Morgunblaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns-
son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson,
svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is
netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Morgunblaðið í dag
íþróttir
HANNES Þ. Sigurðsson fer beint í
byrjunarlið danska úrvalsdeild-
arliðsins Bröndby í fyrsta leik liðs-
ins eftir að hann kom til þess um
mánaðamótin. René Meulensteen,
þjálfari Bröndby, segir að Hannes
hafi sýnt það á æfingu í gær að
hann væri alveg klár í slaginn og
þyrfti ekki tíma til þess að átta sig á
aðstæðum, eins og menn þurfa á
stundum við vistakipti.
Hannes fór hamförum á æfingu
Bröndby í gær og skoraði fjölda
marka. Bröndby mætir AaB frá
Álaborg í dag.
Hannes fer
beint í liðið
laugardagur 9. 9. 2006
íþróttir mbl.is
FH-ingar geta orðið meistarar í Vestmannaeyjum >>4
Reuters
Kraftur Frannska tenniskonan Amelie Mauresmo tekur vel á þegar sendir boltann yfir netið til Mariu Sharapovu frá Rússlandi í undanúrslitaleiknum í
einliðaleik á Opna bandaríska mótinu í gær. Þar hafði Sharapova betur og mætir Justine Henin-Hardenne í úrslitum.
ÚRSLIT Í BIKARNUM
BÚAST MÁ VIÐ HÖRKULEIK ÞEGAR TVÖ BESTU
KVENNALIÐ LANDSINS BERJAST UM BIKARINN
DANSKI körfuknattleiksmað-
urinn Thomas Soltau er búinn að
ganga frá samningum við Kefl-
víkinga en eins og Morgunblaðið
sagði frá fyrir skömmu hafa þeir
átt í viðræðum við hann að und-
anförnu. Soltau verður að lík-
indum gífurlegur liðstyrkur fyrir
lið Keflavíkur en hann er mið-
herji, 2,10 metrar á hæð, danskur
landsliðsmaður, og hefur spilað
með liðum á borð við Leverkusen
í Þýskalandi og Benetton Treviso
á Ítalíu. Síðasta vetur lék Soltau
með Grevenbroich í þýsku 2.
deildinni, næstefstu deildinni þar.
Í síðasta mánuði skoraði hann
sigurkörfu Dana gegn Íslend-
ingum á Norðurlandamótinu í
Finnlandi, 82:81.
Soltau til
Keflavíkur
HK úr Kópavogi getur í dag tryggt
sér sæti í efstu deild karla í knatt-
spyrnu í fyrsta skipti en næstsíð-
asta umferð 1. deildar er leikin í
dag klukkan 14.
Það eru HK og Fjölnir, tvö af
yngstu knattspyrnufélögum lands-
ins, sem berjast um að fylgja Fram
upp í úrvalsdeildina. HK er með
fjögurra stiga forskot á Fjölni, 32
stig gegn 28, og nægir því einn sig-
ur í viðbót til að fara upp.
HK tekur í dag á móti Víkingum
frá Ólafsvík en Fjölnir fær Leikni
úr Reykjavík í heimsókn í Graf-
arvoginn. Í lokaumferðinni eftir
viku leika síðan bæði lið á útivöll-
um, HK við Fram og Fjölnir við KA.
Framarar geta aftur á móti
tryggt sér meistaratitil 1. deildar í
dag með því að fá eitt stig gegn
botnliði Þórs en liðin mætast á Ak-
ureyrarvelli.
Kemst HK
upp í dag?
LIÐ Hamars/Selfoss hefur fengið
góðan liðsauka fyrir keppnina í úr-
valsdeildinni í körfuknattleik í vetur
því fjórir nýir leikmenn hafa gengið
til liðs við það að undanförnu.
Lárus Jónsson er kominn aftur
á heimaslóðirnar eftir að hafa leikið
með Fjölni og KR undanfarin tvö
ár.
Bojan Bojovic frá Serbíu kem-
ur frá Haukum en hann lék þar á
lokaspretti síðasta tímabils.
