Morgunblaðið - 08.09.2006, Page 48

Morgunblaðið - 08.09.2006, Page 48
48 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn HVERNIG VÆRI BEGGA AÐ VIÐ... MÉR TÓKST NÆSTUM ÞVÍ AÐ BJÓÐA HENNI HENNI ÚT ÁÐUR EN HÚN LAGÐI Á MIG ÉG VERÐ AÐ TALA HRAÐAR ÞÚ ERT AÐ FATTA ÞETTA ÉG HALD AÐ HANN EIGI EFTIR AÐ VERÐA NÝR OG BETRI MAÐUR ÞAÐ ER ÓHUGGULEG TILHUGSUN... ÉG HELD AÐ FÁTT SÉ JAFNHRÆÐILEGT OG KALLI ÞEGAR HANN ER HAMINGJUSAMUR ÉG HELD AÐ HANN HAFI GOTT AF ÞVÍ AÐ EIGNAST SYSTUR HVERNIG Á ÉG AÐ BREYTA MÉR TIL BAKA ÞEGAR BYSSAN ER BILUÐ? ÞAÐ ER NÚ EKKI SVONA SLÆMT AÐ VERA UGLA. Á MARGAN HÁTT ER ÞAÐ BETRA EN AÐ VERA LÍTILL STRÁKUR BETRA! HVER- NIG ÞÁ! ÉG KUNNI EKKI VIÐ AÐ SEGJA ÞÉR ÞETTA ÁÐUR EN LITLIR STRÁKAR LYKTA FREKAR ILLA HVAÐ Á ÉG AÐ GERA HOBBES? ÉG GET EKKI VERIÐ UGLA TIL ÆVILOKA HVAÐ ER Í MATINN HELGA? Í KVÖLD ÞÁ BORÐUM VIÐ SOÐNAR GULRÆTUR... ...OG SOÐNA KÁLHAUSA ÞETTA ER HENNAR LEIÐ TIL AÐ SEGJA MÉR AÐ HUNSKAST ÚT OG VINNA FYRIR MEIRI PENINGUM DANSKENNSLA UPP Á GAMLA MÁTANN ...NÆST TÖKUM VIÐ SVO RÚMBU HELDURÐU AÐ VIÐ NÁUM ÞESSU FYRIR MORGUN- DAGINN? JÁ! ÉG ER BÚIN AÐ HAFA TILFORRÉTINA OG AÐALRÉTTURINN ER TILBÚINN TIL AÐ FARA Í OFNINN LANGAR ÞIG EKKI AÐ FARA Í RÚMIÐ, ÁSTIN MÍN JÚ! EN FYRST ÞURFUM VIÐ AÐ FÆGJA SILFRIÐ, ÞVO SPARISTELLIÐ OG... HVAÐ ERTU AÐ GERA. ÞÚ ÁTT VARLA AÐ ÞEKKJA MIG ÞETTA ER ALLT Í LAGI. ÉG ÚTSKÝRI ÞETTA SEINNA VÁ, ÞEIM TEKST AÐ LÁTA ÞETTA GERVI SAMBAND LÍTA ÚT EINS OG ÞAÐ SÉ RAUNVERULEGT KANNSKI ER M.J. EKKI HAMINGJUSAMLEGA GIFT KÓNGULÓARMANNINUM BREGÐUR ÞEGAR M.J. FAÐMAR HANN... Ég leyfi mér að fullyrða aðaldrei hafi verið á jafn-litlum stað jafnítarlegarupplýsingar í boði um fjármál og skipulagningu þeirra,“ segir Steingerður Steinarsdóttir, kynningarfulltrúi sýningarinnar Fjölskyldan og fjármálin, sem haldin verður í Smáralind dagana 9. og 10. september. „Á sýningunni verða sam- ankomnir fulltrúar ótal fyrirtækja sem koma að fjármálum fjölskyld- unnar og efnahagsmálum. M.a. verða fyrirtæki á sviði öryggis- mála, tryggingafyrirtæki og við- skiptabankarnir verða með kynn- ingar á starfsemi sinni og upplýsingar um hagstæðustu kjör- in,“ segir Steingerður. „Það er til marks um nýja tíma að samkeppni er á þessum markaði sem ekki var áður, til hagsbóta fyrir neytendur. Það getur því margborgað sig fyr- ir fólk að hafa góða yfirsýn yfir það sem í boði er og skilja sem best sín eigin fjármál. Kjörorð sýningarinnar endurspegla þetta: „Góðar upplýsingar eru gulls ígildi“.“ Gestir í Smáralind geta fengið ráðgjöf og upplýsingar, og tilboð í viðskipti hjá fulltrúunum sem verða á sýningunni: „Allir eiga er- indi á þessa sýningu, bæði fjöl- skyldufólk og fasteignaeigendur, fullorðið fólk sem sest hefur í helgan stein eða unglingar sem vilja finna námsmannaþjónustu sem hentar þeim vel. Þarna verða á staðnum ráðgjafar sem vita best hvernig svara má ólíkum þörfum hvers og eins og geta aðstoðað sýningargesti við að finna sér ein- mitt þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda,“ segir Steingerður. Auk þess að geta fengið upplýs- ingar á sýningarbásum geta gestir hlýtt á fyrirlestur um fjármál fjöl- skyldunnar: „Ingólfur Ingólfsson hjá www.Spara.is, sem m.a. skrif- aði bókina Þú átt nóg af pen- ingum, verður með ókeypis fyr- irlestur, Úr mínus í plús, fyrir sýningargesti kl. 14 báða dagana. Hann er ötull námskeiðahaldari og búinn að sýna það og sanna að hann kann að kenna