Morgunblaðið - 08.09.2006, Side 37

Morgunblaðið - 08.09.2006, Side 37
og mikið að þakka. Fyrir mína hönd og barnanna okkar Óskars eru ömmu Ernu færðar þakkir fyrir allt það sem hún var okkur. Minningarn- ar um hana eru dýrmætar og varpa birtu á huga okkar líkt og norður- ljósin lýsa upp himininn á dimmum vetrarkvöldum. Veit duftsins son nokkra dýrðlegri sýn en drottnanna hásal í rafurloga? Sjá grundu og vog undir gullhvelfdum boga! – Hver getur nú unað við spil og vín? Sjálf moldin er hrein eins og mær við lín, mókar í haustsins visnu rósum. Hvert sandkorn í loftsins litum skín, og lækirnir kyssast í silfurósum. Við útheimsins skaut er allt eldur og skraut af iðandi norðurljósum. (Einar Benediktsson.) Blessuð sé minning hennar. Dóra. Fimmtudagsmorguninn 31. ágúst kvaddi ég ömmu mína eftir erfiða og langa nótt. Fyrir fjórum árum fékk hún alvarlegt heilablóðfall. Að lifa eins lengi og hún gerði eftir svona áfall sýnir hvað amma var sterk per- sóna. Þrátt fyrir þær afleiðingar sem sjúkdómur hennar hafði í för með sér þá var amma alltaf full af lífsham- ingju. Það kom aldrei fyrir þegar ég heimsótti hana að hún brosti ekki til mín og hló. Þegar ég hugsa til baka til þeirra tíma áður en hún veiktist þá fyllist hugur minn af óteljandi fallegum minningum. Eins og til dæmis á grunnskólaárum mínum þegar ég hljóp alla daga heim úr skólanum og beint til ömmu þar sem hún tók á móti mér með heitan grjónagraut. Aldrei leið sá dagur sem mig langaði ekki í grjónagrautinn hennar ömmu enda var hann engum öðrum líkur. Hann var svo góður að vinkonur mín- ar báðu oft um að fá að koma með mér (heim) til að fá grjónagrautinn hennar ömmu. Svo ef ég/við vorum duglegar að gera heimavinnuna okk- ar vorum við verðlaunaðar með lummum úr afganginum af grautn- um. Ég minnist einnig þeirra stunda sem við fjölskyldan og amma áttum saman í sumarbústaðnum okkar á Þingvöllum. Þar nutum við þess að vera úti í náttúrunni, að veiða, tína ber eða bara það sem okkur datt í hug að gera. Á jóladagsmorgnum þar sem ég, mamma og amma vökn- uðum saman, opnuðum síðustu pakk- ana sem við höfðum geymt og borð- uðum morgunmat uppi í rúmi. Svo lágum við uppi í rúmi þar til Óskar frændi heitinn kom og skar laxinn fyrir stóra jólaboðið sem var alltaf haldið heima hjá ömmu. Amma mín var fyrirmynd mín, hún kenndi mér svo margt. Kurteisi og mannasiðir voru henni ofarlega í huga. Alltaf þegar ég sat hokin þá var hún ekki lengi að láta mig rétta úr mér, hún minnti mig á að tyggja matinn tíu sinnum áður en ég kyngdi, segja bless en ekki bæ svo eitthvað sé nefnt. Núna hefur amma kvatt þennan heim, hún er komin á þann stað þar sem afi, systkini hennar og einkason- ur taka á móti henni. Takk fyrir allt, elsku besta amma mín. Þín Guðríður Erna. Við sem vorum svo lánsöm að eiga hana ömmu að munum sakna hennar sárt. Þú varst í einu orði sagt alveg stórkostleg kona, amma mín, og ein- stök og gafst okkur sem eftir lifum mikið af sjálfri þér. Amma var mikið náttúrubarn og hafði hún sérstakt dálæti á sjónum og voru gönguferðir við sjávarsíðuna vinsælar hjá henni. Hún hafði yndi af því að ferðast og var hún dugleg að fara með okkur í ferðalög, hvort sem það var tjaldútilega eða í sumarbú- stað. Þingvellir voru henni hjart- fólgnir og hvenær sem tækifæri gafst var farið upp í sumarbústað