Ari Gunnarsson, einn reyndasti
körfuboltamaður landsins, er kom-
inn frá Skallagrími þar sem hann
hefur leikið undanfarin þrettán ár,
að síðasta tímabili undanskildu.
Frosti Sigurðsson er kominn
frá Hetti en hann lék með Egils-
staðaliðinu í úrvalsdeildinni í fyrra.
Clifton Cook leikur áfram með
liði Hamars/Selfoss og er væntan-
legur til landsins í dag.
Pétur Ingvarsson þjálfar liðið
að vanda en hann tók við þjálfun
Hamars í 1. deild árið 1998 og stýrði
því upp í úrvalsdeildina, þar sem
það hefur leikið síðan og er nú að
hefja sitt þriðja tímabil undir
merkjum Hamars/Selfoss.
Mikið starfsöryggi
„Það er mikið starfsöryggi hjá
okkur fyrir þjálfara og leikmenn,“
sagði Lárus Ingi Friðfinnsson, for-
maður körfuknattleiksdeildar Ham-
ars/Selfoss, við Morgunblaðið í gær.
„Þetta er góður liðsauki sem við
höfum fengið, æfingahópurinn er
orðinn sterkur og við stefnum að því
að komast ofar í deildinni í vetur,“
sagði Lárus en lið Hamars/Selfoss
endaði í níunda sæti af tólf liðum á
síðasta tímabili.
Fjórir til Hamars/Selfoss MIKIL eftirvænting ríkir hjá
tuðningsmönnum West Ham
yrir leik liðsins á móti Aston
Villa á heimavelli félagsins,
Upton Park á morgun. Það
eru argentínsku landsliðs-
mennirnir Carlos Tevez og
Javier Mascherano sem hafa
engið West Ham hjörtun til
að slá hraðar en West Ham
náði öllum á óvart að „stela“
Argentínumönnum fyrir
raman nefið á stóru félögun-
um og gera við þá samning til
jögurra ára.
Haft hefur verið á orði að
Argentínumennirnir líti á
West Ham sem stökkpall og
þeir muni við fyrsta tækifæri
yfirgefa félagið. Þessu vísa
bæði leikmennirnir og knatt-
spyrnustjórinn Alan Pardew á
bug en Pardew telur að koma
Argentínumannanna geti fært
West Ham á þann stall að það
geti farið að berjast um titla.
,,Við viljum færast yfir á
næsta stig og keppa við stóru
liðin. Það hefur margt nei-
kvætt verið sagt um félaga-
skiptin en sannleikurinn er sá
að þeir völdu að koma til okk-
ar. Við höfum fengið til okkar
tvo heimsklassa spilara sem
við væntum mikils af,“ segir
Pardew.
Á eftir að hrella varnir
andstæðinganna
Pardew segir að Carlos
Tevez sé fær um að gera það
sama fyrir West Ham og
Wayne Rooney geri fyrir
Manchester United.
,,Ég hef trú á því að Tevez
muni hrella varnir andstæð-
inganna á sams konar hátt og
Wayne Rooney. Ég sé mjög
margt líkt með þeim og hann
verður nokkurs konar okkar
Rooney,“ segir Pardew um
hinn 22 ára gamla Tevez sem í
sumar var oftar en ekki
nefndur til sögunnar hjá Man-
chester United og fleiri
stórum liðum á Bretlandi og á
meginlandi Evrópu.
West Ham var nýliði í úr-
valsdeildinni á síðustu leiktíð
en undir stjórn Alans Par-
dews náðu „Hamrarnir“ 10.
sætinu og komust í bikarúr-
slitin þar sem þeir töpuðu fyr-
ir Liverpool í mögnuðum leik.
