þegar Jón lést skyndi-
lega í ágústbyrjun 1984. Rúmu ári
seinna flutti Erna á Flyðrugrand-
ann. Þá varð enn styttra á milli henn-
ar og barnanna og henni fannst gott
að vera í göngufæri við okkur öll og
það var stutt fyrir barnabörnin að
hlaupa yfir til ömmu Ernu.
Erna var ákaflega frændrækin og
mikil fjölskyldumanneskja, tengsl
við fortíðina skiptu hana einnig máli.
Hún hélt tryggð við vinkonur fóstru
sinnar og aðra eldri fjölskyldumeð-
limi og vini og hún hélt í heiðri minn-
ingu foreldra sinna. Hún var dugleg
við að segja okkur skemmtilegar og
fræðandi sögur tengdar liðnum tíma.
Síldarárin á Siglufirði voru henni
hugleikin, ferðir sem hún fór með
Óskari, föður sínum, þegar hann var
að ganga frá viðskiptum erlendis,
dvölin hjá honum meðan hann var
búsettur í Kaupmannahöfn, undir-
búningurinn við að koma vaxmynda-
safninu á laggirnar og svo margt
fleira sem ævintýraljómi hvíldi yfir.
Henni tókst að gæða þessar frásagn-
ir svo miklu lífi að okkur hefur alltaf
fundist sem við höfum þekkt Óskar
Halldórsson og höfum haldið áfram
að miðla frásögnum hennar til yngri
kynslóðarinnar. Hún kenndi okkur
listina að viðhalda minningum þann-
ig að þeir sem eru farnir haldi áfram
að vera hluti af lífi okkar. Þannig
varð afi Jón einnig raunverulegur
barnabörnunum sem ekki náðu að
kynnast honum í lifanda lífi og á
sama hátt munu allar dýrmætu
minningarnar halda áfram að skila
sér til komandi kynslóða.
Erna lifði á margan hátt tilbreyt-
ingaríku lífi og hún var óhrædd við
að takast á við ólíkar og breyttar að-
stæður. Hún tók þátt í síldarævin-
týrinu með Óskari, föður sínum,
sigldi með Brúarfossi í skipalest til
Ameríku á stríðsárunum til að
mennta sig og ferðaðist meira um
heiminn en margir af kynslóð henn-
ar, fyrst með föður sínum og síðan
með eiginmanni sínum. Hún var eft-
irtektarsöm og opin fyrir nýjum sið-
um. Þessi reynsla mótaði hana og
hún vann á jákvæðan hátt úr því sem
fyrir augu bar.
Erna var að mörgu leyti á undan
samtímanum hvað veisluhöld og
óvæntar uppákomur snerti. Í vik-
unni áður en við Óskar giftum okkur
hringdi hún og spurði hvort ég gæti
skroppið yfir til hennar. Þegar ég
kom var stofan á Hávallagötunni
þéttsetin stelpum á öllum aldri og á
miðju gólfi var borð sem á stóð app-
elsínugulur þvottabali fullur af smá-
pökkum, tengdum stofnun heimilis.
Ég á enn engin orð til að lýsa undrun
minni þetta júníkvöld. Þessum sið
hafði Erna kynnst í Ameríku og lagði
á sig að hafa uppi á öllum gestunum
og bjóða þeim í þetta skemmtilega
boð sem auðvitað lauk með því að við
gæddum okkur á kræsingum sem
hún bar fram á þann hátt sem henni
einni var lagið. Hún kynntist
snemma þeirri hefð Dana að hafa
jólaglögg í desember og áður en slíkt
varð algengt hér á landi hélt Erna á
hverju ári kvennaboð í byrjun að-
ventunnar og bauð upp á glögg og
jólahlaðborð. Jólin skipuðu stóran
sess í huga hennar og hún hafði
mikla ánægju af að safna saman fjöl-
skyldu og vinum á þessum árstíma. Í
slíkum boðum sem öðrum voru síld-
arréttirnir hennar ómissandi en hún
kunni, best allra, að töfra fram góm-
sæta rétti úr silfri hafsins. Erna og
Jón héldu árum saman þorrablót á
heimili sínu fyrir ættingja og vini og
sáu sjálf um að matreiða alla réttina.
Undirbúningurinn byrjaði á haustin
þegar hráefnið kom að vestan frá
æskustöðvum Jóns og sláturgerðin
hófst. Haustin notaði Erna líka til
berjatínslu, bæði á Þingvöllum og í
garðinum sínum, og rifsberjasultan
hennar er og verður sú eina sanna.
