Morgunblaðið - 08.09.2006, Síða 38

Morgunblaðið - 08.09.2006, Síða 38
38 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Unnur Zoëgafæddist á Norð- firði 25. maí 1915. Hún lést á hjúkr- unardeild Fjórð- ungssjúkrahússins í Neskaupstað 30. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Steinunn Sím- onardóttir Zoëga, f. 7.10. 1883, d. 10.9. 1977, og Tómas Zoëga sparisjóðs- stjóri, f. 26.6. 1885, d. 26.4. 1956. Bræð- ur Unnar eru Jóhannes, f. 14.8. 1917, d. 21.9. 1904, kvæntur Guð- rúnu Benediktsdóttur, þau eiga fjögur börn og Reynir, f. 27.6. 1920, kvæntur Sigríði Jóhanns- dóttur Zoëga, þau eiga fjögur börn. Unnur, f. 12.6. 1945, gift Sig- urjóni Valdimarssyni, synir þeirra eru Berg Valdimar og Jón Hafliði. Fyrri maður Unnar var Kári Guðmundsson, f. 1.12. 1945, d. 18.7. 1971, synir þeirra eru Tómas, Ágúst og Kári. Afkom- endur Unnar Zoëga eru 50. Unnur vann í Sparisjóði Norð- fjarðar áður en hún hóf búskap. Hún vann á pósthúsinu á Norð- firði frá árinu 1949 til ársins 1983 þegar hún lét af störfum. Hún tók virkan þátt í félagsstörfum, m.a. var hún gjaldkeri kvennadeildar SVFÍ á Norðfirði í 30 ár, og end- urskoðandi hjá kvenfélaginu Nönnu til fjölda ára. Hún var mikill sjálfstæðismaður og lagði þar sitt af mörkum. Eftir að heilsu tók að hraka flutti hún í þjónustuíbúð á Breiðabliki 18 í Neskaupstað og síðan á hjúkr- unardeild Fjórðungssjúkrahúss- ins í Neskaupstað. Útför Unnar verður gerð frá Norðfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Unnur giftist 30. júní 1940 Jóni Sig- urðssyni skipstjóra, f. 1.11. 1911, d. 29.3. 1948. Foreldrar hans voru Halldóra Sig- urðardóttir, f. 26.4. 1886, d. 1921, og Sigurður Jónsson skipstjóri, f. 28.6. 1882, d. 28.5. 1975. Dætur Unnar og Jóns eru: 1) Guðný, f. 2.7. 1934, gift Her- berti Benjamínssyni, börn þeirra eru Anna, Jón og Unnur. 2) Halldóra, f. 5.9. 1941, gift Gunnari Jóns- syni, börn þeirra eru Jón, Sig- urbjörg og Steinar. 3) Steinunn, f. 27.12. 1942, gift Jóni Stef- ánssyni, synir þeirra eru Sig- urður Kári og Stefán Hugi. 4) Elsku langamma mín er dáin, og ég er svo langt í burtu, en ég fékk að hitta hana sl. vetur þegar ég kom að heimsækja hana, og allar góðu minningarnar á ég um hana. Ég verð ævinlega þakklát fyrir að hafa fengið að njóta þess að vera hjá henni svona mikið, gista, borða og læra og hún var alltaf til staðar þeg- ar ég þurfti á henni að halda. Okkur kom vel saman, við höfðum mikið að tala um, við spiluðum, hún kenndi mér að prjóna og hjálpaði mér við lærdóminn. Okkur langömmu fannst erfitt að kveðjast þegar við mamma fluttum til Noregs, en þá gaf hún mér dún- sæng og sagði að húsin í Noregi væru ekki eins hlý og húsin okkar á Íslandi, en sængina nota ég enn. Heima hjá henni á Sæbóli var alltaf svo hlýtt og notalegt. Ég er hreykin af því að hún var langamma mín og þakklát fyrir alla elskuna og um- hyggjuna sem hún sýndi mér. Ég á eftir að sakna hennar mikið, en ég veit að hún hefði sagt við mig: Ekki gráta þótt ég sé farin, heldur að þakka fyrir þann góða tíma sem við áttum saman. Ég veit að hún er hjá guði. Ragnheiður