Tevez getur orðið
okkar Wayne Rooney
Reuters
Stjörnur Argentínsku knattspyrnumennirnir Carlos Tevez og Javier Mascherano ásamt nýjum yfirmanni sínum, Alan Pardew, á Upton Park. Miklar vonir eru bundnar við komu þeirra.
laugardagur 9. 9. 2006
íþróttir mbl.is
enski boltinn
Er William Gallas besti miðvörður heims? » 4
BORGARSLAGUR
„FYRIR LEIKI EVERTON OG LIVERPOOL
FER BORGIN ALVEG Á HVOLF“
LÆGRI
VEXTIR
LÆGRA
LÁNTÖKUGJALD
FH-ingurinn Davíð Þór Viðarsson
ætlar að fylgjast ásamt bróður sín-
um, Bjarna Þór, með grannslag
Everton og Liverpool á Goodison
Park í dag. Davíð, sem varð fyrir því
óláni að slíta hásin í leik með FH í
júlímánuði, hefur haldið með Liver-
pool svo lengi sem hann man eftir
sér.
„Ég er að fara að fylgjast með lið-
unum mínum,“ sagði Davíð Þór við
Morgunblaðið, en hann segist nú
orðinn fylgismaður beggja stóru liðanna í Liverpool-
borg eftir að Bjarni gekk til liðs við Everton.
„Það verður gaman að vera viðstaddur þennan leik.
Ég hef lengi ætlað að fara á leik Liverpool og Everton
og nú læt ég loks verða af því. Við bræðurnir munum
sitja saman í stúkunni og fáum vonandi einn leik með
öllu.“
Rætt er við Bjarna Þór un nágrannaslaginn á mið-
opnu.
Davíð Þór vonast
eftir einum með öllu
Davíð Þór
Viðarsson
Laugardagur 9. 9. 2006
81. árg. 35. tbl
STJÖRNUHRAP CRUISE
ÞRÁLÁTAR SLÚÐURSÖGUR UM SAMKYNHNEIGÐ TOM
CRUISE HOLA STEININN Í SKOTHELDRI ÍMYND HANS.
Einhver ósjálfráður húmor sem þó er ávallt spurning um dauðans alvöru og drama. » 16
S
jálfsagt eru margir
orðnir spenntir að bíða
eftir nýrri bók banda-
ríska rithöfundarins
Thomasar Pynchons
sem boðuð var fyrr í
sumar en útgáfudagur er 5. desem-
ber nk. Tæp tíu ár eru liðin frá því
að síðasta verk þessa dularfulla en
stórbrotna höfundar kom út árið
1997 en það var Mason & Dixon. Síð-
an hefur hann aðeins birt einstaka
greinar í blöðum og tímaritum og
sjálfur hefur hann auðvitað ekki
birst fyrir augum aðdáenda sinna
enda einstaklega fjölmiðlafælinn
maður.
Væntanleg skáldsaga nefnist Aga-
inst the Day og verður gefin út af
Penguin Press. Hún er sögð að
minnsta kosti 900 síður, sem kemur
aðdáendum Pynchons ekki á óvart.
Höfundurinn mun ekki fara í upp-
lestrarferðir vegna útkomu bók-
arinnar, sem kemur aðdáendum
hans heldur ekki á óvart.
Efnislýsing á bókinni, sem sögð er
skrifuð af Pynchon sjálfum, var birt
á Amazon en síðan fjarlægð þaðan
og svo endurbirt. Þar segir að bókin
spanni tímabilið á milli heimssýning-
arinnar í Chicago árið 1893 og fyrstu
áranna eftir fyrri heimsstyrjöldina,
hún fjalli um atvinnuleysi í Colorado
í lok nítjándu aldar og New York um
aldamótin, hún færi lesendur síðan
til London og Göttingen, Feneyja og
Vínar, Balkanlandanna, Mið-Asíu,
Síberíu, Mexíkó á byltingartím-
anum, til Parísar á eftirstríðs-
árunum, til Hollywood á tíma hljóðu
myndanna og að endingu til eins eða
tveggja staða sem hvergi er hægt að
finna á korti. Umfjöllunarefnið er,
að sögn Pynchons, græðgi fyr-
irtækja, falstrú, heimskulegt kæru-
leysi og illvirki valdamanna. Að end-
ingu bætti Pynchon því við að það
væri ekki ætlunin að skáldsagan
skírskotaði til samtímans.