eða sumó eins og við kölluðum það. Þar gat hún gleymt sér í berjamó tím- unum saman okkur hinum til mæðu, héldum að hún hefði e.t.v. dottið ofan í gjótu eða eitthvað þvíumlíkt. Mikil gleði og birta var alltaf í kringum hana ömmu og það voru ófá skiptin sem stiginn var dansinn í sumó. „Einn, tveir og bomsadeisí,“ eins og amma sagði. Charleston og stepp voru hátt skrifaðir dansar hjá henni og var hún óspar á hæfileika sína á því sviði, okkur krökkunum til mikillar ánægju. Norðurljósin minna mig mikið á hana því þau voru mikið í uppáhaldi hjá henni. Gat hún fylgst löngum stundum með þeim, þá sér- staklega á Þingvöllunum þar sem út- sýnið var oft á tíðum óviðjafnanlegt. Já, elsku amma mín. Mikið var nú yndislegt að vakna með þér upp í sumó, þar sem oftar en ekki var sól og gott veður í minningunni. Ef svo bar undir fórstu ætíð með þetta kvæði sem minnir mig svo mikið á þig. Blessuð sólin elskar allt, allt með kossi vekur, haginn grænn og hjarnið kalt hennar ástum tekur. Geislar hennar út um allt eitt og sama skrifa á hagann grænan, hjarnið kalt. „Himneskt er að lifa!“ (Hannes Hafstein.) Þessi síðasta setning er svolítið lýsandi fyrir ömmu. Amma elskaði lífið og elskaði að lifa. Hún var þakk- lát fyrir það sem hún hafði og talaði oft um það hversu rík hún væri af börnum og barnabörnum. Ennfrem- ur var hún þakklát fyrir það að vera Íslendingur. Amma hafði ferðast töluvert um heiminn og var óþreyt- andi í því að minna okkur á hversu heppin við værum að vera Íslending- ar. Elsku amma mín. Ég get ekki lýst því hversu þakklát ég er fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Þú varst kletturinn minn og hughreystir mig þegar ég þurfti á að halda. Okkar samband var svo sérstakt. Við vorum sannarlega góðar vinkonur og gátum fíflast sem slíkar. Þú þekktir mig svo vel og vissir hvenær og hvernig stuðning ég þurfti þó ekkert hefði verið sagt. Nú ertu farin, amma mín, og sakna ég þín mikið. Það er þó mik- il huggun harmi gegn að vita það að þér líður vel núna. Ég mun geyma minninguna um þig í hjarta mínu alla tíð. Fallega brosið, hlýjuna, allar sögurnar og allt sem gerði þig að þeirri yndislegu manneskju sem þú varst. Ég var svo stolt af að eiga þig, amma mín. Ólafur Geir sem og mín ófæddu börn munu svo sannarlega fá að vita hvera amma-Erna var og munu líka fyllast stolti. Ég sakna þín svo sárt og þykir óendanlega vænt um þig. Þín, Erna Guðríður Kjartansdóttir. Nú er elskuleg frænka mín og vin- kona Erna Óskarsdóttir látin. Nú hafa öll börn Óskars Halldórssonar og Guðrúnar Ólafsdóttur föðursyst- ur minnar kvatt þennan heim. Erna var ein af glæsilegustu kon- um sem ég hef kynnst og miklum kostum búin. Á kveðjustund koma óteljandi minningar upp í hugann. Allt frá því að við systur og Erna lék- um okkur saman, meira og minna heilt sumar þegar við vorum stelpur í sumarbústað í landi Fífuhvamms. Einnig seinna þegar við komum sam- an á hátíðarstundum með fjölskyld- unni. Mikið var gaman að koma til Ernu og Jóns á þeirra fallega heimili. Við Magnús og þau tvö áttum svo mörg sameiginleg áhugamál. Í mörg ár bauð Erna okkur vin- konunum í jólaboð í byrjun desem- ber. Það var svo yndislegt að sjá hana taka á móti okkur með jóla- sveinahúfuna. Hún var svo brosmild og falleg. Það var alltaf allt svo girni- legt sem hún var búin að undirbúa