Ottósdóttir. Nú er komið að því að kveðja hana ömmu. Þá kvikna endalausar minn- ingar um hana frá liðnum árum og það skemmtilega er að þær eru allar hlýjar og ljúfar og maður uppgötvar hvað amma var stór áhrifavaldur í lífi manns. Amma var stórmerkileg kona, hún var réttsýn, góð og bráð- greind. Við afkomendur hennar nut- um svo sannarlega góðs af því enda var okkur ávallt vel tekið þegar við mættum til hennar og hún aðstoðaði okkur með heimanámið og gaf okkur svo í svanginn. Amma skilur eftir sig fimmtíu af- komendur og það er aðdáunarvert hvernig hún ræktaði alla tíð sam- bandið við þá alla og fylgdist stolt og stundum áhyggjufull með lífshlaupi okkar. Það var okkur sannarlega mikil hvatning enda var hún óspör á að hvetja okkur og hrósa fyrir það sem vel var gert. Sama má segja um kært samband hennar við bræður sína, þá Jóhannes og Reyni og fjöl- skyldur þeirra en fjölskylduböndin hnýttu þau systkinin fast. Það var alltaf gaman að spjalla við ömmu um heima og geima en þegar umræðan snerist um pólitík hafði hún sterkar skoðanir og lá svo sem ekkert á þeim, hún var trú sinni sannfæringu og varð ekki hnikað. Maður hugsar með virðingu um lífsbaráttu þessarar konu sem ól ein upp fjórar dætur á erfiðum tímum og þurfti verulega að hafa fyrir líf- inu. Það markaði hana eflaust og gerði hana líklega að þeirri mann- eskju sem hún var, harðdugleg ósér- hlífin og með fallegt hjartalag. Ég man þegar ég var lítill og amma ferðaðist með okkur um land- ið, hvað það var skemmtilegt að hlusta á hana segja frá landinu en var hún hafsjór af fróðleik og hafði gaman af því að ferðast. Ég man hvað var gaman að fá hana og Reyni, bróður hennar, í heimsókn til okkar í Skagafjörðinn og ferðast með þeim um söguslóðir. Ég man umburðar- lyndið í Reyni þegar þau greindi á um einhver söguleg atriði, enda samband þeirra systkina einstakt og gott eins og áður segir. Amma var vinamörg og muna ef- laust margir eftir þeim vinkonum, ömmu, Björgu á Akri, Ólu í Sval- barði og Rænku þegar þær þeyttust á hvíta Skódanum hennar Bjargar um bæinn eins og hvítur stormsveip- ur, svo menn áttu fótum sínum fjör að launa. Þetta eru góðar minningar. Amma tók virkan þátt í ýmsum fé- lagsstörfum og var m.a. gjaldkeri í kvennadeild Slysavarnafélagsins í ein þrjátíu ár. Hún átti eins og áður segir margar góðar vinkonur og eru eflaust fagnaðarfundir hjá þeim í efra núna blessuðum. Ég sakna ömmu og minnist henn- ar með hlýju og virðingu. Steinar Gunnarsson. Þegar ég minnist Unnar föður- systur minnar er margt sem kemur upp í hugann. Unnur átti tvo yngri bræður; Jóhannes, f. 1917, d. 2004 og Reyni, f. 1920, pabba minn og voru þau mestu mátar. Ekki voru þau þó alltaf sammála og var gaman að hlusta á þau rifja upp gamla tíma, þegar hvert hafði sína minninguna um einhvern atburð og stóð fast á sínu. Unnur átti þá oftar en ekki síð- asta orðið. Unnur bjó lengstum á Sæbóli, húsi foreldra sinna. Þangað var allt- af notalegt að koma og njóta gest- risni Unnar og veitinga, enda hvor- ugt af skornum skammti. Einnig var gaman að skoða handavinnuna