En hvort sem textinn stendur á
Amazon eða ekki þá er öruggt að
bókin kemur í desember. Vonir
standa til að hún verði meðal helstu
bókmenntaviðburða ársins.
Against the Day er sjöunda skáld-
saga Pynchons en hinar eru V (1963)
en fyrir hana hlaut hann Faulkner-
verðlaunin, The Crying of Lot 49
(1966), Gravity’s Rainbow (1973) en
fyrir hana hlaut hann bæði National
Book Award og Pulitzer-verðlaunin,
Slow Learner (1984) sem er safn
smásagna frá því snemma á ferli
hans, Vineland (1990) og Mason &
Dixon (1997).
Ný skáld-
saga
Pynchons
Sú fyrsta í tæp tíu ár
Einar Áskell Skilaboðin mikilvægi þess að geta hlegið að sjálfum sér. » 8
E
ru umhverfismál
einkamál vinstri-
manna? Á flokks-
ráðsþingi Vinstri
grænna um síðustu
helgi virtist svarið
við þessari spurningu vera játandi.
„Það er ekki hægt að vera grænn án
þess að vera vinstri,“ sagði Svandís
Svavarsdóttir borgarfulltrúi Vinstri
grænna og Kolbrún Halldórsdóttir
alþingismaður flokksins sagði að
hugtakið „hægri grænir“ væri til-
raun stjórnarflokkanna til að fegra
stóriðjustefnu sína.
Umhverfismál eru án efa einn mik-
ilvægasti málaflokkur nútímans. Þó
lengi hafi verið til skipulagðir hópar
áhugamanna um verndun náttúrunn-
ar er saga eiginlegrar umhverf-
isverndar og „grænna stjórnmála“
hins vegar stutt. Upphaf margra
þeirra meginsjónarmiða sem í dag
eru kennd við umhverfisvernd má
rekja til byrjunar áttunda áratug-
arins og ráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna sem haldin var árið 1972 í
Stokkhólmi. Þar komu saman fulltrú-
ar 113 landa og meira en fjögur
hundruð alþjóðasamtaka til að ræða
þann veruleika sem rannsóknir vís-
indamanna á sviði umhverfismála
voru að byrja að leiða í ljós. Sama ár
kom út metsölubókin Limits to
Growth, eða Takmörk vaxtar, en í
henni færa nokkrir hagfræðingar úr
hinum svokallaða Rómarklúbbi rök
fyrir því að áframhaldandi hagvöxtur
og fjölgun jarðarbúa muni á end-
anum leiða til stórkostlegra nátt-
úruspjalla og ofnotkunar á takmörk-
uðum náttúruauðlindum.
Einkamál vinstrimanna?
Þar sem vart er hægt að ímynda sér
víðtækara hagsmunamál en framtíð
sjálfrar jarðarinnar leið ekki á löngu
þar til umræðan um mengunarvalda
og verndun náttúrunnar varð há-
pólitísk. Smám saman tvinnaðist
andúð á stórfyrirtækjum og iðnaði
saman við stefnuskrár margra um-
hverfisverndarhópa og umhverfismál
urðu smám saman að einum helsta
málaflokki vinstrimanna. Einn af
stofnendum Greenpeace samtakana,
Patrick Moore, hefur til að mynda
opinberlega gagnrýnt tilhneigingu
umhverfisverndarsinna til að blanda
saman baráttu sinni gegn nátt-
úruspjöllum við pólitískar árásir á
markaðshagkerfi og alþjóðavæðingu.
Nú eru teikn á lofti um að hægri-
menn víðsvegar um heim ætli sér að
komast inn í umræðuna um nátt-
úruvernd og nálgast málið á eigin
forsendum í framtíðinni.
Nýleg skrif Guðna Elíssonar, Ill-
uga Gunnarssonar og Kolbrúnar
Halldórsdóttur í Lesbók Morg-
unblaðsins hafa vakið athygli margra
á þeim ólíku leiðum sem hægt er að
fara til að nálgast umhverfismál.