fyrir þessi kvöld. Veisluborð með heimalöguðum mat á heimsvísu. Við Erna vorum búnar að vera saman í leikfimi í 30 ár. Fyrst vorum við tíu saman, en síðustu þrjú árin vorum við þrjár eftir, frænkurnar Svana, Erna og ég. Það var ákaflega gaman hjá okkur og við skemmtum okkur vel saman. Þetta voru yndis- leg ár. Síðustu árin var Erna á Droplaug- arstöðum vegna mikilla veikinda. Stuttu eftir að hún kom á Droplaug- arstaði dó Óskar sonur hennar og var það þeim öllum mikið áfall. Fjöl- skyldan hennar Ernu er yndisleg og hafa þau borið hana á höndum sér. Ég sendi ykkur öllum innilegar sam- úðarkveðjur og þér, elsku Erna mín, bið ég Guðs blessunar. Sigríður Þórðardóttir. Þegar hringt var úr síðasta tíma er ég var í Landakotsskóla hljóp ég út og fór annaðhvort til vinstri og fór heim eða til hægri og hljóp yfir Landakotstúnið til ömmu Ernu og afa Jóns. Þar beið amma og við lögð- um kapal. Það mátti aldrei svindla. Svo fylgdi afi Jón mér heim. Myndin af þér, elsku amma, er uppi á vegg og ég horfi á hana á hverjum degi. Þú kenndir mér að vera snyrtileg og ávallt bein í baki. Einnig vorum við glæsilegar öll okkar ár saman með mömmu og pabba í skíðabrekkunum í Austurríki, en við tvær vorum alltaf saman í herbergi með stóru snyrti- borði. Við gerðum okkur fínar áður en við fórum niður að borða eftir góð- an sundsprett í lok skíðadags. Á sumrin fórum við aftur til Austurrík- is en þá í heilsubæinn okkar góða, þar syntum við í lauginni, sátum á kaffihúsum, skrifuðum kort og spil- uðum. Alltaf lærði ég nýjan kapal. Á jólum skárum við laufabrauð, borð- uðum síld og hangikjöt. Þú varst allt- af fín, jákvæð og glæsileg. Elsku amma, ég minnist með hlýju allra yndislegu samverustunda okk- ar og varðveiti í hjarta mér minn- inguna um þig. Guð geymi þig og mömmu. Þín Aleksandra (Sasa). Með þessum orðum kveð ég elsku- legu móðursystur mína, Ernu frænku. Hún lést í vikunni sem leið, daginn eftir að ég kvaddi hana á Droplaugarstöðum. Hún og mamma voru nánar systur og á mínum upp- vaxtarárum áttu þær báðar heimili með sínum fjölskyldum á Hávalla- götunni. Allar mínar bernskuminn- ingar eru samofnar þessum tveimur heimilum, enda komu Erna og Jón oft í foreldrastað. Með Ernu er farin sú síðasta af Óskarsdætrum og sú síðasta af þess- ari kynslóð í okkar nánari fjölskyldu. Hún var alla tíð mikil fyrirmynd í einu og öllu. Stórglæsileg í fasi á miklu myndarheimili. Jólaundirbún- ingurinn í hávegum hafður með laufabrauðum, piparkökum og öllu tilheyrandi sem við öll síðan nutum í árvissu jólaboði á jóladag. Ef eitt- hvað bjátaði á var hún sú sem leitað var til enda alltaf með góð ráð í poka- horninu sem aldrei brugðust. Lífs- viðhorf hennar ógleymanlegt og hef- ur reynst mér mikilvægt vegarnesti. Fyrir þetta er ég henni óendanlega þakklát. Glæsileiki var henni í blóð borinn. Hún hélt reisn sinni undir hvaða kringumstæðum sem er, jafnvel á síðustu árum eftir að hafa fengið blóðtappa með tilheyrandi lömun sat hún alltaf bein í baki, nokkuð sem hún reyndi að kenna okkur öllum með misgóðum árangri. Það var mikill heiður að fá að deila lífsleið með Ernu frænku. Bjartar minningar um hana munu alltaf lifa með mér og mínum börnum. Blessuð sé minning hennar. Erna Milunka Kojic. Bandaríkjunum. Núna þegar Erna frænka mín er dáinn er ákveðið tímabil að taka enda. Erna