hennar og þjóðbúningadúkkurnar sem hún safnaði. Unnur hafði mjög gaman af að ferðast og nýtti hvert tækifæri sem gafst til þess. Pabbi bauð henni oft í ferðalög, sérstaklega seinni árin á meðan hún hafði heilsu til. Börnin mín, Sveinn og Eygló, fengu stund- um að fara með, annað í einu. Minn- ast þau oft á kirkjuskoðunarferðirn- ar með Unni frænku og afa. Ég var líka stundum með í þessum ferðum þegar farið var til Reykjavíkur. Einu sinni gengum við þrjár; ég- ,Unnur og Eygló, niður Laugaveg- inn. Ekki mátti á milli sjá hvor keypti meira af fötum, Unnur sem þá var rúmlega áttræð eða Eygló sem var þrettán ára. Á kvöldin höfð- um við svo fatasýningar. Í þessum ferðum reyndi Unnur að heimsækja sem flesta af afkomend- um sínum sem hún kallaði gullmol- ana sína. Hún fylgdist vel með öllum börnunum þótt þau væru orðin mörg og búsett víða um heiminn. Unnur var mjög ættrækin og stóð fast við bakið á sínu fólki. Þegar Unnur var hætt að geta ferðast, rifjuðum við ferðalögin okk- ar upp og höfðum gaman af. Ég á eftir að sakna Unnar frænku mikið, en er þakklát fyrir að hafa kynnst henni svona vel og átt hana að. Blessuð sé minning hennar. Steinunn R. Zoëga. Þegar Unnur föðursystir mín var að alast upp á Norðfirði var þar allt á uppleið. Foreldrar hennar höfðu far- ið austur á land til þess að freista gæfunnar og forlögin leiddu þau saman í Konráðsbúð og fljótlega varð úr hjónaband. Ungu hjónin eignuð- ust þrjú börn og tvö þeirra, Unnur og Reynir, fluttu aldrei frá Norðfirði, en Jóhannes faðir minn flaug út í heim. Unnur var einhver mesti Aust- firðingur sem hægt er að hugsa sér þó að hún væri líka stolt af því að vera ættuð að sunnan í báðar ættir. Unnur var góð frænka og ég held að það hafi ekki verið hægt annað en að þykja vænt um hana. Hún vann á pósthúsinu og sendi mér alltaf stimpluð umslög daginn sem nýtt frí- merki var gefið út. Enn í dag man ég hve gaman var að fá tilkynningu um það að komin væri ábyrgðarsending frá Norðfirði og hve stoltur maður var af því að bæta nýju umslagi í safnið. Unnur var mikill talsmaður dreif- býlisins. Einhvern tíma þegar ég var að hneykslast á því að malbikaður hefði verið vegarspotti í Lóninu með- an enn voru malarvegir í nágrenni Reykjavíkur sagði hún: „Það býr nú kannski eitthvert fólk í Lóninu líka.“ Hún var umtalsfróm og sagði ef mér varð á að segja að einhver væri skrít- inn: „Nei ekki skrítinn, en hann er sérstæður.“ Rúmlega þrítug var hún ein með fjórar dætur. Það hefur ef- laust verið erfitt, en aldrei heyrði ég hana tala um það. Dæturnar komust til manns og báru góðu upplagi fag- urt vitni. Það sem meira var, allar eignuðust þær afkomendur og Unn- ur þekkti þá alla. Ekki bara með nafni heldur mundi hún hvern ein- asta afmælisdag þó að afkomendurn- ir skiptu tugum. Unni var margt til lista lagt. Hún var fróð um menn og ættir og sagði vel frá. Mér fannst merkilegt að hún gat lesið blöðin jafnvel á hvolfi og rétt. Á pósthúsinu vandist hún á að lesa á umslög sem sneru öfugt við henni. Hún var höfðingi heim að sækja. Hún bjó í húsi foreldra sinna, Sæbóli, og þó að