Vinstri grænir hafa frá upphafi litið á
umhverfismál sem sinn megin mála-
flokk og skoðanakannanir hafa bent
til þess að sjónarmið þeirra hafi feng-
ið góðan hljómgrunn hjá stórum
hluta þjóðarinnar. Í grein Guðna Elí-
assonar sem birtist í Lesbók Morg-
unblaðsins 15. júlí síðastliðinn spyr
hann sig hvers vegna sjálfstæð-
ismenn snúist í vörn þegar um-
Er hægt að vera
hægri og grænn?
Eru umhverfismál einkamál vinstrimanna? Eða
kemur náttúruvernd flokkspólitík ekkert við?
Eftir Gunnar Hrafn Jónsson
gunnarh@gmail.com
» 4
Morgunblaðið/RAX
Nýting Er hægt að samræma markaðssjónarmið umhverfisverndarstefnu?
l sbók laugardag
9. 9. 20
börn
NÝFÆDDIR HVOLPAR
AÐ EIGA NÝFÆDDA HVOLPA ER DRAUMUR HVERS BARNS
DRAUMUR STRÁKS Í ÞINGHOLTUNUM RÆTTIST
,,Voðalegar dúllur," segir Kormákur » 3
Morgunblaðið/EyTítla gætir hvolpanna sinna vel.
Þegar velja á hvolp er mik-
ilvægt að velja rétta hvolpinn.
Það sem skiptir mestu máli er
hvernig skapgerð hans er en
ekki útlitið. Hvolpurinn verð-
ur brátt besti vinur þinn en
það þarf að sinna honum vel.
Hann lærir af þér og reynir
að geðjast þér þannig að þú
þarft að senda honum skýr
skilaboð. Þú þarft að annast
hann af kostgæfni, hann þarf
að fara út í gönguferðir, sama
hvernig veðrið er, og fá rétt
fæði og vatn. Þú þarft einnig
að þjálfa hann.
Hundar tilheyra hundaætt
eins og úlfar. Í náttúrunni lifa
úlfar í hópum. Þegar fjöl-
skylda tekur við hvolpi verður
hún hópurinn hans. Í hópum
er yfirleitt leiðtogi og hvolp-
urinn velur sér oft einn úr
fjölskyldunni sem hann álítur
leiðtoga.
Hundar eru misstórir og
þurfa mismikla hreyfingu.
Þegar velja á hund er gott að
lesa sér til um tegundirnar.
Þannig kemst þú að því hvaða
tegund hentar þér og þinni
fjölskyldu.
Hvolpar
Y f i r l i t
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Í dag
Sigmund 8 Forystugrein 34
Staksteinar 8 Umræðan 36/39
Veður 8 Kirkjustarf 40/41
Viðskipti 16/18 Minningar 42/49
Erlent 19/20 Myndasögur 60
Akureyri 24 Dagbók 61/65
Suðurnes 24 Víkverji 64
Landið 25 Staðurstund 62/63
Árborg 25 Velvakandi 64
Daglegt líf 26/33 Bíó 62/65
Menning 21, 54/60 Ljósvakamiðlar 66
* * *
Innlent
Hæstiréttur staðfesti í gær
gæsluvarðhaldsúrskurð yfir 16 ára
pilti sem stakk 25 ára mann í bakið
í Laugardal aðfaranótt þriðjudags.
Árásarmaðurinn bar við yf-
irheyrslur að hann hefði komist í
samband við manninn í gegnum
netið í þeim tilgangi að prófa að
myrða mann. » 1
Viðræðum um varnarsamstarf
Íslands og Bandaríkjanna verður
fram haldið fimmtudaginn 14.
september nk. í Washington.
Framtíð ratsjárstöðva hér á landi
er meðal samningsatriða sem
fjallað verður um. Vonir standa til
þess að verulegur áfangi náist á
fundinum. » 68
Heimamenn á Fljótsdalshéraði
kölluðu eftir rýmingaráætlun vegna
hugsanlegs stíflurofs á Kára-
hnjúkum á opnum fundi í gær.