er seinasta barn af stórum systkinahóp þeirra hjóna Óskars G. Halldórssonar og Guðrúnar Ólafs- dóttur, ég nefni systkinahóp því að það var mikið samband á milli systk- inanna, sérstaklega milli Ernu og Hamelý mömmu minnar. Erna og Jón og svo Hamelý og Koijc áttu allt- af heima við sömu götu svo seinna Erna og mamma og nú erum við börnin þeirra eins og stór systkina- hópur. Sá hræðilegi atburður gerðist 2002 að einkasonur Ernu og Jóns fórst í bílslysi sem ég get ekki meira en aðeins nefnt hér. Þessi stórglæsilega, fallega, dug- lega kona var ein af fáum konum sem gerði allt og allt var svo auðvelt. Hún tók öllu með jafnaðargeði, þegar ég slasaðist erlendis og mamma mín var hjá mér, þá var Erna frænka yngri systrum mínum sem móðir. Hún var alltaf tilbúin þegar hjálp þurfti, sér- staklega var hún mömmu minni svo hjálpsöm þegar erlendir gestir komu sem mamma og pabbi tóku á móti, hvort sem það var matarveisla eða vantaði svefnpláss var það Erna sem bauð alla hjálp með bros á vör. Allt sem Ernu kom við varð eins og best gat orðið, ferðir til útlanda, ferðir í sumarbústaðinn, heimili hennar og Jóns, börn og barnabörn einstaklega vel gerð. Elsku Erna, þú skilur svo mikið eftir þig, þú gafst okkur systrum mínum og fjölskyldum okkar svo mikið. Ég minnist þín með þakklæti. Helena Dóra. Elsku Erna frænka, mig langar að setja niður nokkur línur nú þegar komið er að leiðarlokum. Erna var móðursystir mín, ein af 5 systrum úr sex systkina hóp. Milli systkinanna var alla tíð mikið og náið samband. Allar voru þær systur glaðar og glæsilegar. Jón, maður Ernu, ferðaðist mikið vegna sinnar vinnu. Í eitt skiptið fór hún með honum til Sviss og þá var ég fengin, 20 ára stelpa, til að búa í hús- inu á Hávallagötu og passa ung- lingana, það gekk nú á ýmsu í þeirri pössun. Meðan við Siggi bjuggum í Kaup- mannahöfn kom Jón oft í heimsókn á sínum ferðum og eitt sumarið kom Erna með. Þetta sumar fyrir 34 ár- um urðum við svo góðar vinkonur, við gátum talað saman endalaust, um gamla tíma og nýja. Nokkrum árum síðar tókum við þann þráð upp aftur þegar við vorum komin heim og sest að í Vesturbæn- um, þú komst oft í kaffi til mín í Frostaskjólið í göngutúrum þínum og fékkst danska kæfu og spægi- pylsu og svo töluðum við um gamla tíma. Hvernig það var þegar þær systur voru að ferðast ungar með pabba sínum og hvað hann var skemmtilegur og rausnarlegur. Ég vildi að ég hefði tekið þessar sögur upp á band, nú eða það þegar ég datt niður tröppurnar í Ingólfsstræti þriggja ára, þú minntist oft á það. Ekki má gleyma fína ballinu sem við fórum saman á einu sinni á ári. Alltaf mikil tilhlökkun að fara á ballið og Erna alltaf svo elegant og fín. Elsku frænka, það var þér erfitt að vera veik þessi síðustu ár og fannst mér erfitt að koma til þín. Síðast sá ég þig með allri þinni fjölskyldu í brúðkaupi dótturdóttur þinnar og nöfnu nú í júlí. Núna ertu komin til Óskars, Jóns og systkina þinna og þið eruð örugglega að skemmta ykk- ur eins og áður fyrr. Ég hugsa stund- um um þann tíma þegar þið systur voruð ungar og hraustar með allt líf- ið framundan. Þú varst ein eftir af þínum systkinum. Nú er enginn eft- ir. Yndisleg kona hefur fengið hvíld- ina. Veri hún Guði falin. Innilegar samúðarkveðjur til Ólafar, Herdísar, Höllu og annarra aðstandenda. Eyrún Gunnarsdóttir