Erna var gæfumanneskja í einka-
lífinu og hún kunni svo sannarlega að
meta það. Hún ólst upp í samhentum
og skemmtilegum systkinahópi, átti
góðar vinkonur, eignaðist mann sem
hafði sömu gildi og hún að leiðarljósi
og var alla tíð í nánu og góðu sam-
bandi við börn, tengdabörn og
barnabörn. Sjálf minntist hún oft á
það hve lánsöm hún væri. Fjölskyld-
an var henni allt og barnabörnin
voru augasteinar ömmu sinnar. Hún
fylgdist vel með því sem þau tóku sér
fyrir hendur, bæði varðandi nám og
tómstundir, og gladdist yfir sér-
hverjum áfanga í lífi hvers og eins.
Síðustu misserin bættust tveir lang-
ömmustrákar í hópinn sem ávallt
náðu að kalla fram fallega brosið
hennar. Mér var hún ákaflega góð
tengdamóðir og ég lærði margt af
henni enda var hún alltaf tilbúin að
rétta fram hjálparhönd og miðla af
reynslu sinni. Síðustu ár hafa verið
fjölskyldunni erfið og skuggi sorgar
hvílt yfir tilverunni.
Við leiðarlok er margs að minnast
Erna Óskarsdóttir
Móðir okkar, tengdamóðir, systir, mágkona,
amma og langamma,
MARGRÉT KRISTINSDÓTTIR,
Sólheimum 23,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju-
daginn 29. ágúst, verður jarðsungin frá Lang-
holtskirkju í dag kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Thorvaldsensfélagið, sími 551 3509.
Ólöf Magnúsdóttir, Örlygur Þórðarson,
Katrín Magnúsdóttir, Bragi Björnsson,
Sjöfn Kristinsdóttir, Grétar Nikulásson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar elskulega
ÞÓRUNN ELÍSABET BJÖRNSDÓTTIR
kaupkona,
Blönduhlíð 29,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli fimmtudaginn
31. ágúst.
Jarðsungið verður frá Fríkirkjunni í Reykjavík
mánudaginn 11. september kl. 13.00.
Sigríður Flosadóttir,
Björn Þór Jónsson,
Bryndís Steinþórsdóttir.
Guðmundur
Jóhannsson
f. 10. 6. 1932
d. 8. 3. 1989
Minning þín lifir
Hvíl í friði
LEGSTEINAR
SteinsmiðjanMOSAIK
Hamarshöfða 4 – sími 587 1960
www.mosaik.is
Ástkær dóttir okkar, unnusta, systir og mákona,
HULDA BJÖRK HAUKSDÓTTIR,
sem lést af slysförum í Danmörku mánudaginn
28. ágúst, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í
dag, föstudaginn 8. september kl.13.00.
Haukur Jónsson, Guðlaug Árnadóttir,
Ivan Poulsen,
Birkir Björn Hauksson,
Sóley Guðjónsdóttir, Finnur Dagsson,
Halldór Guðjónsson.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, dóttir,
systir, mágkona, tengdadóttir og amma,
MARÍA RÓSA JAKOBSDÓTTIR,
Eyrarvegi 9,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn
11. september kl. 13:30.
Jóhannes Haukur Jóhannesson,
Helgi Jakob Helgason, Ólöf María Jóhannesdóttir,
Brigitte Bartsch,
Lotta Wallý Jakobsdóttir, Jón Gústafsson,
Jóna Bergdal Jakobsdóttir, Jörundur Torfason,
Hilmar J. Jakobsson, Hanna Sigmarsdóttir,
Konráð W. Bartsch, Kristín McQueen Rafnsdóttir,
Jóhannes Kristjánsson, Ólafía Jóhannesdóttir
og ömmubörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, sonur,
tengdafaðir, bróðir og afi,
SIGURJÓN G. ÞORKELSSON,
Jórsölum 14,
Kópavogi,
varð bráðkvaddur þriðjudaginn 5. september.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Þóra Björg Ólafsdóttir,
Anna Kristín Sigurjónsdóttir, Örn Svavarsson,
Guðrún Björk Sigurjónsdóttir, Ólafur Guðlaugsson,
Linda Guðríður Sigurjónsdóttir, Ingvar Guðjónsson,
Sigurjón Þorkell Sigurjónsson, Lína Björk Ívarsdóttir,
Hilmar Þór Sigurjónsson,
Kristín Jóna Guðmundsdóttir,
Hilmar Þorkelsson
og barnabörn.