Morgunblaðið - 08.09.2006, Page 46
46 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ÞRJÚ verk voru á dagskránni á tón-
leikum í Sigurjónssafni á þriðja degi
vikunnar. Og þrír hljóðfæraleikarar,
þau Chihiro Inda fiðluleikari, Pawel
Panasiuk sellóleikari og Agnieszka
Malgorzata Panasiuk píanóleikari.
Fyrsta atriði tónleikanna, píanótríó í
C-dúr K 548 eftir Mozart, var meira
að segja í þremur köflum. Fyrir suma
er þrír sjálfsagt heilög tala. Samt
voru þessir tónleikar ekki eins góðir
og þeir hefðu getað verið.
Og þó byrjuðu þeir vel. Glaðlegt
tríóið eftir Mozart rann snurðulaust
áfram og maður dáðist að glitrandi
píanóleiknum, sem var nákvæmur,
skýr og fjörlegur. Fiðluleikurinn var
líka pottþéttur; rödd fiðlunnar var
hnitmiðuð og safarík, alveg sama
hvort hún var sterk eða veik. Hins-
vegar var sellóleikurinn síðri; hann
var að vísu tær lengi framan af en dá-
lítið loftkenndur og ófókuseraður.
Sem betur fer var það ekki áberandi
og því hljómaði verkið í heild yfirleitt
prýðilega.
Síðri var útkoman í næsta atriði
dagskrárinnar, „Andað á sofinn
streng“ eftir Jón Nordal. Titill verks-
ins er úr ljóði eftir Snorra Hjartarson
og er tónlistin eftir því ljóðræn; kyrr-
lát, íhugul og full af óræðri merkingu.
Til að njóta sín þurfa fínlegustu blæ-
brigði að vera einkar vel mótuð, en
því miður var ekki svo á tónleikunum.
Vissulega voru draumkenndar upp-
hafshendingar úr píanóinu afar fal-
legar en einleiksstrófur sellóleik-
arans, sérstaklega í byrjun, voru svo
illa spilaðar að það var beinlínis pín-
legt. Fiðluleikurinn var mun betri, en
þar sem allra efstu nótur fiðlunnar
hefðu mátt vera nákvæmari stóðst
heildarútkoman ekki væntingar.
Tríó í d-moll nr. 1 eftir Arensky var
aftur á móti á ýmsan hátt ágætlega
spilað. Sem fyrr var píanóleikurinn
vandaður; hröð hlaup komu prýðilega
út og rödd hljóðfærisins rann full-
komlega saman við fiðluna og sellóið.
Fiðluleikarinn var líka með allt sitt á
hreinu en sellóið var á köflum hjá-
róma, jafnvel falskt hér og þar, þótt
það hafi vissulega hljómað betur en í
verkinu á undan.
Óneitanlega var forvitnilegt að
heyra tónsmíð eftir Arensky, sem í
dag er sennilega frægastur fyrir að
hafa kennt Rakmanínoff og Skrjabín.
Sem tónskáld hefur hann að mestu
fallið í gleymsku og maður skilur af
hverju. Tónlistin sem hér var flutt
samanstóð af endalausum klisjum úr
rússneskri síðrómantík; auðheyrt var
að Arenskí var engan veginn sami
snillingurinn og nemendur hans.
Enda snilldin alltaf sjaldgæf.
Á köflum hjáróma
TÓNLIST
Sigurjónssafn
Tónlist eftir Mozart, Arenskí og Jón Nor-
dal í flutningi Tríó Bellarti (Chihiro Inda
fiðluleikara, Pawel Panasiuk sellóleikara
og Agnieszka Malgorzata Panasiuk
píanóleikara). Þriðjudagur 29. ágúst.
Kammertónleikar
Jónas Sen
SÝNING skoska listamannsins Jim
Colquhoun er innblásin af hryllings-
sögunni „The hounds of Tindalos“
eftir Frank Belknap. Á heimasíðu
listamannsins er tilvitnun í söguna
sem varpar frekara ljósi á innsetn-
ingu hans í Boxi, en þar segir m.a.