Hún var ekki tilbúin að yfirgefa þetta jarðneska líf átakalaust, þessi glaðværa og glæsilega kona. Nú hefur góð vinkona okkar Erna Óskarsdóttir fengið langþráða hvíld frá amstri dagsins og langvarandi og erfiðum veikindum. Erna kvæntist föðurbróður mínum, Jóni S. Ólafs- syni, árið 1949 og eignuðust þau fjög- ur börn. Mikið og gott samband hef- ur ávallt haldist meðal okkar frændsystkinanna. Það var mikið til- hlökkunarefni hjá okkur systkinun- um í sveitinni þegar von var á Ernu og Jóni í heimsókn í Króksfjarðarnes á vorin. Sú tilhlökkun sem hjá okkur ríkti var engu minni en hjá frænd- systkinum okkar sem sum dvöldu hjá foreldrum mínum yfir sumarið og tóku þátt í heyskap, kúasmölun og öðrum störfum tengdu daglegu lífi í Króksfjarðarnesi. Þetta var sam- hentur og glaðvær hópur barna. Heimilið á Hávallagötu 3 stóð okk- ur fjölskyldunni ávallt opið þegar svo bar undir og eigum við ljúfar minn- ingar frá þeim árum. Sjálfur átti ég því láni að fagna er ég fluttist til Reykjavíkur, húsnæðislaus að fá að búa hjá Ernu og Jóni á Hávallagöt- unni. Erna var glæsileg kona, myndar- leg húsmóðir og aldrei man ég eftir henni nema brosandi, glaðlegri og léttri í fasi. Hún var sannkallaður heimsborgari. Erna eldaði þann besta mat sem ég hafði fengið. Súp- urnar hennar voru örugglega á heimsmælikvarða, enda hafði ég það á orði að svona konu vildi ég kvænast þegar ég yrði stór. Nú er komið að kveðjustund og langar mig með þessum örfáu minn- ingarorðum að þakka Ernu Óskars- dóttur fyrir vináttu og umhyggju alla tíð, sem ég mat mikils en verður seint þökkuð. Ég vil fyrir hönd móður minnar og systkina þakka Ernu langa og trygga vináttu í gegnum árin við okkur fjölskylduna, þar bar aldrei skugga á. Öllum ættingjum votta ég samúð mína og bið góðan Guð að blessa minningu Ernu. Bjarni Ólafsson. Kær vinkona er kvödd og þakkað fyrir langa og góða samfylgd sem aldrei bar skugga á. Við lékum okkur saman í bernsku, ferðuðumst saman á unglingsárum og studdum hvor aðra alla tíð. Erna sem alltaf þráði útivist og frelsi var flest sumur með fjölskyldu sinni í sumarbústöðum hér og þar í nágrenni Reykjavíkur, hjá Straumum sunnan Hafnarfjarð- ar, nálægt Hólmi, lengst hjá Lög- bergi og seinna á Þingvöllum. Ekki lét hún sig það skipta þó þröngt væri, vatnslítið, erfið heimreið eða lélegur prímus eina eldhúsáhaldið. Bara að fá að vera frjáls úti með krakkana sína og stundum fleiri börn t.d. börn systra sinna og eitt sumar voru mínir krakkar hjá þeim Jóni. Glaðvært við- mót, hreinlyndi, jafnlyndi og æðru- leysi einkenndi allt hennar fas. Hún hafði fengið gott uppeldi hjá fóstru sinni og gott veganesti frá foreldr- unum. Það var mikið guðslán að eiga hana að vini og verður seint fullþakk- að. Hvíli hún í friði. Vigdís Pálsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 37 Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, RAGNAR HEIÐAR GUÐMUNDSSON, Hafnargötu 32, Siglufirði, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laugar- daginn 9. september klukkan 11.00 árdegis. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningar- kort Hjartaverndar. Svanhildur Freysteinsdóttir, Freysteinn S. Ragnarsson, Kristín M. H. Karlsdóttir, Ragna Björk Ragnarsdóttir, Heimir Halldórsson, Erla Ösp Ragnarsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.