það væri lítið miðað við þær kröfur sem menn gera nú fannst mér það alltaf passlegt fyrir Unni. Það var gaman að sitja hjá henni í stofunni eða eldhúsinu og fá kaffi og kökubita. Alltaf var mjög gott samband á milli foreldra minna og Unnar og ég veit að þeim þótti báðum vænt um hana. Þegar mamma veiktist alvar- lega árið 1984 var Unnur hjá henni í Laugarásnum í nokkrar vikur. Það var mömmu mikils virði. Unnur var elst þeirra systkina og þurfti því oft að leiðrétta það sem bræður hennar mundu ekki ná- kvæmlega. Þeir tóku leiðsögn hennar vel. Einhvern tíma voru þau systk- inin í Reykjavík en á leið austur. Reynir sagði þá: „Ég veit ekki hvort ég þori að segja nokkuð á leiðinni. Unnur leiðréttir allt sem ég segi.“ Unnur svaraði að bragði: „Nei, það er ekki rétt.“ Unnur var við góða heilsu fram á síðustu ár. Að því kom að heilsan fór að gefa sig en því var það mikið ánægjuefni hve hress og glöð hún var þegar hún hélt upp á ní- ræðisafmæli sitt í fjölmennu boði í fyrra. Á skilnaðarstundu votta ég Reyni frænda mínum, dætrum Unn- ar og öðrum ástvinum samúð. Benedikt Jóhannesson. Unnur amma er dáin, södd lífdaga. Ég náði að fara hinn árlega fjöl- skyldurúnt austur á firði í sumar og sá að mikil breyting var orðin á gömlu konunni. Amma var í mínum huga einstök kona og hafði mikil áhrif á mína bernsku. Það var gott að eiga hana að og geta leitað til hennar. Hún hafði mikinn áhuga á að fylgjast með skólagöngu barnabarna sinna og það var henni mikils virði að þau stæðu sig vel. Ég fór oft til hennar með mitt heimanám og fannst alltaf jafnnota- legt að sækja í hennar stuðning og hlýju sem stafaði frá henni. Þarna myndaðist einlægt vináttusamband sem var mér mikils virði og síðan barnabörnunum eftir að sú hefð komst á að heimsækja afa, ömmu og langömmu nánast árlega. Við amma vorum ekki alltaf sam- mála. Amma var pólitísk, ákveðin og staðföst í sínum skoðunum og gaf ekkert eftir sem dyggur stuðnings- maður íhaldsins. Ég, á öndverðum meiði, gat æst hana upp, en innst inni fannst mér hún virða mínar skoðanir. Minnisstæð er heimsókn hennar til okkar hjóna í Kaupmannahöfn til þess að skoða frumburð okkar. Í þessa ferð tók hún æskuvinkonu sína með sér, Hönnu á Ekru. Það var ógleymanlegt að fylgjast með þeirra sambandi og að fá að lóðsa þær um kóngsins Köbenhavn, agndofa yfir öllum búðagluggunum. „Hanna, viltu sjá „Thomsensmagasín“ eða „Napo- leonskagerne“ …“ Minningarbrotin eru mörg og ylja mér um hjartaræt- ur. Amma mín, takk fyrir þína sam- fylgd, þinn stuðning. Hvíl þú í friði. Jón Herbertsson. Við lát Unnar systur minnar, lang- ar mig að rifja upp æviferil hennar frá mínum bæjardyrum séð og nokk- ur atvik frá unglingsárum. Við systk- inin vorum þrjú og öll fædd á Norð- firði. Var Unnur elst, fædd í Bakkahúsi 25. maí 1915, Jóhannes fæddur 14. ágúst 1917 og ég, sem þetta rita fæddur 27. júní 1920, báðir á Sæbóli. Foreldrar okkar, Steinunn Símon- ardóttir frá Borgarfirði syðra og Tómas Zoëga frá Reykjavík, fluttu bæði hingað til Norðfjarðar í at- vinnuleit skömmu eftir aldamótin 1900. Þau voru búin að vinna