„Handan lífsins – andlit hans varð
hvítt af skelfingu – er eitthvað sem ég
get ekki skilgreint. Það smýgur gegn-
um horn. Líkamslaust, og mjakar sér
hægt gegnum skörp horn“. (Lausleg
þýðing RS) . Í Gallerí Boxi hefur Jim
Colquhoun útrýmt öllum skörpum
hornum, mýkt línur þar sem veggir
mæta lofti, gólfi eða öðrum vegg,
rýmið er eins og vatteraður klefi. Inn-
setningin er fyndin þegar þessi texti
er hafður í huga, en ég las hann nú
ekki fyrr en eftir á því hann fylgir
ekki innsetningunni og hefði líklega
þrengt túlkunarmöguleika hennar
um of. Í víðara samhengi má skoða
innsetninguna sem tilraun til að gera
út af við fyrirbærið „hvíta kubbinn“
með málningarlímbandi, hvítri máln-
ingu og handafli. „Hvíti kubburinn“
er hugtak sem lýsir hefðbundnu sýn-
ingarrými fyrir myndlist og myndlist-
armenn hafa nú um langt árabil leit-
ast við að brjóta sig út úr. Í slíku
samhengi er innsetning Colquhoun
líka fyndin en felur um leið í sér þau
skilaboð að nauðsynlegt sé að forðast
stöðnun. Sjónrænt nær hann að
skapa nokkuð sterkt andrúmsloft í
þessum litla kassa sem Boxið er.
Frammi í stofunni hefur Baldvin
Ringsted sett upp verkið „I have a
dream“, unnið út frá samnefndri
ræðu Martin Luther King. Fram-
setning verksins er hógvær og það
krefst þess af áhorfandanum að hann
setji sig inn í það og lesi þær upplýs-
ingar sem með fylgja. Þessi ræða
Martins Luther King, sem hann flutti
í ágúst 1963 er söguleg og mjög til-
finningalega hlaðin. Baldvin hefur
tekið ræðuna og yfirfært hana tækni-
lega yfir á nótur fyrir sellóleikara og
var hluti þess fluttur á opnun. Tónar
sellósins hafa án efa náð að einhverju
leyti að skila tónfalli og tilfinningu
ræðunnar. Nóturnar sem hér eru
sýndar eru áhugaverðar að því leyti
að áhorfandinn les í þær og ímyndar
sér hæðir og lægðir í tónfalli, eins er
það spennandi í sjálfu sér að velta
fyrir sér sjónrænni framsetningu
tungumálsins á þennan máta því allt
sem við segjum felur í sér sterka
hrynjandi.
Hér eru nóturnar eins og verks-
ummerki um eitthvað liðið, en þegar
við hugsum til ræðu King er efniviður
hennar óréttlæti sem enn er ekki liðið
undir lok og er enn svo áleitið í sam-
félagi okkar, – líka hér á landi, að að-
eins tilhugsunin verður til þess að
verk Baldvins verður eins og fagleg
stílæfing í heimi sem frekar þarfnast
réttlætis. Þessi staðreynd vekur
spurningu um hlutverk listamannsins
í samfélaginu og um tilfinningaleg
mörk. Árið 1995 skrifaði dans-
gagnrýnandinn Arlene Croce um-
deilda grein í The New Yorker og
sagði að hún ætlaði sér ekki að skrifa
um danssýningu svarta, eyðnismitaða
danshöfundarins Bill T. Jones vegna
þess að raunverulegt fólk með
krabbamein og eyðni var hluti af sýn-
ingunni. Slíkt var að hennar mati
handan allrar gagnrýni, væri list
„fórnarlamba sem ekki væri hægt að
skrifa um“. Í þessu samhengi er
áhugavert að velta því fyrir sér hvort
Baldvin Ringsted Vignisson frá Ís-
landi geti tekið eins innihaldsríkan
sögulegan atburð og þennan og notað
hann í eigin listaverk? Hvaðan koma
þær tilfinningar sem hann spilar svo
sterklega á hjá áhorfandanum, fær
hann þær að láni hjá Martin Luther
án þess að spyrja? Hjá svörtum þræl-
um sögunnar? Spurningar sem erfitt
er að svara en gera verkið eftir-
minnilegt og tilefni til umræðu.