fólki að nýta peningana sína vel og fá sem mest út úr kaupinu sínu,“ segir Stein- gerður en fyrirlestrar Ingólfs verða haldnir í lúxussal Smára- bíós. Bylgjan verður með útsendingu á svæðinu báða sýningardaga og segja frá helstu viðburðum og leik- horn er í boði fyrir börnin þar sem þau geta leikið sér með þroska- leikföng frá Leiksmiðjunni. Ekki er nóg með að sýningin sé með öllu ókeypis, heldur geta sýn- ingargestir unnið til pen- ingaverðlauna: „Til sýnis verður 14 karata gullmoli, sem líklega er sá verðmætasti sem sýndur hefur verið hér á landi. Almenningur getur fengið að virða hann fyrir sér og giskað á þyngd hans, og fær sá sem kemst næst þyngdinni 100.000 kr. verðlaun í boði Gull- vildar Glitnis,“ segir Steingerður, en gullklumpsins er vandlega gætt af öryggisvörðum Securitas. Sýningin Fjölskyldan og fjár- málin er opin á afgreiðslutíma Smáralindar, frá kl. 11 til 18 laug- ardaginn 9. september og kl. 13 til 18 sunnudaginn 10. september. Sýning | Í Smáralind 9. og 10. september Fjölskyldan og fjármálin  Stein- gerður Stein- arsdóttir fæddist í Reykjavík 1959. Hún lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum við Hamra- hlíð 1980, BA-prófi í ensku og fjöl- miðlafræði frá Háskóla Íslands 1992, árið 1993 prófi í hagnýtri fjöl- miðlun frá sama skóla, og lauk árið 2006 prófi frá Leiðsöguskóla Ís- lands. Steingerður hefur starfað sem blaðamaður í 16 ár, fyrst á Þjóðviljanum, og síðan hjá ýmsum tímaritum, en hún starfar nú á Vik- unni. Steingerður er gift Guðmundi Bárðarsyni stýrimanni og eiga þau tvö börn. Rod Stewart segist finna til meðsir Paul McCartney og skilja hugarangur hans vegna skilnaðar hans og Heather Mills. Stewart skildi sjálfur við fyrirsætuna Rachel Hunter og segir það mjög sorglegan kafla í lífi sínu. „Ég hef aldrei verið eins þung- lyndur og þegar Rachel fór í burtu,“ sagði Stewart eftir að hafa tekið við verðlaunum frá tímaritinu GQ sem valdi hann mann ársins. „Það var eins og ég hefði orðið fyrir eldingu. Það var hræðilegt.“ „Hugsið ykkur hvernig Paul McCartney líður núna. Ég finn til með honum,“ sagði skoski söngv- arinn raunamæddur. „En ég áfellist ekki Rachel. Elsta dóttir mín er sex árum eldri en Rachel var þegar við hittumst fyrst. En það var eins og að heimurinn væri að farast þegar hún fór. Ég var alls ekki undir þetta bú- inn. Ég vitkaðist og þroskaðist hratt eftir þetta.“    Sting hefur krafist þess að veiði-kofi skammt frá sveitasetri hans í Wiltshire á Englandi verði rif- inn niður vegna þess að hann spillir útsýninu úr svefnherbergi hans. Sting hefur kært nágranna sinn fyrir að reisa lít- inn veiðikofa án tilskilins bygging- arleyfis. „Ég get stað- fest að Sting hef- ur andmælt þessu,“ sagði tals- maður söngv- arans. Hann bætti við að veiðikofinn væri liður í gróðabralli auðjöfurs og spillti svæði sem væri þekkt fyrir náttúrufegurð og hefði einnig „sér- stakt vísindalegt gildi“. Sveitasetur Stings, sem heitir réttu nafni Gordon Summer, er met- ið á sjö milljónir punda, sem svarar 900 milljónum króna. Sting dvelur þar þó sjaldan og kýs frekar að una sér í sveitasælunni á Ítalíu þar sem hann á enn stærra setur. Starfs- menn hans þar sjá honum fyrir ólífu- olíu og víni sem þeir framleiða sjálf- ir. Sting og eiginkona hans, Trudi Styler, eiga einnig íbúð í London og nota hana þegar þau eru í Bretlandi. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.