Vildu fundarmenn einnig fá upplýs-
ingar um tryggingamál, kæmi til
stíflurofs. Fulltrúi Landsvirkjunar
sagði fyrirtækið tryggt fyrir tjóni
upp á 18 milljarða króna. » 10
Erlent
Fram kemur í nýrri skýrslu
nefndar í öldungadeild Bandaríkja-
þings að engar sannanir séu fyrir
því að stjórn Saddams Husseins í
Írak hafi átt formlegt samstarf við
hryðjuverkasamtökin al-Qaeda.
Stjórn George W. Bush forseta full-
yrti fyrir innrásina í Írak að Sadd-
am hefði haft slík tengsl við sam-
tökin og er nú sökuð um að hafa
beitt blekkingum til að réttlæta
innrásina. »1
Ísraelar afléttu í gær tveggja
mánaða löngu hafnbanni sem þeir
settu á Líbanon til að hindra vopna-
smygl til Hizbollah. Herskip á veg-
um SÞ munu nú taka að sér að
hindra smyglið. » 20
Viðskipti
Samdráttur hefur verið í útlán-
um bæði hjá Íbúðalánasjóði og
bönkunum undanfarið. Samanlögð
íbúðalán drógust saman um 29%
milli júlí og ágúst, úr 8,7 milljörðum
í júlí í 6,2 milljarða í ágúst. » 18
STARFANDI erlendum ríkisborg-
urum á íslenskum vinnumarkaði hef-
ur fjölgað um tæp 165% á síðustu sjö
árum skv. upplýsingum úr stað-
greiðsluskrá Hagstofu Íslands. Árið
1998 störfuðu hér 3.400 útlendingar
en á síðasta ári voru þeir orðnir
9.010. Hlutfall erlendra ríkisborgara
á atvinnumarkaði hefur aukist jafnt
og þétt, úr 2,3% árið 1998 í 5,5% árið
2005. Sé litið til einstakra atvinnu-
greina verður aukningin enn sýni-
legri. Árið 1998 störfuðu 120 útlend-
ingar við mannvirkjagerð á Íslandi
en árið 2005 voru þeir orðnir 1.890.
4.210 erlendir ríkisborgarar höfðu
hvers kyns iðnaðargreinar að at-
vinnu sinni samkvæmt tölum Hag-
stofunnar, flestir þeirra á Austur-
landi, 1.340, og næstflestir á
höfuðborgarsvæðinu, 1.330. Sé litið
til allra atvinnugreina störfuðu 4.420
erlendir ríkisborgarar á höfuðborg-
arsvæðinu árið 2005 en 4.340 utan
þess.
Pólverjar fjölmennastir
og karlmenn orðnir fleiri
Af þeim erlendu ríkisborgurum
sem þátt taka í íslensku atvinnulífi
eru flestir af pólsku bergi brotnir,
1.970 Pólverjar voru starfandi hér á
landi í fyrra eða tæp 22% allra er-
lendra starfsmanna. Danskir, filipps-
eyskir, portúgalskir og þýskir ríkis-
borgarar komu næst á eftir en um
500 starfsmenn frá hverju landi
vinna hérlendis.
Erlendum karlmönnum sem hér
sækja vinnu hefur fjölgað mun meira
en kvenmönnum. 1.870 konur störf-
uðu hér árið 1998, en karlmennirnir
voru þá 1.530. Nú eru karlmenn
orðnir fjölmennari, voru 5.350 í fyrra
en konurnar 3.650. Um 64% erlendra
kvenna sem hér eru við vinnu starfa
við hvers kyns þjónustugreinar,
flestar þeirra við heilbrigðis- og fé-
lagsþjónustu eða 780 og næstflestar
við hótel- og veitingahúsarekstur,
380. Meirihluti erlendra karlmanna
varði hins vegar starfskröftum sín-
um til hvers kyns iðngreina; Árið
2005 voru þeir 3.120 eða um 58% af
heildarfjölda.