Hver á þjáninguna?
Ragna Sigurðardóttir
MYNDLIST
Gallerí Box, Akureyri
Til 14. september. Opið fim. og lau. frá
kl. 14–17. Aðgangur ókeypis.
Jim Colquhoun og Baldvin Ringsted
Skoti með húmor Jim Colquhoun.
ÞEGAR Matt Saunders hittir
Jenny Johnson í fyrsta sinn telur
hann sig hafa hitt hina fullkomnu
stúlku. Áður en langt um líður
finnst honum hún orðin full ráðrík,
stjórnsöm og afbrýðisöm. Hann
ákveður því að slíta sambandinu.
Jenny er engan veginn sátt við
málalyktir og ákveður að beita of-
urhæfileikum sínum til að ná fram
hefndum. Það sem fór fram hjá
Matt var að Jenny er ofurhetja,
svokölluð G-stúlka. Á meðan þessu
vindur fram kemst á samband milli
Matt og starfssystur hans, Hönnu.
Þetta gerir illt verra og Jenny verð-
ur ævareið.
Það voru örlagarík skref þegar
Matt (leikinn af Luke Wilson) bauð
hinni glæsilegu og sakleysislegu
Jenny (leikin af Uma Thurman) út í
fyrsta sinn. Honum óraði ekki fyrir
því hve hefnigjörn, illgjörn og
ríkjandi kona hún er.
Frumsýning | My Super Ex-Girlfriend
Varasamt kvendi
Spennandi Það drífur ýmislegt á daga skötuhjúanna Matt og Jenny, sem
leikin eru af Luke Wilson og Umu Thurman.
Metacritic 50/100
Hollywood Reporter 40/100
Variety 50/100
The New York Times 50/100Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga.
Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn.
BROTTNÁMIÐ ÚR KVENNABÚRINU - eftir W. A. Mozart
Frumsýning fös. 29. sep. kl. 20
2. sýn. sun. 1.okt. kl. 20 – 3. sýn. fös. 6. okt. kl. 20 – 4. sýn. sun. 8. okt . kl. 20
5. sýn. fös. 13. okt. kl. 20 - 6. sýn. sun. 15. okt. kl. 20
www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200
Kynning fyrir sýningu í boði Vinafélags íslensku óperunnar kl. 19.15
Námskeið um Mozart og Brottnámið úr kvennabúrinu hjá
EHÍ hefst 3. október. Skráning í síma 525 4444 – endurmenntun@hi.is
Kortasala hafin!
Áskriftarkort er ávísun á góðan vetur. Vertu með!
Litla hryllingsbúðin – síðustu aukasýningar
Fös 8. sept kl. 19 UPPSELT
Lau 9. sept kl. 19 UPPSELT
Lau 9. sept kl. 22 UPPSELT
Sun 10. sept kl. 20 örfá sæti laus
Fim 14. sept kl. 20 Ný aukasýn. í sölu núna!
Fös 15. sept kl. 19 örfá sæti laus
Lau 16. sept kl. 19 UPPSELT – síðasta sýning
Leikhúsferð með LA til London
Expressferdir.is - 5000 kr. afsláttur fyrir kortagesti.
www.leikfelag.is
4 600 200
Rokksveit
Rúnars Júlíussonar
í kvöld
Stór og fjölbreyttur sérréttaseðill öll kvöld vikunnar.
www.kringlukrain.is Sími 568 0878
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
Sun 10/9 kl. 14 Sun 24/9 kl. 14
Lau 30/9 kl. 14 Sun 1/10 kl. 14
VILTU FINNA MILLJÓN?
Sun 10/9 kl. 20 Sun 24/9 kl. 20
Lau 30/9 kl. 20 Fös 6/10 kl. 20
FOOTLOOSE
Lau 9/9 kl. 20 Fös 22/9 kl. 20
Lau 23/9 kl. 20 Fim 28/9 kl. 20
HÖRÐUR TORFA
AFMÆLISTÓNLEIKAR
Í kvöld kl. 19:30 Í kvöld kl. 22
ÞAÐ BORGAR SIG AÐ
GERAST ÁSKRIFANDI
Áskriftarkort á 5 sýningar á 9.900.