hjá ýmsum hér eystra, á Eskifirði, Seyð- isfirði og Norðfirði, er fundum þeirra bar saman í Verslun Konráðs Hjálm- arssonar, þar sem bæði voru að störfum. Þau gengu í hjónaband 17.janúar 1914 og bjuggu fyrst í Bakkahúsi þar sem Unnur fæddist, fluttust síðan að Hóli og loks að Sæ- bóli sem þau keyptu. Það var pakk- hús sem Konráð átti og áður var kall- að Kaupfélagshús og var þá í eigu fyrsta kaupfélagsins sem var hér á Norðfirði. Hús þetta var hækkað og innréttað sem íbúðarhús og bjuggu þau þar allan sinn búskap eftir þetta. Og þarna ólumst við systkinin upp, oftast í sátt og samlyndi og leið vel. Fyrst þegar ég man eftir mér vann pabbi ennþá í Konráðsbúð, en þegar ég var fimm ára varð hann spari- sjóðsstjóri og gegndi því starfi þang- að til hann varð blindur hátt á sjö- tugsaldri. Unnur var tvö ár í unglingaskóla hér eftir að barna- skóla lauk, en naut ekki frekara skólanáms. Hún fór snemma að vinna við beitingu á línu o.fl. Man ég að hún beitti við Hilmi hjá Lúðvíki Sigurðssyni. Beitti hún mörg bjóð á dag og hjálpaði mér svo að klára að stokka upp bjóðið sem ég var allan daginn að gaufa við hjá Svavari Víg- lundssyni, svo mikill munur var á af- köstum okkar við þessi verk. Unnur var alltaf góð við mig og hjálpsöm. Við lékum okkur líka stundum sam- an þótt aldursmunur væri þetta mik- ill. Man ég eftir að hún fékk stundum að greiða á mér hárlubbann sem oft var mikill og svartur. Voru þetta oft fáránlegar greiðslur, en þættu kannski ekki fráleitar nú. Alltaf skildi hún samt við hárið á skikk- anlegan hátt. Á sumrin unnum við systkinin oft saman við heyskap á túni sem við átt- um inni á Strönd. Stjórnaði mamma því verki og var þar ekki um barna- þrælkun að ræða þó mér þættu sum- ir flekkirnir óþarflega stórir. Alltaf var sest niður á milli og jafnvel borð- að nesti. Stundum vorum við krakk- arnir send ein til að snúa í og vandaði þá Jóhannes oft um við mig og fannst ég latur, en Unnur tók alltaf minn málstað. Annars voru unglingsárin oft frjálsleg og lékum við okkur við ná- grannana, krakkana í Brennu, á Hóli, Grjótbakka og Stefánshúsi og fl. Var þá oft farið út á sjó eða upp í fjall, bæði strákar og stelpur. Jóhannes fór snemma í skóla til Akureyrar og síðan Reykjavíkur og var því ekki heima á vetrum, en kom Unnur Zoëga Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og útfarar BÓASAR GUÐMUNDAR SIGURÐSSONAR, Bleiksárhíð 10, Eskifirði. Edda Kristinsdóttir, Bóas K. Bóasson, Sigrún Gunnlaugsdóttir, G. Karl Bóasson, Árdís G. Aðalsteinsdóttir, Kristján Þ. Bóasson, Sigríður H. Aðalsteinsdóttir, Dilja Rannveig Bóasdóttir, barnabörn og langafabarn. Hjartans þakkir fyrir samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar MARÍU LILLÝJAR RAGNARSDÓTTUR, Vesturbergi 78, Reykjavík. Sendum starfsfólki líknardeilda Landspítalans og hjúkrunarþjónustu Karitasar sérstakar þakkir fyrir kærleiksríka umönnun. Þór Símon Ragnarsson, Hólmfríður Þorsteinsdóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Hafþór Ólafsson, Ragna Sif Þórsdóttir, Ágúst Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.