Starfsfólki frumvinnslu og iðn-
aðar fækkar á kostnað þjónustu
Starfandi Íslendingum fjölgaði á
tímabilinu, voru rúmlega 142.000 ár-
ið 1998 en tæp 156.000 í árslok 2005.
Þrátt fyrir aukningu innlends vinnu-
afls fækkaði starfsmönnum frum-
vinnslugreina og iðngreina. Íslend-
ingum sem hafa atvinnu sína af
frumvinnslugreinum, landbúnaði og
fiskveiðum, fækkaði um tæp 27% á
tímabilinu og þeim er starfa við iðnað
um 5,5%. Þjónustugreinum óx hins
vegar ásmegin á tímabilinu og nam
fjölgun í þeim tæpum 17%. 113.960
Íslendingar hafa tekjur sínar af þjón-
ustugreinum, tæp 73% allra starf-
andi Íslendinga. Mesta hlutfallslega
hækkunin var í fasteigna- og við-
skiptaþjónustu, þar fjölgaði starfs-
mönnum um tæp 4.000, eða 30%.
Erlendum starfsmönn-
um fjölgaði um 165%
Árið 1998 störfuðu hér 3.400 útlendingar en í fyrra 9.010
!
"!#$
%
%
% % % % % % &'
Eftir Friðrik Ársælsson
fridrik@mbl.is
ÞAÐ blés hressilega á Akureyri í gær þegar síðasta
skemmtiferðaskip sumarsins, hið tignarlega Sea Prin-
cess, sótti höfuðstað Norðurlands heim. Fjölmörg
skemmtiferðaskip leggja leið sína að Íslandi á hverju
ári og fer þeim reyndar sífellt fjölgandi.
Margir erlendir ferðamenn sprönguðu um miðbæ
Akureyrar í gær, sumir með vindinn í fangið eins og
gengur – og þeir sem voru með höfuðfat þurftu að
halda í derið, þvílíkur var vindurinn við Tangabryggju
þar sem skipið lá við festar.
Morgunblaðið/Skapti
Síðasta skemmtiferðaskipið
HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða hefur
dæmt karlmann í tveggja mánaða
skilorðsbundið fangelsi fyrir brot
gegn valdstjórninni. Maðurinn játaði
að hafa hótað þremur lögreglumönn-
un, fjölskyldum þeirra og börnum líf-
láti þegar verið var að færa hann á
lögreglustöð í febrúar á þessu ári.
Fram kemur í dómnum að mað-
urinn hafi borið fyrir rétti, að hann
muni ekki eftir atvikum en rengi
ekki að hann hafi haft uppi þessar
hótanir.
Dómurinn segir, að í ákæru sé
ekki tekið fram með hvaða orðum
maðurinn lét greindar hótanir falla,
en í kæruskýrslu séu tekin dæmi um
mjög alvarleg orð.
Ljóst sé að maðurinn hafi verið
verulega ölvaður þegar hann lét
þessi orð falla, en ekki sé almennt
séð tækt að gera lögreglumönnum
við skyldustörf að láta slík orð sem
vind um eyru þjóta sem meiningar-
laust drykkjuraus.
Dóminn kvað upp Erlingur Sig-
tryggsson héraðsdómari, en Sigríð-
ur Elsa Kjartansdóttir saksóknari
flutti málið fyrir hönd ákæruvalds-
ins.
Hótaði lögregluþjónum og
fjölskyldum þeirra lífláti
NORWEGIAN WOOD EFTIR HARUKI MURAKAMI
EINTÖK ÁSTARSAGA SEM GERÐI
MURAKAMI AÐ STJÖRNU.
METSÖLUBÓK UM ALLAN HEIM
„MURAKAMI EINS OG HANN
GERIST BESTUR.“
Los Angeles Book Review
„HEILLANDI...
BÓKMENNTALEGT AFREK.“
Times Literary Supplement
2Í 2. SÆTI ÁMETSÖLULISTAEYMUNDSSON