Þeir sem gerast áskrifendur fyrir 20.sept.
fá gjafakort í Borgarleikhúsið í kaupbæti.
Nánari uppl. á www.borgarleikhus.is
PINA BAUSCH
LOKSINS Á ÍSLANDI!
Dansleikhúsið frá Wuppertal undir stjórn
Pinu Bausch verður með 4 sýningar á
verkinu Aqua í Borgarleikhúsinu.
Sun 17/9 kl. 20 UPPS.
Mán 18/9 kl. 20
Þri 19/9 kl. 20
Mið 20/9 kl. 20
Aðeins þessar 4 sýningar.
Miðaverð 4.900. MIÐASALA HAFIN.
MEIN KAMPF
Lau 23/9 frumsýning UPPS.
Mið 27/9 kl. 20
Fös 29/9 kl. 20
MIÐASALA HAFIN.
ÁSKRIFTARKORT
Endurnýjun áskrftarkorta stendur yfir!
Mein Kampf e. George Tabori
Amadeus e. Peter Shaffer
Fagra veröld e. Anthony Neilson
Dagur vonar e. Birgi Sigurðsson
Söngleikurinn Grettir e. Ólaf Hauk Símonar-
son, Þórarinn Eldjárn og Egil Ólafsson.
Lík í óskilum e. Anthony Neilson
Ronja ræningjadóttir e. Astrid Lindgren
Viltu finna milljón? e. Ray Cooney.
Belgíska Kongó e. Braga Ólafsson
Íslenski dansflokkurinn
og margt, margt fleira.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
6
6
5
7
„AÐEINS AULAR ERU
SPÉHRÆDDIR.“
Miðasala 568 8000
www.borgarleikhusid.is
GRETTIR
EFTIR ÓLAF HAUK SÍMONARSON,
ÞÓRARIN ELDJÁRN OG EGIL ÓLAFSSON
Mr. Skallagrímsson
- leiksýning Landnámssetri í Borgarnesi
Höfundur/leikari: Benedikt Erlingsson
Leikstjóri: Peter Engkvist
LEIKHÚSTILBOÐ:
Tvíréttaður kvöldverður og
leikhúsmiði frá kr. 4300 - 4800
TEKIÐ Á MÓTI PÖNTUNUM
frá kl. 10 til 16 mánudaga - fimmtudaga
í síma 437 1600. Staðfesta þarf miða með
greiðslu viku fyrir sýningardag
Föstudag 8/9 kl. 20 Uppselt
Laugardag 9/9 kl. 20 Uppselt
Sunnudagur 10/9 kl. 16 Uppselt
Miðvikudagur 13/9 kl. 20 Uppselt
Föstudagur 15/9 kl. 20 Uppselt
Laugardagur 16/9 kl. 20 Uppselt
Sunnudagur 17/9 kl. 20 Uppselt
Laugardagur 23/9 kl. 20 Uppselt
Sunnudagur 24/9 kl. 16 Uppselt
Miðvikudagur 27/9 kl. 20 Laus sæti
Fimmtudagur 28/9 kl.20 Laus sæti
Fimmtudagur 5/10 kl. 20 Laus sæti
Föstudagur 6/10 kl. 20 Laus sæti
Laugardagur 7/10 kl. 20 Uppselt
Sunnudagur 8/10 kl. 20 Örfá sæti
Fimmtudagur 12/10 kl. 20 Laus sæti
Föstudagur 13/10 kl. 20 Laus sæti
Laugardagur 14/10 kl. 20 Örfá sæti
Sunnudagur 15/10 kl. 20 Laus sæti
Fimmtudagur 19/10 kl. 20 Laus sæti
Föstudagur 20/10 kl. 20 Laus sæti
Laugardagur 21/10 kl. 20 Laus sæti
Sunnudagur 22/10 kl. 20 Laus sæti
Fimmtudagur 26/10 kl. 20 Síð. sýn. á árinu